Fćrsluflokkur: Viđskipti og fjármál
9.9.2013 | 21:24
Uppfinningar sem "floppuđu"
Á hverjum einasta degi koma á markađ bráđsnjallar nýjar uppfinningar. Flestar lúta ađ ţví ađ bćta líf okkar. Gera tilveruna ţćgilegri. Ţökk sé letingjum. Ţađ eru ţeir sem finna leiđir til ađ auđvelda sér puđiđ. Vandamáliđ er ađ fyrir hverja eina nýja uppfinningu sem slćr í gegn ţá "floppa" 100 (talan er ónákvćmt slump). Ástćđan fyrir ţví snýr ađ markađssetningunni. Annađ hvort var ekki kannađ - áđur en varan fór í framleiđslu - hvort ađ spurn vćri eftir henni. Eđa hitt ađ "ţörfin" fyrir vöruna er ekki kynnt á réttan hátt fyrir neytendum.
Fyrir nćstum öld eyddi íslenskt ljóđskáld öllum sínum peningum í Danmörku í framleiđslu á járnlokum til ađ skella ofan á bjórglös. Hugmyndin var góđ. Danir drekka gjarnan öl utan dyra. Járnlokiđ hélt flugum og fjúkandi drasli frá bjórnum. Engir keyptu járnlok. Ţau ryđguđu til ónýtis í geymslu skáldsins.
Á móti höfum viđ ótal dćmi um vörur sem ekkert seldust árum saman. En međ snjöllu markađsátaki urđu vörurnar ómissandi á hverju heimili. Góđ dćmi eru fótanuddtćkin og Soda Stream.
Hér eru nokkrar uppfinningar sem ekki hafa náđ almennilega inn á markađinn:
Tjaldhćlar međ ljósi. Kćmu sér vel um verslunarmannahelgina í Herjólfsdal. Myndu forđa mörgum ofurölvi unglingnum frá ţví ađ detta um tjaldiđ. Sömuleiđis myndu ţeir hjálpa hinum sömu ađ finna tjaldiđ sitt.
Tölvuborđ međ göngubretti. Margir sem vinna viđ tölvur eyđa dýrmćtum tíma í ađ heimsćkja líkamsrćktarstöđvar og rölta klukkustundum saman á göngubretti. Ţann tíma má spara međ ţví ađ rölta á göngubretti á međan unniđ er í Excel skjölunum.
Allir hundaeigendur kannast viđ vandamáliđ viđ ađ passa hundinn niđri á strönd eđa á tjaldstćđinu. Fólk er ađ böđlast viđ ađ tjóđra hundinn; hann er samt sígeltandi á ađra og reyna ađ hlaupa af stađ. Lausnin er hundataska undir bađstrandarstólnum.
Ţegar matur hefur veriđ olíu- eđa smjörsteiktur á pönnu eru stöđug vandrćđi viđ ađ fjarlćgja feitina. Ţađ er reynt ađ hella henni af pönnunni en ţá dettur maturinn út um allt. Vćri ţá ekki gott ađ hafa viđ höndina plasttrekt sem síar olíuna frá án ţess ađ maturinn detti út um allt.
Ţegar gashellur eru brúkađar kostar ţađ stöđug ţrif. Ţađ er alltaf eitthvađ ađ sullast niđur. Vćri ekki ţćgilegt ađ eiga kost á tilsniđnum mottum sem smellt er undir grindina og taka viđ öllu sullinu? Ţađ hefđi ég haldiđ.
Fyrir daga brauđristarinnar var logsuđutćki ómissandi á öllum betri heimilum. Međ ţví ristađi fólk brauđiđ sitt. Ţegar brauđristin kom til sögunnar átti hún ekki upp á pallborđiđ hjá almenningi. Ađal vandamáliđ var ţađ ađ fólki gekk illa ađ skera sneiđar sem pössuđu í brauđristina. Fólk var ađ trođa of ţykkum sneiđum í hana. Ţćr festust. Tóm leiđindi. Sami mađur og fann upp brauđristina leysti vandamáliđ međ ţví ađ hefja sölu á niđursneiddu brauđi. Ţćr sneiđar smellpössuđu í brauđristina. Ţetta var göldrum líkast. Töfrarnir voru slíkir ađ niđursneidd brauđ urđu tískubylgja og brauđristin var árum saman talin vera ţarfasta heimilistćkiđ.
Viđskipti og fjármál | Breytt 10.9.2013 kl. 18:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
3.9.2013 | 23:03
6 ára prjónar sín eigin föt
Sem barn prófađi ég ađ prjóna. Ţađ fór allt í rugl. Prjónarnir fóru í vitlausa átt, garniđ flćktist og ég áttađi mig aldrei á ţví hvađ ég var ađ reyna ađ prjóna. Niđurstađan varđ sú ađ ţađ sé kúnst ađ prjóna.
Í Fćreyjum ríkir sá skemmtilegi siđur ađ viđ upphaf skólagöngu fćr nýneminn nýja prjónapeysu. Oftast er ţađ amman sem prjónar peysuna. Ţessi siđur gerir upphaf skólagönguna ćvintýralegri og skemmtilegri en annars.
Tilhlökkun ađ eignast nýja prjónapeysu er hjá mörgum eftirsóknarverđara og meira spennandi en ađ setjast á skólabekk.
6 ára stelpa í Rituvík gerđi sér lítiđ fyrir á dögunum og prjónađi sjálf nýju peysuna á sig. Nicolína Ćđustein Daníelsen heitir stelpan. Hún getur prjónađ hvađa flík á sig sem er. Hún sá ömmu sína prjóna og áttađi sig algjörlega út á hvađ prjónaskapur gengur. Nicolína frumsemur sjálf mynstur og hannar útlit á fatnađinum sem hún prjónar. Hún ţarf ekkert ađ sćkja í uppskrift frá öđrum. Henni ţykir flottast ađ láta ólíka liti kallast á. Samtímis gćtir hún ţess ađ hafa hemil á mynstrum og litadýrđ. Hún lćtur mynstrin endurtaka sig međ smá tilbrigđum. Hún passar líka upp á ađ ráđandi einlitir fletir fái ađ njóta sín.
Fatahönnun er ekki mín bjórdós. Engu ađ síđur dáist ég ađ útfćrslunni. Ţađ er virkilega töff hvernig Nicolína lćtur vvv-laga mynstriđ endurtaka sig neđst á peysunni og endurtekur ţađ í stćrra sniđi ofar á peysunni. Ađ láta ađra ermina kallast á viđ grćna litinn í mynstrinu og hálsmálinu er djörf og vel heppnuđ snilld.
Ég spái Nicolínu glćsilegum frama á sviđi fatahönnunar í framtíđinni. Ţađ bara hlýtur ađ vera.
Viđskipti og fjármál | Breytt 4.9.2013 kl. 19:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
1.9.2013 | 15:48
Húsmóđir á sextugsaldri í Gullbringusýslu breyttist í ungling
Ţetta er frétt sem lýtalćknar hata og vilja ţagga í hel. Ţetta er vel varđveitt leyndarmál sem framleiđendur Botox og snyrtistofur vilja ekki ađ ţú fréttir af. Alls ekki. Ţetta er saga af 53ja ára ráđsettri konu í Gullbringusýslu. Á örfáum dögum breyttist hún í ungling. Núna er hún međ bullandi unglingaveiki, hlýđir hvorki foreldrum sínum né öđrum, djammar út í eitt, vakir allar nćtur og safnar úrklippum um Justin Bieber.
Ţađ eina sem konan, María, gerđi var ađ kaupa hrćódýr útlensk krem. Svokölluđ yngingarkrem. Kremin sjálf eru óvirk. Ţađ er trúin á kremin sem gerir gćfumuninn. Trúin flytur fjöll og búslóđir.
Viđskipti og fjármál | Breytt 2.9.2013 kl. 19:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
26.8.2013 | 22:19
Veitingahússumsögn
- Réttur: Marineruđ úrbeinuđ kjúklingalćri
- Stađur: BK kjúklingur á Grensásvegi
- Verđ: 1990 kr.
Viđskipti og fjármál | Breytt 27.8.2013 kl. 20:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2013 | 21:38
Skondin skilabođ
Ţegar fyrirtćki, stofnanir eđa heimili í Danmörku eru heimsótt er ekki byrjađ á ţví ađ bjóđa upp á kaffi. Kannski er slíkt ađeins séríslenskur siđur. Ég veit ţađ ekki. Í Danmörku er gesturinn spurđur ađ ţví hvort hann vilji Carlsberg eđa Tuborg. Ţađ er góđur siđur.
Víđa erlendis er rótgróin og sterk pöbbamenning. Hún er í Danmörku, Ţýskalandi of út um allt Bretland. Og víđar. Ţar um slóđir er fastur siđur ađ karlar (og nokkrar konur) skreppi á pöbbinn eftir kvöldmat. Ţađ má mikiđ ganga á til ađ menn skrópi á pöbbinn.
Ţar sem margir pöbbar eru í samkeppni á sama svćđi er reynt ađ lokka viđskiptavini inn međ skondnum texta á auglýsingaskilti. Textinn skartar ekki tilbođi eđa slíku. Hann skartar sniđuglegheitum. Fólk stoppar viđ skiltin til ađ lesa broslegan texta. Sá sem stađnćmist fyrir utan pöbba er líklegri til ađ kíkja inn heldur en sá sem gengur framhjá.
Hér eru sýnishorn:
"Súpa dagsins er ROMM!"
"Áfengi leysir ekki vandamál ţín... Ekki heldur mjólk."
"Ef ţú drekkur til ađ gleyma, vinsamlegast borgađu fyrirfram."
"Ef lífiđ fćrir ţér sítrónu skaltu laga sítrónusafa og finna einhvern sem lífiđ hefur fćrt vodka og slá upp partýi!!!"
"21 árs aldurstakmark. Hér eru börnin búin til en fá ekki afgreiđslu"
"Ekki gleyma ađ kaupa gjafakort handa pabba á feđradaginn (mundu ađ ţú ert ástćđan fyrir ţví ađ hann drekkur)"
"Drekktu ţrefaldan, sjáđu tvöfalt, hegđađu ţér eins og ţú sért einn"
Ţađ má líka skilja Act single sem "hegđađu ţér eins og einhleypur".
Rúsínan í pylsuendanum er textinn á skiltinu hér fyrir neđan:
"Eitthvađ hnyttiđ, djúpviturt og ögrandi (forstjórinn bađ mig um ađ skrifa ţetta)"
![]() |
Carlsberg nćstum uppurinn í Danmörku |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2013 | 21:34
Veitingahússumsögn
- Veitingastađur: Hótel Cabin, Borgartúni 32 í Reykjavík
- Réttur: Salatbar
- Verđ: 1490 kr. í hádegi, 1850 kr. á kvöldin
- Einkunn: ***1/2 (af 5)
Eftir fyrstu heimsókn í Hótel Cabin hafđi ég hug á ađ gefa salatbarnum 4 stjörnur. Nú hef ég heimsótt stađinn 8 sinnum međ nokkurra daga millibili. Viđ ítrekađar heimsóknir fćkkađi stjörnunum um hálfa.
Út af fyrir sig er salatbarinn hinn ágćtasti. Hann er hefđbundinn og ţar međ ekkert sérstakur. Ţađ er engin ný, framandi eđa spennadi salatblanda. Ţetta er allt ósköp "venjulegt". Hćgt er ađ velja um yfir ţrjá tugi tegunda grćnmetis, ávaxta, núđla, pasta og ţess háttar. Ţetta er allt frá rúsínum og túnfiski til niđursneiddra eggja, tómata og agúrkna. Úrval af köldum sósum er gott. Ofan á "ţakinu" á sjálfu salatborđinu stendur fjöldi flaskna međ allskonar olíum. Ţćr virđast vera frekar til skrauts en brúks. Ég hef hvorki séđ mig né ađra gesti skipta sér af olíunum.
Í auglýsingum er sagt ađ úrval heitra og kaldra rétta sé í bođi. Ţađ er ósatt eđa í besta falli töluvert villandi. Einungis einn heitur réttur er í bođi hvern dag. Sá er jafnan lítilfjörlegur. Í eitt skiptiđ voru ţađ litlar kjötbollur. Í annađ skiptiđ voru ţađ núđlur međ örlitlu af kjöthakki. Í öll hin skiptin hafa ţađ veriđ of ţurrir og óspennandi kjúklingavćngir og -leggir.
Daglega er bođiđ upp á tvćr súputegundir og gott nýbakađ gróft kornbrauđ. Ćtíđ fleiri en ein tegund. Gestir skera sér sjálfir brauđsneiđar. Súpurnar eru einhćfar. Í öll skiptin nema eitt var um samskonar tćru grćnmetissúpuna ađ rćđa. Í undantekningatilfellinu var ţađ lauksúpa. Hún var samt merkt sem grćnmetissúpa. Og ţannig er ţađ međ merkingarnar á súpunum. Ţćr eru oft rangar. Ađrar súpur geta veriđ ţykk grćnmetissúpa eđa paprikusúpa. Súpurnar eru ágćtar en ekkert "spes".
Drykkir eru innifaldir í verđi - ađ ég held: Gosdrykkir, kaffi og litađ sykurvatn međ ávaxtakjörnum (djús). Vatniđ er alltaf best - ef mađur er á bíl. Eđlilega ţarf ađ borga fyrir áfenga drykki.
Stađurinn er hreinn og snyrtilegur í milliklassa. Mjúk leđursćti međ háu baki.
Ţađ er gaman ađ skreppa ţarna einstaka sinnum. Einhćfni gerir örar heimsóknir ekki eins spennandi.
Nýjustu 10 veitingaumsagnir:
Grillmarkađurinn: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1298062
Viđskipti og fjármál | Breytt 18.8.2013 kl. 15:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2013 | 22:03
Einfalt sparnađarráđ fyrir ţá sem eiga ekki ljósmyndavél
Flestir eiga sér draum. Draum um ađ taka ljósmyndir. Margir ţeirra eiga sér einnig annan draum. Draum um ađ eiga ljósmyndavél. Draum um ađ taka á hana ljósmyndir. Ljósmyndir til ađ hengja upp á vegg. Skreyta húsakynni sín - og jafnvel annarra - međ ţessum ljósmyndum.
Vandamáliđ er ţađ ađ sumt af ţessu draumórafólki er fátćkt. Ţađ á engan pening fyrir ljósmyndavél. Sumt af ţessu draumórafólki á ađ vísu pening fyrir ljósmyndavél. En ţađ á engan pening fyrir ţví ađ láta framkalla myndina yfir á pappír.
Hvađ er ţá til ráđa? Lausnin er einföld. Hún felst í ţví ađ teikna myndir sem líta út alveg eins og ljósmyndir. Eiginlega ţarf lítiđ annađ til en ţolinmćđi. Ţađ er seinlegt ađ rissa upp ţannig myndir. En hvađ liggur svo sem á? Hver er ađ flýta sér? Er einhver ađ missa af strćtó?
Ţetta er sömuleiđis gott sparnađarráđ fyrir hvern sem er. Máliđ er ađ nostra viđ smáatriđin. Nostra og nostra. Ţađ má til ađ mynda fá ókeypis brúnan innpökkunarpappír á nćsta pósthúsi og dusta rykiđ af trélitunum. Ţá verđur útkoman svona:
Ef enginn er pappírinn ţá er máliđ ađ teikna á vegginn.
Ef engir litir eđa málning er til taks er hćgt ađ nota kolamola. Útkoman verđur eins og svart-hvít ljósmynd.
Ef illa gengur ađ ná tökum á teikningunni getur veriđ ráđ ađ vinna myndina á haus. Ţađ gefst oft betur.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2013 | 23:44
Mjög örstutt smásaga um bíl
Sólin skín á himni og varpar hlýjum geislum til jarđar. Blessuđ sólin elskar allt. Ţađ er heppilegt ađ hún skíni á himni en ekki einhvers annars stađar. Ţá vćri ekki eins gott veđur. Tóti litli tindilfćtti hefur lokiđ námi í Háskólanum. Hann er staurblankur eftir margra ára nám. Vikum saman voru ađeins kínverskar núđlusúpur í matinn. Ţetta er erfitt. Hann hefur fyrir fjölskyldu ađ sjá. En nú er hann útskrifađur úr sínu fagi, kominn međ vinnu og fastar tekjur. Hann er samt auralaus eftir ţrengingar námsáranna.
Tóti er laghentur. Hann er ţúsund ţjala smiđur. Allt leikur í höndunum á honum. Hann dreymir um ađ eignast stóran alvöru amerískan glćsikagga. Fjármálin leyfa ţađ ekki. Ţennan sólríka dag hittir Tóti frćnda sinn. Sá er ađ láta afskrá gamlan Kadilják sem fékk ekki skođun. Bíllinn er gangfćr. "Boddýiđ" er hinsvegar ónýt ryđhrúga og ađ auki dćldađ á öllum hliđum.
Tóti er snöggur ađ suđa Kadiljákinn út úr frćnda. Hans nćsta verk er ađ taka á leigu bílskúr til fjögurra mánađa. Öll nćstu kvöld og allar helgar fara í ađ gera gamla bílinn upp. Tóti fjarlćgir af bílnum króm, ljós, rúđur og annađ slíkt. Hann fer međ slípirokk yfir ryđblettina, réttir beyglur og ryđbćtir öll göt. Ţađ er sparslađ og grunnmálađ. Ađ nćstum fjórum mánuđum liđnum er bíllinn tilbúinn undir sprautun. Tóti fer í Bílanaust og finnur ţar fallegustu bílamálningu sem hann hefur séđ: Gull-sanserađa málningu í úđabrúsa. Í samráđi viđ sölumann kaupir Tóti ţá spreybrúsa sem til ţarf í verkiđ. Sölumađurinn ráđleggur honum ađ ćfa sig fyrst á ađ spreyja á pappa til ađ fá tilfinningu fyrir fjarlćgđ og ţví hvađ ţarf ađ úđa miklu á fastan flöt bílsins.
Ţetta er á föstudegi. Tóti hefst ţegar handa. Hann byrjar á ađ sprauta bílinn aftan frá. Allt gengur rosalega vel. Tóti nćr ađ mála aftari hluta bílsins eins og best verđur á kosiđ. Vandvirkni rćđur för. Upp úr miđnćtti gerir Tóti hlé á. Hann heldur áfram daginn eftir. Og nćstum líkur verkinu ţegar komiđ er ađ kvöldi. Ţá ţagnar síđasti spreybrúsinn. Bíllinn er allur fagurlitađur gull-sanserađa litnum. Nema frambrettiđ vinstra megin.
Ţegar hér er komiđ sögu var Hvítasunnuhelgi. Tóti er svo spenntur fyrir ţví hvađ bíllinn sé fínn ađ hann dundar sér alla Hvítasunnuhelgina viđ ađ koma aftur fyrir í bílnum rúđum, ljósum og krómi. Á ţriđjudeginum mćtir hann fyrstur manna í Bílanaust til ađ kaupa einn málningarbrúsa til viđbótar svo vinstra frambrettiđ fái sama lit og bíllinn. "Ţví miđur. Ţessi litur er ekki til. Hann er uppseldur," svarar afgreiđslumađurinn.
Tóti biđur hann um ađ panta meira af ţessum lit. Viđ eftirgrennslan kemur í ljós ađ framleiđslu á ţessum lit hefur veriđ hćtt. Góđu fréttirnar eru ţćr ađ ómálađa brettiđ er farţegamegin. Tóti kemst ţess vegna hjá ţví ađ horfa á ţađ. Ađ nokkrum dögum liđnum er hann búinn ađ steingleyma ómálađa brettinu. Ađeins farţegar og ađrir sjá ţađ. Ţeim ţykir ţetta kjánalegt.
Fleiri smásögur og leikrit:
Viđskipti og fjármál | Breytt 24.6.2013 kl. 20:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2013 | 00:48
Litlu verđur Vöggur feginn
Ég brá mér norđur í Skagafjörđ. Ţađ var nemendamót á Steinsstöđum í Lýtingsstađahreppi. Endurfundir skólasystkina. Ţvílíkt gaman. Viđ höfum hist á fimm ára fresti síđustu áratugi. Ţetta er svo gaman ađ ţađ slćr flestu viđ. Núna erum viđ ađ nálgast sextugs aldurinn. Ţegar viđ hittumst svona dettum viđ rúma fjóra áratugi aftur í tímann. Flest er eins og ţađ var. Ţađ er ađ segja stemmningin. Skemmtileg atvik rifjast upp. Hellast yfir. Á unglingsárunum áttađi mađur sig ekki á ţví hvađ viđ skólasystkinin vorum góđir vinir. Ţegar viđ hittumst núna áttar mađur sig betur á ţví hvađ vinaţeliđ er sterkt; hvađ manni ţykir vćnt um ţessa góđu og skemmtilegu vini.
Allt annađ: Í gćr átti ég erindi í Neinn, bensínstöđ viđ Hringbraut. Ţar er út viđ glugga borđ. Ţar eru fjórir barstólar. Ţeir voru auđir ţegar ég mćtti á svćđiđ. Ég keypti eitthvađ smotterí og settist síđan á einn stólinn. Fór ađ glugga í vikuritiđ Grapevine. Eftir ađ hafa gluggađ í Grapevine í nokkra stund stóđ skyndilega yfir mér ábúđafullur mađur merktur Landvélum. Hann horfđi brúnaţungur á mig. Örvćnting og ásökun skein úr hverjum andlitsdrćtti. Ađ lokum stundi hann upp: "Ég sat hérna." Hann var greinilega miđur sín og í ójafnvćgi.
Ég sá í hendi mér ađ ţetta sćti var honum kćrt. Ég ákvađ ţegar í stađ ađ gera góđverk dagsins. Ég fćrđi mig yfir í nćsta sćti og hélt áfram ađ glugga í Grapevine. Hann tók umsvifalaust gleđi sína og settist í gamla sćtiđ sitt. Svo sátum viđ ţarna tveir í dágóđa stund og glugguđum í Grapevine. Ţađ ţurfti ekki meira til ađ gleđja hann. Hann kumrađi af ánćgju og sötrađi appelsín. Litlu varđ Vöggur feginn.
Viđskipti og fjármál | Breytt 14.6.2013 kl. 01:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
3.6.2013 | 00:20
Sparnađarráđ
Á síđustu árum hefur íslenskur landbúnađur dregist saman. Búum hefur fćkkađ og fólk flutt á mölina til ađ rýna í hagtölur í stađ ţess ađ framleiđa hráefni til matseldar. Ţvers og kruss um landiđ standa ađgerđarlausar dráttarvélar. Engum til gagns. En mörgum til leiđinda. Á sama tíma eykst stöđugt spurn eftir léttum og liprum mótorhjólum til ađ snattast um bćinn međ niđurstöđur úr hagfrćđiútreikningum. Á tímabili önnuđu kínversk mótorhjól ađ nokkrum hluta eftirspurninni. Ţegar á reyndi kom í ljós ađ ţau voru úr plasti og duttu í sundur viđ ađ fara yfir hrađahindrun. Margir fengu vinnu viđ ađ tína upp plastdót úr kínversku hjólunum. Ţađ sló tímabundiđ á atvinnuleysi. Ađeins tímabundiđ. Ţađ kaupir enginn viti borin manneskja kínverskt mótorhjól í dag. Óvitibornar manneskjur eru svo fáar ađ ţćr mćlast varla í hagtölum mánađarins.
Lausnin á vandamáli dagsins er handan viđ horniđ. Hún felst í ţví ađ hvađa laghent stúlka sem er getur án fyrirhafnar breytt dráttarvél í lipurt snatthjól. Ţađ eina sem ţarf til er svissneskur hnífur. Allt annađ er til stađar: Stýri, sćti, mótor, framljós, afturljós, dekk og svo framvegis. Ţađ allra besta er ađ ţegar dráttarvél er breytt í snatthjól ţá eru til afgangs tvö varadekk. Ţessi lausn er svo ókeypis og auđveld ađ hún er sparnađarráđ.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)