Fćrsluflokkur: Menning og listir
8.12.2016 | 10:37
Jólaskip
Sinn er siđur í landi hverju. Ţađ kemur glöggt í ljós varđandi siđi tengdum sólrisuhátíđinni jólum, hátíđ ljóss og friđar. Jólasveinar leika stórt hlutverk ásamt ljósaskreytingum. Íslendingar búa svo vel ađ eiga ţrettán nafnkennda jólasveina, svo og ófrýnilega foreldra ţeirra, Grýlu og Leppalúđa. Jólakötturinn er á hröđu undanhaldi. Kannski blessunarlega. Skepna sem étur börn er óvelkomin.
Erlendis er jólasveinninn iđulega skilgreindur međ ákveđnum greini. Hann er einn. Hann er jólasveinninn. Oft nýtur hann liđsinni hjálpsamra jólaálfa, svokallađra nissa. Ţeir setja til ađ mynda glađning í skóinn.
Ţađ skrýtna er ađ ţrátt fyrir ađ jólasveinninn í útlandinu sé ađeins einn ţá má engu ađ síđur rekast á fjölda slíkra sveina samankomna á einum stađ. Ţađ er ruglingslegt. Eđa hvađ? Skemmtilegt, jú.
Ţannig er ţađ í Fćreyjum. Einn jólasveinn og margir nissar. Líka samt margir jólasveinar. Um og upp undir miđjan desember sigla ljósum prýddir bátar í höfn í ţorpum. Um borđ eru margir kátir jólasveinar. Ţeir gleđja börnin međ söng og og leik og nammi. Ţetta mćttu íslenskir jólasveinar taka upp.
Geislaskreytingar fćrast í aukana | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
7.12.2016 | 11:18
Vinyllinn slćr í gegn
Geisladiskurinn kom á markađ á níunda áratugnum. Hann náđi eldsnöggt ađ leggja undir sig plötumarkađinn. Vinylplatan hrökklađist út í horn og lyppađist ţar niđur. Einnig kassettan. Framan af ţráuđust ráđamenn í tónlistariđnađinum í Bandaríkjum Norđur-Ameríku viđ. Neituđu ađ taka ţátt í geisladisksvćđingunni. Rökin voru ágćt. Ótti viđ ađ sala á tónlist myndi hrynja viđ innkomu disksins.
Annarsvegar vegna ţess ađ tilfinningin fyrir ţví ađ halda á geisladisk vćri lítilfjörleg í samanburđi viđ ađ halda á 12" vinylplötu. Geisladiskurinn er ađeins fjórđungur af stćrđ vinylplötunnar. Textinn hálf ólćsilega smár. Myndefni rćfilslega smátt.
Hinsvegar var og er hljómplatan vinsćl gjafavara. Vinylplatan var og er í veglegri stćrđ. Myndarlegur pakki. Til samanburđar er geisladiskurinn aumari en flest annađ. Minni en bók til dćmis ađ taka. Disknum er trođiđ í vasa.
Ţegar Kaninn gafst upp fyrir ţrýstingi - seint og síđar meir - og hleypti disknum inn á markađinn ţá brá hann á snjallt ráđ: Pakkađi disknum inn í glćsilegan og myndskreyttan pappahólk af sömu hćđ og umslag vinylplötu og ţrefalt ţykkri. Ţetta virkađi. En fjarađi út hćgt og bítandi. Markađurinn vandist disknum og pappahólkurinn var einnota.
Međ tilkomu tónlistar á netinu, USB-lykilsins, niđurhals og allskonar hefur diskurinn hopađ hrađar en Grćnlandsjökull. Á sama tíma hefur vinyllinn sótt í sig veđriđ. Ástríđufullir tónlistarunnendur upplifa gömlu góđu tilfinninguna viđ ađ handleika 12" hlunkinn; vanda sig viđ ađ setja grammafónnálina niđur á réttan stađ á plötunni; skynja plötuna í ađgreindri hliđ 1 og hliđ 2; standa upp og snúa plötunni viđ. Ţađ er alvöru skemmtun.
Nú er svo komiđ ađ á Bretlandi er sala á vinyl orđin stćrri en niđurhal tónlistar. Hvergi sér fyrir enda á ţeirri ţróun. Vinylplötuspilarar seljast eins og heitar lummur. Plötubúđir eru aftur orđnar ađ gömlu góđu hljómplötubúđunum.
Vínyll vinsćll í Bretlandi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2016 | 23:33
Hugmyndafrćđi pönksins
Pönkbyltingin á seinni hluta áttunda áratugarins var uppreisn gegn ráđandi öflum í dćgurlagaiđnađinum: Plöturisunum, umbođsmönnum sem stýrđu dćminu, stóru prog-hljómsveitunum, ţreytta hippaliđinu međ löngu gítarsólóin, taktskiptingar og svo framvegis. Pönkiđ var afturhvarf til einfalda rokksins. Líka áskorun til ţess ađ rokkarar "kýldu á ţađ", gerđu hlutina sjálfir (Do-It-Yourself). Allir máttu vera međ: Ađ gera ţó ađ eitthvađ vantađi upp á ađ geta. Ţađ útilokađi samt ekki flinka tónlistarmenn frá ţví ađ vera međ. Allir máttu vera međ.
Ég set spurningamerki viđ ţađ ađ njörva pönkiđ niđur í bás hugmyndafrćđinnar. Pönkiđ táknar frelsi. Frelsi til ađ gera ţađ sem ţér dettur í hug. Vera ţátttakandi í pönki án ţess ađ ţurfa ađ uppfylla alla reiti uppskriftar pönksins.
Ţađ er ekkert nema gaman ađ sonur ţeirra sem hönnuđu pönkiđ, Malcolms McLarens og Viviennar, skuli gera róttćka uppreisn gegn fortíđarhyggju gagnvart pönki. Allt svona mćtir mótsögn. Ţetta beinir athygli ađ pönki og rifjar upp pönkbyltinguna. Gróflega.
Eftir stendur ađ fátt er skemmtilegra en pönk. Ţađ er góđ skemmtun.
Alvöru pönk hér á ferđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2016 | 21:26
Aukasýning - ađeins í ţetta eina skipti!
Nýveriđ kom út ný heimildarmynd um Bítlana, "Eight Days a Week". Í henni er fjöldi viđtala, m.a. viđ alla liđsmenn. Ţar á međal ný viđtöl viđ Paul McCartney, Ringo Starr og samstarfsmenn. Einnig áđur óbirt viđtöl viđ John Lennon og George Harrison. Myndin dregur upp áhugaverđa og skýra drćtti af ţví hvađa áhrif velgengnin og síđan ofurfrćgđin hefur á sálarlíf ţeirra og ţroska.
Ađ sjálfsögđu skipar tónlistin háan sess.
Sem kunnugt er komu öskur í áheyrendum iđulega illa niđur á hljómleikaupptökum međ Bítlunum. Hljóđkerfi sjöunda áratugarins voru ekki nógu öflug til ađ yfirgnćfa öskrin. Einmitt ţess vegna gáfust Bítlarnir upp á hljómleikahaldi 1966. Ţeir heyrđu ekki í sjálfum sér.
Međ nýjustu stafrćnu tćkni tókst framleiđendum myndarinnar ađ dempa svo mjög niđur áheyrendaöskrin ađ tónlistin heyrist hvellskýr. Viđ ţađ opinberast Bítlaunnendum nýr heimur.
Myndin hefur hvarvetna hlotiđ einróma lof, jafnt gagnrýnenda sem almennings. Í Rotten Tomatoes fćr hún međaleinkunnina 95% (af 100).
Á morgun, sunnudaginn 27.nóv, er aukasýning á myndinni í Háskólabíói klukkan 18.00. Ađeins i ţetta eina sinn. DVD útgáfa er ekki í sjónmáli vegna ţess ađ höfundarrréttarsamningar fóru í hnút. Ţar fyrir utan er meiriháttar upplifun ađ heyra tónlistina í hćstu hljómgćđum. Ţađ er nánast eins og ađ sitja hljómleika međ Bítlunum.
Aukasýningin er hvergi auglýst sérstaklega. Vinsamlegast deiliđ ţessum upplýsingum á Fésbók og bloggi.
Menning og listir | Breytt 27.11.2016 kl. 11:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2016 | 11:13
Leyndarmál Bowies
Breski fjöllistamađurinn Davíđ Bowie var um margt sérkennilegur náungi. Ţađ er ađ segja fór ekki alltaf fyrirsjáanlega slóđa. Opinskár um sumt en dularfullur um annađ. Hann féll frá fyrr á ţessu ári. Varđ krabbameini ađ bráđ. Ţrátt fyrir vitneskju um um dauđadóm sinn sagđi hann engum frá. Ţess í stađ hljóđritađi hann í kyrrţey plötu, Blackstar, međ djasstónlistarmönnum. Platan kom út í kjölfar dauđa hans. Flott plata. Um margt ólík fyrri plötum hans.
Ađdáendur kappans fóru ţegar ađ lesa út úr textum plötunnar ýmis skilabođ. Hann var ekki vanur ađ kveđa ţannig. Ţađ skiptir ekki máli. Vitandi um dauđdaga sinn hugsar manneskjan öđruvísi en áđur.
Nú hefur komiđ í ljós ađ umbúđir plötunnar eru margrćđari en halda má í fljótu bragđi. Ef umslagiđ er skođađ frá hliđ í tiltekinni birtu sést móta fyrir mynd af vetrarbrautinni. Ef ljós fellur á sérstakan hátt á sjálfa vínylplötuna ţá varpar hún stjörnu á nálćgan vegg.
Međ ţví ađ telja og leggja saman stjörnur í plötubćklingi, blađsíđutal og eitthvađ svoleiđis má fá út fćđingarár Bowies, ´47 (blađsíđutal blađsíđa međ mynd af stjörnu), og aldur á dánardćgri, 69.
Sumir teygja sig nokkuđ langt í ađ lesa út úr plötuumbúđunum. Einhverjir telja sig sjá augu Bowies ţegar stjörnurnar eru speglađar til hálfs.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2016 | 18:47
Íslensk tunga
Í dag er dagur íslenskrar tungu. Honum er fagnađ um land allt. Eđlilega. Í dćgurmálaţáttum ljósvakamiđla er rćtt um íslenska tungu, stöđu hennar í dag og í áranna rás. Ljóđskáld sem fara vel međ íslenskt mál eru verđlaunuđ ásamt kjarnyrtum rithöfundum. Dagur íslenskrar tungu veitir ađhald. Knýr okkur til ađ staldra viđ og líta í eigin barm. Velta fyrir okkur íslenskri tungu.
Hvađa tunga er íslenskari en sú sem sleikir íslenskt gras alla daga? Nagar Ísland af áfergju? Blćs út af íslenskum gróđri frá ţví ađ vera smátt lamb upp í ađ verđa stór og stćđilegur gemlingur? Ţađ er rammíslensk tunga.
Sigurđur hlýtur verđlaun Jónasar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2016 | 19:17
Leon Russell - persónuleg kynni
Á fyrri hluta áttunda áratugarins lagđi ég stund á svokallađ gagnfrćđinám á Laugarvatni. Einn af skólabrćđrum mínum var ákafur ađdáandi bandaríska tónlistarmannsins Leons Russells. Viđ vorum (og erum enn) báđir međ tónlistarástríđu á háu stigi. Ţess vegna urđum viđ góđir vinir til lífstíđar og herbergisfélagar.
Ég man ekki hvernig viđ afgreiddum tónlistarval herbergisins. Báđir međ sterkar og öfgakenndar skođanir á músík. Okkar gćfa var ađ vera međ afar líkan tónlistarmekk.
Leon Russell var iđulega spilađur undir svefninn.
Um miđjan áttunda áratuginn átti ég erindi til Amarillo í Texas. Sex vikna heimsókn til tengdafólks. Ţá hélt Leon Russell ţar hljómleika. Útihljómleika.
Tengdapabbi ţekkti hljómleikahaldarann. Bađ hann um ađ passa vel upp á okkur turtildúfurnar frá Íslandi. Hann stađsetti okkur fyrir miđju fremst viđ sviđiđ. Ţetta var mín fyrsta utanlandsferđ og allt mjög framandi. Áhorfendur sátu á grasinu. Margir höfđu teppi eđa púđa til ađ sitja á. Ţétt var setiđ fyrir framan sviđiđ. Margir - mjög margir - reyktu gras og létu vindlingana ganga til nćsta manns. Ţetta var hippastemmning.
Ţegar Leon Russell mćtti á sviđ ávarpađi hann áheyrendur. Tilkynnti ađ á hljómleikana vćri mćttir ađdáendur alla leiđ frá Íslandi. Í sama mund var ljóskösturum beint ađ okkur kćrustuparinu. Viđ stóđum upp og veifuđum undir áköfu lófaklappi áhorfenda. Hann bauđ okkur velkomin.
Ţetta var skrítin og skemmtileg upplifun. Góđ skemmtun fyrir tvítugan sveitastrák úr Skagafirđi ađ vera á hljómleikum hjá ćskugođi í Amarillo í Texas 1976.
Áreiđanlega hefđi veriđ minnsta mál í heimi ađ heilsa upp á Leon fyrir eđa eftir hljómleikana. Ég hef hinsvegar hvorki ţá né síđar haft löngun til ađ hitta útlendar (eđa íslenskar) poppstjörnur til ţess eins ađ heilsa ţeim. Ţađ er miklu skemmtilegra ađ hitta gamla vini. Ég átti aldrei orđastađ viđ Leon. En hann afrekađi ţađ ađ kynna mig (samt ekki međ nafni, vel ađ merkja) fyrir ađdáendum sínum og bjóđa mig velkominn á hljómleika sína. Ţađ var til fyrirmyndar á hans ferilsskrá.
Menning og listir | Breytt 16.11.2016 kl. 04:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2016 | 21:26
Tónlistarjöfur fallinn frá
Tónlistarstjörnur sem hófu feril á sjötta og sjöunda áratugnum eru margar komnar uppundir og á aldur međalćvilengdar. Ţeim fjölgar ört sem hverfa yfir móđuna miklu. Kanadíska söngvaskáldiđ Leonard Cohen, breska kamelljóniđ David Bowie og nú Suđurríkjarokkarinn Leon Russell. Sá síđastnefndi féll frá fyrr í dag. Hann á merkilegri feril en margur gerir sér grein fyrir. Hann var ekki áskrifandi ađ toppsćtum vinsćldlalistanna. Samt var hann ekki ókunnugur vinsćldalistum. Ekki svo oft undir eigin nafni heldur í slagtogi međ öđrum. Hann spilađi međ Bítlum (öllum nema Paul), Stóns, Dylan, The Byrds, Eric Clapton og Elton John, svo örfáir međreiđarsveinar séu nefndir af ótal.
Leon spilađi á mörg hljóđfćri en var ţekktastur sem píanóleikari. Hann var farsćll söngvahöfundur. Fjöldi ţekktra flytjenda hefur spreytt sig á söngvum hans. Söngrödd hans var sérstćđ. Ađ sumu leyti svipuđ Willie Nelson nema Leon gaf betur í.
Ţađ er ekki á allra vitorđi ađ hann spilađi á píanó í jómfrúarlagi The Byrds, "Mr. Tambourine Man". Ţađ toppađi vinsćldalista víđa um heim 1965.
1969 fór Bretinn Joe Cocker mikinn á vinsćldalistum međ lag Russels, "Delta Lady". Ţeir Joe túruđu saman undir heitinu Mad Dogs and the English man.
Tónlistarstíll Leons heyrir undir samheitiđ americana (rótartónlist); hrár og ópoppađur blús, kántrý, soul, djass... Ţegar hann gekk lengst í kántrý-inu ţá var ţađ undir nafninu Hank Wilson.
1972 náđi plata Russels, "Carney", 2.sćti bandaríska vinsćldalistans. Var međ svipađa stöđu á vinsćldalistum annarra landa. 2010 náđi platan "The Union" 3ja sćti bandaríska vinsćldalistans. Sú plata er dúettplata međ Eltoni John. Hann hafđi frá unglingsárum dreymt um ađ spila međ uppáhalds píanóleikara sínum, Leon Russell. Fyrir sex árum lét hsnn verđa af ţví ađ bera draumaóskina undir Leon. Til óvćntrar đánćgju tók Leon vel í erindiđ.
Á morgun blogga ég um persónuleg samskipti viđ Leon Russell.
Leon Russell látinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Menning og listir | Breytt 14.11.2016 kl. 09:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2016 | 18:08
Eindregin ósk um forsćtisráđherra
Mér er ađ mestu sama um ţađ hvernig ný stjórn verđur sett saman. Ţađ er ađ segja hvađa stjórnmálaflokkar mynda meirihluta og ţar međ ríkisstjórn. Eđa hvort ađ ţađ verđur minnihlutastjórn varin af utanstjórnarflokki. Ţetta eru hvort sem er allt kratar. Ţađ sem skilur á milli er smotterí sem er ekki á dagskrá nćstu árin. Til ađ mynda upptaka nýs gjaldeyris eđa umsókn um inngöngu í Evrópusambandiđ.
Nćst á dagskrá er endurreisn heilbrigđiskerfisins, bćttur hagur öryrkja og aldrađra, meiri spilling og meira pönkrokk. Allir geta náđ sátt um ţađ.
Mín ósk um nýja ríkisstjórn er ađ Óttar Proppe verđi forsćtisráđherra. Hann hefur samiđ langbestu lögin af öllum sem sćti eiga á Alţingi. Hann hefur ort flottustu og skondustu textana. Hann syngur töffađast. Hann hefur gert bestu myndböndin. Sjá hér fyrir ofan og neđan. Hann á flottustu fötin.
Vilja Benedikt sem forsćtisráđherra | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2016 | 15:01
Bestu lög Dylans
Fyrir röskum hálfum mánuđi tilkynnti sćnska Nóbelsakademían frá ţeim tíđindum ađ bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan fengi Nóbelsverđlaunin í bókmenntum ţetta áriđ. Frá ţessu var skýrt á heimasíđu skáldsins og einnig á Fésbókarsíđu hans. Nokkrum dögum síđar var fréttin fjarlćgđ af heimasíđunni en ekki af Fésinu.
Ekki náđist á Dylan sjálfum. Hann var á hljómleikaferđ erlendis og sinnti ekki síma. Vegna ţessa óttađist Nóbelsakademían ađ hann myndi ekki veita verđlaununum viđtöku. Taugaveiklun greip um sig í herbúđunum.
Bob Dylan er ólíkindatól og ekki fyrirsjáanlegur. Nú hefur hann komist í síma og hringt í Nóbelsakademíuna. Hann er snortinn yfir heiđrinum og ćtlar ađ mćta viđ afhendingarathöfnina. Akademían andar léttar og hefur tekiđ gleđi sína á ný. Ţađ er fyrir mestu.
Í maí varđ Dylan hálfáttrćđur. Viđ ţau tímamót birti ég á ţessum vettvangi vandađa samantekt breska tímaritsins Uncut yfir bestu lög Dylans. Ţetta má sjá međ ţví ađ smella HÉR
Dylan var orđlaus | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |