Fćrsluflokkur: Ljóđ
11.1.2014 | 00:54
Plötuumsögn
- Titill: Trúđur í felum
- Flytjandi: Stella Hauks
- Einkunn: **** (af 5)
Söngvaskáldiđ og trúbadorinn Stella Hauks varđ sextug í lok síđasta árs. Vinir og velunnarar hennar samfögnuđu tímamótunum međ ţví ađ hljóđrita 12 söngva hennar og gefa út á hljómplötu.
Fyrir mörgum árum sendi Stella frá sér sína fyrstu plötu. Sú plata var hrá og einföld í alla stađi. Hún kynnti Stellu sem ágćtt söngvaskáld međ sterk persónuleg sérkenni sem söngkona. Röddin hrjúf og söngkonan skýrmćlt.
Nýja platan virđist vera hljóđrituđ svo gott sem "live" í hljóđveri. Mér telst til ađ 14 tónlistarmenn leggi sitt af mörkum. Fasti kjarninn er bassaleikarinn Tómas M. Tómasson, gítarleikararnir Eđvarđ Lárusson og Magnús R. Einarsson, trommuleikarinn Birgir Nielsen og söngkonan Andrea Gylfadóttir.
Ţađ er djammstemmning í flestum lögum. Sú stemmning birtist strax í upphafslaginu, Hvađ međ ţađ?. Ţar fer Eđvarđ Lárusson á gott og grimmt spunaflug á rafgítar. Ađ öđru leyti er ţađ lag og platan í heild á ljúfum lágstemmdum nótum. Hrá "live" stemmningin hentar söngvum Stellu afskaplega vel.
Ég hlusta yfirleitt ekki eftir textum fyrr en eftir ađ hafa melt laglínur og flutning. Laglínur Stellu eru grípandi og snotrar. Vinalegar og notalegar. Fremur einfaldar í um ţađ bil ţriggja hljóma uppskrift. Sumar međ töluverđum kántrýkeim.
Frá fyrstu spilun hljóma lögin vel. Öll viđkunnanleg. Ţegar síđar meir textarnir voru kannađir kom í ljós ađ ţeir eru bitastćđir; ljóđrćnir og geta stađiđ sjálfstćđir sem fyrirtaks ljóđ. Ţetta eru vangaveltur um lífiđ og tilveruna, efa, kvíđa og eftirsjá í bland viđ ástir, samkynhneigđ, vonir og kćruleysi.
Hvađ međ ţađ - hvađ međ ţađ -
lífiđ heldur áfram í dag.
Ţannig segir í viđlagi upphafslagsins.
Söngraddir Stellu og Andreu Gylfa eru ólíkar. Rödd Andreu silkimjúk, björt, hvíslandi og stelpuleg. Rödd Stellu dekkri og svipar meira til Marianne Faithful. Ţessi munur ljćr plötunni fjölbreytta áferđ. Ég heyri ekki betur en Hafţór Ólafsson úr dúettinum Súkkat syngi í laginu Von. Hans er ţó hvergi getiđ á umbúđum plötunnar. Von er sterkasta lag plötunnar. Bongotrommur og flautuspil gefa ţví seyđandi og draumkenndan blć.
Heildarniđurstađan er sú ađ vel hafi tekist til međ plötuna. Efniviđurinn er góđur og líflegur lausbeislađur flutningurinn klćđir hann hiđ besta.
Mynd: Óskar Pétur Friđriksson
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2013 | 22:19
Plötuumsögn
- Titill: On High
- Flytjandi: Knút
- Útgefandi: Tutl
- Einkunn: ****1/2 (af 5)
Knút er Knút Háberg Eysturstein, fćreyskt söngvaskáld. Hann kvađ sér fyrst hljóđs međ rokksveitinni Reverb í Götu í Fćreyjum, 12 ára gamall. Jafnaldra hans, Eivör, var söngvarinn. Af öđrum ţekktum í Reverb má nefna trommuleikarann Högn Lisberg. Hann og Eivör voru síđar í "súper grúppunni" Clickhaze. Högni á farsćlan sólóferil. Um ţađ má lesa í nýútkominni bókinni "Gata, Austurey, Fćreyjar, Eivör og fćreysk tónlist".
On High er ţriđja og besta plata Knúts. Ţađ er ekki auđvelt ađ lýsa tónlistinni. Hún er róleg eđa á millihrađa og iđulega međ stígandi. Sumt minnir örlítiđ - en ađeins örlítiđ - á REM. Einkum lagiđ Revolution of the Heart.
Lögin hljóma strax vel en eru samt flest frekar lengi ađ síast inn. Ţađ er ađ segja ađ fegurđ ţeirra kemur hćgt og bítandi betur og betur í ljós. Ţađ er mikiđ lagt í útsetningar. Mikiđ um fagran baksöng, fiđlur og allskonar önnur hljóđfćri. Um bakraddirnar sjá Dam systur og frćnkur (ţar á međal hin vinsćla Dorthea Dam). Ţćr vega ţungt og lađa fram ţungan hátíđarblć. Kallast mikilfenglegar skemmtilega á viđ einfalt píanópikk. Ţetta er flott plata sem venst einstaklega vel viđ ítrekađa spilun. Músíkin er notaleg og á köflum virkilega fögur. Öll lögin eiga ţađ sameiginlegt ađ vera ljúf og ţćgileg áheyrnar.
Platan fćst hjá www.tutl.com
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
1.12.2013 | 21:21
Tómt svindl og svínarí
Hvernig stendur á ţví ađ búiđ er ađ tilnefna bćkur í hinum ýmsu flokkum til Íslensku bókmenntaverđlaunanna 2013? Langt er til áramóta. Fjöldi bóka kemur út í desember. Jafnvel fleiri en allan hinn hluta ársins til samans. Reyndar byrja bćkur ađ streyma á markađ í lok nóvember.
Samtals koma út rösklega 700 bćkur í ár. 12 ágćtar manneskjur lesa og velja og tilnefna 20 bćkur til verđlauna. Hvađ les hver dómnefnd margar bćkur á örfáum dögum í nóvember? 175?
Nei, alveg rétt. Flestar bćkurnar koma ekki út fyrr en eftir ađ dómnefndir hafa komist ađ niđurstöđu. Ţađ léttir verulega á lestrarvinnunni.
Sennilega er ţađ Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur fyrir ţessu skemmtilega uppátćki. Uppátćkiđ er viđskiptalegs eđlis fremur en ađ allir sitji viđ sama borđ. Tilnefning á bókum til bókmenntaverđlauna er gott fréttaefni. Hún kemur af stađ umrćđu um nýjar íslenskar bćkur. Beinir kastljósi ađ bókum og sparkar jólabókasölunni af stađ. Ţađ er gott mál.
Ég tek ţađ fram ađ allar tilnefndar bćkur eiga ţađ áreiđanlega skiliđ. Ţetta eru gullmolar, ađ ţví er ég hef hlerađ.
Í nćstu viku koma á markađ margar bćkur. Ein af ţeim heitir Gata, Austurey, Fćreyjar, Eivör og fćreysk tónlist. Nafniđ gefur sterka vísbendingu um hvađ bókin fjallar. Mér segir svo hugur ađ lesendur verđi fróđari um margt viđ lestur á bókinni. Sumt kemur skemmtilega á óvart. Meira um ţađ ţegar bókin kemur út. Myndin hér fyrir ofan sýnir frábćru styttuna af hinum merka og ţvera Ţrándi í Götu. Myndin er ekki í bókinni. En ţćr eru samt margar myndirnar í bókinni. Ţar á međal af styttunni.
15 bćkur tilnefndar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt 2.12.2013 kl. 12:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
10.11.2013 | 22:31
Bráđskemmtileg bók
Fyrir tćpum áratug kom út létt og fjörleg vísnabók eftir Akureyringinn Magnús Geir Guđmundsson. Sú heitir Geiravísur. Áđur var Magnús Geir ţekktur sem flottur blađamađur hjá dagblöđunum Tímanum og Degi. Ţar skrifađi hann um dćgurlagamúsík og hélt úti plötugagnrýni. Ég keypti ţessi blöđ fyrst og fremst til ađ fylgjast međ skrifum Magnúsar Geirs.
Nú var Magnús Geir ađ senda frá sér ađra vísnabók, Limrurokk. Nafniđ bendir til ţess ađ hún innihaldi limrur. Vísbendingin er rétt.
Eins og algengt er međ limrur ţá rćđur kímni víđa för í limrum Magnúsar. Ţćr eru flestar ortar í tilefni einhverrar fréttar eđa einhvers atburđar. Ţar á međal er ort um fjölda nafngreindra íslenskra og erlendra stjórnmálamanna, tónlistarmanna, boltasparkara og fjölda annarra. Samtals eru limrurnar hátt á annađ hundrađ. Hverri limru fylgir frásögn af tilurđ hennar. Frásögnin hefur mikiđ ađ segja. Hún útskýrir margt og gefur limrunni dýpt.
Ţannig rifjar Magnús Geir upp ţegar höfundur ţessa bloggs vakti 2007 athygli á einelti sem átti sér stađ á Veđurstofunni. Sýndist ţar sitt hverjum og upphófst heilmikiđ ţref. Ţá varđ Magnúsi ađ orđi:
Jens minn, ţú stendur í ströngu,
ert stöđugt í baráttugöngu.
Međ kjafti og klóm
og kraftmiklum róm,
ađ greina hiđ rétta frá röngu!
Vert er ađ geta skemmtilegrar hönnunar á bókakápu. Höfundur hennar er Jakob Jóhannsson.
Ţađ er óhćtt ađ mćla međ Limrurokki, hvort heldur sem er til jólagjafa eđa til eigin brúks. Limrurnar lađa fram bros. Ţađ er upplagt ađ hafa bókina á náttborđinu og renna yfir nokkrar blađsíđur fyrir svefninn. Ţá svífur mađur međ bros á vör inn í draumaheim.
Ljóđ | Breytt 11.11.2013 kl. 02:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (23)
17.10.2013 | 21:39
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Málmhaus
- Höfundur og leikstjóri: Ragnar Bragason
- Leikarar: Ţorbjörg Helga Dýrfjörđ, Ingvar E. Sigurđsson, Halldóra Geirharđsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson
- Einkunn: **** (af 5)
Myndin er ólík ţví sem ég hélt. Ljósmyndir af ađalpersónunni, Heru Karlsdóttur (Ţorbjörg Helga Dýrfjörđ), međ andlitsfarđa ađ hćtti norskra svartmálmshausa og nafn myndarinnar gáfu vonir um ađ svartmálmi vćri gert hátt undir höfđi. Sú er ekki raunin. Rokkmúsík er sparlega notuđ. Uppistađan af henni er laufléttur popp-metall. Ţađ er ekki fyrr en undir lok myndarinnar sem Hera syngur og spilar svartmálmsslagara. Sá er frábćr! Ég hlakka til ađ kaupa hann á plötu og hlusta oftar á hann. Ţó ekki sé nema fyrir ţetta eina lag er góđ ástćđa til ađ skreppa í kvikmyndahús. En ţađ kemur fleira til. Hera syngur og spilar annađ lag, ljúfa ballöđu, í lok myndar.
Myndin gerist í sveit. Bóndasonurinn á bćnum, Baldur, er ţungarokkari og spilar á gítar í hljómsveit. Viđ fáum ekki ađ heyra í hljómsveitinni; sjáum ađeins ljósmynd af henni. Einn sólléttan sumardag ekur hann á dráttarvél um tún. Aftan á vélinni er heyţyrla. Drifskaftiđ er bert og óvariđ. Ţađ er bannađ. Á sjöunda áratugnum ţegar síđa hippaháriđ var máliđ ollu hlífđarlaus drifsköft dauđsföllum. Ţegar drifskaft nćr hárlokki er ţađ fljótt ađ rífa höfuđleđriđ af viđkomandi. Ţetta er einmitt ţađ sem hendir Baldur. Hann ekur yfir ójöfnu á túninu og háriđ flćkist í drifskaftinu.
Hera systir hans verđur vitni ađ slysinu. Hún er 12 ára. Hún og foreldrar ţeirra ná ekki ađ vinna úr sorginni. Ţau festast í sorginni, döpur, ţögul og sinnulaus. Ţetta er drama. Árin líđa. Hera leitar huggunnar í ađ hlusta á plötusafn Baldurs og spila á gítarinn hans. Sorgin fléttast saman viđ "gelgjuna": Mótţróa, uppreisn og stjórnleysi.
Hera fćr áhuga á norskum svartmálmshausum ţegar Bogi Ágústsson les frétt um ţá í Sjónvarpinu. Fréttin sagđi frá dómum sem ţeir fengu fyrir kirkjubrennur og morđ.
Dramađ í myndinni er létt upp međ einstaka brandara og broslegu atviki. Margt ber til tíđinda. Sagan er trúverđug. Ţökk sé góđum og sannfćrandi leik. Mest mćđir á Ţorbjörgu Helgu. Hún vinnur feitan leiksigur og hlýtur ađ fá Edduna. Hlutverkiđ er margbrotiđ og krefst margs umfram leikrćna hlutann. Gítarleikur hennar er fínn, söngurinn snilld, "slammiđ" flott... Ţađ er sama hvar boriđ er niđur: Hún neglir ţetta allt niđur. Hún er jafn trúverđug sem illa áttuđ unglingsstelpa og málmhaus sem gefur skít í allt og alla. Áhorfandinn hefur samúđ međ henni og sýnir öfgafullum uppátćkjunum skilning. Ţorbjörg Helga er stórkostlegur leikari.
Persónan sem Sveinn Ólafur leikur er sterkt útspil í framvindu sögunnar. Sá, ja, klunnalegi og grunni karakter leggur til gríniđ og dregur fram ennţá fleiri hliđar á Heru. Hliđar sem hlađa undir skilning á persónunni og trúverđugleika hennar.
Ţađ er ekki gott ađ stađsetja sögusviđiđ í tíma. Og kannski óţörf smámunasemi ađ reyna ţađ. Upphaf myndarinnar gćti gerst snemma á níunda áratugnum eđa fyrr. Ţetta er á dögum vinylplötunnar og kassettutćkisins. Fréttir af norskum svartmálmshausum hafa varla ratađ í íslenska fréttatíma fyrr en um miđjan tíunda áratuginn.
Í kynningartexta um myndina er gefiđ upp ađ sögusviđiđ í byrjun sé 1970. Ţađ passar ekki. Ţá voru hljómsveitir eins og Iron Maiden og Ac/Dc ekki til, né heldur ýmsar ađrar sem koma viđ sögu. Ţetta skiptir engu máli. Ţetta er áhugaverđ bíómynd en ekki sagnfrćđi.
Myndataka er alveg ljómandi góđ og klipping Valdísar Óskarsdóttur afbragđ. Ţegar andlegt svartnćtti persónanna liggur í ţunglyndi er áferđin grá og drungaleg. Reyndar lengst af.
Ţađ segir eitthvađ um kvikmyndina ađ frá ţví ađ ég sá hana ţá hefur hún sest ađ í hausnum á mér. Ég rifja upp senur úr myndinni og langar ákaflega mikiđ til ađ heyra aftur rokklagiđ međ Heru/Ţorbjörgu. Ţađ er svo meiriháttar flott.
Hrćddi börn í Húsdýragarđinum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt 18.10.2013 kl. 00:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2013 | 20:33
Fćreyskt lag í 1. sćti á bandaríska vinsćldalistanum
Ţađ er ekki á hverjum degi sem fćreyskt lag er í toppsćtinu á bandaríska internetvinsćldalistanum og ţriđja sćti á bandaríska almenna vinsćldalistanum. Ţetta gerist ekki einu sinni annan hvern dag. En ţetta var nú bara ađ gerast. Og gćti gerst aftur.
Ţannig er ađ á dögunum kom út plata međ bandarísku söng- og leikkonunni Cher. Platan heitir Closer to the Truth. Öflugasta lag plötunnar heitir My Love. Ţađ er eftir fćreysku söngkonuna og söngvahöfundinn Gretu Svabo Bech.
Closer to the Truth er 26. plata Cher. Jafnframt hennar fyrsta plata í 12 ár. Gríđarlegur spenningur var fyrir plötunni. Hún flaug í toppsćti bandaríska internetvinsćldalistans, 3ja sćti digitalvinsćldalistans (plötur seldar í stafrćnu formi) og 3ja sćti almenna bandaríska vinsćldalistans (plötur seldar í föstu formi).
Platan hefur veriđ ofarlega á sölulistum víđar um heim. Til ađ mynda er hún í 11. sćti kanadíska vinsćldalistans, 13. sćti ástralska digitalvinsćldalistans, 17. sćti ástralska almenna vinsćldalistans, 19. sćti ítalska almenna vinsćldalistans og 20. sćti ungverska almenna vinsćldalistans.
Stelpan í Miđvági í Fćreyjum er í góđum málum.
Meira má lesa um Gretu međ ţví ađ smella á ţennan hlekk: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1311692/
Greta er miklu betri söng- og tónlistarkona en Cher.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
9.10.2013 | 22:26
Gott og gleđilegt framtak.
Breska dćgurlagahljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) er virtasta og vinsćlasta hljómsveit sögunnar. Hljómsveitin var skammlíf en skildi eftir sig aragrúa af ódauđlegum og sívinsćlum söngvum. Fyrsta plata Bítlanna, Please Please Me, kom út 1963. Síđasta plata Bítlanna, Abbey Road, var hljóđrituđ 1969 og kom út ţađ ár. Ţá var hljómsveitin hćtt. Snemma árs 1970 kom út platan Let It Be. Hún var uppsóp af mismikiđ frágengnum hljóđritunum frá janúar 1969.
Á ferlinum sló hljómsveitin ótal sölumet sem flest standa enn í dag - ţrátt fyrir ađ plötusala og markađurinn hafi margfaldast ađ umfangi á ţeirri hálfu öld sem liđin er frá útgáfu fyrstu plötu Bítlanna. Viđskiptavild Bítlanafnsins og liđsmanna hljómsveitarinnar er risastór. Unglingar jafnt sem ellilífeyrisţegar kannast viđ nöfnin John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr.
Bítlarnir spiluđu aldrei á Íslandi. Enda hćtti hljómsveitin hljómleikastússi 1966 og lćsti sig inni í hljóđveri eftir ţađ.
Á undanförnum árum hafa Bítlarnir og Ísland fléttast saman, ć ofan í ć, hćgt og bítandi, fastar og ţéttar. Fyrst var ţađ Ringo. Hann kom til Íslands 1984 og spilađi međ Stuđmönnum um verslunarmannahelgi í Atlavík.
Sama ár fóru launţegar á Íslandi í langt og mikiđ verkfall. Mig minnir ađ ţađ hafi bćđi veriđ BSRB og starfsfólk á fjölmiđlum sem stóđu ađ ţví. Baráttufundur var haldinn á Lćkjartorgi. Fundinum barst skeyti frá ekkju Johns Lennons, Yoko Ono. Í ţví sendi hún fundinum baráttukveđjur. Fyrst héldu menn ađ um sprell vćri ađ rćđa. En ţađ tókst ađ sannreyna ađ skeytiđ vćri frá Yoko. Hún átti íslenska vini í myndlistageiranum, hafđi fengiđ áhuga á Íslandi og fylgdist náiđ međ íslensku samfélagi.
Nokkrum árum síđar setti Yoko upp stórkostlega myndlistarsýningu á Kjarvalsstöđum. Hún er frumleg, djörf og hugmyndarík myndlistakona. Nokkrum árum ţar á eftir setti Yoko upp myndlistarsýningu á sama stađ međ myndverkum Johns Lennons. Hann var lunkinn teiknari međ skemmtilega einfaldan stíl.
Fyrir 13 árum kom Paul McCartney til Íslands. Hér dvaldi hann um hríđ. Ferđađist um landiđ međ ţáverandi eiginkonu sinni. Svo leiđinlega vildi til ađ íslenskir ljósmyndarar sýndu Paul frekjulega ađgangshörku. Ţađ lagđist illa í Paul og hann hefur ekki komiđ hingađ síđan. Hafi ljósmyndararnir skömm fyrir ókurteisina. Kannski var ţetta bara einn ljósmyndari. Hinsvegar breytti Paul texta lagsins Why Don´t We Do It In The Road frá og međ Íslandsheimsókninni. Eftir ţađ hefur hann jafnan sungiđ textann "Why don´t we do it in the Fjörđs".
2007 vígđi Yoko Ono merkilega ljósasúlu í Viđey, Friđarsúluna. Á ensku heitir súlan Imagine Peace Tower. Hún er kennd viđ ţekktasta lag Johns Lennons, Imagine. Reist til minningar um Lennon og friđarbođskap hans.
Friđarsúlan hefur fengiđ mikla umfjöllun í poppmúsíkblöđum og -fjölmiđlum um allan heim. Ef "Imagine Peace Tower" er "gúgglađ" innan gćsalappa koma upp á ađra milljón síđur. Ef gćsalöppunum er sleppt koma upp 28 milljón síđur. Súlan er nefnilega oft ađeins kölluđ Imagine Peace.
Yoko hefur ćtíđ sjálf veriđ viđstödd ţegar kveikt er á Friđarsúlunni á fćđingardegi Johns Lennons, 9. október. Sonur ţeirra Johns, Sean Lennon, er jafnan međ í för (og á afmćli sama dag), ásamt Ringo og ekkju George Harrisons.
Yoko og Sean Lennon eru miklu oftar á Íslandi en ţegar Friđarsúlan er tendruđ. Ţau trođa reglulega upp á Iceland Airwaves međ hljómsveitinni Plastic Ono Band, hljómsveitinni sem John Lennon setti saman eftir ađ Bítlarnir hćttu. Plastic Ono Band spilađi á sólóplötum hans og sólóplötum Yokoar. Liđsskipan Plastic Ono Band er losaraleg. George Harrison, Ringo Starr og Eric Clapton voru í Plastic Ono Band. Á hljómleikum Plastic Ono Band á Íslandi hafa m.a. veriđ gítarleikarar Wilco og Sonic Youth, svo og Lady Gaga.
Yoko Ono hefur veitt viđ hátíđlega athöfn í Reykjavík friđarverđlaun Johns Lennons. Í fyrra veitti Lady Gaga ţeim viđtöku.
Starfsmađur á Hilton hótelinu (sem lengst af hét Hótel Esja) viđ Suđurlandsbraut sagđi mér ađ Yoko og Sean vćru mun oftar á Íslandi en viđ áđurnefnd tilefni. Ţau séu međ annan fótinn á Íslandi.
Á heimasíđu Yokoar og á Fésbók er Yoko ólöt viđ ađ hampa Íslandi. Ţegar íslensk yfirvöld hófu auglýsingaátakiđ Ispired By Iceland í kjölfar vandrćđa vegna eldgosins í Eyjafjallajökli var gert út á skemmtilegt myndband um Ísland. Helmingurinn af spilun og deilingu á myndbandinu var í gegnum heimasíđu Yokoar.
Einkasonur George Harrisons, Dhani, er tíđur gestur á Íslandi. Hann er giftur íslenskri konu, Sólveigu Káradóttur (Stefánssonar í Íslenskri erfđagreiningu). Ég er ekki alveg viss en mig minnir ađ Ţórunn Antonía Magnúsdóttir hafi sungiđ međ hljómsveit hans. Einnig rámar mig í ađ hljómsveit hans hafi spilađ á Airwaves.
Ţađ var gott og gleđilegt framtak hjá borgarstjórn Reykjavíkur ađ gera Yoko Ono, ekkju bítilsins Johns Lennons, ađ heiđursborgara Reykjavíkur. Vel viđ hćfi og undirstrikar skemmtilega sívaxandi samfléttun Bítlanna og Íslands.
Eđlilegur ţakklćtisvottur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt 10.10.2013 kl. 01:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
6.10.2013 | 23:06
Plötuumsögn
- Plata: Bárujárn
Ljóđ | Breytt 7.10.2013 kl. 21:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2013 | 23:45
Fjórđa lagiđ á fćreysku frá Högna. Magnađ lag. Eivör gestasöngvari!
Fćreyski tónlistarmađurinn Högni Lisberg hefur sent frá sér fjórđa og síđasta lag á nýrri Ep-plötu. Platan er sú fyrsta á farsćlum ferli Högna sungin á fćreysku. Ţetta er dúndur flott plata. Verulega mögnuđ. Eins og reyndar fyrri sólóplötur Högna. Ţessi toppar samt dćmiđ.
Eivör syngur međ Högna í laginu, Minniđ. Knut Háberg spilar á hljómborđ. Svo skemmtilega vill til ađ ţau ţrjú; Eivör, Högni og Knut, voru saman í ţungarokkshljómsveitinni Reverb í Götu fyrir nćstum tveimur áratugum. Ţá voru ţau 12 ára og spreyttu sig međal annars á Led Zeppelin og Bob Dylan.
Ep-plötu Högna má kaupa á www.hogni.com.
Önnur lög af Ep-plötu Högna: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1313951/
Ljóđ | Breytt 6.10.2013 kl. 11:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2013 | 22:19
Sorglegustu söngvar sögunnar
Ţegar ég var krakki, kannski 4ra til sex ára, naut lagiđ "Söngur villiandarinnar" mikilla vinsćlda (jú, ég var einu sinni krakki. Ég sver ţađ). Söngvarinn syngur í orđastađ villiandar sem lendir í hremmingum vegna grófs ofbeldis byssuóđs veiđimanns. Textinn er sorglegur. Ég fór ćtíđ ađ skćla ţegar lagiđ var spilađ í útvarpinu. Eldri bróđur mínum ţótti ţađ verulega fyndiđ. Hann vaktađi alla dćgurlagaţćtti í útvarpinu. Ţegar "Söngur villiandarinnar" var hljómađi kom bróđir minn hlaupandi međ útvarp til mín. Og ég grét međ ţađ sama af vorkunn yfir dapurlegum örlögum villiandarinnar.
Útbreiddasta tónlistarblađ heims, hiđ bandaríska Rolling Stone, var fyrir nokkrum mínútum ađ opinbera val lesenda sinna á sorglegustu söngvum allra tíma. Niđurstađan er ţessi:
1 Tears In Heaven međ Eric Clapton
Tilefni ţessa sönglags er verulega dapurlegt. Fjögurra ára sonur Erics féll út um glugga á 53. hćđ í blokkaríbúđ og lést. Eric tókst á viđ sorgina međ ţví semja ţennan kveđjuóđ til sonar síns. Ţađ hvarflađi ekki ađ Eric ađ lagiđ yrđi ofursmellur sem toppađi vinsćldalista víđa um heim, sem varđ í reynd. Ţetta var ađeins kveđja sem hann varđ ađ koma frá sér og hrópa út í loftiđ. Honum ţykir gott ađ syngja lagiđ. Ţađ er honum "heilun".
2 Hurt međ Nine Inch Nails
Textinn fjallar um ţunglyndi, heróínfíkn söngvarans og sjálfsvígshugsanir. Johnny Cash krákađi (cover song) lagiđ síđar og túlkađi frábćrlega. Gerđi ţađ ađ sínu. Enda ţekkti hann yrkisefniđ ađ eigin raun.
3 Everybody Hurts međ REM
Eins og međ fleiri REM söngva er textinn óljós. Margir túlka hann sem frásögn af ástarsorg. Einkum unglingar ţegar hvolpaást steitir á skeri.
4 Cat´s In The Craddle međ Harry Chapin
5 Something In The Way međ Nirvana
6 He Stoped Loving Her međ George Jones
7 Black međ Pearl Jam
8 Sam Stone međ John Prine
9 Nutshell međ Alice in Chains
10 I´m So Lonesome I Could Cry međ Hank Williams
Ţessi niđurstađa kemur mér ađ sumu leyti á óvart. Til ađ mynda kemst "Seasons In The Sun" međ Terry Jacks ekki á blađ. Sá söngur hefur oft veriđ kallađur sorglegasta sönglag sögunnar. Reyndar án ţess ađ vísađ sé í neitt ţví til stađfestingar. Slúđursögur voru í gangi á sínum tíma um ađ í Bretlandi og í Bandaríkjum Norđur-Ameríku hafi veriđ gripiđ til ráđstafana svo ađ dauđvona fólk á sjúkrahúsum og elliheimilum yrđi ekki vart viđ ţetta sorglega sönglag.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)