Fćrsluflokkur: Bćkur

Lemmy um Bítlana

  Ég var svo heppinn ađ upplifa Bítlaćđiđ á fyrri hluta sjöunda áratugarins.  Ţetta voru ótrúlegir tímar.  Ţessi breska hljómsveit kom inn á markađinn eins og hvítur stormsveipur.  Lagđi undir sig heimsbyggđina á örskömmum tíma.  Valtađi yfir allt sem var í gangi í dćgurlagamúsík.  Sem dćmi ţá áttu Bítlarnir í júní 1964 sex lög í sex efstu sćtum bandaríska vinsćldalistans.  Ţetta verđur aldrei endurtekiđ.  Seinni tíma poppstjörnur hafa í besta árferđi átt 2 lög samtímis á "Topp 10".  Ţar á međal bítillinn John Lennon.

  Í áramótauppgjöri bandaríska tónlistariđnađarins kom í ljós ađ Bítlarnir höfđu selt 60% af heildarsölu platna í Bandaríkjunum 1964.  Og ţađ ţó ţeir hafi ekki komiđ inn á markađinn fyrr en um voriđ 1964.  Ţetta var skrýtin stađa vegna ţess ađ fram ađ ţessu voru bandarískir skemmtikraftar allsráđandi á heimsmarkađnum.

  Ein allra skemmtilegasta bloggsíđa landsins er www.this.is/drgunni.  Á dögunum birti Dr.  Gunni opnu úr bók,  ćvisögu Lemmys í Motorhead.  Ég las ţá bók fyrir nokkrum árum.  Hún er um margt fróđleg og áhugaverđ.  Međal annars vegna fyrstu kynna Lemmys af Bítlunum.  Ţar segir (mikiđ stytt):

    Bítlarnir kollvörpuđu rokki & róli og útliti fólks.  Ţađ hljómar hjákátlegt í dag en á ţeim árum fannst fólki Bítlarnir vera mjög síđhćrđir.  Ég hugsađi:  "Vá,  hvernig geta strákar veriđ svona síđhćrđir?"...

  Ég var svo heppinn ađ sjá Bítlana spila á upphafsárum ţeirra.  Ţeir voru virkilega fyndnir,  étandi snakk á međan ţeir sungu og reittu af sér brandara.  Ţeir voru ótrúlegir.  Ţeir hefđu getađ veriđ uppistandarar.
  Bítlarnir voru hörku naglar... Ég kunni vel viđ The Rolling Stones.  En ţeir komust ekki međ tćr ţar sem Bítlarnir höfđu hćlana.  Hvorki varđandi kímnigáfu,  frumlegheit,  lagasmíđar eđa fas...
  Allir vissu ađ umbođsmađur Bítlanna var hommi.  Einhver úti í sal hrópađi:  "John Lennon er helvítis hommi!"... John hljóp ađ honum og sló hann niđur međ tilheyrandi blóđgusum,  blóđnösum og (brotnum) tönnum.
  "Vilja fleiri leggja orđ í belg?" spurđi John.  Ţögn.  "Ţá höldum viđ áfram."
  Bítlarnir opnuđu allar dyr upp á gátt.  Ţetta var eins og Seattle-dćmiđ á tíunda áratugnum.  Plötufyrirtćkin mćttu á svćđiđ og allir fengu plötusamning.
.

Hugljúf og rómantísk smásaga um gömul hjón

gömul-hjón 2

  Gömlu hjónin,  Jón og Gunna,  komust hátt á tírćđis aldur.  Ţau voru alltaf sammála og samtaka.  Hugsuđu eins og ein manneskja.  Nánast frá 14 ára aldri.  Eđa frá ţví skömmu eftir ađ Gunna sagđi:  "Nonni,  ég er ólétt."

  Jón gat ekki leynt forvitni sinni.  Áđur en hann vissi af hrökk upp úr honum:  "Hver er pabbinn?"

  "Ţú auđvitađ,"  hreytti Gunna hvöss út úr sér.  Svo bćtti hún hugsandi viđ:  "Eđa Palli eđa Siggi."
  Jón gat ekki ennţá leynt forvitni sinni:  "Varstu ađ sofa hjá Palla og Sigga?"
  "Nei,  aldrei!"  svarađi Gunna hneyksluđ.  "Ţeir voru eitthvađ ađ fikta,  strákarnir.  Kannski ađallega hvor í öđrum.  Eđa ég veit ţađ ekki.  Hefur ţú heyrt ađ ţeir séu hommar?"
  Nei,  Jón hafđi ekki heyrt ţađ.  Hann benti Gunnu á ađ ţađ vćru engir hommar á Íslandi (ţetta er svo langt síđan).  Gunna hélt áfram frásögn sinni:  "Ég veit ţađ svo sem ekki.  Ađ minnsta kosti svaf ég ekki hjá ţeim.  Ég var ekki einu sinni syfjuđ.  Svo kom mamma inn í herbergi til ađ fara međ bćnirnar međ mér og kyssa mig góđa nótt.  Ţá henti hún Palla og Sigga út.  Og fötunum ţeirra á eftir ţeim."
  Ţađ lifnađi yfir Jóni.  "Mamma ţín stóđ alltaf međ mér.  Ég sé eftir ţví ađ hafa drekkt henni.  Ţađ var fljótfćrni. Ég hélt ađ hún vćri kettlingur.  Ţađ var pabba ţínum ađ kenna.  Ég heyrđi hann einu sinni segja ađ hún vćri algjör kettlingur."
  Ţetta var löngu fyrir daga DNA.  Á ţessum tíma vissi enginn hver var fađir barna.  Nema helst móđirin í einstaka tilfelli.  Gunna dreif ţau Jón í hjónaband skömmu áđur en barniđ fćddist.  Barniđ reyndist lélegt svo ţau grófu ţađ í fönn.  Um voriđ skolađi ţví burt í leysingunum.
  Allar götur síđan voru Jón og Gunna samtaka í öllu.  Í meira en 3 aldarfjórđunga stunduđu ţau kynlíf á sama tíma,  borđuđu á sama tíma og fengu sér kaffi á sama tíma.  Allt á sama tíma.  Ţannig spöruđu ţau tíma til ađ sinna betur ađal áhugamálinu:  Ađ drepa flugur.  Ţau héldu meira ađ segja upp á jólin á sama tíma.
  Síđustu árin ţurftu ţau ekki ađ tala saman.  Ţau vissu alveg hvađ hitt myndi segja og hverju ţví yrđi svarađ.  Ţess vegna ţögđu bara saman.  Kannski orđin heyrnalaus.  Ţađ vissu ţau aldrei.  Ţađ reyndi ekki á ţađ.
  Ţađ kom engum á óvart ađ ţau létust á sama tíma.  Meira ađ segja í sama bílnum.  Einmitt ţegar ţau bćđi reyndu á 150 kílómetra hrađa ađ stýra bílnum framhjá vegatálma lögreglunnar. 
---------------------------------------------------------
Fleiri smásögur og leikrit:
.
 - Hnefaleikakeppni aldarinnar:
.
 - Peysuklúbburinn
.
 - Vinalegur náungi:
.
 - Gamall einbúi
.
- Saga af systrum
.
 - Jólasaga
.
- Á rjúpnaveiđum:
.
- Ólétta nunnan:
.
- Gullfiskur:
.
- Flugvélamódel:
.
- Miđaldra mađur:
.
- Leyndarmál stráks:
.

Skúbb! Fćreyingar gefa út bók eftir íslensku forsćtisráđherrafrúna

  Ţađ er aldeilis skemmtileg tilviljun.  Núna hafa íslensku forsćtisráđherrahjónin veriđ í opinberri heimsókn í Fćreyjum.  Á sama tíma er veriđ ađ rađa í hillur fćreyskra bókaverslana splunkunýrri bók glóđvolgri úr prentsmiđjunni.  Bókin heitir  Elskar - elskar ikki.  Hún inniheldur sextán smásögur eftir 8 rithöfunda frá jafn mörgum löndum.  Fulltrúi Íslands er Jónína Leosdóttir,  eiginkona íslenska forsćtisráđherrans,  Jóhönnu Sigurđardóttur.

  Bókin er gefin út af Fćreyska kennarasambandinu og verđur međal annars notuđ viđ kennslu.  Rauđi ţráđurinn í sögum bókarinnar er kćrleikurinn.  Nafn bókarinnar er sótt í sögu Jónínu,  Elskar meg,  elskar meg ikki.

  Ţingmađurinn Jenis av Rana var spurđur út í viđhorf hans til bókar sem inniheldur sögur eftir samkynhneigđa konu,  giftri annarri konu.  Jenis er ţekktur fyrir homo-fćlni á háu stig og áhuga fyrir ţví ađ samkynhneigđ sé lamin úr hommum.  Ţeim til bjargar frá ţví ađ kveljast í vítislogum um eilífđ.  Jafnframt hefur Jenis orđiđ uppvís af ţví ađ beita ţöggun í barnaníđi innan trúarsafnađar sem hann veitir forstöđu.

  Svar Jenis av Rana var ađ í Fćreyjum ríki tjáningarfrelsi öllum til handa öđrum en Jenis av Rana.

elskar-elskar ikki


mbl.is Dýrasta bók í heimi bođin upp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hnefaleikakeppni aldarinnar

 boxing_giant

   Ţađ stendur mikiđ til.  Jói sleggja hefur skorađ á sjálfan sig í boxeinvígi aldarinnar.  Ţađ hefur aldrei áđur ríkt jafn mikill spenningur fyrir hnefaleikakeppni.  Hnefaleikahöllin er ţéttsetin.  Ţađ er fyrir löngu síđan uppselt á bardagann.  

  Fyrsta lota byrjar frekar rólega.  Jói sleggja ţreifar fyrir sér.  Hann er ađ kynnast sér.  Vega og meta veikleika sína og styrkleika.  Rétt áđur en bjallan glymur nćr Jói sleggja ađ koma upphöggi á sjálfan sig.  En nćr ađ verjast međ ţví ađ sveigja andlitiđ aftur á bak á síđustu stundu.  En hrekst um leiđ út í horn.
  Nćsta lota hefst á harđri sókn.  Jói sleggja á í vök aö verjast.  Áhorfendur standa međ honum.  Ţađ gefur honum aukiđ sjálfstraust.  Hann verst eins og óđur mađur um leiđ og hann reynir ađ finna veika bletti á sjálfum sér.  Ótal vindhögg setja strik í reikninginn.  Jói sleggja finnur fyrir ţreytu.  En hann lćtur ekki deigan síga.  Ţađ er ađ duga eđa drepast. Hann lćtur höggin dynja á sér.  En verst samt hetjulega.  Hugsunin snýst um ađ verja höfuđiđ fyrir óvćntum stungum.
  Bjallan hringir.  Ţađ er jafntefli enn sem komiđ er.  Jói sleggja ákveđur í samráđi viđ ţjálfara sinn ađ beita óţokkabrögđum í 3ju lotu.  Um leiđ og hún hefst kýlir Jói sleggja viljandi undir beltistađ.  Dómarinn dregur upp gula spjaldiđ.  Jói hrifsar gula spjaldiđ af dómaranum og étur ţađ.  Ţađ snöggfýkur í dómarann.  Hann dregur upp rauđa spjaldiđ.  Jói sleggja hrifsar ţađ einnig af honum og étur ţađ.  Dómarinn gefur merki um hlé á bardaganum.  Síđan kallar hann reiđilega og skipandi til ţjálfarans hans Jóa sleggju:  "Komdu međ vatn handa kallinum.  Ţađ er ekki hćgt ađ láta hann éta tvö skraufţurr spjöld í röđ án ţess ađ drekka vatn međ."
  Ţjálfarinn hlýđir.  Jói sleggja ţambar tvo lítra af vatni og biđur um meira.  Hann er í stuđi.  Hann kemur auga á skúringafötuna fulla af óhreinu sápuvatni og ţambar allt úr henni líka.  Jói sleggja er hörkutól og engin pempía.  Hann rífur moppuna af skúringastönginni og sporđrennir henni (ekki skúringastönginni.  Bara moppunni).  Enda orđinn svangur eftir allan hamaganginn.  
  Ţađ gutlar í Jóa sleggju ţegar dómarinn hleypir bardaganum í gang aftur.  Jói sleggja tekur á öllu sínu.  Undir lok 3ju lotu nćr hann upphandarhöggi og vankast.  Hann fylgir ţví eftir međ rothöggi beint í andlitiđ.  Dómarinn gefur merki um ađ bardaganum sé lokiđ.
  Áhorfendur tryllast.  Allir standa međ Jóa sleggju.    
  Jói sleggja rankar viđ sér.  Dómarinn krýnir hann sigurbelti undir drynjandi lófaklappi áhorfenda.  Ţegar Jói sleggja yfirgefur hringinn flykkjast fréttamenn ađ honum.  Spurningarnar dynja á Jóa.  Ađallega sú hvers vegna hann berjist bara viđ sjálfan sig.  Jói sleggja svarar hreinskilnislega.  Hann hefur engu ađ leyna:  "Ég hef einfaldan smekk. Ég berst ađeins viđ ţann besta."
----------------------------
Fleiri smásögur og leikrit:
 - Peysuklúbburinn
.
 - Vinalegur náungi:
.
 - Gamall einbúi
.
- Saga af systrum
.
 - Jólasaga
.
- Á rjúpnaveiđum:
.
- Ólétta nunnan:
.
- Gullfiskur:
.
- Flugvélamódel:
.
- Miđaldra mađur:
.
- Leyndarmál stráks:
.

Bókarumsögn

Bráđar eru blóđnćturţórarinn Gunnarsson

Titill:  Bráđar eru blóđnćtur
Höfundur:  Ţórarinn Gunnarsson
Flokkur:  Sakamál,  spenna
Útgefandi:  Tölvuland ehf.
  Bráđar eru blóđnćtur  er ţriđja skáldsaga Ţórarins Gunnarssonar.  Ţćr fyrri eru  Ógn  (2007) og  Svartar sálir  (2008).  Ég hef ekki lesiđ eldri bćkurnar.  Eftir ađ hafa lesiđ  Bráđar eru blóđnćtur  er freistandi ađ komast í eldri bćkurnar.
  Megin sögusviđ  Bráđar eru blóđnćtur  er höfuđborgarsvćđiđ.  Sagan byrjar bratt.  Ţađ er strax allt ađ gerast.  Rađmorđingi slátrar horuđum fyrirsćtum út og suđur.  Tvćr dömur láta sitt ekki eftir liggja.  Ţćr slátra öldruđum barnaníđingum hverjum á fćtur öđrum.
  Viđ fylgjumst međ lögreglunni átta sig hćgt og bítandi á hvađ er í gangi.  Sagan er sögđ frá mörgum sjónarhornum til skiptis.  Ţađ er klippt snöggt á milli ţessara sjónarhorna.  
  Til ađ byrja međ eru ţessar hröđu skiptingar örlítiđ ruglingslegar.  Fljótlega venjast ţćr vel og verđa ómissandi hluti af andrúmslofti hrađans og spennunnar.
  Yfirleitt les ég bćkur í áföngum.  Ţađ gekk ekki međ  Bráđar eru blóđnćtur.  Ég byrjađi í ţrígang á henni.  Ţegar ég ćtlađi nokkrum dögum síđar ađ taka upp ţráđinn gekk ţađ ekki upp.  Stemmningin er ţannig ađ ţađ verđur ađ lesa bókina á einni striklotu.  Bćđi til ađ halda ţrćđinum og muna ţađ sem gengiđ hefur á í fyrri hluta sögunnar en einnig til ađ fylgja dampi framvindunnar.
  Bókin er hörkuspennandi.  Ţrátt fyrir ađ mikiđ gangi á er sagan nokkuđ trúverđug.  Hún hefđi ekki veriđ ţađ á síđustu öld.  En í alţjóđumhverfi á Íslands í dag,  mansals,  barnaníđs og allskonar annars ofbeldis er ţetta trúverđugt - ţó ýkt sé. 
  Ţórarinn Gunnarsson er pennafćr.  Samtöl eru eđlileg og margir endar flćkjunnar haganlega saman hnýttir.  Ţađ er hvergi dauđan punkt ađ finna  Fyrst og síđast er bókin spennandi og skemmtileg ţrátt fyrir ađ vera óhugnanleg á köflum.  Hún vekur jafnframt lesandann til umhugsunar um óhugnađ barnaníđs.  Bókarkápa Kristjönu Albertsdóttur er viđ hćfi.
.
      .
 

Eivör í hlutverki Marilyn Monroe á sviđi í Kanada

marilyn-monroe-andy-warhol.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Marilyn Monroe var ţekkt bandarísk leik- og söngkona.  Ţekktust er hún fyrir ađ hafa sungiđ afmćlissöng fyrir John F.  Kennedy,  ţáverandi forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Marilyn hélt viđ Kennedy-brćđur.  Ţar á međal John.  Hugsanlega átti ţađ ţátt í ţví ađ hún var myrt langt fyrir aldur fram (hvenćr svo sem einhver aldur er passlegur til ţess). 

  Myndlistamađurinn Andy Warhol gerđi andlit Marilynar ódauđlegt á skemmtilegu og frćgu grafíklistaverki.

  Nú hefur breska tónskáldiđ Gavin Bryars samiđ einskonar óperu eđa söngleik um Marilyn Monroe.  Verkiđ byggir hann á bókinni  Everybody Can See I Love You  eftir marg verđlaunađa kanadíska rithöfundinn Marilyn Bowering.  Verkiđ verđur frumsýnt í Kanada 12.  júní.  Međ hlutverk Marilynar Monroe fer fćreyska álfadísin Eivör.  Hún fór síđasta ţriđjudag héđan frá Íslandi beint til Kanada vegna ţessa.

  Gavin Bryars er stórt nafn í tónlistarheiminum.  Hann er bassaleikari á sjötugsaldri sem hefur m.a. spilađ međ John Cage.  Gavin er í Sinfóníuhljómsveit Portsmouth í Englandi.  Eftir hann liggur fjöldi verka.  Ţar af ţrjár óperur og ţrír sellókvartettar.   Ţekktustu verkin eru  The Sinking of the Titanic  (frumflutt í Queen Elizabeth Hall í London 1969) og  Jesus´ Blood never failed me Yet.  Ýmsir frćgir tónlistarmenn hafa flutt inn á plötur einstök lög eftir Gavin Bryars.  Ţar á međal Tom Waits,  Brian Eno og Apax Twin.

  Eivör er ţokkalega vel kynnt í Kanada.  Hljómleikar hennar ţar eru jafnan vel sóttir og plötur hennar hafa einnig selst ágćtlega.  Hlutverk hennar sem Marilyn Monroe í  Everybody Can See I Love You  mun kynna Eivöru ennţá betur í Kanada og opna henni margar dyr víđa um heim. 

  Efsta myndbandiđ sýnir hin ýmsu andlitsbrigđi Marilynar.  Nćsta myndband geymir gullfallegan sellókonsert eftir Gavin Bryars.

  Hér fyrir neđan eru myndbönd međ Tom Waits og Eivöru.  Tom Waits flytur ljúft lag eftir Gavin Bryars.  Tom Waits er stórkostlegur.  Eins og Eivör og Gavin Bryars.  Ţetta er "mega".

 


Smásaga - peysuklúbburinn

 BROKEN NOSE

   Peysućfingin gekk vel í kvöld.  Fyrst ćfđi hópurinn ađ klćđa sig í og úr ullarpeysum.  Síđan voru ţađ ţunnar hnepptar peysur.  Svo ţunnar prjónađar rúllukragapeysur.  Svo ţunnar.  Ţví nćst hálfgert peysuvesti međ rennilás.  Ţá var röđin komin ađ hettupeysum.  Ţvílíkt fjör!

  Peysuklúbburinn hittist klukkan 8 á hverju fimmtudagskvöldi og tekur léttar peysućfingar.  Stundum er dagskráin brotin upp međ skemmtilegum sögum af peysum.  Stundum eru sýndar skuggamyndir af peysum.  Stundum skiptast félagarnir á ljósmyndum af af ćttingjum sínum í peysum.
.
  Eftir ţessa vel heppnuđu peysućfingu í kvöld röltir Ţorlákur ćringi austan af landi í átt ađ litla kofanum á horninu,  Hamborgaraveisluhöllina.  Á leiđinni sér hann frímúrara.  Hann er reyndar ađeins of langt í burtu til ađ Ţorlákur ćringi geti veriđ viss um ađ ţetta sé frímúrari. Í stađ ţess ađ ganga úr skugga um ţađ vindur Ţorlákur ćringi sér inn í litla kofann og pantar ostborgara međ aukaosti,  franskar, kokteilsósu og bjórkollu.  Andlit ţjónsins er eins og ţađ hafi lent undir óđu hestastóđi:  Bólgur og kúlur ţekja ţađ,  ásamt blóđugum plástrum og sáraumbúđum.  Ţađ rétt sést glitta í augun.  Eins og á Sigurđi Einarssyni bankarćningja og flóttamanni.  Augun eru stokkbólgin.  Engu ađ síđur er ţjónninn smeđjulegur.  Blikkar Ţorlák ćringja af og til á milli ţess sem hann afgreiđir veitingarnar.  Nokkru eftir ađ ţjónninn hefur rađađ krćsingunum á borđiđ leggur hann reikninginn einnig á borđiđ.
  Ţorlákur ćringi rekur augun í ađ aukaostur er verđlagđur á 80 kall.  Honum er brugđiđ.  Hann er miđur sín.  Fer ađ skjálfa eins hrísla í vindi og kallar örvćntingafullur á ţjóninn:
  - Heyrđu manni,  ertu ađ verđleggja eina ostsneiđ á 80 kall?
  Já,  ţjónninn kannast viđ ţađ.  Ţorlákur ćringi bendir taugaveiklađur á ađ hćgt sé ađ kaupa heilt oststykki á 300 kall í Bónus.  Ţađ náist alveg tuttugu - ţrjátíu sneiđar út út einu slíku oststykki.
  Ţađ snöggfýkur í ţjóninn.  Á milli samanbitinna tanna fullyrđir hann ađ Hamborgaraveisluhöllin kaupi niđursneiddan ost í 11-11 og ţađ bćtist ţjónustugjald viđ ađ skella auka ostasneiđ á hamborgarann.  "Ţađ eru ađeins heilalausir hálfvitar frá helvíti sem átta sig ekki á ţessu," öskrar ţjónninn og hefur misst ţolinmćđina.  Hann stekkur ađ Ţorláki ćringja,  rífur bjórkolluna úr höndunum á honum og hellir eldsnöggt úr henni í vask fyrir innan afgreiđsluborđiđ.  Í kjölfariđ sópar hann međ vinstri hendinni hamborgaranum,  kokteilsóssuni og frönsku kartöflunum af borđinu niđur á gólf.  Međ krepptum hnefa hćgri handar lemur hann af alefli í nefiđ á Ţorláki ćringja.  Og hrópar um leiđ:  "Út,  út!  Drullađu ţér út og komdu aldrei hingađ aftur,  fáviti!"
.
  Ţorláki ćringja mislíkar frekar en hitt ţessi framkoma.  Ađallega út af ţví ađ hann er óvćnt kominn međ heiftarlegar blóđnasir.  Ţađ leggst alltaf illa í hann.  Hann er lítiđ fyrir blóđnasir.  Ţorlákur ćringi hendir sér eins og byssubrandur í gólfiđ og bítur í fótinn á ţjóninum.  Ţjónninn hrópar skrćkróma:  "Bíturđu mig,  helvítiđ ţitt?"  Ţorlák ćringja langar til ađ gangast undanbragđalaust viđ ţví ađ rétt sé til getiđ.  En hann hefur áhyggjur af ţví ađ hann muni stama ef hann reynir ađ segja "já".  Ţađ vill henda ef hann kemst í uppnám.  Ţess vegna ákveđur hann ađ játa hvorki né neita í bili.  Í huganum veltir hann samt fyrir sér ađ viđurkenna ţetta síđar í betra tómi.  Ţjónninn hefur gripiđ borđviftu og neglir henni ítrekađ í höfuđiđ Ţorláki ćringja.  Um leiđ hrópar ţjónninn á afgreiđsludömu:  "Hringdu á lögguna!"
  Afgreiđsludaman hlýđir.  Á međan halda ţjónninn og Ţorlákur ćringi áfram ađ veltast um gólfiđ í fangbrögđum.  Borđ og stólar brotna og fjúka um salinn.  Sem betur fer eru ekki fleiri ţarna inni.  Viđureignin er nokkuđ jöfn.  Ţjónninn er öllu vanur.  Tómatsósuflöskur,  bjórkönnur og fleira dynja ásamt hnefum á Ţorláki ćringja.  Hann er meira í ţví ađ bíta ţjóninn.  Viđ hvert vel heppnađ bit tekur ţjónninn krampakenndan kipp og verđur ákafari í barsmíđunum. 
  Áđur en langt um líđur eru Ţorlákur ćringi og ţjónninn báđir orđnir alblóđugir,  marđir og lurkum lamdir.  Hvorugur gefur eftir.  Ađ lokum dúndrar Ţorlákur ćringi óvart olnboga í andlitiđ á ţjóninum sem rotast međ ţađ sama.  Ţorlákur ćringi er enn međ blóđnasir.  Tvö glóđaraugu hafa bćst viđ.  Hann skokkar léttur á fćti út úr Hamborgaraveislusalnum og rykkir ađ sér jakkanum sem er í henglum.  Ţorlákur ćringi spýtir út úr sér nokkrum brotnum tönnum um leiđ og hann sest inn í bíl sinn.  Ţegar Ţorlákur ćringi ekur burt syngur hann glađlega:  "Fríđa litla lipurtá,  ljúf međ augu fjögur djúp og blá..."   Í baksýnispeglinum sér hann víkingasveit lögreglunnar hlaupa međ byssur á lofti inn í Hamborgaraveisluhöllina.  Í ţeim svifum raknar ţjónninn úr rotinu.  Lögreglumennirnir hjálpa honum á fćtur og rétta honum klút til ađ ţurrka framan úr sér blóđiđ.  Ţeir eru fullir samúđar.  Forsprakkinn leggur handlegginn vinalega yfir axlir ţjónsins og segir hlýlega:  "Ţađ voru hrikaleg mistök af ykkur ađ opna hamborgarastađ í ţessu hverfi.  Frá ţví stađurinn var opnađur í gćrmorgun er ţetta tólfta útkalliđ hingađ á ţessum tveimur dögum.  Ţađ er algjöör djöfulsins skríll sem býr í ţessu hverfi."
--------------------------------------------------------------
Fleiri smásögur og leikrit:
.
 - Vinalegur náungi:
.
 - Gamall einbúi
.
- Saga af systrum
.
 - Jólasaga
.
- Á rjúpnaveiđum:
.
- Ólétta nunnan:
.
- Gullfiskur:
.
- Flugvélamódel:
.
- Miđaldra mađur:
.
- Leyndarmál stráks:
.

Mikilvćgt ađ leiđrétta

 

  Í helgarblađi Fréttablađsins er hiđ ágćtasta viđtal viđ fćreysku álfadísina, tónlistarkonuna Eivöru.  Fyrirsögnin er "Eldgos hćgir á Eivöru Pálsdóttur".  Ţar kemur fram ađ Eivör var föst á Kastrup flugvelli í Danmörku vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli.  Annars er tilefni viđtalsins hljómleikar sem Eivör býđur upp á 28. maí í Íslensku óperunni. 

  Ţađ hefst á innganginum:  "Eivör Pálsdóttir heldur útgáfutónleika í Íslensku óperunni í lok maí. Eivör hefur ekkert heyrt í ćvisöguritara sínum og er orđin pínulítiđ stressuđ."

  Niđurlagiđ er:  "Komiđ hefur fram í fjölmiđlum ađ tónlistarbloggarinn Jens Guđ sé ađ skrifa ćvisögu Eivarar. Hún kannast viđ máliđ en hefur ekkert heyrt í Jens vegna bókarinnar.

„Eins lengi og mađur má lesa ţetta áđur og vera međ í ţessu ţá er ţetta fínt. Ég er kannski pínulítiđ stressuđ ef ţađ kemur eitthvađ út sem ég er ekki sátt viđ," segir hún. „Hann er búinn ađ tala viđ fólk sem ţekkir mig en er ekki búinn ađ tala viđ mig."

  Ţetta hljómar dálítiđ eins og bókin sé skrifuđ ađ Eivöru forspurđri og ađ hún hafi ađeins frétt af vinnslu bókarinnar úti í bć.  Ţannig er ţađ ekki.  Ţađ kćmi aldrei til greina af minni hálfu ađ skrifa bók um Eivöru í óţökk hennar.  Vinna viđ bókina hófst ekki fyrr en ég var kominn međ grćnt ljós á ţađ frá Eivöru.  Hinsvegar fjallar bókin UM  Eivöru en byggist ekki á einu löngu viđtali viđ hana.  Ţess vegna hef ég tekiđ viđtöl - međal annars - viđ ćttingja og ćskuvini Eivarar.  En ekkert viđtal viđ hana.   Ţađ er ţví út af fyrir sig rétt eftir Eivöru haft;  ađ ég sé búinn ađ tala viđ fólk sem ţekkir hana en ekki búinn ađ tala viđ hana sjálfa.  Engu ađ síđur hefur Eivör alveg veriđ upplýst um gang mála.  Og ţegar texti bókarinnar hefur smolliđ saman mun Eivör lesa hann yfir,  fylla upp í eyđur,  bćta viđ og ganga úr skugga um ađ allt sé eins og best verđur á kosiđ.  Ţađ verđur ekkert í bókinni annađ en ţađ sem Eivör er 100% sátt viđ.  Höfum ţađ á hreinu.

  Annađ - en ţó ţessu skylt:  Evöru ţykir bók um sig vera algjörlega ótímabćr.  Í Fćreyjum eru ekki skrifađar bćkur um fólk á međan ţađ er á lifi.  Eivöru ţykir ţess vegna skrýtiđ ađ veriđ sé ađ skrifa bók um hana,  rétt 26 ára og rétt ađ hefja sinn tónlistarferil fyrir alvöru.  Á móti kemur ađ ég er ađ nálgast sextugs aldur og nýbúinn ađ ná ţeim andlega ţroska ađ geta skrifađ bók um Eivöru.  Ţađ er ađ segja bók sem verđur Eivöru til sóma.

  Viđtaliđ í Fréttablađinu má sjá á:  http://www.visir.is/article/2010444573694


mbl.is Flugvellir ađ opnast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bráđskemmtileg frétt í fćreysku blađi

  Ţessa ljómandi skemmtilegu frétt rakst ég á í fćreyska dagblađinu Sósíalnum.  Hana má einnig sjá á:  http://www.portal.fo/?lg=70425.  Hinsvegar veit ég ekki hvers vegna ţetta stóra auđa bil er á milli ţessa texta hér og fréttarinnar fyrir neđan.  Ég reyndi ađ laga ţađ.  Án árangurs.    

 

  
Mynd: Jens Guđ avmyndađur saman viđ Eivřr (Savnsmynd)

. 

Íslendsk bók um Eivřr

ávegis

.

13 Apr 10 (22:08)

.Í november í ár kemur út bók í Íslandi um Eivřr Pálsdóttir. Tađ er íslendingurin og Fřroyavinurin Jens Guđ, iđ er biđin at skriva bókina.

Jens Guđ hevur í mong ár fylgt fřroyskum tónleiki, og hann hevur eisini veriđ heimildarmađur hjá Sosialinum og Portal.fo í Íslandi. Nú skrivar hann bók um Eivřr.
Jens Guđ hevur í mong ár skrivađ um tónleik og longu í 1983 skrivađi hann bók, Poppbókin, um íslendskakan tónleik. Bókin varđ stórliga fagnađ. Umframt at skriva um tónleik, hevur hann eisini veriđ vertur á íslendskum útvarpsstřđum í mong ár. Seinnu árini hevur hann eisini bloggađ á netinum, og er hann millum mest lisnu netskrivarar, bloggarar, í Íslandi.
Jens Guđ sigur, at tađ er forlagiđ Ćskan, iđ hevur heitt á hann um at skriva bók um Eivřr. Jens Guđ er longu byrjađur at skriva bókina, sum ćtlandi kemur út í novenber.
Jens Guđ hevur lagt dent á, at hetta verđur ein bók UM Eivřr, og ikki ein bók, iđ er grundađ á eina langa samrřđu viđ Eivřr.
Á páskum var Jens Guđ saman viđ einum myndamanni í Gřtu, og hitti hann har fleiri fólk, sum hann gjřrdi samrřđu viđ um Eivřr, umframt at hann eisini prátađi viđ Eivřr.
- Hóast Eivřr heldur tađ er heldur fjákut, at bók verđur skrivađ um hana, so er tađ so, at hon enn er ung, og á fyrstu fetunum í stiganum á tónleikaleiđini, og íslendingar vilja fegnir vit alt um Eivřr, tí hon er av střrstu stjřrnum í Íslandi, saman viđ eittnú Bubba Mortens, sigur Jens Guđ.
Jens Guđ er – sum nevnt – millum fremstu blogguskrivarar Íslands, og hevur hann eini 30-40.000 vitjandi á síđu síni um mánađin. Síđan nevnist www.jensgud.blog.is , skuldi onkur havt hug at vitja síđuna.

Skúbb! Bók um Eivöru

  Ţađ er fastur liđur á ţessu bloggi ađ ég "skúbbi" af og til (skúbb = fyrstur međ fréttirnar).  Nú er enn einu sinni komiđ ađ ţví.  Ađ ţessu sinni slć ég hér upp frétt af ţví ađ Bókaútgáfan Ćskan mun í haust gefa út bók um fćreysku álfadísina Eivöru.  Bókin er ţegar langt komin í vinnslu.  Hún verđur meira UM Eivöru en eitt langt viđtal viđ hana.  Svo skemmtilega vill til ađ ég hef veriđ ráđinn til ađ skrifa bókina.  Hugsanlega er ţađ ţess vegna sem ég veit allt um ţessa bók.  Ţó ţarf ţađ ekki ađ vera.  Ég mun samt geta skýrt frekar frá bókinni ţegar nćr útgáfu dregur.  Ţađ er rosalega gaman ađ skrifa hana.  Mér segir svo hugur ađ hún verđi skemmtileg.  Ađ minnsta kosti er viđfangsefniđ rosalega skemmtilegt.  Eivör er frábćr.

 


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband