Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Snobb og heimska

  Ég átta mig ekki að öllu leyti á fólki sem borgar á aðra milljón króna fyrir úr.  Né heldur á fólki sem borgar á sjöunda hundrað króna fyrir eftirlíkingu af Rolex-úri. Ég hef aldrei átt úr sem kostar meira en 10 þúsund kall. Ég veit að vísu ekki hvað úrið kostaði sem ég fékk í fermingargjöf fyrir 44 árum. Það var ekkert dýrt.  Í dag á ég ekki úr.  Bara farsíma sem kostaði 4000 kall.  

  Úr er bara lítið tæki sem sýnir manni hvað klukkan er.  Útlit þess skiptir litlu máli.  Ef hægt er að kaupa úr á 2000 kall og það dugir í 10 - 15 ár þá er það góður kostur.  Það er bull að kaupa milljón króna úr sem endist ævilangt.

 Fyrir nokkrum áratugum pantaði kunningi minn sér frá Tælandi ódýra eftirlíkingu af Rolax úri.  Þegar hann hitti ókunnugt fólk var hann stöðugt að taka um úrið,  líta á það og best fannst honum ef tíminn barst í tal.  Þá sagði hann:  "Rolaxinn segir að klukkan sé...".  Ég varð aldrei var við að nokkur manneskja áttaði sig á því í hvað hann var að vísa.  Að minnsta kosti nefndi enginn úrið við hann.  

 Fyrir aldarfjórðungi eða svo kom á markað bílasími.  Hann var stór hlunkur með mörgum ljósum og var áberandi í innréttingu bílsins.  "Rolex" vinurinn keypti þá ódýra eftirlíkingu.  Ég giska á að miðað við verðlag í dag hafi hún kostað kannski 10.000 - 15.000 kall.  Ljósin á eftirlíkingunni voru áberandi.  En eftirlíkingin var ekki sími.

  Það er kannski gróft að kalla svona snobb heimsku.  Viðkomandi er ekki heimskur.  En snobb er ekki gáfulegt.  Og það er dýrt.  

úr     


mbl.is Sá strax að úrið var falsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi og níðingsháttur

  Fyrir nokkrum árum bloggaði ég ítrekað um deilu tónlistarmannsins Hebba Guðmunds við nágranna sína í sömu raðhúsalengju við Prestbakka.  Sjá m.a. http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1226373/ Vegna þessa máls fer Hebbi í gjaldþrot í komandi jólamánuði ljóss og friðar. 

  Eins og sést á stöðu innheimtumáls vegna ósanngjarnar kröfu um þátttöku Hébba í þakviðgerðum nágranna sinna er hann nú krafinn um næstum 11 milljónir króna. Þar af eru dráttarvextir næstum 4 millur + vextir af kostnaði 630 þús kr.  Innheimtuþóknun er 530 þús kall.  Og svo framvegis.  Sjálf krafan er 3,6 millur.  En þegar öllu hinu hefur verið smurt ofan á er upphæðin komin í 10,6 millur.  Svona er Ísland í dag.  Þetta er geggjað. Þetta er ofbeldi.    

 

krafan v Prestbakka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

  Þetta var vinsælasta lagið á Íslandi á sjötta áratugnum.  


Nýr og stærri flugvöllur

  Síðustu ár hefur borið töluvert á heitri umræðu um mögulegan brottflutning á Reykjavíkurflugvelli.  Hvernig og hvert er jafnan óljóst.  Líka kostnaður við flutning.  Enginn veit heldur hvert sækja á fjárfúlgur þær sem flutningur mun kosta.  Það er ekki endalaust hægt að hækka matarskattinn. 

  Þorri Reykvíkinga og nánast allir aðrir landsmenn eru hlynntir hinni heppilegu staðsetningu á flugvellinum í Vatnsmýri.  Það eru eiginlega bara spaugararnir í borgarstjórn sem tala fyrir flutningi.  Það er miklu ódýrara að flytja þá úr Reykjavík en flugvöllinn.

  Í Færeyjum er aðeins einn flugvöllur.  Það er vandamál.  Oft þarf að aflýsa flugi til Færeyja vegna þoku.  Jafnframt hafa við flugvöllinn orðið flugslys með dauðsföllum.  

  Færeyingar hafa varið háum upphæðum í leit að öðru flugstæði.  Án árangurs.  Nú hafa menn fundið lausn.  Hún felst í því að fjölga eyjunum úr 18 í 19.  Nýja eyjan yrði flugvöllur og höfn.  Hún verður reist á milli Austureyjar og Straumeyjar,  rétt fyrir utan höfuðborgina,  Þórshöfn.  

  Neðansjávargöng verða lögð til og frá eyjunni.   

  Þetta mun styrkja samkeppnishæfi Færeyinga gríðarlega á mörgum sviðum.  Til að mynda geta togarar þá landað fiski beint um borð í flugvélar.  Fiskurinn er kominn spriklandi ferskur á fiskmarkaði um alla Evrópu 2 - 3 tímum eftir að hann er veiddur.  

  Eyjan hefur þegar fengið heitið Airport-19.  Hún verður fljót að borga sig upp.   

flugvöllurinn í færeyjum


mbl.is Færeyjar samkeppnishæfari utan EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt í Noregi

laus rafmagnsinnstunga

  Á síðustu árum hafa Íslendingar í þúsundatali flutt búferlum til Noregs.  Þeir láta vel af sér og sínum þar.  Sumir þeirra geta ekki haldið aftur af sér og gaspra um að vera komnir á tvö- eða þrefaldan launataxta í samanburði við það sem býðst á Íslandi.  En ekki er allt sem sýnist.  Þegar betur er að gáð kemur í ljós að sumt er dýrara í Noregi en á Íslandi.

  Dæmi:  Ungur Norðmaður á níræðisaldri tók einn sólríkan sumardag eftir því að rafmagnsinnstunga var laus í kjallara íbúðar hans.  Fyrstu viðbrögð voru þau að festa hana sjálfur.  Eftir að hafa tekið síðdegisblund komst hann að þeirri niðurstöðu að tryggara væri að fá fagmann í verkið.

  Hann hringdi í rafvirkja.  Sá mætti með bros á vör,  festi innstunguna og þáði kaffi og norska hveitibollu með sultu.  Hann sagði að reikningurinn kæmi í pósti. 

  Maðurinn var orðheldinn.  Reikningurinn kom.  Hann hljóðaði upp á rúma kvartmilljón (13.750 norskar krónur x 18,5).  Ellilífeyrisþeginn hélt að núlli væri ofaukið fyrir mistök en borgaði þó upphæðina þegar í stað.  Síðan hringdi hann í rafvirkjann og gerði grein fyrir grun sínum. 

  Nei,  rafmagnskallinn sagði að reikningurinn væri samkvæmt taxta.  Ellilífeyrisþeginn hafði fátt fyrir stafni.  Hann tók þess vegna upp á því að skrifa rafvirkjanum sendibréf.  Þar hótaði hann málsókn.  Varð rafvirkinn þá hvumsa.  Í fátinu bauðst hann til að lækka reikninginn um 150 þúsund kall. 

  Síðan leið og beið.  Þrátt fyrir eftirrekstur skilaði endurgreiðslan sér ekki.  Þá var sjónvarpsstöðin TV2 sett í málið.  Hún gróf upp að frá 2011 hefði rafvirkinn margsinnis verið kærður fyrir svipuð atvik.  Skyndilega varð rafvirkinn gríðarlega áhugasamur um að endurgreiða ellilífeyrisþeganum 150 þúsund kallinn og koma málinu úr sögunni.

 kassi_a_hoevdi_10c8b69d13

  


Boltabullur niðurlægja konu

dósasafnari 

  Hún stendur berfætt ofan í vatnspolli.  Vatnið nær henni upp að hnjám.  Hún er hokin í baki.  Aldurinn leynir sér ekki.  Hún er á eftirlaunum,  hálf sjötug.  Ekkja dansks manns síðan 2011.  Fædd og uppalin í Víetnam en býr í leiguíbúð í Kaupmannahöfn.

  Umhverfis konuna standa boltabullur á þurru.  Þær skemmta sér konunglega.  Hlæja dátt og henda bjórdósum í konuna.  Einnig smápeningum.  Til viðbótar henda þeir flöskum af nokkru afli í pollinn til að láta gusur ganga yfir konuna.  Sumar dósirnar eru aðeins hálftæmdar er þær lenda á konunni.  Þegar bjórinn sullast yfir konuna taka bullurnar bakföll af kátínu. 

  Konan safnar þessu í skjóðu.  Það þykir boltabullunum fyndið.  Fyrir þeim er þetta gott sirkusatriði.  Fyrir konuna er þetta neyð.  Dósirnar og flöskurnar selur hún í endurvinnslu.  Hún fær ekki háar upphæðir fyrir.  En hana munar um hverja krónu til að vera réttu megin við strikið þegar mánuðurinn er gerður upp.    

  Konan gerir sér grein fyrir því að bullurnar skemmta sér á hennar kostnað.   Hún lætur sig hafa það.  Hún er fátæk og komin af vinnumarkaði.  Hún þarf á þessum aurum að halda.   

dósasafnari A      


Vond þjónusta vínbúðanna kallar á nýjar leiðir

  Íslenskar vínbúðir veita afleita þjónustu.  Fæstar eru opnaðar fyrr en klukkan 11.00.  Sumar ekki fyrr en klukkan 16.00 eða 17.00.  Síðan er þeim flestum lokað klukkan 18.00.  Margar eru lokaðar á laugardögum.  Og allar eru þær eru þær harðlæstar á sunnudögum.  Einmitt þegar einna mest þörf er fyrir því að þær séu opnar.

 Að auki eru brögð að því að sumar vínbúðir hafi ekki bjórkæli.

 Einna verst er að vínbúðir bjóða ekki upp á heimsendingu á neinu áfengi.  Hvorki bjór,  léttvíni,  sterku víni né landabruggi.  Fáir þurfa þó meira á heimsendingu að halda en neytendur áfengra drykkja.  Margir eiga ekki heimangengt vegna ölvunar,  veikinda,  öldrunar,  þreytu og skilningsleysis (og óliðlegheita) maka.

  Afleit þjónusta vínbúðanna hrópar á nýjar leiðir.  Mestu munar um að fyrirhugað frumvarp um afnám einkaréttar ÁTVR á áfengissölu.  Það frumvarp er gott og tímabært,  svo vægt sé til orða tekið.  En gengur full skammt að mörgu leyti.  En er áríðandi skref í rétta átt.

  Næsta skref er að bjóða upp á heimsendingu á áfengum drykkjum.  Hún er að vísu til staðar og nýtur mikilla vinsælda.  Gallinn er sá að úrvalið er aðeins landi og eiturlyf.  Aðallega hass,  amfetamín og E-pillur.    

 

                


mbl.is Fólk fái áfengið heim að dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengir drykkir eiga að vera undanþegnir virðisaukaskatti

  Margt er gott í fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskatti.   Mestu munar um að boðuð hefur verið byltingarkennd einföldun á honum.  Í stað tveggja þrepa verða tekin upp tvö þrep.  Flækjustigið á því að vera með mishá þrep kemur einna best fram í áfengum drykkjum.  Í blönduðum kokkteilum er hluti blöndunnar í lægra þrepi en áfengi hlutinn í hærra þrepi.  Í öðrum tilfellum borgar viðskiptavinurinn hátt verð fyrir kaffibolla í lægra þrepi.  Í kaupbæti fær hann ókeypis bjór í hálfslítra glasi.  Af því að hann er ekki seldur þá ber það engan virðisaukaskatt.  Það besta er að það þarf ekki einu sinni að drekka kaffið til að njóta þessara kjara.  Það bara stendur og kólnar.

  Til að losna við flækjustigið er einfaldast og best að fella niður virðisaukaskatt á áfenga drykki.  Næst skásti kostur er að setja það í lægra þrep.  Allt annað er della.  Hvort skrefið sem verður stigið til einföldunar mun verða til mikils stuðnings við rísandi ferðamannaiðnaði.  Það kemur öllum Íslendingum til góða þegar upp er staðið.     

 

föroya bjór gull dós

 


mbl.is Áfengi í lægra þrepið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veitingaumsögn

kjötsúpa í Súpuvagninum
 
  - Réttur:  Íslensk kjötsúpa
  - Veitingastaður:  Súpuvagninn,  Mæðragarði við MR
  - Verð:  900 - 1100 kr.
  - Einkunn: **** (af 5)
 
  Litlir matsöluvagnar með sölulúgu spretta nú upp eins og gorkúlur í Reykjavík.  Þökk sé hlýnandi veðurfari og fjölgun túrhesta. 
  Ennþá betra er að í sumum matsöluvögnunum er boðið upp á bráðholla íslenska kjötsúpu. 
  Í Súpuvagninum er hægt að velja um tvær skammtastærðir.  Minni skálin tekur sennilega um hálfan lítra og kostar 900 kr.  Stærri skálin tekur líklega um 800 ml eða því sem næst.  Hún kostar 1100 kr. 
  Ég fékk mér stærri skálina og borðaði úr henni ofan frá. Það er að segja ég hrærði ekki upp í henni heldur leyfði henni að skilja sig.  Þunn,  glær og bragðgóð súpan flaut á efri helmingi skálarinnar.  Þegar kom að neðri helmingnum tók við þykk súpa með hafragrjónum,  gulrótum,  rófum, kartöflum,  hvítkáli og lauk.  
  Þessi kjötsúpa er í alla staði eins og hefðbundin íslensk kjötsúpa.  Fyrir minn smekk mætti hún vera aðeins matarmeiri.  Kjötið er 140 gr  (jafngildir kjötskammti í hamborgara).  Hlutfall þess mætti vera pínulítið hærra.  Á móti vegur að hægt er fá aukaskammt af kjöti fyrir 250 kr.  Það er sniðugur kostur.  280 gr af kjöti er samt heldur mikið af því góða.
  Eini gallinn við súpuna var að kjötið var magurt og mauksoðið.  Þar með dálítið losaralegt í stað þess að vera þétt.    
 
súpuvagninnkjötsúpa Súpuvagnsins  
-------------------------------------------
Síðustu veitingaumsagnir: 
 

Danskur strippari strippaður í Færeyjum

  Tollverðir í einu flugstöðinni í Færeyjum,  í Vogum,  hafa yfir að ráða fíkniefnahundi.  Fram til þessa hefur hvutti bent með áberandi hætti á þá Dani sem eru svo vitlausir að koma til Færeyja með eiturlyf.  Svo bar það til að fræg dönsk nektardansmey hugðist verja rómantískri helgi í Færeyjum.  Fíkniefnahundurinn trylltist í návist hennar.  Leitað var á dömunni.  Ekkert fannst.  Hún var send í röntgenmyndatöku.  Ekkert grunsamlegt kom þar fram.  Þá var framkvæmd á henni gróf líkamsleit.  Að hennar sögn var ekki aðeins einum putta stungið í endaþarm hennar heldur fimm fingra krumlu upp að olnboga.  Ekkert dóp fannst. 

  Færeysku tollvörðunum til afsökunar má tiltaka að fíkniefnahundurinn hefur fram til þessa verið óskeikull.  En öllum verður á.  Skýringin er eflaust sú að danska nektardansmærin hefur einhvern tíma áður verið með dóp í sínum vösum.  Hún uppgötvaði nýlega að hún væri komin með barn í mallakútinn.  Undir þannig kringumstæðum hætta margar konur að neyta eiturlyfja.  Hinn möguleikinn er sá að daman hafi vitað af dóphundinum í Vogum og verið nógu klár til að láta ekki reyna á dópsmygl til Færeyja.  

  En hún er ósátt.  Verulega ósátt við meðhöndlunina á sér.  Kannski hefur þetta eftirmála.  Henni var samt nær að koma til Færeyja í fatnaði sem hafði hýst dóp.  Svo er ég ekkert viss um að daman segi satt og rétt frá að öllu leyti.  Hitt er annað mál að færeyskir tollverðir eru harðir í horn að taka þegar kemur að eiturlyfjum.  Þeir standa sína vakt vegna þess að Færeyjar eiga að vera fíkniefnalausar. 

  danskur strippari

  


mbl.is Þunguð nektardansmær í endaþarmsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirburðir færeysku kartöflunnar niðurægja íslenskar kartöflur

  Færeyingar kalla kartöflur epli.  Um það hef ég áður skrifað.  Líka hversu snilldarlega Færeyingar rækta kartöflur.  Um það má lesa með því að smella á þennan hlekk:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1303680/

  Færeyskar kartöflur eru stærri og bragðbetri en þær íslensku.  Stærsta færeyska kartaflan í ár vegur 711 grömm.   Hún er 18 cm löng og 20 cm í þvermál.  Það er reisn yfir færeyskum kartöflum í samanburði viö lambaspörð íslensku kartöflunnar. 

færeysk kartafla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband