Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Bestu jólalögin?

  Vinsælasta tónlistarblað heims,  hið bandaríska Rolling Stone,  leitaði á dögunum til lesenda sinna.  Erindið var að fá þá til að velja bestu jólalög allra tíma.  Viðbrögðin létu ekki á sér standa.  Lesendur brettu upp ermar í hasti og einhentu sér í verkefnið.  Niðurstaðan er áhugaverð þó ekki sé hægt að segja að hún komi verulega á óvart.  Nema kannski vegna þess að öll lögin eru ensk eða bandarísk.  Það er eins og lagahöfundar annarra landi séu algjörlega óhæfir þegar kemur að því að semja og flytja jólalög.

2. The Pogues & Kirsty McColl - 'Fairytale Of New York'

3. Queen - 'Thank God It's Christmas'


4. Mariah Carey - 'All I Want For Christmas Is You'


5. Bruce Springsteen - 'Santa Claus Is Coming to Town'


Falskar nauðgunarkærur

  Mér ofbýður að lesa á fésbók og víðar orðbragð fólks sem sakar 18 ára stúlku um falskæru til að ná sér í auðfenginn pening frá Gilz. Árlega koma inn á borð Stígamóta og systursamtaka þeirra í öðrum landshlutum (Aflið,  Sólstafir) um 350 - 400 nauðgunarmál. Kærðri nauðgun fylgir langt og strangt erfitt ferli fyrir kæranda (og sakborning). Innan við 2% þessara mála enda með sakfellingu. Í sumum tilfellum er sakfellt í héraðsdómi en sýknað í Hæstarétti. Í mörgum tilfellum er kærandi metinn trúverðugur. En gegn neitun stefnda er niðurstaðan skilgreind orð á móti orði. Þó að framburður hans þyki misvísandi, reikull og ótrúverðugur.

  Það eru meiri líkur fyrir stefnanda að vinna i bingói í Vinabæ en að fá pening fyrir kærða nauðgun. Þetta gera kærendur nauðgana sér ljóst. Þeirra afstæða ræðst oftar af því að koma þeim skilaboðum á framfæri að nauðgun sé glæpur og ekkert grín (öfugt við grínpistla um nauðganir).

  Vissulega eru til dæmi um falskærur um nauðgun.  Örfá.  Kannski ein á ári eða svo og jafnan auðhrakin. Þar er yfirleitt um andlega veikar manneskjur að ræða. Er til dæmi um að á Íslandi hafi verið ranglega dæmt fyrir nauðgun? Jú,  hér í athugasemd fyrir neðan er bent á eitt slíkt. Sönnunarbyrði er þannig háttað hérlendis að þetta á að vera nánast útilokað í dag.  Meðal annars vegna þess að núna eru allir dómar fyrirliggjandi á domstolar.is og haestirettur.is.  Þar getum við,  almenningur,  lesið dómsskjöl og ráðið í trúverðugleika þeirra röksemda sem fram koma varðandi sekt eða sýknu.

  Umrætt tilvik varðandi Gilz er á frumstigi. Aðvitað get ég ekkert kveðið upp úr um framhaldið frekar en þið. En kærandi á sama rétt á því og Gilz að vera ekki dæmd(ur) á þessu stigi sem skúrkur, gullgrafari eða annað sem hún hefur verið kölluð.

  Annað: Fullyrt er að meintur nauðgari þurfi ekki að nauðga vegna kvenhylli. Staðreyndin er sú að fæsta nauðgara skortir kynlíf með kærustum eða eiginkonum. Karlar nauðga af öðrum ástæðum: Það er að beygja fólk undir sig. Það á einnig við um barnaníðinga eins og Ólaf Skúlason.

www.stigamot.is

www.aflidak.is

www.solstafir.is


mbl.is Kærir fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu plöturnar 2011

  Nú eru að skella á áramótauppgjör músíkpressunnar yfir bestu plötur ársins 2011.  Það er alltaf kapphlaup um það hjá helstu poppmúsíkblöðum hver ríður á vaðið og birtir fyrst sitt áramótauppgjör.  Enn eru þó plötur að streyma á markað.  Ég óttast að frábær plata Bjarkar,  Biophilia,  sé helst til seint útgefin til að ná flugi.  Alveg eins og plata Skálmaldar,  Baldur,  í fyrra.  Ég var sá eini sem náði að setja hana á minn lista yfir bestu plöturnar vegna góðra tengsla við útgefandann,  færeyska plötufyrirtækið Tutl.  Aðrir voru ekki komnir með þá góðu plötu í hús í tæka tíð fyrir áramótauppgjör.

  Breska músíkblaðið New Musical Express tekur forskot á sæluna með því að leita álits lesenda sinna á bestu plötum ársins 2011.  Lesendur gefa plötunum einkunnir frá 1 upp í 10.  Þetta er niðurstaðan:

PJ Harvey - 'Let England Shake'

1. PJ Harvey - 'Let England Shake'

Einkunn: 10.00

  Ég er alsáttur við að þessi plata sé í 1. sæti.  Aldeilis mögnuð plata.  Verra er með píkupoppið í nokkrum næstu sætum og klisjupopp The Strokes.  Hvað finnst þér?

Anna Calvi - 'Anna Calvi'

2. Anna Calvi - 'Anna Calvi'

Einkunn: 9.00

Beyoncé - '4'

3. Beyoncé - '4'

Einkunn: 8.48

Lady Gaga	- 'Born This Way'

4. Lady Gaga - 'Born This Way'

Einkunn: 8.36

The Strokes - 'Angles'

5. The Strokes - 'Angles'

Einkunn: 8.33

The Streets - 'Computers And Blues'

6. The Streets - 'Computers And Blues'

Einkunn: 8.00

Lykke Li - 'Wounded Rhymes'

7. Lykke Li - 'Wounded Rhymes'

Einkunn: 8.00

White Lies	- 'Ritual'

8. White Lies - 'Ritual'

Einkunn: 7.00

Katy B – ‘On A Mission’

9. Katy B – ‘On A Mission’

Einkunn: 7.00

Elbow - 'Build A Rocket Boys!'

10. Elbow - 'Build A Rocket Boys!'

Einkunn: 6.50

Gorillaz - 'The Fall'

11. Gorillaz - 'The Fall'

Einkunn: 6.00

The Pains Of Being Pure At Heart	- 'Belong'

12. The Pains Of Being Pure At Heart - 'Belong'

Einkunn: 6.00

Acrtic Monkeys - 'Suck It And See'

13. Acrtic Monkeys - 'Suck It And See'

Einkunn: 5.90

Adele - '21'

14. Adele - '21'

Einkunn: 5.61

James Blake - 'James Blake'

15. James Blake - 'James Blake'

Einkunn: 5.50

Frankie And The Heartstrings - 'Hunger'

16. Frankie And The Heartstrings - 'Hunger'

Einkunn: 5.50

Foo Fighters - 'Wasting Light'

17. Foo Fighters - 'Wasting Light'

Einkunn: 5.50

Florence And The Machine - 'Ceremonials'

18. Florence And The Machine - 'Ceremonials'

Einkunn: 5.46

Glasvegas - 'Euphoric///Heartbreak\\\'

19. Glasvegas - 'Euphoric///Heartbreak\\\'

Einkunn: 5.33

Bright Eyes - 'The People's Key'

20. Bright Eyes - 'The People's Key'

Einkunn: 5.00

  Annað breskt músíkblað,  Uncut,  var að birta sitt áramótauppgjör.  Það byggir á niðurstöðu blaðamanna blaðsins.  Það er ekki tilviljun að sama plata er í toppsæti beggja listanna:

35 My Morning Jacket – Circuital
34 Fatoumata Diawara – Fatou
33 Low – C’Mon
32 Gil Scott Heron & Jamie XX – We’re New Here
31 Destroyer – Kaputt
30 Tim Hecker – Ravendeath, 1972
29 Paul Simon – So Beautiful Or So What
28 King Creosote & Jon Hopkins – Diamond Mine
27 Björk – Biophilia
26 The Decemberists – The King Is Dead
25 Bill Callahan – Apocolypse
24 Real Estate – Days
23 Thurston Moore – Demolished Thoughts
22 Gang Gang Dance – Eye Contact
21 James Blake – James Blake
20 Ry Cooder – Pull Up Some Dust And Sit Down
19 Drive-By Truckers – Go-Go Boots
18 Tinariwen – Tassili
17 Feist – Metals
16 Jonathan Wilson – Gentle Spirit
15 Wilco – The Whole Love
14 Kurt Vile – Smoke Ring For My Halo
13 Tom Waits – Bad As Me
12 Fleet Foxes – Helplessness Blues
11 Laura Marling – A Creature I Don’t Know
10 The War On Drugs – Slave Ambient
09 Bon Iver – Bon Iver
08 Wild Beasts – Smother
07 Radiohead – The King Of Limbs
06 The Horrors – Skying
05 Josh T. Pearson – Last Of The Country Gentlemen
04 White Denim – D
03 Metronomy – The English Riviera
02 Gillian Welch – The Harrow & The Harvest
01 PJ Harvey – Let England Shake


Áhugaverð breyting á lista yfir bestu gítarleikarana

  Söluhæsta og áhrifamesta poppmúsíkblað heims,  bandaríska Rolling Stone,  var að setja saman lista yfir bestu gítarleikara sögunnar.  Listinn er að uppistöðu til byggður á niðurstöðu hátt í sextíu helstu gítarleikara,  allt frá Scotty Moore (Elvis Presley) til Tom Morello (Rage Agains the Machine,  Audioslave) og þar á milli ýmsir úr bítlahljómsveitakynslóðinni,  hipparokkinu o.s.frv. 

  Það má alltaf deila um niðurstöðu svona lista.  Í raun er þetta listi yfir bestu fræga engil-saxneska gítarleikara.  En fyrst og fremst er þetta léttur samkvæmisleikur og enginn allsherjar stóridómur.  Rolling Stone hefur áður staðið fyrir gerð svona lista.  Ætli sé ekki hátt í áratugur síðan (gæti verið styttra).  Þeir tveir listar eru ekki samhljóða.  Nema hvað varðar 1.  sætið.  Hins vegar er einmitt eitt það merkilegasta við nýja listann að bera hann saman við þann gamla. 

  Hér er listinn og innan sviga er staða viðkomandi á gamla listanum (rauður litur undirstrikar ef viðkomandi stendur í stað á lista eða hækkar.  Blár ef viðkomandi lækkar á lista): 

 

1   (1)   Jimi Hendrix

  Tom Morello segir Hendrix hafa sprengt upp hugmyndir fólks um það hvernig rokk gæti hljómað.  Gítarleikur hans hafi verið fyrirhafnarlaus.  Það finnist ekki ein einasta mínúta á ferilsskrá hans sem bendi til að hann hafi þurft að reyna á sig.  Það sé eins og allt flæði bara áreynslulaust í gegnum hann.  Hann hafi fléttað óaðfinnanlega saman hljómum,  stökum tónum og söng.

  Svo venjulegur blús í dag.  En algjörletga nýtt og byltingarkennt blúsdæmi 1966.

2   (4)   Eric Clapton
  Gítarhetjur breska blúsrokksins eru á uppleið.  Þeir helstu raða sér nú í sæti 2, 3, 4 og 5 (í stað sæti 4, 9, 10 og 14).  Clapton,  Page og Beck voru allir í The Yardbirds og hafa allir verið með  Goodnight Irene   og fleiri lög eftir Leadbelly á dagskrá sinni. 
  Eddie Van Halen segir:  "Gítarsóló Claptons eru svo söngræn og minnisstæð að ég get raulað þau fyrir þig."
.
.

3   (9)   Jimmy Page  (Led Zeppelin)

  Ég minnist þess ekki að hafa áður séð Blaðsíðuna svona hátt á lista yfir bestu gítarleikarana.  Joe Perry vill taka inn í dæmið hvað Page sé góður hljóðversmaður og ferilsskrá sem session-maður og í Yardbirds og Led Zeppelin.  Hann sé nákvæmur í hljóðblæ (sándi):  Hávær,  hljóðlátur,  mjúkur, hávær aftur...  

4   (10)  Keith Richards  (Rolling Stones)

  Nils Lofgren:  " Ég elska Chuck Berry. En Keith er betri. Ekki tæknilega - það er tilfinningin sem talar við mig.  Það sem Chuck er fyrir Keith er Keith fyrir mér." 

5   (14)   Jeff Beck

6   (3)   B.B. King
.

7   (6)   Chuck Berry

8   (70)  Eddie Van Halen

9   (2)   Duane Allman 

10  (50)  Pete Townshend  (The Who)

11  (21)  George Harrison

  Annar Bítill,  John Lennon,  er í 55. sæti.  George hataði "fössið" (rafsándið) í gítarnum hjá John.  George vildi alltaf mjúkan gítarhljómblæ.   George skar sig dálítið frá öðrum breskum gítarleikurum Bítlakynslóðarinnar um margt annað.  Meðal annars að því leyti að hann var lítið fyrir blús.  Hann var meira á línu Carls Perkins,  annarra rokk og rólara og þjóðlagapoppara (Dylan,  Pete Seeger,  The Byrds...).

 

12  (7)   Stevie Ray Vaughan

13  (-)   Albert King

  Albert King er hástökkvari listans.  Var ekki með á gamla listanum yfir þá 100 bestu en er nú í 13. sæti. 

14  (82)  David Gilmour  (Pink Floyd)

  Hilmar Jónsson gagnrýndi gamla listann yfir bestu gítarleikara harðlega fyrir að þar væri Kurt Cobain ofar en Davið Gilmour.  Endurskoðun á listanum hefur tekið mark á gagnrýni Hilmars.  Davíð hefur hlotið uppreista æru og Kurt settur út í kuldann.   

15  (25)  Freddie King

  Í þessum vangaveltum er mjög áhugavert að skoða hverjir hafa fallið af stalli og út af 19 efstu sætum:

20  (15)  Carlos Santana

31  (8)   Ry Cooder

46  (13)  Jerry Carcia (Grateful Dead)

71  (5)  Robert Johnson

  Ég er afar ósáttur við að Robert Johnson sé dottinn úr 5. sæti niður í það 71.  Það bendir til þess að yngsta kynslóð rokkgítarista sé ekki að hlusta á blús frá fjórða áratug síðustu aldar.

73 (12) Kurt Cobain  (Nirvana)

11  (-)   Kirk Hammett (Metallica)


Skemmtilega óvænt tilviljun og jólagjöfin 2011

  Rannsóknarsetur verslunarinnar er snilldar fyrirbæri.  Toppurinn í starfseminni er svokölluð jólagjafanefnd.  Hún er að sögn Emils B. Karlssonar,  forstöðumanns,  skipuð löggiltu smekkfólki.  Gaman væri að vita hvaða fyrirbæri löggildir smekkmenn.  Það er brýnt að vita það.  Einnig eru í nefndinni tískulöggur,  sem eru þær löggur innan deilda rannsóknarlögreglu,   umferðarlögreglu og fíkniefnalögreglu er gera sér best grein fyrir tísku og eru þessa dagana að reyna að staðsetja næstu tískubylgju:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1205573/

  Löggilta smekkfólkið og tískulöggurnar hafa komið sér saman um að jólagjöfin á Íslandi 2011 sé tölva.  Svokölluð iPad spjaldtölva Apple.  Valið kom forstjóra Epli.is,  umboðsaðila Apple á Íslandi, ánægjulega á óvart.  Sambýliskona hans í jólagjafanefndinni hafði ekkert samráð við hann um valið og hann kemur henni á óvart í staðinn með því að bjóða henni upp á rómantískan kvöldverð til að fagna valinu.  Það eru þessi litlu óvæntu atvik sem krydda tilveruna í skugga bankahrunsins,  sem er víst ekkert bankahrun heldur nett bankafall eða bankaáfall.

  Ódýrasta útgáfan af Apple iPad spjaldtölvunni kostar aðeins 85 þúsund kall.  Sem er innan skekkjumarka á þeirri upphæð sem fólk ver til jólagjafakaupa handa vinum og ættingjum 2011.

  Rök fyrir sjaldtölvu sem jólagjöfinni 2011 er tiltekið að allir noti spjaldtölvu óháð aldri.  Kornabörn í vöggu jafnt sem háaldraðar ömmur og afar. 

  Á einhverjum tímapunkti hef ég sem afi orðið viðskila við hugtakið "allir".  Ég veit ekkert hvað spjaldtölva er, iPad og það allt.  Ég hef aldrei séð jafnaldra mína (nálægt sextugu) eða mér eldri afa og ömmur brúka svona tæki.  Það er ekkert að marka.  Ég er sjóndapur og þekki ekki í sundur farsíma frá sjónvarpsfjarstýringu. 

tölva


mbl.is Spjaldtölva jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi heilsudagar í Krónunni

kók

  Í Fréttablaðinu í dag auglýsir matvöruverslanakeðjan Krónan HEILSUDAGA.  Undir textanum "HEILSUDAGAR í Krónunni" er skemmtileg teikning af málbandi sem rúllast utan um hjarta.  Þar fyrir ofan er ljósmynd af fjórum 2ja lítra Coca-Cola flöskum og útlendum jóladagatölum.  Undir myndunum stendur:  "Með kaupum á 4x2L af Coke kippu fylgir jóladagatal að eigin vali á meðan birgðir endast."

  Það er nýlunda á þessari öld að Coca-Cola sé á þennan hátt tengt heilsudögum.  Þegar betur er að gáð er líkast til lagt út frá því að jóladagatölin innihaldi ekki sykrað sælgæti,  eins og oft vill verða. 

  Í auglýsingunni er einnig vakin athygli á ágætu verði á Mackintosh.  Mér skilst að það sé sér íslenskt uppátæki að sælgætið Quality Street sé kallað Mackintosh.  Alveg eins og það var sér íslenskt uppátæki að kalla kaffibæti Export.  Í tilfelli kaffibætisins er sagan víst á þá leið að SÍS hóf innflutning á kaffibæti.  Þegar fyrsta sending skilaði sér í hús voru vörubrettin merkt í bak og fyrir merkingunni "EXPORT",  sem þýðir "Til útflutnings".  Á þeim árum kunnu fáir Íslendingar ensku og héldu að kaffibætirinn héti Export. 

kók fyrir börnin


Af hverju er metið léttvægara brot gegn barnungum dreng en fullorðinni konu?

erling_ke_a.jpg 

 

 

 

 

  Fyrir hálfum öðrum mánuði var leigubílstóri dæmdur í 18 mánaða fangelsi ÓSKILORÐSBUNDIÐ.  Hann verður því að afplána refsing sína á bak við fangelsisrimla í það minnsta tólf mánuði af dómnum.  Það er að segja ef hann hagar sér vel í fangelsinu og verður ljúfur sem lamb.  Leigubílstjórinn var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 700 þúsund krónur.

  Brot mannsins var eftirfarandi:  Hann sá til fullorðinnar konu kasta af sér vatni í miðbæ Reykjavíkur.  Leigubílstjórinn hljóp að konunni og rak fingur í endaþarm hennar.  Konan hrökk undan manninum og spurði hvað væri í gangi.  Hann hljóp hlæjandi í burtu án þess að svara.  Hann hljóp hlæjandi eins hratt og fætur toguðu að Reykjavíkurtjörn og inn Pósthússtræti.

  Dómurinn yfir manninum var sanngjarn.  Hann fær að hugsa ráð sitt í fangelsi og átta sig á að framkoma hans var kynferðisglæpur en ekki grín og léttur mórall.  Með því að manninum er gert að greiða konunni skaðabætur fær konan skýr skilaboð um að það hafi verið rétt af henni að kæra manninn og að hann hafi sannarlega brotið á henni.  Það skal undirstrikað að hér er ekki verið að hnýta í dóminn yfir leigubílstjóranum. 

  Það er umhugsunarvert að bera þennan dóm saman við nýfallinn dóm þar sem putta var troðið í endaþarm á dreng.  Dreng á barnsaldri.  Ekki einu sinni heldur oftar.  Það var níðst á honum á fleiri vegu.  Og af fleiri en einum perra.  Honum var haldið af einum á meðan annar djöflaðist í honum.  Oftar en einu sinni.  Berum kynfærum var otað að andliti hans.  Það var reynt að neyða hann til að horfa á klámmynd í sjónvarpi.  Hann upplifði sig í lífshættu þegar honum var hallað fyrir borð og neyddur til að segja að níðingurinn væri bestur - annars yrði honum hent fyrir borð.  Honum var hótað nauðgun.  Hann bjó við þetta ofbeldi í tíu daga,  fastur um borð með barnaníðingunum.  Þar var enginn til að verja hann.  Perrarnir voru fjórir sem skiptust á níðast á honum,  ýmist sitt í hverju lagi eða tveir og tveir í senn.

  Héraðsdómur Reykjaness mat ofbeldi fjórmenninganna gegn drengnum ólíkt mildilegra en Héraðsdómur Reykjavíkur mat ofbeldi leigubílstjórans gegn fullorðnu konunni.  Fjórmenningaklíkan þarf ekki að gjalda fyrir níð sitt gegn drengnum með því að fara í fangelsi.  Hún þarf ekki að greiða drengnum skaðabætur.

  Hvers vegna er þessi hrópandi munur á dómi yfir leigubílstjóra sem setti putta í endaþarm fullorðinnar konu annarsvegar og hinsvegar mönnum sem settu putta í endaþarm drengs ásamt því að beita hann margvíslegu öðru níði?  

  Er það kynferði fórnarlambsins?  Aldur fórnarlambsins?  Eða munur á dómurum Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur?

  Í fljótu bragði verður ekki séð annað en refsing barnaníðinganna ætti að vera töluvert þyngri en réttlátur dómur yfir leigubílstjóranum.  Það er að segja:  Brot barnaníðinganna var víðtækara og grófara.

  Annað:  Það er ósmekklegt af Pressunni að uppnefna í fréttum fórnarlamb barnaníðinganna "pungaða drenginn".   

   


Refsilaust barnaníð

  Dómurinn yfir sjómönnunum sem níddust á barni í tíu daga sjóferð skilur eftir ótal spurningar.  Það er ljóst að þeir fjórir barnaníðingar sem voru ákærðir eru svo brenglaðir og hættulegir að börnum stafar mikil ógn af þeim.  Þeir mega alls ekki vera inni á heimili þar sem börn eru.  Áreiðanlega eru þetta ekki fjölskyldumenn.
.
  Lýsingar á hrottaskap þeirra á barninu eru skelfilegar.  Og ekki síður afstaða pervertanna til framkomu sinnar.  Þeir fullyrða meðal annars hver um annan þveran að kynferðisleg áreitni gagnvart barni sé ekki refsiverð.  Reyndar hafa þeir að nokkru leyti rétt fyrir sér,  sé mið tekið af dómi héraðsdóms Reykjaness.  Þar er níðingunum sagt að ef þeir hagi sér vel í nokkrar vikur þá sé þetta allt í lagi.  Þeir þurfi hvorki að taka út refsingu í fangelsi né greiða fórnarlambi sínu skaðabætur.
  Perrarnir vísa ábyrgð frá sér yfir á föður barnsins.  Hann hefði átt að grípa í taumana ef það var ekki í lagi að níðast á barninu. 
  Vissulega brást faðirinn í því hlutverki að vernda barn sitt.  Hann óttaðist að missa vinnuna þar sem forsprakkarnir í barnaníðinu voru annars vegar besti vinur skipstjórans og hinsvegar náfrændi skipstjórans.  Níðingsverk óþokkanna eru í engu saklausari þó faðirinn hafi ekki hindrað þau.  Þvert á móti.  Barnið var ennþá varnarlausara og örvæntingarfyllra fyrir bragðið.
.
  Vesældómur pervertanna er þeim mun svívirðilegri sem þeir voru tveir og tveir saman að níðast á barninu í grófustu kynferðisbrotunum. Og bíta höfuðið af skömminni með því að kalla níðið "væga busun".  Hverjar eru hugmyndir perranna um aðrar útfærslur á busun - fyrst þeir kalla barnaníð væga útgáfu?
  .
  Barnaníðingunum ber saman um að mórallinn um borð hafi verið fínn og léttur.  Þar hafi þeir stöðugt verið að atast í rassinum hver á öðrum og riðlast hver á öðrum "eins og gangi og gerist á sjó".  Mórallinn hafi verið góður og grófur á þennan hátt "eins og alltaf um borð í skipum".   
  Á fésbók og víðar hafa sjómenn mótmælt háttalagi perranna.  Sjómenn almennt kannast ekki við þessa gengdarlausu ásókn í rassinn á skipsfélögum og þörf fyrir að hjakkast endalaust á þeim. 
.
  Hvernig ætli skipstjórinn hafi tekið á þessu?  Er hann sáttur?  Eru barnaníðingarnir ennþá í vinnu hjá honum?
  Hvað með útgerðina? 
.
  Það er aðdáunarvert að drengurinn skuli hafa kært pervertana.  Hann stendur með sjálfum sér,  fer gegn óréttlæti og er mikið í mun um að sér sé trúað.  Hann er hetja.
 .

mbl.is Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvor lýgur?

eyvindurhannesHó+berlusconi

  Maður er nefndur Eyvindur Pétur Eiríksson.  Hann er viðurkenndur og verðlaunaður afburðar rithöfundur,  Cand. mag. í íslenskri málfræði og hefur gengt lektorsstöðu við Háskólann í Helsingfors í Finnlandi og Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku.  Bara svo fátt eitt sé upp talið. 
  Víkur þá sögunni að Hannes Hólmsteini Gissurarsyni.  Hann sendi frá sér frekar nýja bók á dögunum,  Íslenskir kommúnistar.  Nemandi hans,  Frosti Logason,  mætti með eintak af bókinni í sinn frábæra útvarpsþátt,  Harmageddon,  á X-inu.  Erpur megasnillingur (Blaz Roca),  sonur Eyvindar,  mætti í þáttinn.  Hann fletti upp í bókinni og sá að þar var föður síns getið að góðu einu.  Hann hefði stundað langt og strangt nám í leikstjórn í Moskvu. 
  Erpur fullyrti að þarna væri rangt með farið.  Faðir sinn hefði aldrei lært leikstjórn.  Þar fyrir utan hefði hann aldrei stundað nám í Moskvu. 
  Frosti varði kennara sinn fimlega og treysti vönduðum vinnubrögðum fræðimannsins.  Úr þessu varð hið fjörlegasta spjall, eins og svo oft í útvarpsþættinum bráðskemmtilega Harmageddon.
.
  Í dag fengu þeir Frosti og Máni Pétursson sjálfan Eyvind Eiríksson í Harmageddon.  Eyvindur hafði lúmskt gaman af.  Hann er húmoristi og sá enga ástæðu til að fara fram á að Hannes leiðrétti meinta rangfærsluna.  Hið rétta væri að hann,  Eyvindur,  hefði aldrei lært leikstjórn né sest á skólabekk í Moskvu.  Hans námsferill hefði að uppistöðu til farið fram í Menntaskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands, þar sem hann tók m.a. B.A. próf í dönsku og ensku.
.
  Eyvindur kannaðist við að hafa farið til Sovétríkjanna sem blaðamaður 1965 og - að mig minnir - varið tveimur dögum í Moskvu.  
  Sé þetta rétt hjá Eyvindi má segja að skekkjumörkin séu ekki veruleg hjá Hannesi,  svona miðað við sagnfræðilegar bækur af þessu tagi.  Engu að síður stendur þarna orð gegn orði.  Hannes heldur einu fram í sinni bók og Eyvindur heldur öðru fram.  Annar hvor þeirra fer með rangt mál.
.
  Ég þekki Eyvind sem afskaplega vandaðan, heiðarlegan og sannsöglan mann.  Já,  og skemmtilegan.  Hann er Vestfjarðagoði.  Það telur.
  Hannes þekki ég ekki.  En lýsing Frosta á honum er svipuð lýsingu minni á Eyvindi.  Nema að Hannes er ekki Vestfjarðagoði.
  Eftir stendur spurningin:  Hvor hallar réttu máli? 

Eivör með rosalega spennandi dæmi

   Stóra fréttin í dönsku músíkpressunni í dag er nýjasta skref á tónlistarferli Eivarar.  Hún hefur stofnað dúett með finnska kontrabassaleikaranum Ginman (búsettur í Danmörku).

  Dúettinn kallast EIVÖR & GINMAN After Dark. 
  Þó að þetta sé dúett þá er samt um fullskipaða hljómsveit að ræða með trommuleikara,  hljómborðsleikara og blásara.  Hljóðfæraleikararnir eru hátt skrifaðir í dönsku djasssenunni.
.
  Ginman er stórt nafn í þeirri senu.  Hann hefur spilað með heimsþekktum nöfnum á borð við Randy Brecker,  Clark Terry,  Scott Hamilton og Lee Konitz.  Hann hefur unnið með flestum stærstu dönsku djassnöfnunum og unnið til fjölda verðlauna.  Dúett hans og söngvara rokkhljómsveitarinnar Sort Sol,  Jörgensen,  hlaut á sínum tíma margar tilnefningar til Grammy verðlauna og landaði tvennum.  Bandaríska gítarhetjan (frumherji þvergripa) Link Wray spilaði um tíma með Sort Sol.  Sú hljómsveit var upphaflega pönksveit en þróaðist yfir í nýbylgjudeildina (new wave).
.
  Ginman hefur meðal spilað inn á plötur með Sigurði Flosasyni.
  Ginman er á sextugsaldri.  Hann samdi tónlistina í söngleiknum Snædrottningunni og hefur samið músík fyrir allskonar sjónvarpsþætti, kvikmyndir og þess háttar.
.
  Tónlist Eivarar og Ginmans er órafmagnaður dökkur nútímadjass og spuni.  Gríðarlegur spenningur er í Danmörku fyrir samstarfi þeirra.  Í febrúar á næsta ári leggjast þau í hljómleikaferð undir yfirskrftinni Vetrardjass:
.
8. feb. Aalborg, Huset
9. feb. Aarhus, Musikhuset, Lille Sal
10. feb. Sønderborghus
11. feb. Vanløse, Kulturstationen Vanløse
15. feb. Óðinsvé, Dexter
16. feb. Kaupmannahöfn, Koncerthuset, Studie 2
.
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband