Færsluflokkur: Bækur
25.5.2011 | 23:10
Stórkostleg leiksýning
- Titill: Ferðalag Fönixins - um listina að deyja og fæðast á ný
- Höfundar og flytjendur: María Ellingsen, Eivör, Reijo Kela
- Sýningarstaður: Borgarleikhúsið
- Einkunn: ****
.
Það var kominn tími til að kíkja á danssýningu. Já, í fyrsta skipti á ævi sem er að nálgast 60 árin. Kannski ekki samt beinlínis danssýningu. Að minnsta kosti ekki hefðbundna danssýningu. Held ég.
Bækur | Breytt 26.5.2011 kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2011 | 02:26
Smásaga um rannsóknir á álfum
Það er mikið um að vera hjá Álfarannsóknarstofunni. Jói Jóns hefur hvergi undan. Hann er eini starfsmaður fyrirtækisins. Hann þarf að gera allt: Svara í símann, hella upp á kaffi, taka á móti gestum og gangandi, vaska upp, sinna rannsóknum á álfum og halda að öðru leyti utan um starfsemina eins og hún leggur sig. Sem betur fer er Jói Jóns vinnusamur og samviskusamur. Sem betur fer hringir heldur enginn og aldrei koma neinir gestir. Það veit enginn af tilvist Álfarannsóknarstofunnar. Það gefur Jóa svigrúm til að einbeita sér enn betur að rannsóknum en annars.
Bækur | Breytt 8.5.2012 kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.1.2011 | 23:33
Hvenær er að marka manninn?
Mér var bent á bráðskemmtilega mótsögn í ummælum Hermanns Guðmundssonar, forstjóra Neins, í sitthvoru viðtalinu í Fréttablaðinu og Fréttatímanum í árslok. Í þessum viðtölum er maðurinn algjörlega ósammála sjálfum sér. Eða eins og Brúskur, fyrrum forseti Bandaríkjanna, orðaði það á sínum tíma: "Ég hef ákveðnar skoðanir á mörgum málum en er ekki endilega sammála þeim öllum."
Í Fréttablaðinu er haft eftir Hermanni að "floppið" á sölunni á bókum þeirra Jónínu Benediktsdóttur og Björgvins G. - miðað við áætlanir - skipti fyrirtækið engu máli. Fyrirtækið situr uppi með 10.000 óseld eintök en fjárhagslegt tjón sé ekkert. Bókaútgáfan sé svo smár hluti af veltu Neins að þetta sé ekkert vandamál. "Þetta er álíka hlutfall og er stolið af bensíni hjá okkur á hverju ári," útskýrir Hermann orðrétt til að setja hlutina í samhengi svo allir geti séð að þetta er hvorki stórt né lítið vandamál. Þetta sé einfaldlega ekki vandamál.
Í Fréttatímanum ræðir Hermann um bensínþjófnað. Það er þungt í honum hljóðið. Tjón fyrirtækisins vegna bensínþjófnaðar sé fyrirtækinu þungur baggi. Í fyrra hafi bensínþjófnaðurinn numið heilum 25 milljónum króna. Það eru engir smáaurar. "Þetta er STÓRT vandamál hjá okkur," fullyrðir Hermann alveg miður sín, niðurbrotinn og hágrátandi yfir þessu risastóra tjóni. Allur lager Neins af grátklútum nær ekki að þerra tárin og hugga hann.
Bækur | Breytt 5.1.2011 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
22.12.2010 | 03:02
1001 gamansaga - V. hluti
.Þegar Hannes Rúnar var fimm ára og tannlaus tók Ómar Ragnarsson við hann viðtal en hann var þá á Stöð tvö. Hann spurði Hannes hvað honum fyndist vanta á Stöð tvö og sá litli var skjótur til svars: Bannaðar myndir.
.Hákon Unnar bauð okkur hjónum að þvo og bóna bílinn okkar. Hann fékk hjá mér 5000 krónur til að kaupa sig inn á þvottastöðina og kaupa svo bón og fleira. Þegar hann kom með afganginn til mín sagði ég honum að hann mætti eiga afganginn. Þá svaraði hann með skelmislegu brosi: Ég hefði nú ekki keypt svona mikið, afi, ef ég hefði vitað að ég mætti eiga afganginn.
.Þegar Snær Seljan var um það bil þriggja ára var hann með móður sinni á göngu í Kaupmannahöfn og rakst þar á dauðan fugl og færði henni. Aumingja fuglinn, hann er dáinn, sagði mamma hans. Þá sagði Snær: Vantar ekki bara batterí?
.Hildur Seljan, dóttir Önnu Árdísar, var mikið hjá ömmu sinni og afa þegar hún var lítil. Einu sinni var hún svo óþæg og handóð að afa hennar fannst að hann sló á höndina á henni. Þá fór sú litla að hágráta og afinn fullur eftirsjár fór að spyrja. Meiddi afi þig í hendinni, má ég sjá? Þá grét sú litla enn meira og stundi svo upp: Ég man ekki hvor höndin það var. Þá létti afanum..Steinunn var einu sinni með Helgu Björk frænku sinni og þær fóru í kirkjugarðinn á Eskifirði þar sem margir ættingjar okkar hvíla. Helga var að segja henni frá hver hvíldi hvar og sú litla fylgdist vel með. Allt í einu segir hún: Það er gaman að vera hérna, Helga Björk, við þekkjum svo marga sem eru gróðursettir hérna.
Bækur | Breytt s.d. kl. 05:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2010 | 00:33
1001 gamansaga - IV. hluti
Ég hef verið að birta á þessum vettvangi útdrátt úr heldur betur skemmtilegri nýútkominni bók Helga Seljan, 1001 gamansaga. Þær 15 sögur sem ég hef þegar birt má finna með því að "skrolla" niður þessa bloggsíðu. Það má einnig smella á fyrirsagnir á listanum hér til vinstri á síðunni. Í leiðinni væri gaman ef þið takið þátt í skoðanakönnun um bestu plötur Megasar. Sú skoðanakönnun er einnig hér til vinstri á síðunni. Ég ætla að loka þeirri könnun fljótlega og birta niðurstöðuna.
Hér koma fleiri sýnishorn úr bókinni góðu, 1001 gamansaga:
.Karl Jónatansson hringdi eitt sinn í mig og sagði þá m.a. Ég hefi lengi verið að hugsa til þín, en ég hefi verið svo ómögulegur að það hefur engin heilbrigð hugsun komist að hjá mér.
.Einhverju sinni var sagt að ég hefði verið að halda ræðu gegn áfengum bjór og sagt þá: Ég er algjörlega á móti bjór og hefi aldrei bragðað hann og svo finnst mér hann vondur.Árni frændi minn Helgason kenndur við Stykkishólm var afar lágvaxinn, en orðheppinn með afbrigðum. Hann kom einu sinni í skóla einn á Akranesi þar sem Ólafur Haukur vinur hans var við skólastjórn. Ólafur Haukur dreif Árna með sér inn í einn bekkinn þar sem voru ansi hávaxnir unglingar og þegar þeir koma inn í skólastofuna standa allir nemendurnir upp. Árna blöskraði hæð þeirra og segir við Ólaf Hauk: Heyrðu, ekki vorum við svona stórir þegar við vorum ungir?
Á fundaferðum mínum um kjördæmið gisti ég oft hjá góðu fólki. Einu sinni gisti ég hjá Önnu Maríu og Hrafni á Stöðvarfirði. Um morguninn lagði ég leið mína í salthúsið, en Anna María vann þar. Þegar ég er að koma inn úr dyrunum þá heyri ég að ein konan segir: Jæja, Anna Maja, kemur nú Helgi Seljan, þinn maður. Þá svarar Anna María hátt og snjallt: Eins og ég viti það ekki, hann svaf hjá mér í nótt. Björn Grétar frændi minn og fóstbróðir er afar rólegur í tíðinni. Hann var í mat hjá okkur Hönnu eins og svo oft og ég bauð honum kaffi og með því áður en hann færi á einhvern kristilegan fund, en segi svo við hann: Það á nú auðvitað ekki að vera að gefa þér kaffibrauð sem ert að fara beint í kaffi og kræsingar hjá kristilegum. Björn svarar með stakri ró: Það er ekki lengur neitt kaffi eða kræsingar þar. Nú, og hvað kemur til? spyr ég. Ja, hann dó sá sem hellti upp á. Hvað segirðu, en þú svona mikill kaffimaður, af hverju hellir þú ekki upp á? Björn með sömu róseminni: Ég er ekki í stjórninni..Málfríður mágkona mín bjó um tíma í Vogum á Vatnsleysuströnd. Keflavíkurvagninn gekk þá á milli og með honum fór hún oft. Einu sinni varð hún heldur sein fyrir og sagði sporléttum syni sínum að hlaupa upp á veg og biðja vagnstjórann að doka við eftir sér. Stráksi bað vagnstjórann að bíða því það væri gömul kona á leiðinni og vagnstjórinn beið og beið og beið. Seinast kallaði hann til stráksa og sagðist ekki bíða lengur, hann sæi ekkert til þessarar gömlu konu. Þá svaraði sonurinn: Mamma, hún er löngu komin. Gamla konan var ekki orðin fertug þegar þetta var.
Bækur | Breytt 20.12.2010 kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2010 | 00:41
1001 gamansaga - fleiri sýnishorn
Það er gaman að birta hér sýnishorn úr bókinni hans Helga Seljan, 1001 gamansaga. Þessi bráðskemmtilega bók var að koma út. Ég hef fengið góðfúslegt leyfi til að birta glefsur úr henni. Það hef ég þegar norfært mér í tvígang. Þær bloggfærslur má finna með því að smella á eftirfarandi slóðir:
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1121929/
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1123152/
. Þegar ég hætti á þingi aðeins 53 ára var vinur minn spurður hvers vegna ég hefði hætt svona snemma. Ja, það er víst af því hann er svo slæmur í bakinu. Hvað segirðu? Í bakinu, ég held hann hefði nú frekar átt að hætta ef hann hefði verið slæmur í höfðinu, sagði spyrjandinn. Þá svaraði vinurinn: Nei, það er nú einmitt einkennið, þá hætta þeir ekki.
.Í fyrra var ég við útför og í erfidrykkjunni á eftir settist ég hjá vinahjónum mínum og konan, sem var fyrrum nemandi minn heiman frá Reyðarfirði, spurði um aldur eins sveitunga okkar. Ég svaraði því greiðlega og segi svo að ég hafi það til marks um að vera ekki kominn með alzheimer að ég muni aldur allra minna gömlu nemenda. Þá segir læknirinn, maður konunnar, kíminn: Það er nú einmitt einkennið, menn muna best það gamla.
Kona ein hringdi í mig og kvaðst vera orðin alltof sein með allt, vildi vita hvort ég gæti látið sig fá nokkrar söngbækur sem notaðar væru fyrir söngvökuna sem við Sigurður stjórnum. Þetta allt orðaði konan svo í lokin: Nú er ég með allt niður um mig. Geturðu komið?Ég var í sjúkraþjálfun hjá ágætum manni er Ágúst heitir. Þar var einnig kona að austan sem var næst á eftir mér hjá honum. Hann sagði henni alltaf að bíða frammi eftir því að ég kæmi út úr klefanum þá færi hún inn og byggi um sig. Ég kom svo út og segi: Það er mikið að Ágúst lætur okkur ekki fara saman inn í klefann og á sama bekkinn jafnvel. Hvernig heldurðu að það yrði nú? Þá segir blessuð konan: Ja, maður er nú orðinn svo gamall og ekki svo sem til neins. Ég sagði ekkert meira.
.Ég var eitt sinn að fara með eitthvert ljóðmeti eftir mig fyrr á árum og á eftir kom til mín íðilfögur kona og sagði: Mikið eru ljóðin þín falleg, Helgi. Þú verður bara að gefa þau út. Ég svaraði: Nei, það geri ég ekki, en það getur vel verið að ég leyfi það að mér látnum. Þá segir sagan að konan hafi sagt: Já, endilega og því fyrr því betra.
Bækur | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2010 | 12:30
1001 gamansaga - sýnishorn
Í síðustu viku birti ég á þessum vettvangi útdrátt úr bókinni 1001 gamansaga eftir Helga Seljan. Það féll í góðan jarðveg. Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða með að birta hér annan skammt úr bókinni. Ef smellt er á slóðina http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1121929/ má sjá fyrri færsluna og frekari upplýsingar um bókina.
-------------------------------------------
.Einu sinni var ég spurður af dóttursyni mínum hvort ég vissi hver væri munur á fjallabíl og hesti, en því gat ég ekki svarað. Jú, fjallabíllinn er með farsíma en hesturinn með fax..Ég er þekktur að því að geta ekki sagt nei þegar ég er beðinn einhvers. Hönnu eiginkonu minni blöskrar eðlilega og einu sinni á hún að hafa sagt: Það er gagn að þú ert ekki kvenmaður að geta ekki neitað neinum um neitt.
.Eitt sinn kom ég út á Eskifjörð og í kaffiboði þar sagði Regína Thorarensen við mig: Mikið þykir mér vænt um þessar minningargreinar sem þú skrifar um Reyðfirðinga, annars vissi maður bara ekkert hver væri dauður þar.
.Vinkona mín bað mig eitt sinn að skrifa nokkrar gamansögur. Ég tók vel í það og sagðist skyldu vera með nokkrar góðar. Þegar hún var að ganga út sagði hún: Helgi minn, viltu hafa gott bil á milli þeirra svo ég sjái hvar hver endar.
.Eitt sinn kom ég niður í þing eftir að ég hætti þar til að hitta Karvel Pálmason. Þá gengur Ragnar Arnalds fram hjá okkur og segir: Já, á nú að fara að æfa á nú að fara að syngja? Ég svara: Jú, jú, nú vantar okkur bara það að þú semjir söngleik fyrir okkur. Þá ansaði Ragnar: Já, og á hann altso að heita Bakkabræður?
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2010 | 00:16
Trúfélag bað fyrir velgengni vændishúss
Ég er byrjaður að lesa nýju bækurnar í jólabókaflóðinu. Og reyndar er ég líka byrjaður að birta útdrátt úr einni þeirra, 1001 gamansögu, sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1121929/ . Kannski birti ég fljótlega eitthvað úr fleiri bókum.
Bækur | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
3.12.2010 | 22:44
Saga um bónda og hest
Óla vantar hálft ár í nírætt. Hann verður ekki í vandræðum með að redda því. Sveitungarnir kalla hann aldrei annað en Bóndann í Neðra-Koti. Hann er bóndi í Efra-Koti. Sveitungarnir eru dálítið ónákvæmir. Fyrir áratug hélt Óli upp á áttræðisafmælið sitt með því að klippa stóra tölu af frakkanum sínum og sauma hana utan á hægri kinnina.
Óli er lágvaxinn, nettur og fíngerður - ef frá er talin kryppan á bakinu. Hún er klunnaleg. Fagurgrátt og þykkt hárið stendur ógreitt í allar áttir. Það er ekki klippt fyrr en það er farið að flækjast fyrir. Eða ef gesti ber að garði. Óli suðar og suðar í þeim að klippa sig þar til þeir láta undan og klippa sig.
Augabrýrnar á Óla eru loðnar og renna saman. Þær eru að mestu huldar á bak við stór gleraugu með þykkri skærgrænni umgjörð. Gleraugun ber Óli til að enginn fatti að hann sé orðinn blindur. Af sömu ástæðu bregður Óli sér aldrei af bæ. Nefið á Óla er mjótt og uppbrett með stórum útþöndum nösum. Kinnbein eru há og útstæð; eyrun smá og kuðluð að ofanverðu; munnsvipurinn ófríður, hakan breið og háls langur og mjór. Samt styttri en á gíraffa.
Axlirnar eru álútar. Sérstaklega sú hægri eftir að heyblásarinn náði hendinni við öxl. Höndin gerði síðar vart við sig á miðilsfundi í Efra-Koti. Vildi láta vita að sér liði vel. Það þótti Óla merkilegt. Þó að miðilinn væri tíður gestur í Efra-Koti hafði Óli aldrei sagt honum frá handarmissinum.
Óli er útskeifur og gengur svokallaðan þúfnagang. Það er eins og hann gangi stöðugt um þúfur. Þúfnagangurinn magnaðist verulega um árið eftir að sláttuvélin náði vænum bita framan af vinstri fætinum. Óla sárnaði við vélina. Það situr enn í honum.
Óli er með leðurkvenhanskablæti. Það ágerðist eftir að hann varð ekkill. Annað sem Óli sækir í er að bregða sér á hestbak. Það gerðist einmitt í gær. Tíð var góð. Óli setti hnakk og beisli á Grána og lét hann brokka með sig um túnið. Þar sem þeir þeystu um rennislétt túnið hugsaði Óli með sér: "Þetta er lífið. Þvílík sæla og frelsistilfinning að vera á hestbaki, finna golu kissa kinn, hlusta á hófadyninn. Hvað í heiminum er betra en þetta nema nýsteiktar kleinur?"
Óli náði ekki að hugsa þessa hugsun til enda þegar hann týndi Grána. Það var sama hvernig Óli leitaði og velti við hverjum steini í túninu: Ekki fannst Gráni. Hann er ennþá týndur. Líka hnakkurinn. En beislið týndist aldrei.
----------------------------------------------------------
Bækur | Breytt 7.12.2010 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.12.2010 | 01:36
1001 gamansaga
Helgi Seljan er víðfrægur fyrir sínar skemmtilegu gamansögur. Þær hefur hann á hraðbergi og er fyrir bragðið eftirsóttur veislustjóri og skemmtikraftur. Það er fagnaðarefni að nú sé eitthvað af sögunum hans að koma út í bók. Hún heitir 1001 gamansaga. Ég hef fengið leyfi til að birta hér sýnishorn. Sögurnar eru ekki aðgreindar heldur settar fram í belg og biðu. Þannig eru þær einmitt sagðar af Helga.
Sami prestur þjónar bæði Reyðarfirði og Eskifirði, en á
heima á Eskifirði.
Ég var eitt sinn meðhjálpari á Reyðarfirði og klerkur,
er þá var, kom oft í heimsókn og þáði góðar veitingar hjá
Hönnu, konu minni. Einu sinni ruggaði hann sér svo í
stofustólnum að hann datt aftur yfir sig og braut stólinn.
Öðru sinni sat hann á eldhússtól þar sem setan var skrúfuð
vel niður, en í látunum sprengdi hann allar skrúfurnar frá
stólnum og sat svo sjálfur á gólfinu. Þetta fréttist víða og
m.a. á bæ í sveitinni þar sem orðhvatur strákur átti heima.
Nú kom prestur á bæinn og þá segir strákur við prest,
en hann vissi að hann átti heima á Eskifirði: Það er meiri
vitleysingurinn þessi prestur á Reyðarfirði, hann er búinn
að mölva tvo stóla fyrir Helga Seljan. Sagt er að prestur
hafi horfið óðara á braut.
.
Eftirlætisgamansaga Karvels Pálmasonar um mig var
sú að stuttu eftir að ég hafði náð í Hönnu konu mína hefði
vinkona Önnu tengdamóður minnar komið í heimsókn og
spurt tengdamömmu hvernig henni litist á nýja tengdasoninn.
Þá hefði Anna átt að svara: Ja, ef hann væri sokkur væri ég
löngu búinn að rekja hann upp.
.
Einu sinni var ég að skemmta ásamt Sigurði Jónssyni
og Karvel Pálmasyni. Kynnirinn hóf sína kynningu þannig
í upphafsávarpi um dagskrána: Fyrst koma skemmtilegir
skemmtikraftar, svo koma Helgi og Karvel.
.
Við endursendingar á pósti var áður merkt við ástæðu
endursendingar.
Einu sinni kom Fréttabréf ÖBÍ endursent til mín með
tveim merkingum. Annars vegar var merkt við að maðurinn
væri látinn, en hins vegar: Farinn, ekki vitað hvert.
.
Ég var að segja samstarfskonum mínum þrem hjá ÖBÍ gamansögu
af manninum sem spurður var af konu sinni hversu mikið
hann elskaði hana og nú lék ég þetta með nokkrum
tilþrifum: Hversu heitt elskarðu mig? Þá kemur fjórða
samstarfskonan að og spyr furðu lostin: Við hverja þeirra
ertu eiginlega að tala?
Bækur | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)