Mest spennandi áfangastaðurinn 2015

  faroe-islands

 
 Túristar í ár vita alveg upp á hár hvert skal næst halda.  Þess vegna efndi útlend tímarit til könnunar á því hvert eigi að ferðast 2015.  Ritið er gefið út á 40 tungumálum í samtals 6,8 milljón eintökum.  Til viðbótar eru netsíður tímaritsins lesnar spjaldanna á milli.

  Ritið heitir National Geographic. Lesendur sammæltust um að Færeyjar verði áfangastaðurinn 2015.

  Hvað veldur því að útlendingar hafa uppgötvað ævintýraeyjurnar Færeyjar?  Fyrir nokkrum árum vissu útlendingar ekki af tilvist eyjanna. Ekki einu sinni Íslendingar vildu neitt af Færeyjum vita.  

  Síðan hefur tvennt gerst:  Annarsvegar hefur færeyskt tónlistarfólk farið í víking um heiminn með glæsilegum árangri:  Eivör,  Týr,  Teitur,  Högni Lisberg,  200,  Hamferð,  Lena Andersen,  Evi Tausen og fleiri hafa farið mikinn á útlendum vinsældalistum og rakað til sín tónlistarverðlaunum og öðrum viðurkenningu.  Þessum árangri hefur fylgt mikil og góð landkynning í ótal fjölmiðlum.

  Hinsvegar reyndist barátta bandarísku hryðjuverkasamtakanna Sea Shepherd gegn hvalveiðum Færeyinga í sumar vera öflugur hvalreki fyrir færeyskan ferðamannaiðnað.  Samtals stóðu 500 SS-liðar vaktina í Færeyjum í 4 mánuði í sumar. Þeir komu frá ýmsum löndum og voru duglegir við að lýsa á samskiptamiðlum (Facebook, twitter...) daglegu lífi sínu í Færeyjum með tilheyrandi ljósmyndum af vettvangi. Sumt af þessu fólki er heimsfrægt,  svo sem Pamela Anderson.  Myndir af Færeyjum birtust í helstu fjölmiðlum heims.  Að auki fylgdust milljónir manna með heimasíðum SS.  Þar voru stöðugt birtar nýjar fréttir af Færeyjum. 99% af útlendingum sem fréttu af Færeyjum í gegnum SS vissi ekki af tilvist Færeyja áður.  

 Það var ekki ætlun SS með átakinu Grindstop 2014 að stimpla Færeyjar inn sem heitasta áfangastað ársins 2015.  En sú hefur orðið raunin. Heldur betur.  Það er skollin á sprengja í túrisma til Færeyja.     

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þegar fjallað er um Færeyjar er oft fjallað um Kirkjubæ. Samanber Andir á Færeyjarflandri. En aldrei hef ég heyrt þess getið að systir afa míns Guðný Eiríksdóttir frá Karlsskála við Reyðarfjörð giftist Patursson frá Kirkjubæ.

Sigurður I B Guðmundsson, 22.11.2014 kl. 22:10

2 identicon

laughing

alger snilld! 

agust hrobjartur runarsson (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 01:05

3 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I B,  þessu skal ég halda til haga næst þegar Kirkjubær berst í tal!

Jens Guð, 23.11.2014 kl. 13:51

4 Smámynd: Jens Guð

  Ágúst,  svo sannarlega!

Jens Guð, 23.11.2014 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.