Jólaskip

  Sinn er siður í landi hverju.  Það kemur glöggt í ljós varðandi siði tengdum sólrisuhátíðinni jólum,  hátíð ljóss og friðar.  Jólasveinar leika stórt hlutverk ásamt ljósaskreytingum.  Íslendingar búa svo vel að eiga þrettán nafnkennda jólasveina,  svo og ófrýnilega foreldra þeirra,  Grýlu og Leppalúða.  Jólakötturinn er á hröðu undanhaldi.  Kannski blessunarlega.  Skepna sem étur börn er óvelkomin.

  Erlendis er jólasveinninn iðulega skilgreindur með ákveðnum greini.  Hann er einn.  Hann er jólasveinninn.  Oft nýtur hann liðsinni hjálpsamra jólaálfa,  svokallaðra nissa.  Þeir setja til að mynda glaðning í skóinn.

  Það skrýtna er að þrátt fyrir að jólasveinninn í útlandinu sé aðeins einn þá má engu að síður rekast á fjölda slíkra sveina samankomna á einum stað.  Það er ruglingslegt.  Eða hvað?  Skemmtilegt, jú.  

  Þannig er það í Færeyjum.  Einn jólasveinn og margir nissar.  Líka samt margir jólasveinar.  Um og upp undir miðjan desember sigla ljósum prýddir bátar í höfn í þorpum.  Um borð eru margir kátir jólasveinar.  Þeir gleðja börnin með söng og og leik og nammi.  Þetta mættu íslenskir jólasveinar taka upp.

jólaskip    

   


mbl.is Geislaskreytingar færast í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens minn. Við lifum í jólasveinastýrðu, marklausu, og sviknu kerfi, sem rekið er á spilavítis-spámanna ólöglegum viðskiptahagnaði marklausra Kauphalla, á svörtum heimsbanka-fjármálakerfis-hagnaði.

Enginn er saklaus í þessu syndaflóði.

Og full þörf á fallegri og andlega vel þenkjandi og andanna stýrðu syndaflóðsörk, til að kærleiks-upplýsa og bjarga okkur vegvilluráfandi vitleysingum jarðarinnar frá Mammons-syndaflóði jarðarinnar.

Uppskriftin að friði er fórnfús og kærleiksheilbrigður náungakærleikur.

Mammon er ekki kærleikans megin við réttlætisins-jöfnunar-talsmanna-línuna svartmarkaðskúgandi. Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.12.2016 kl. 17:35

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gleymdi að benda á að ekki finnum við mannlegri né siðmenntaðri kærleiks-samfélag heldur en í Færeyjum. Það er fólkið sem skapar samfélagið :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.12.2016 kl. 17:56

3 identicon

Mannkærleikur Færeyinga, hversu mikill sem hann kann að virðast, nær þó ekki lengra en svo að hafi menn einhverja þá lífsskoðun sem ekki samrýmist því sem þeir telja normalt er hann gleymdur. Jenis av rana á sér nefnilega ærið mörg skoðanasystkin. Og umburðarlyndið rennur ekki beinlínis af þeim í stríðum straumum.

Tobbi (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 21:03

4 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  Færeyingar eru almennt góðir.  Hvergi sér maður glaðværari og hamingjusamari börn.  Stundum má sjá allt niður í börn á leikskólaaldri leika sér úti eftir miðnætti á sumrin.  

Jens Guð, 10.12.2016 kl. 17:37

5 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  á allra síðustu árum hefur orðið hröð þróun í átt að umburðarlyndi í Færeyjum.  Frá því að gítarhetjan Rasmus var lamin/n í köku 2006 vegna samkynhneigðar (og svipti sig lífi í kjölfarið) hefur orðið ótrúleg kúvending.  Unga kynslóðin er í dag á svipuðu róli í viðhorfum og Íslendingar.  Fyrir atburðinn mættu innan við tveir tugir í Gleðigöngu í Þórshöfn.  Eiginlega allir útlendingar (eða Færeyingar búsettir erlendis).  Í dag mæta þúsundir í gönguna.

  Jenis av Rana með sínar fordómafullu skoðanir nýtur vissulega fylgis.  En bara meðal eldra fólks.  Miðflokkurinn hans er með - að mig minnir - tvo þingmenn af 33.  Gríðarmikla athygli vakti í Færeyjum fyrir nokkrum árum þegar álfadrottningin Eivör sendi frá sér opinbera yfirlýsingu um að hún - sem Færeyingur - skammaðist sín fyrir Jenis av Rana og hans fordómafullu skoðanir.    

  Í þá tvo áratugi sem ég hef verið með annan fótinn í Færeyjum hef ég ætíð flaggað því að ég sé í Ásatrúarfélaginu.  Í öllum viðtölum í þarlendu útvarpi, sjónvarpi og blöðum gæti ég þess að nefna félagsaðild mína þar.  Í og með vegna þess að ég veit að eldri Færeyingar spyrja mann fljótlega í samtali um afstöðu til trúmála.  Í atvinnuumsóknum er iðulega fyrst spurt um trúfélag atvinnuleitanda.

  Ég hef aldrei orðið var við neikvæð viðbrögð vegna þessa.  Þvert á móti.  Ofurkristið fólk hefur sótt í að hýsa mig - forvitið um Ásatrúarfélagið.        

Jens Guð, 10.12.2016 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.