Færsluflokkur: Fjölmiðlar
1.4.2015 | 20:55
Illa farið með gott fólk
Kunningjakona mín hringdi og sagði farir sínar ekki sléttar. Í sakleysi sínu lagði hún við hlustir þegar þátturinn "Víðsjá" hófst á Rás 1 klukkan fimm, núna áðan. Þar kom fram að breski bítillinn Paul McCartney væri á leið til Íslands. Hann muni halda hljómleika í Hörpu 16. júní. Aðeins 1509 miðar í boði. Forsala væri í Hörpu klukkan sex í kvöld. Eða svo heyrðist konunni.
Þannig vildi til að konan hefur verið í vandræðum með að finna brúðkaupsgjöf handa vinafólki sínu. Það á alla helstu hluti sem gott heimili þarf og prýðir. Þarna var komin sniðug brúðkaupsgjöf.
Vegna heilsuleysis átti konan ekki heimangengt. Hún hringdi í hjónin, tilkynnti gjöfina en bað þau um að skottast eftir miðunum sjálf og hún myndi borga miðaverðið eftir páska. Þessu var tekið fagnandi. Hjónin brunuðu í Hörpu. Þar var þeim tjáð að miðasölunni hafi verið lokað klukkan sex. Þau sökuðu konuna um að hafa tekið vitlaust eftir með tímasetningu miðasölunnar. Þau höfðu haft mikið fyrir því að endasendast í Hörpu. Meðal annars kostaði það eitthvert vesen varðandi barnagæslu.
Erindi konunnar þegar hún hringdi í mig var að biðja mig um að panta fyrir sig miðana á midi.is um leið og sala hefst á morgun (hún er ekki með tölvu). Ég upplýsti konuna um að það væri 1. apríl. Hún fékk áfall. Eins hrekklaus og hún er þá veit hún núna ekki sitt rjúkandi ráð. Hún skammast sín niður í tær fyrir að hafa látið hjónin hlaupa 1. apríl. Óttast að þau gruni hana um græsku vegna þess að hún átti vingott við manninn áður en hann byrjaði með sinni núverandi.
Hér má heyra gabbið á Rás 1: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/vidsja/20150401
Vildi ekki Friðrik Dór og fórnuðu úlfalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 2.4.2015 kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2015 | 19:47
Bestu lög Bítlanna
Lög og plötur Bítlanna hafa í meira en hálfa öld trónað í efstu sætum á listum yfir bestu lög og bestu plötur poppsögunnar. Þetta eru ekki alltaf nákvæmlega sömu lögin eða sömu plöturnar. Það er svo merkilegt.
Breska poppblaðið NME snéri sér til margra helstu lagasmiði rokksins í leit að bestu lögum Bítlanna. Til að mynda liðsmenn íslensk-ensku rokksveitarinnar Vaccines, Arctik Monkeys, Oasis, Beach Boys, The Who, Muse, Foo Fighters, Smiths og allskonar. Niðurstaðan varð þessi:
1. Strawberry Fields Forever
Höfundur: John Lennon
2. A Day In The Life
Höfundar: John Lennon (að mestu) og Paul McCartney (millikaflinn á mín 2:08 á eftir sólókaflanum)
3. I Want To Hold Your Hand
Höfundar: John Lennon og Paul McCartney. Eitt af mörgum lögum á fyrri hluta ferils Bítlanna þar sem John og Paul sömdu lögin saman nótu fyrir nótu.
4. Here Comes The Sun
Höfundur: George Harrison.
5. Blackbird
Höfundur: Paul McCartney
6. Tomorrow Never Knows
Höfundur: John Lennon
7. Across The Universe
Höfundur: John Lennon
8. While My Guitar Gentle Weeps
Höfundur: George Harrison. Það er góð og réttmæt niðurstaða að Harrison eigi tvö lög á listanum yfir 10 bestu lög Bítlanna - þrátt fyrir að hann hafi eigi afar fá lög á plöturm Bítlanna.
9. I Am The Walrus
Höfundur: John Lennon
10. Hey Jude
Höfundur: Paul McCartney
Fjölmiðlar | Breytt 19.3.2016 kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
10.3.2015 | 09:47
Kolbrenglaður og villandi fréttaflutningur
Hversu marktækur væri vinsældalisti sem byggði á útgáfu laga af plötum frá aðeins þremur handvöldum útgáfufyrirtækjum? Hversu áreiðanlegur væri metsölulisti bóka ef hann mældi einungis sölu frá þremur handvöldum bókaútgefendum? Ólíklegt er að nokkur alvöru fjölmiðill myndi taka þannig lista hátíðlega. Hvað þá að leggja út af þeim í fréttaflutningi.
Þannig er því samt varið varðandi útvarpshlustun. Capacent mælir hlustun á útvarpsstöðvar þriggja fyrirtækja. Þau eru Ríkisútvarpið, 365 og Síminn. Fyrir helgi birtist í Morgunblaðrinu stór og ítarleg frétt eða fréttaskýring um útvarpshlustun. Hún byggði alfarið á þessari meingölluðu mælingu Capacent - gagnrýnislaust. Af textanum mátti ráða að íslenski útvarpsmarkaðurinn spanni einungis stöðvar fyrirtækjanna þriggja.
Inn í mælingu Capacent vantar á annan tug útvarpsstöðva. Þar á meðal útvarpsstöð sem í marktækri könnun MMR mælist ein þriggja vinsælustu útvarpsstöðva landsins. Hér á ég vitaskuld við Útvarp Sögu. Hlustun á Útvarp Sögu, Bylgjuna og Rás 2 er langt yfir árangur annarra útvarpsstöðva. Þess vegna er ósvífin fölsun að undanskilja Útvarp Sögu í umfjöllun um útvarpshlustun. Og í raun gróf lygi að bera á borð að Rás 1 sé þriðja vinsælasta útvarpsstöðin. Þó að margt sé þar ágætt á dagskrá þá eiga dagblöð ekki að ljúga. Það er ljótt.
Ekki tengdur og aðsóknin hrundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bandaríska hljómsveitin Flaming Lips er ein sú stærsta í alt-rokkdeildinni (framsækið rokk). Hún hefur margoft verið nefnd til Grammy-verðlauna og iðulega landað verðlaunagripunum. Hún hefur tvívegis haldið hljómleika á Íslandi fyrir troðfullu húsi.
Í breska tónlistarblaðsins Music Radar opinberar aðalkallinn í Flaming Lips, Wayne Coyne, lista yfir plöturnar sem breyttu lífi hans. Plöturnar í 1. og 2. sæti koma ekki á óvart. Hinsvegar vekur platan í 3. sætinu verðskuldaða athygli.
1. Strawberry Fields Forever smáskífan með Bítlunum
2. Hvíta albúmið með Bítlunum
3. Debut með Björk
Listann í heild má sjá hér
Fjölmiðlar | Breytt 18.1.2016 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2015 | 19:46
Girnilegasti áfangastaðurinn 2015
Ég var að kanna með hótelgistingu í Þórshöfn í Færeyjum. Ætlaði að kíkja þangað seinni partinn í apríl. Í ljós kom að allt gistirými í Þórshöfn er uppbókað. Við nánari athugun reyndist allt gistirými í Færeyjum vera uppbókað. 6000 gistirými!
Hugsanlega má rekja þetta til þess að fjöldi stærstu fjölmiðla heims valdi um áramótin Færeyjar girnilegasta eða einn girnilegasta áfangastaðinn 2015. Þ.á.m. New York Times, The Gardian, CNN, CBS og National Geographic.
Einnig má ætla að inn í þetta spili glæsilegur sólmyrkvi í Færeyjum 20. mars. Það skiptir samt ekki öllu máli. Ég athugaði einnig með hótelgistingu í Þórshöfn í lok júlí. Allt gistirými er uppbókað líka þá. Þvílíkur ferðamannastraumur til Færeyja í ár!
Völdu Ísland áfangastað ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 26.1.2015 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.1.2015 | 22:16
Bar á Laugaveginum kemur til móts við erlenda ferðamenn
Enskumælandi túrhestar á Íslandi láta jafnan verða sitt fyrsta verk að leita uppi eintak af Fréttablaðinu. Þeir lesa það í bak og fyrir en skilja ekki neitt. Vitaskuld vekur það þeim undrun. Þeir trúa vart sínum eigin augum. Þess vegna endurtaka þeir leikinn á hverjum degi á meðan á Íslandsdvölinni stendur.
Nú hefur pöbb á Laugaveginum komið til móts við vesalingana. Hann kallast Lebowski Bar (sennilega í höfuðið á ágætri bíómynd, The big Lebowski). Í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá staðnum. Yfirskriftin er menu (sem þýðir matseðill). Þar eru taldar upp 9 gerðir af heitum samlokum kenndum við þýsku hafnarborgina Hamborg; svo og kjúklingavængir. Réttunum og meðlæti er lýst á íslensku. Það sem skiptir öllu máli fyrir enskumælandi túrhesta er að efst í hægra horninu stendur skýrum stöfum: OPEN FROM 11 AM EVERY DAY.
Úlendingarnar eru engu nær um matseðilinn. Þeir vita ekkert hvað er verið að auglýsa. En það kemur sér vel fyrir þá að vita að staðurinn opni fyrir hádegi.
Samlokan á myndinni er ekki frá Lebowski heldur McDonalds. Það er dapulegt hrun samdrátturinn þar á bæ á síðasta ári. Út um allan heim og ekki síst í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Fjölmiðlar | Breytt 13.1.2015 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2015 | 18:14
Heimspressan heldur áfram að mæla með Færeyjum
Í nóvember upplýsti ég undanbragðalaust á þessum vettvangi að lesendur stórblaðsins National Geographic hafi valið Færeyjar sem mest spennandi áfangastað ársins 2015. Um það má lesa hér .
Mánuði síðar sagði ég frá því bandaríska sjónvarpsstöðin CNN valdi Færeyjar sem einn af 10 girnilegustu áfangastöðum ársins 2015. Um það má lesa hér .
Í millitíðinni greindi ég frá nýútkominni bók, The White Guide Nordic. Hún inniheldur vel rökstuddan lista yfir bestu veitingastaði á Norðurlöndunum. Þar ofarlega trónir færeyski veitingastaðurinn Koks. Nokkru neðar er annar færeyskur veitingastaður, Barbara. Um þetta má lesa hér .
Nú var bandaríska stórblaðið New York Times að bætast í hóp þeirra sem mæra Færeyjar. Þar eru Færeyjar númer 9 yfir helstu áfangastaði ársins 2015. Einmitt vegna framúrskarandi veitingastaða. Fyrir utan Koks og Barböru tiltekur New York Times Áarstovuna (franska línan úr færeysku hráefni) og Etika (sushi), ásamt færeyskum bjór.
Þannig er topp 10 listi New York Times:
1 Mílan á Ítalíu
2 Kúba
3 Fíladelfía
4 Yellowstone National Park
5 Elqui Valley í Chile
6 Singapore
7 Durban í Suður-Afríku
8 Bólivía
9 Færeyjar
10 Makedónía
Til viðbótar þessu hefur ólyginn sagt mér að bæði breska dagblaðið The Gardian og bandaríska sjónvarpsstöðin CBS séu búin að mæla með Færeyjum sem áfangastað 2015.
Fjölmiðlar | Breytt 12.1.2015 kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2015 | 21:27
Bestu íslensku plöturnar 2014
Vegna fjarveru frá tölvu yfir jól og áramót hef ég ekki skilað áramótauppgjöri varðandi bestu plöturnar 2014. Inn í það spilar að þetta er fyrsta árið til áratuga þar sem enginn fjölmiðill leitaði eftir áramótauppgjöri mínu. Þess vegna var ekkert sem "hastaði". Hinsvegar hafa einstaklingar verið að spyrja mig að því hver sé besta plata ársins 2014. Svarið er Ótta með Sólstöfum.
Fast á hennar hæla er Skálmaldarplatan Með vættum
Síðan hver á fætur annarri: Prins Póló - Sorry (Samt er Paradís Norðursins ekki á plötunni).
Ein allra merkilegasta platan 2014 er Árleysi árs og alda. Þetta er spikfeit safnplata; 21 lag við mögnuð kvæði Bjarka Karlssonar. Flytjendur eru allt frá Skálmöld og Vinum Dóra til Erps Blaz Roca, Megasar og Steindórs Andersen. Að ógleymdum allsherjargoðanum Hilmari Erni Hilmarssyni. Þungarokk, blús, rapp, kvæðasöngur... Pakkinn inniheldur m.a. margverðlaunaða metsölu ljóðabók Bjarka, Árleysi alda. 68 bls. bókin er skreytt snilldar teikningum Matthildar Árnadóttur. Hún er 14 ára en var 13 ára þegar hún afgreiddi þær.
Dimma - Vélráð
Gæðablóð - Með söng í hjarta
Gísli Þór Ólafsson - Ýlfur
Fjölmiðlar | Breytt 10.1.2015 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2014 | 19:15
Kynlífsklúbburinn
Áskrifendur málgagns LÍÚ, Morgunblaðsins, eru sjálfkrafa skráðir í félagsskap, klúbb sem kallast Moggaklúbbur. Nafn klúbbsins hefur vakið gríðarlega mikla athygli Færeyinga. Sama hvort er Færeyinga staðsetta á Íslandi og fletta Mogganum hér eða Færeyinga sem fletta Mogganum í Norræna húsinu í Færeyjum eða í blaðsölunni í færeysku Kringlunni, SMS í Þórshöfn. Færeyingar hafa spurt mig að því hvort að Morgunblaðið reki "swing" klúbb meðal áskrifenda sinna. Eða út á hvað þessi klámklúbbur gangi eiginlega.
Færeyska orðið yfir kynlíf er mogga.
____________________________
Takið endilega þátt í vali á jólalagi ársins 2014. http://http://www.ruv.is//content/jolalagakeppni-rasar-2//content/jolalagakeppni-rasar-2 Jólalag Daðlanna er þvílíkt lang flottast:
Swingið án efa frétt ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2014 | 01:28
Girnilegasti áfangastaðurinn 2015
Fyrir mánuði síðan skýrði ég samviskusamlega á þessum vettvangi frá niðurstöðu tímaritsins National Geographic yfir mest spennandi áfangastaði ferðamanna næsta árs, 2015. Ritið er gefið út á 40 tungumálum í næstum 7 milljónum eintaka. Í stuttu máli er niðurstaða sú National Geographic að Færeyjar séu mest spennandi áfangastaðurinn 2015. Nánar má lesa um þetta HÉR . Það er alveg klárt að þetta skilar ferðamannasprengju til Færeyja á komandi ári.
Nú var bandaríska sjónvarpsstöðin CNN að birta lista sinn yfir 10 girnilegustu áfangastaði 2015. Einn af þeim er Færeyjar. Meðal þess sem CNN færir máli sínu til rökstuðnings er að 20. mars verði fullkominn sólarmyrkvi í Færeyjum.
Það er ekkert smá auglýsing fyrir Færeyjar að fá þessi meðmæli í þessum þungavigtarfjölmiðlum á heimsvísu. Í fyrra vissi heimsbyggðin varla af tilvist Færeyja. Svo dró misheppnað áróðursátak bandarísku hryðjuverkasamtakanna Sea Shepherd, Grindstop 2014, athygli heimsbyggðarinnar að Færeyjum. Með þessum árangri. Nú eru Færeyjar heldur betur í sviðsljósi alþjóðasamfélagsins.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)