Fćrsluflokkur: Ljóđ
15.1.2025 | 10:34
Ţegar Paul McCartney yfirtók frćgustu hljómsveit heims
9. október 1956 fagnađi ungur drengur í Liverpool í Englandi 16 ára afmćli. Hann hét John Lennon. Nokkrum dögum síđar stofnađi hann hljómsveit, The Quarrymen. Hún spilađi svokallađa skiffle tónlist. John söng og spilađi á gítar. Hljómsveitin fékk nóg ađ gera.
Um sumariđ gekk 15 ára piltur, Paul McCartney, til fundar viđ John. Hann langađi í hljómsveitina. John dáđist ađ tónlistarhćfileikum hans og bauđ hann velkominn um borđ.
Skólabróđir Pauls, George Harrison, var lipur gítarleikari. Hann var ađeins 14 ára. Á ţessum aldri munar miklu um hvert ár. John hugnađist ekki ađ verđa barnapía. Paul suđađi og fékk ađ leyfa George ađ djamma međ hljómsveitinni. Hann náđi ađ heilla John seint og síđarmeir.
Eftir nokkrar mannabreytingar endurnefndi John hljómsveitina The Beatles, kölluđ Bítlarnir á Íslandi. 1962 tók Ringo Starr viđ trommukjuđunum. Ţar međ var hljómsveitin komin í sitt endanlega horf. Hún var alla tíđ hljómsveit Johns. Hann réđi ferđinni, samdi og söng flest lögin. Hann lagđi ţó ríka áherslu á ađ Bítlarnir vćru hljómsveit jafningja. Hún lagđi undir sig heimsmarkađinn svo rćkilega ađ aldrei verđur saman jafnađ.
Adam var ekki lengi í Paradís. Vinsćldirnar og frćgđin fóru ađ ţjaka John. Hann var varđ óhamingjusamur. Hann varđ fađir án áhuga á ţví hlutverki. Hann var í ástlausu hjónabandi. Honum ţótti Bítlarnir vera sirkusatriđi. Hvorki öskrandi áheyrendur né Bítlarnir sjálfir heyrđu hvađ fór fram á sviđinu. Ađ auki hafđi hann ekki unniđ úr ótal áföllum ćskuáranna. Foreldrarnir stungu drenginn af og hann hitti ţau ekki fyrr en á fullorđinsárum. Ströng og snobbuđ frćnka hans ól hann upp. Hún var ekkert fyrir ađ fađma eđa knúsa barn. Mađur hennar var hressari. Hann dó er John var 12 ára. Ţegar hann á unglingsárum hitti mömmu sína var hún drepin af ölvuđum bílstjóra. Áfram mćtti lengi telja.
1966 féllst umbođsmađur Bítlanna, Brian Epstein, á ađ hljómsveitin hćtti hljómleikahaldi. Ári síđar dó hann. Ţađ var enn eitt áfalliđ. Hann hafđi leitt hljómsveitina frá fyrstu skrefum og í gegnum ofurvinsćldirnar. Viđbrögđ Johns voru ađ hella sér út í harđa eiturlyfjaneyslu. Upp frá ţví var hann hálfur út úr heimi, áhugalítill og latur.
Viđbrögđ Pauls voru ólík. Hann var og er mjög ofvirkur en líka stjórnsamur. Hann tók eiginlega viđ af Brian Epstein. Bókađi hljómsveitina í hin ýmsu verkefni međ misjöfnum árangri. Verra var ađ ofríki hans pirrađi George og Ringo. Báđir hćttu í hljómsveitinni um tíma. Hinsvegar var Paul diplómatískari í samskiptum viđ John, vitandi ađ hann léti ekki ađ stjórn. Á síđustu Bítlaplötunum semur Paul, syngur og útsetur flest lög.
Án ofvirkni Pauls og eftirrekstrar hefđu plötur Bítlanna orđiđ tveimur fćrri eđa rúmlega ţađ.
Ljóđ | Breytt 17.1.2025 kl. 07:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
11.11.2023 | 09:15
Jólagjöfin í ár!
Út er komin meiriháttar svakaleg bók, Born to Run - Sjálfsćvisaga. Í henni segir rokkgođsögnin Bruce Springsteen sögu sína og hljómsveitarinnar E Street Band. Ég er kominn međ bókina í hendur og byrjađur ađ lesa. Ţađ er ekkert áhlaupaverk. Hún er hnausţykkur dođrantur, hátt í 700 blađsíđur. Ţćr eru ţétt skrifađar međ frekar smáu letri. Ţýđandi er Magnús Ţór Hafsteinsson, ţekktur fyrir góđar og vandađar ţýđingar.
Ég sé í hendi mér ađ bókin er ekki lesin á einu kvöldi. Ţetta er margra daga lestur; margra daga skemmtun. Ég geri betur grein fyrir henni ađ lestri loknum.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
27.8.2023 | 10:29
Furđuvísa
Í kjölfar Hamraborgarhátíđar, Menningarnćtur Reykjavíkur og Danskra daga í Stykkishólmi rann á mig ósjálfráđ skáldagyđja. Áđur en ég vissi af hrökk upp úr mér furđuleg vísa. Ég botna hvorki upp né niđur í henni. Inn í bulliđ blandađist óvćnt nafn á 56 ára Bítlalagi af plötunni "Sgt. Peppers...". Ég kannast ekki viđ bragfrćđina. Kannski er hún útlend. Fyrsta orđ í annarri línu í báđum hendingum er ţađ sama. Líka fyrsta orđ í ţriđju línu.
Málhaltir hundar sátu á grindverki.
Ţeir sleiktu í sig sólskiniđ af frímerki.
Forstjórinn stóđ ţar hjá og glotti viđ fót.
Hann heimtađi ađ fá ađ fara á ţorrablót
í maí
eins og Lucy in the Sky.
Hundarnir ţorđu ekki ađ segja neitt.
Ţeir fóru út í hött eins og yfirleitt.
Forstjórinn vissi vel ađ hann fengi sitt.
Jafnvel ţó hann ţyrfti ađ gera hitt
í maí
eins og Lucy in the Sky.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
22.7.2023 | 08:22
Bestu vísnasöngvarnir
Singersroom er bandarískt málgagn R&B og sálartónlistar (soul). Ţar á bć er ţó líka fjallađ um ađra tónlistarstíla. Til ađ mynda birtist ţar á dögunum áhugaverđur listi yfir bestu vísnasöngva sögunnar (folk songs). Listinn ber ţess merki ađ vera tekinn saman af Bandaríkjamönnum. Ţó slćđast ţarna međ lög međ sćnsk-enska Cat Stevens og enska Nick Drake.
Hvađ svo sem segja má um listann ţá eiga öll lögin heima á honum.
1. This Land Is Your Land - Woody Guthrie
2. Irene - Leadbelly (líka ţekkt sem Goodnight Irene)
3. Little Boxes - Melvina Reynolds (Ţekkt hérlendis sem Litlir kasssar í flutningi Ţokkabótar)
4. If I Were A Carpinter - Tim Hardin
5. 500 Miles - Hedy West
6. The Big Rock Candy Mountain - Harry McClintock
7. Blues Run The Game - Jackson C, Frank
8. Wild World - Cat Stevens
9. If I Had A Hammer (Hammer Song) - Pete Seeger
10. Freight Train - Elizabeth Cotten
11. The Times They Are A-Changin´ - Bob Dylan
12. Blue Moon Of Kentucky - Bill Monroe
13. Candy Man - Mississippy John Hurt
14. Deep River Blues - Doc Watson
15. Pink Moon - Nick Drake
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (22)
26.3.2023 | 12:31
Varasamt ađ lesa fyrir háttinn
Fátt gleđur meira en góđ bók. Margur bókaormurinn laumast til ađ taka bók međ sér inn í svefnherbergi á kvöldin. Ţar skríđur hann undir sćng og les sér sitthvađ til gamans og til gagns. Ţetta hefur löngum veriđ ađferđ til ađ vinda ofan af erli dagsins í lok dags. Svífa síđan á bleiku skýi inn í draumaheim.
Ţetta getur veriđ varasamt á tćkniöld. Bćkur eru óđum ađ fćrast af pappír yfir í rafrćnt form. Vandamáliđ er ađ á skjánum glampar blátt ljós svo lítiđ ber á. Ţađ ruglar líkamsklukkuna. Ţetta hefur veriđ rannsakađ. Sá sem les af skjá er lengur ađ falla í svefn en ţeir sem lesa á pappír. Svefn ţeirra er grynnri og ađ morgni vakna ţeir síđur úthvíldir.
.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
31.12.2022 | 18:35
Hvađ ef?
Oft er fullyrt ađ Bítlarnir hafi veriđ réttir menn á réttum stađ á réttum tíma. Ţađ skýri ofurvinsćldir ţeirra. Velgengni sem á sér ekki hliđstćđu í tónlistarsögunni. Enn í dag eru ţeir ráđandi stórveldi og fyrirmynd 60 árum eftir ađ ţeir slógu í gegn og 52 árum eftir ađ hljómsveitin snéri upp tánum.
Bítlarnir voru EKKI á réttum stađ ţegar ţeir hösluđu sér völl. Ţeir voru stađsettir í Liverpool sem á ţeim tíma ţótti hallćrislegasta krummaskuđ. Ţetta var hafnar- og iđnađarborg; karlar sóttu pöbbinn á kvöldin, rifust, slógust og konur voru lamdar heimafyrir. Enskuframburđur ţeirra var hlćgilegur. Ţađ voru ekki forsendur fyrir ţví ađ Liverpool guttar ćttu möguleika á frćgđ og frama. John Lennon sagđi ađ ţađ hafi veriđ risapólitík ţegar Bítlarnir ákváđu í árdaga ađ halda Liverpool-framburđinum.
Spurning um tímasetninguna. Hún var Bítlunum í hag. Ţađ var ládeyđa í rokkinu 1963. Hinsvegar hefđu Bítlarnir sómt sér vel á hátindi rokksins 1955-1958, innan um Presley, Chuck Berry, Little Richard, Jerry Lee Lewis, Fats Domino og Buddy Holly.
Bítlarnir hefđu líka spjarađ sig vel 1965 eđa síđar međ Beach Boys og The Byrds.
Ţađ sem skipti ÖLLU máli var ađ Bítlarnir voru réttir menn. Og rúmlega ţađ. Ţeir hefđu komiđ, séđ og sigrađ hvar og hvenćr sem er.
Ljóđ | Breytt 14.1.2023 kl. 22:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
3.12.2022 | 23:11
Skemmtisögur
Út er komin sjötta bókin í flokknum Skagfirskar skemmtisögur. Hún er kyrfilega merkt tölunni 6. Undirtitill er Fjöriđ heldur áfram.
Eins og fyrri bćkurnar er ţađ blađamađurinn Björn Jóhann Björnsson sem skráir sögurnar. Ţćr eru á ţriđja hundrađ. Ţćr er ljómandi fjölbreyttar. Sumar međ lokahnykk (pönslćn). Ađrar eru meira lýsing á spaugilegri stemmningu. Svo eru ţađ stökurnar, limrurnar og lengri vísur.
Ţrátt fyrir ađ sögurnar séu um nafngreinda Skagfirđinga ţá er ekki ţörf á ađ vera Skagfirđingur til ađ skemmta sér vel viđ lesturinn. Ég er Skagfirđingur og kannast viđ flesta í bókinni. Ţó ekki alla. Ég skemmti mér alveg jafn vel viđ lestur um ţá ókunnugu.
Hér eru nokkur sýnishorn:
Ađ loknu stúdentsprófi í MA fór Baldur í guđfrćđi í Háskóla Íslands og lauk ţađan cand. theol. prófi áriđ 1956. Á háskólaárunum bjó hann á Nýja stúdentagarđinum. Ţar var ađeins einn sími til afnota fyrir stúdenta, og ţótti ekki vinsćlt ef menn héldu honum mjög lengi, einkum á annatíma.
Eitt sinn hafđi síminn veriđ upptekinn dágóđa stund og voru margir farnir ađ bíđa og huga ađ ţví hver vćri ađ tala. Reyndist ţađ vera Baldur, en hann bandađi mönnum frá sér og kvađst vera ađ tala í landsímann. Vissu menn ţá ađ hann var ađ tala viđ föđur sinn, Vilhelm símstöđvarstjóra. Ţurfti Baldur ţví ekki ađ hafa miklar áhyggjur af kostnađi viđ lengd símtalsins.
Öđru hverju opnuđu samnemendur Baldurs dyrnar á símklefanum, en heyrđu ađeins mas um einskis verđa hluti og ţar kom ađ einhver spurđi Baldur hvort hann vćri ekki ađ verđa búinn.
"Jú," svarađi Baldur, "ég er ađ koma mér ađ efninu." Og í ţví ađ dyrnar á klefanum lokuđust heyrđist Hofsósingurinn segja:
"En án gamans, er amma dauđ?"
Jón Kristjánsson, fv. ráđherra og ţingmađur Framsóknarflokksins, er alinn upp í Óslandshlíđinni. Ungur ađ árum, líklega 16 ára, var hann ađ koma af balli á félagsheimili ţeirra sveitunga, Hlíđarhúsinu. Fékk hann far út á Krók međ Gísla í Ţúfum og Árna Rögnvalds. Var létt yfir mannskapnum og gekk flaska á milli. Árni var undir stýri og heyrđi Jón ţá margar sögurnar fjúka milli hans og Gísla.
Ein sagan hjá Árna var af ónefndum blađamanni sem kom á elliheimili til ađ taka viđtal viđ 100 ára konu. Var hún m.a. spurđ hvađ hún hefđi veriđ gömul er hún hćtti ađ hafa löngun til karlmanns. Ţá mun sú gamla hafa svarađ:
"Ţú verđur ađ spyrja einhverja eldri en mig!"
Guddi var alltaf eldsnöggur til svars og ţurfti aldrei ađ hugsa sig um. Um miđjan áttunda áratuginn kom hann sem oftar í heimsókn í Hrafnhól í Hjaltadal. Ţetta var ađ vori til. Guđmundur bóndi var ađ stinga út úr fjárhúsunum. Guddi greip gaffal og bar hnausana út. Hann keđjureykti en lét ţađ ekki trufla sig viđ vinnuna, sígaretturnar löfđu í tannlausum gómnum. Ungur drengur varđ vitni ađ hamaganginum og spurđi:
"Hvers vegna reykir ţú svona mikiđ, Guddi?"
Hann svarađi um hćl:
"Ţeir sem vinna mikiđ ţurfa ađ reykja mikiđ!"
Eitt sinn bar gest ađ garđi á Silfrastöđum, sem spurđi Steingrím frétta á bćjarhlađinu. Hann var ţá međ eitthvađ af vinnufólki, enda hafa Silfrastađir jafnan veriđ stórbýli.
"Ja, ţađ drapst hér kerling í nótt," svarađi Steingrímur viđ gestinn, og bćtti viđ: "Og önnur fer bráđum."
Margir áttu leiđ í Búnađarbankann til Ragnars Pálssonar útibússtjóra, ţeirra á međal Helgi Dagur Gunnarsson. Eitt sinn hafđi hann veriđ í gleđskap og ţokkalega vel klćddur mćtti hann í bankann og bađ Ragnar um lán. Ragnar sagđist ekki sjá ástćđu til ađ lána mönnum, sem klćddust jakkafötum á vinnudegi! Helgi sagđi ástćđu fyrir ţví.
"Sko," sagđi hann, "ég er svo blankur ađ ég á ekki fyrir gallabuxum og ţetta er ţađ eina sem ég á eftir."
Ragnar tók ţessa skýringu góđa og gilda. Helgi fékk lániđ og daginn eftir mćtti hann til Ragnars í gallabuxum sem hann hafđi keypt sér!"
Mađur einn á Króknum fór í verslunina Gránu í hverri viku og keypti yfirleitt ţađ sama í hvert skipti af helstu nauđsynjum. Í Gránu voru vörurnar keyptar "yfir borđiđ" og fólk lagđi inn lista eđa sagđi afgreiđslufólkinu hvađ ţađ vanhagađi um. Sagan segir ađ hér hafi Jón Björnsson veriđ á ferđ, kallađur Jón kippur, en ţađ hefur ekki fengist stađfest. Einn daginn tók afgreiđslukona hjá Kaupfélaginu eftir ţví ađ mađurinn bađ um tvćr klósettrúllur, en yfirleitt hafđi hann bara beđiđ um eina. "Stendur eitthvađ til?" spurđi konan og mađurinn svarađi:
"Ég ákvađ ađ gera vel viđ mig í ţetta skiptiđ!"
Ljóđ | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
13.11.2022 | 06:58
Ný ljóđabók og hljómplata
Ţađ hefur veriđ afskaplega ánćgjulegt ađ fylgjast međ Ólafi F. Magnússyni eftir ađ hann settist í helgan stein. Reyndar líka áđur. Hann var besti borgarstjóri Reykjavíkur. Eftir ţađ tímabil tók viđ nýr - og kannski óvćntur - ferill. Frjó og farsćl sköpunargleđi fór á flug. Hann yrkir kjarnyrt kvćđi á fćribandi, semur viđkunnanleg söngrćn lög og vex stöđugt sem ágćtur söngvari.
Nú er komin út hans ţriđja ljóđabók, Ég vil bćta mitt land. Eins og í fyrri bókum eru ţetta ćttjarđarljóđ, heilrćđisvísur og allskonar. Međal annars um margt nafngreint fólk. Eitt kvćđiđ heitir Eivör Pálsdóttir:
Holdtekju listar međ háriđ síđa,
hátónagćđi međ fegurđ prýđa.
Sönglóan okkar fćreyska fríđa,
flögrar um eins og sumarblíđa.
Bókinni fylgir 13 laga hljómdiskur. Ţar af eru 9 áđur óútgefin lög. Hin eru sýnishorn af fyrri ţremur diskum Ólafs.
Söngurinn er afgreiddur af Ólafi og Páli Rósinkrans, svo og óperusöngvurunum Elmari Gilbertssyni, Guđlaugu Dröfn Ólafsdóttur og Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur. Útsetningar og hljóđfćraleikur eru ađ mestu í höndum galdrakarlsins Vilhjálms Guđjónssonar. Gunnar Ţórđarson kemur líka viđ sögu.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
23.10.2022 | 09:54
Flott plata
- Titill: Bláturnablús
- Flytjandi: Gillon
- Einkunn: ****
Gillon er listamannsnafn Gísla Ţórs Ólafssonar. Hann er Skagfirđingur, búsettur á Sauđárkróki. Hann hefur sent frá sér fjölda ljóđabóka og hljómplatna. Allt vćnstu verk. Á nýjustu afurđinni, plötunni Bláturnablús, eru öll lögin og ljóđin frumsamin. Gillon syngur ađ venju og spilar á kassagítar og bassa. Hans hćgri hönd er upptökustjórinn Sigfús Arnar Benediktsson. Hann spilar á trommur, rafgítar, gítarlele og ýmis hljómborđ.
Söngstíll Gillons er "spes". Hann er í humátt eins og sitt lítiđ af Megasi, Bjartmari og Birni Jörundi. Stíllinn klćđir söngvana prýđilega. Ljóđin eru í frjálsu formi og súrrealísk. Sparlegu endarími bregđur ţó fyrir í einstaka ljóđi.
Platan er frekar seintekin. Hún ţarf nokkrar spilanir áđur en fegurđ laganna opinberast ađ fullu. Kannski spilađi inn í hjá mér ađ viđ fyrstu yfirferđir var athyglin á hugmyndaríku og skemmtilegu ljóđunum.
Útsetningar og hljóđfćraleikur eru snyrtileg og smekkleg. Enginn brjálađur hávađi og lćti. Lögin flest róleg eđa á hóflegum millihrađa. Ţađ er heldur poppađra yfirbragđ en á fyrri plötum Gillons. Til ađ mynda lýkur plötunni á "sing-along" tralli Gillons og ţriggja kvenna. Gott niđurlag á flottri og skemmtilegri plötu.
Teikning Óla Ţórs Ólafssonar á framhliđ umslagsins er virkilega "töff".
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
29.5.2022 | 04:01
Mögnuđ saga á bakviđ smellinn
Paul Simon er í hópi bestu söngvaskálda tónlistarsögunnar. Mörg laga hans hafa trónađ á toppi vinsćldalista út um allan heim. Bćđi í flutningi hans sjálfs sem sólólistamanns, sem og annars helmings dúettsins Simon & Garfunkel; og ennfremur í flutningi annarra.
Frćgasta lag hans er "Bridge over troubled water". Fast á hćla ţess kemur "The sound of silence". Forsaga ţess lags er eftirfarandi:
Gyđingurinn Art Garfunkel fór í Columbia-háskólann í Bandaríkjunum. Herbergisfélagi hans á heimavistinni var Sandy Greenberg. Fljótlega uppgötvađist ađ hann var međ skćđan augnsjúkdóm sem leiddi til blindu. Hann féll í ţunglyndi. Gafst upp á lífinu og einangrađi sig međ sjálfsvíg ađ markmiđi. Hélt heim í föđurhús fullur samviskubits yfir ađ verđa baggi á fjölskyldunni. Hann svarađi hvorki bréfum né símtölum.
Art sćtti sig ekki viđ ţetta. Hann keypti sér flugmiđa á heimaslóđir Sandys. Bankađi upp og sór ţess eiđ ađ koma honum í gegnum háskólanámiđ. Verđa hans augu og námsfélagi. Ekkert vćl um blindu.
Til ađ Sandy upplifđi sig ekki sem einstćđing uppnefndi Art sig "Darkness" (Myrkur). Međ dyggri hjálp Arts menntađist Sandy, kom sér vel fyrir á vinnumarkađi og tók saman viđ menntó-kćrustuna.
Einn daginn fékk Sandy símtal frá Art. Erindiđ var hvort hann gćti lánađ sér 400 dollara (60 ţúsund kall). Hann vćri ađ hljóđrita plötu međ vini sínum, Paul Simon, en vantađi aur til ađ grćja dćmiđ. Svo vildi til ađ Sandy átti 404 dollara. Honum var ljúft ađ lána Art ţá. Platan kom út en seldist slćlega. Ári síđar fór lagiđ "Sound of silence" óvćnt á flug á vinsćldalistum. Texti Pauls Simons byggir á sambandi Arts og Sandys.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)