Fćrsluflokkur: Útvarp

Plötuumsögn

Titill:  Seljan

Flytjandi:  Jóhanna Seljan

Einkunn: ****

  Reyđarfjörđur hefur aliđ af sér fjölda tónlistarmanna - ţó fram ađ álveri hafi ţorpiđ veriđ fámennt.  Nefna má gítarleikarann Andra Frey (Bisund, Botnleđja, Fidel),  trommufeđgana snjöllu og söngvarann Birki Fjalar (Bisund, Stjörnukisi, I Adapt, Celestine, Hellvar) og Viđar Júlí Ingólfsson (Frostmark, Jarlar);  Einar Ágúst (Skítamórall) og fleiri.  Ţar á međal Jóhönnu Seljan Ţóroddsdóttur.  Hún er dúndurgóđ söngkona međ sterka tilfinningu fyrir djassi og blús.  Sveiflast lipurlega á milli blíđra tóna og ţaninna raddbanda.  

  Ţessi fyrsta plata hennar geymir níu lög.  Sjö ţeirra eftir hana sjálfa.  Hin tvö eru annarsvegar eftir Jón Hafliđa Sigurjónsson og hinsvegar Bergstein Ţórsson.  Allt saman flott lög. 

  Sjö textanna eru eftir Jóhönnu.  Hinir eru úr smiđju Helga Ţórssonar og Halldórs Laxness.  Textarnir klćđa lögin vel. Ég tel mig greina ađ lögin séu samin viđ textana.  Ţeir eru ljóđrćnir.  Fjalla um mannlegar tilfinningar:  Söknuđ, vonir, ţrár, einmanaleika, ástarsorg...  Ţeir eru ýmist á íslensku eđa ensku. 

  Jóhanna á ekki langt ađ sćkja skáldagáfuna.  Afi hennar,  Helgi Seljan,  var landsfrćgur hagyrđingur.  Hann skemmti áratugum saman međ söng og frumsömdum gamanvísum. 

  Tónlistin á plötunni er blanda af blús og ljúfum djassi.  Góđ blanda.  Hljóđfćraleikur er eđal.  Valinn mađur í hverju rúmi:  Birgir Baldursson á trommur, Jón Hafliđi Sigurjónsson á bassa,  Jón Hilmar Kárason á gítar og Kjartan Valdemarsson á hljómborđ.  Ţeir fá ađ njóta sín.  Ţeir eru meira eins og hljómsveit heldur en "ađeins" undirleikarar.  Ţegar gítarleikur er á hćsta flugi kemur Gary Moore upp í hugann.

  Platan er pínulítiđ seintekin.  Lögin eu ekki Ob-La-Di barnagćlur.  Ţau eru fullorđins og vinna bratt á viđ hverja spilun.  Ég elska ađ spila ţessa plötu.  Vert er ađ geta ađ hljóđheimur hennar (sánd) er sérlega hreinn og tćr.  Hlustandinn er nánast eins og staddur inni á stofugólfi hjá flytjendum.  Ţetta er í alla stađi afskaplega vel heppnuđ, skemmtileg og notaleg plata.  Hún er fjölbreytt en jafnframt međ sterkan heildarsvip.

    


Söluhćstu lög og plötur í dag

  Sölutölur yfir vinsćl lög og plötur eru í dag dálítiđ flókiđ og margslungiđ dćmi.  Plötur í föstu formi (vinyl,  geisladisk,  kassettur...) hafa fariđ halloka fyrir streymisveitum á netinu.  Höfundaréttarskráning heldur utan um ţetta flókna dćmi.

  Ţetta eru söluhćstu tónlistarmenn fyrri helmings - fyrstu 6 mánuđi - ţessa árs:  

1.  Bítlarnir seldu um 1,1 milljón eintök af sinni afurđ.

2.  The Queen koma nćst međ 780 ţúsund eintök.  

3.  Imagine Dragons 600 ţúsund eintök.

4.  Fleetwood Mac 565 ţúsund eintök. 

5.  Metallica 550 ţúsund eintök.

  Óendanlegar yfirburđa vinsćldir Bítlanna eru ekki óvćntar.  Samt.  Bítlarnir sendu frá sér plötur ađeins um sex ára skeiđ á sjöunda áratugnum (6-unni).  Síđan er liđin meira en hálf öld. 


Smásaga um mann

  Hann er kallađur Građi brúnn.  Ţađ er kaldhćđni.  Hann hefur aldrei veriđ viđ kvenmann kenndur.  Ţví síđur karlmann.  Ástćđan umfram annađ er rosaleg feimni.  Ef kona ávarpar hann ţá fer hann í baklás.  Hikstar,  stamar og eldrođnar.  Hann forđar sér á hlaupum úr ţannig ađstćđum. Gárungar segja hann eiga sigurmöguleika í 100 metra spretthlaupi.  Svo hratt hleypur hann. 

  Nýveriđ varđ breyting á.  Kallinn keypti sér tölvu.  Ţó ađ hann kunni lítiđ í ensku gat hann skráđ sig á útlendar stefnumótasíđur.  Međ ađstođ translate.google gat hann ávarpađ útlenskar konur.  Feimnin ţvćlist ekki fyrir honum fyrir framan tölvuskjá.  Ađ vísu setur hann upp kolsvört sólgleraugu til ađ finna öryggi.    

  Svo skemmtilega vildi til ađ finnsk kona sýndi honum óvćntan áhug.  Hún var sérlega spennt fyrir ţví ađ Građi brúnn safnar servíettum,  merktum pennum og tannstönglum notuđum af frćgum Íslendingum.

  Finnska fraukan lýsti fljótlega yfir löngun til ađ heimsćkja okkar mann.   Framan af varđist hann fimlega.  Bar fyrir sig dauđsfalli móđur.  Ţvínćst dauđsfalli föđur.  Svo annara helstu ćttingja.  Vörnin brast ţegar hann var farinn ađ telja upp dauđsfall fjarskyldra ćttingja og vini ţeirra.  Dauđsföllin slöguđu upp í fórnarlömb Víetnam-stríđsins.

  Einn daginn tilkynnti sú finnska ađ hún vćri á leiđ til Íslands.  Búin ađ kaupa flugmiđa og hann ćtti ađ sćkja hana upp á flugstöđ.  Hann fékk áfall.  Fyrst leiđ yfir hann.  Svo fékk hann kvíđakast.  Ţví nćst át hann kornflex-pakka í taugaveiklunarkasti.  Sporđrenndi ekki ađeins kornflexinu heldur einnig sjálfum pappakassanum.  Honum datt í hug ađ skrökva ţví ađ hann vćri dáinn.  Hefđi veriđ myrtur af ofbeldismanni.  Ađrir eru ekki ađ drepa fólk. 

  Ađ lokum komst Građi brúnn ađ ţeirri niđurstöđu ađ nú vćri ađ duga eđa drepast.  Helst ađ duga.  Hann keyrđi á réttum tíma til flugstöđvarinnar.  Hann ţekkti finnsku dömuna ţegar í stađ.  Enda eina konan á svćđinu búin ađ raka af sér allt háriđ nema fjólubláa fléttu fyrir ofan annađ eyrađ. 

  Strax viđ fyrstu kynni í raunheimum blossađi feimnin upp.  Komin út í bíl sýndi hann dömunni međ leikrćnum tilţrifum ađ hann vćri ađ hlusta á útvarpiđ.  Hann stillti ţađ hátt.  Ţulurinn á Rás 2 malađi:  "Klukkan er 5 mínútur gengin í sex.  Nóg framundan til klukkan sex.  Metsölubókahöfundur er ađ koma sér fyrir hérna.  Um hálf sex leytiđ mćtir vinsćlasta hljómsveit landsins og frumflytur nýtt lag... Klukkan sex taka fréttir viđ..."

  Ţegar hér var komiđ sögu sló sú finnska hann af alefli í andlitiđ.  Hann varđ hissa og spurđi:  "Ertu ađ lemja mig í andlitiđ?"  Blóđnasirnar svöruđu spurningunni. 

  Kella hafđi ekki sagt sitt síđasta orđ.  Hún gargađi á kauđa:  "Hvernig vogar ţú ţér ađ spila fyrir framan mig klámútvarp?  Sex, sex, sex í annarri hverri setningu.  Heldur ađ ég fatti ekki neitt, klámhundur!" 

blóđnasir

     


Áhrifarík plata

 - Titill:  Sameinađar sálir

 - Flytjandi:  Guđmundur R. Gíslason

 - Einkunn: ****

  Mér telst til ađ ţetta sé ţriđja sólóplata Guđmundar Rafnkels Gíslasonar.  Hann er einnig ţekktur fyrir ađ hafa veriđ söngvari hljómsveitarinnar Sú Ellen í Norđfirđi. Söngstíll hans er snyrtilegur, mildur og notalegur.  Engin öskur eđa lćti.  Sama má segja um lög hans, sem og Guđmundar Jónssonar og Jóns Ólafssonar.  Ţau eru snotur, söngrćn og hafa eiginleika til ađ lifa lengi (verđa sígild).

  Textar Guđmundar vega ţungt.  Ţeir vekja til umhugsunar.  Eru blúsađir.  Ţeir fjalla margir hverjir um sársaukafullar ađstćđur:  Eiturlyfjafíkn, dauđsföll, alzheimer og ađra erfiđa lífsreynslu.  Margt er ţađ haganlega ort.  Innihalda gullkorn á borđ viđ:

"Ég veit ţú rćđur ekki yfir ţér;

ţú meinar ekki hvert orđ.

 Menn geta drepiđ

ţótt ţeir fremji ekki morđ!"

  Sérkennilegt er ađ á milli laga bregđur fyrir talbútum.  Fyrst hélt ég ađ ţeir myndu eldast illa.  Svo er ţó ekki.  Ţvert á móti.  Ţeir dýpka heildarsvip plötunnar og gera mikiđ fyrir stemmninguna ţegar á reynir.

  Útsetningar eru látlausar og smekklegar.  Músíkin er fjölbreytt nett nýbylgjukennt popp-rokk.   Mestu skiptir ađ platan er öll hin áheyrilegasta.   

Guđm r


Vinsćlustu lögin

  Á Fasbók hef ég til nokkurra ára haldiđ úti grúppu sem heitir "Fćreyskir tónar - Faroese music".  Ţangađ inn pósta ég fćreyskri tónlist (myndböndum) - eins og titillinn bendir sterklega til.  Fylgjendur  síđunnar eru 831 og "lćkarar" 824.  Flestir Íslendingar.  Líka nokkrir útlendingar. 

  Forvitnilegt og áhugavert er ađ fylgjast međ ţví hvađa lög eru oftast spiluđ.  Ég veit ađ sama fólkiđ spilar iđulega aftur lög sem heilla.  

  Ţetta eru vinsćlustu lögin.  Innan sviga er hvađ ţau hafa oft veriđ spiluđ á síđunni:

1.  "Dreymurin" međ Alex heitnum Bćrendsen (449 sinnum).  Hann kom fram á hljómleikum í Laugardalshöll í byrjun ţessarar aldar.  Dóttir hans,  Kristína Bćrendsen, söng nokkrum sinnum hérlendis á hljómleikum.  Tók međal annars ţátt í söngvakeppni sjónvarpsins, júrivisjon.  Hún býr núna á Íslandi.

2.  "Hon syndrast" međ dómdagshljómsveitinni Hamferđ (doom metal) (326 sinnum).  Hamferđ hefur túrađ međ Skálmöld bćđi hérlendis og erlendis.

3.  "Tú er min spegil" međ Jórunni (219 sinnum).  Sjaldgćft er ađ sjá í fćreysku 2 n í röđ. 

 

4.  "Brotin" međ Eivöru (215 sinnum)

5.  "Langt burt frá öđrum löndum" međ Eivöru (209 sinnum)

6.  "Fćreyingur á Íslandi" međ Árna Tryggvasyni (184 sinnum).  Ţađ er ađeins ađ finna á Fasbók (ekki youtube):  https://www.facebook.com/plotuskapurinn.glymskrattinn/videos/140518442709494/

7.  "Aldan" međ Anniku Hoydal (175 sinnum)

8.  "Dansađu vindur" međ Eivöru (172 sinnum)

 

9-10.  "Ólavur Riddararós" međ Harkaliđinu (168 sinnum)

 

9-10.  "Vilt tú at Jesus skal koma tćr nćr" međ Manskór úr Rituvík (168 sinnum).  Lagiđ er ekki til á youtube.  Bara á Fasbók.  https://www.facebook.com/sjomansmissionin/videos/213463456262854/


Ljúf plata

  Undanfarna daga hefur platan Songbird rúllađ í spilaranum hjá mér.  Á henni syngur Helga Fanney.  Fađir hennar,  Tómas Malmberg,  spilar snyrtilega undir ýmist á píanó eđa kassagítar.  Hann er jafnframt höfundur gullfallegs lokalags plötunnar,  Ţú lífs míns ljós.  Textinn er eftir Ruth Reginalds Moore.  Hin 9 lögin eru kunnar og sívinsćlar ballöđur.  Allar nema ein engilsaxneskar.  Lagavaliđ hefur kosti og galla.  Kostirnir eru međal annars ţeir ađ lögin eru góđ.  Hlustandinn ţekkir lögin strax viđ fyrstu spilun og kann vćntanlega vel viđ ţau flest. 

  Gallinn er sá helstur ađ ţau hafa veriđ sungin af mörgum bestu poppsöngvurum heims.  Söngvarinn er í ţeirri stöđu ađ vera borinn saman viđ ţá.  Ţađ er ekki auđvelt hlutskipti.  Helga Fanney sleppur nokkuđ vel út úr samanburđinum.  Međal annars vegna ţess ađ söngur hennar er einlćgur, tilgerđarlaus og blćbrigđaríkur.  Söngröddin er hljómfögur og raddbeiting ágćt. 

  Flutningurinn er skemmtilega hrár,  hljóđritađur í einni töku.  Gaman hefđi veriđ ađ heyra íslenska texta sem til eru viđ sum lögin.  Til ađ mynda Imagine eftir John Lennon (Ađ hugsa sér kallast ţýđing Ţórarins Eldjárn),  Arms of an angel eftir Söru Mclachian  (Umvafin englum í ţýđingu Valgeirs Skagfjörđ) og Hallelujah eftir Leonard Cohen (íslenskur texti eftir Jóhönnu F. Karlsdóttur, líka eftir Ragnar Geir Brynjólfsson og eftir Val Gunnarsson,  svo og Stefán Gíslason).

  Af öđrum lögum er vert ađ nefna Make you feel my love eftir Bob Dylan og When I think of angels eftir KK. 

  Helga Fanney er ađeins 14 ára í sumum lögunum en hljómar ekki eins og barn.  Hún er eitthvađ eldri í öđrum lögum.  Ég giska á 16 - 17 ára.  Aldursmunurinn heyrist ekki.

  Songbird er notaleg plata.     

Helga Fanney 


Hvers lenskir voru / eru Bítilarnir?

 

  Einhverra hluta vegna er lífseig slúđursaga um ađ breski Bítillinn Ringo Starr sé af fćreysku bergi brotinn.  Ţetta hefur aldrei veriđ stađfest.  Ţó hafa veriđ fćrđ ágćt rök fyrir ţessu.  Samt án bitastćđrar innistćđu.  Bestu rökin eru ađ margir Fćreyingar líkjast Ringo (samt enginn eins og smíđakennari á Eiđum).  Ég bćti viđ ţeim rökum ađ margir Fćreyingar spila á trommur og syngja.  

  Hérlendis er oftar talađ um bresku Bítlana en ensku Bítlana.  Sem er réttmćtt.  Bítlarnir voru / eru nefnilega meiri Bretar en Englendingar.  Vissulega allir fćddir og uppaldir í ensku iđnađar- og hafnaborginni Liverpool. 

  Oft hefur veriđ bent á hvađ Bítlarnir voru samstíga á flestum sviđum.  Ţeir voru um margt eins og eineggja fjórburar.  Ţeir höfđu sama smekki fyrir flestu.  Ekki ađeins í tónlist sem ţeir framţróuđu gróflega.  Líka varđandi smekk á kvikmyndum,  mat,  stjórnmálum og áhugaleysi á fótbolta (sem er stóra máliđ í Liverpool).  Fyrst greiddu ţeir hár niđur enni.  Svo síkkađi háriđ og var skipt í miđju.  Um svipađ leyti hćttu ţeir ađ raka sig. 

  Allir Bítlarnir voru / eru af írskum ćttum.  Ţar af voru Paul og John meiri Írar en Englendingar.  Eftirnafn Pauls,  McCartney,  ber ţađ međ sér.  Paul og John skiptu sér af ískum stjórnmálum í lögunum "Give Ireland Back to the Irish",  "Sunday Bloody Sunday" og "Luck of the Irish". Á Írlandi og Englandi eru málefni Írlands og Englands verukega stórt dćmi.  Paul og John fóru inn á meiriháttar sprengjusvćđi mneđ ţví ađ skipta sér af írska vandamálinu.    

  Um aldamótin spilađi ég á hljómleikum í Skotlandi.  Hitti ţar danskan náunga sem sćkir allskonar ráđstefnur víđa um heim.  Hann sagđi mér ađ Íslendingar og Írar eigi ţađ sameiginlegt ađ segja sögur.  Spjall viđ ađra snúist um spurningu og stutt svar.  Írar og Íslendingar skiptast á sögum.  Einkenni seinni ferils Bítla er írska söguhefđin. 

  Allir Bítlanrir nema Ringo áttu ćttir ađ rekja til Weils.  Allir Bítlarnir nema John voru af skoskum ćttum.  Paul hefur sterkar taugar til Skotlands.  Hann hefur búiđ ţar í hálfa öld og aliđ sín mörgu börn ţar upp.  Jafnframt hefur hann vitnađ til skoskrar tónlistar,  svo sem í laginu "Mull of Kintyre".  

   


Bráđskemmtilegt "Laugardagskvöld međ Matta".

  Ég var ađ hlusta á skemmtilegan útvarpsţátt,  "Laugardagskvöld međ Matta",  á Rás 2.  Gestur ţáttarins var Logi Einarsson,  formađur Samfylkingarinnar og Skriđjökull.  Hann kynnti fyrir hlustendum uppáhaldslögi sín.  Ţar ratađi hver gullmolinn á fćtur öđrum.  Gaman var á ađ hlýđa.  Líka vegna ţess ađ fróđleiksmolar flutu međ. 

  Snemma í ţćttinum upplýsti Logi undanbragđalaust ađ hans uppáhald sé bítillinn Paul McCartney.  "Minn mađur," sagđi hann.  Ekki vissi hann af hverju.  Hinsvegar ţykir honum vćnt um ađ dóttir hans hefur erft ađdáun á Paul.  Svo spilađi Logi uppáhaldslag sitt međ Paul.  Ţađ var "Come Together",  opnulag plötunnar "Abbey Road".

  Er lagi lauk gerđi Matti athugasemd.  Hann sagđi:  "Ţetta er Lennon-legt lag en Paul á ţađ, eđa hvađ?"   Logi svarađi:  "Ég veit ţađ ekki.  Ég hef aldrei kafađ ţađ djúpt í ţetta."

  Hiđ rétta er ađ lagiđ er samiđ og sungiđ af John.  Höfundareinkenni Johns eru sterk.  Bćđi í söng og blúsađri laglinu.

  Í frekara spjalli um "Abbey Road" upplýsti Logi ađ John og Paul hafi átt óvenju fá lög á plötunni.  Hún vćri eiginlega plata George Harrisons.  Hann eigi ţessi fínu lög eins og "Here Comes the Sun" og "Strawberry Fields"

  Hiđ rétta er ađ Lennon-McCartney eiga 14 af 17 lögum plötunnar.  Ringo á 1 og George 2.  Vissulega eru lög George virkilega góđ og ađ mati mínu og Lennons bestu lög plötunnar.  Logi nefndi réttilega "Here Comes the Sun" en hitt lag George á plötunni er "Something".  Ekki "Strawberry Fields".  Ţađ er Lennon-lag sem kom einungis út á smáskífu en löngu síđar á geisladiski međ "Sgt. Peppers...".  

  Tekiđ skal fram ađ međ ţessum pósti er ég ekki ađ reyna ađ gera lítiđ úr stjórnmálamanninum Loga Einarssyni.  Stjórnmálamenn ţurfa ekki ađ vera međ sögu Bítlanna á hreinu.  Sú hljómsveit starfađi stutt.  Plötuupptökur hennar spönnuđu ađeins 6 ár,  1963-1969.  Ţeim mun merkilegra og skemmtilegra er ađ fólk sé ađ hlusta á Bítlana 2019.  Hvađ varđ um allar hinar hljómsveitirnar sem tröllriđu markađnum á sama tíma og Bítlarnir: Love,  Iron Butterfly,  Crazy World of Arthur Brown,  Soft Machine,  Them,  Strawbs...?

      


Bítlalögin sem John Lennon hatađi

".  .

  Bítillinn John Lennon var óvenju opinskár og hreinskiptinn.  Hann sagđi undanbragđalaust skođun sína á öllu og öllum.  Hann var gagnrýninn á sjálfan sig ekki síđur en ađra.  Ekki síst lög sín.  Hann hafđi óbeit á mörgum lögum Bítlanna - ţó hann hafi sćtt sig viđ ađ ţau vćru gefin út á sínum tíma vegna ţrýstings frá útgefandanum, EMI.  Bítlarnir voru samningsbundnir honum til ađ senda frá sér tvćr plötur á ári og einhverjar smáskífur.  Til ađ uppfylla samninginn leyfđu Bítlarnir lögum ađ fljóta međ sem voru uppfyllingarefni - ađ ţeirra mati.

  Ađ sögn gítarleikarans George Harrison litu ţeir Ringo og Paul alltaf á John sem leiđtoga hljómsveitarinnar - ţrátt fyrir ađ stjórnsami og ofvirki bassaleikari Paul McCartney hafi ađ mörgu leyti stýrt Bítlunum síđustu árin eftir ađ umbođsmađurinn Brian Epstein dó.   

  Paul sýndi George og trommuleikaranum Ringo ofríki ţegar ţar var komiđ sögu.  En bar lotningarfulla virđingu fyrir John.  Stofnađi ekki til ágreings viđ hann.  Ţeir skiptust á tillögum og ábendingum um sitthvađ sem mátti betur fara.  Báđir tóku ţví vel og fagnandi.  Ţeir voru fóstbrćđur. 

  Ţó komu upp nokkur dćmi ţar sem Paul mótmćlti John.  Fyrst var ţađ ţegar John dúkkađi upp međ lagiđ "She said, she said" á plötunni Revolver.  Paul ţótti ţađ vera óbođleg djöflasýra.  John fagnađi ţví viđhorfi vegna ţess ađ hann ćtlađi laginu einmitt ađ túlka sýrutripp.  Í stađ ţess ađ rífast um lagiđ stormađi Paul úr hljóverinu og lét ekki ná á sér viđ hljóđritun ţess.  Lagiđ var hljóđritađ án hans.  George spilađi bassalínuna í hans stađ.  Síđar tók Paul lagiđ í sátt og sagđi ţađ vera flott.  

  Í annađ sinn lagđist Paul - ásamt George og Ringo - gegn furđulagi Johns "Revolution #9".  En John fékk sínu fram.  Lagiđ kom út á "Hvíta albúminu".  Hann var sá sem réđi.  Samt ţannig ađ hann umbar öll ţau lög Pauls sem honum ţóttu léleg.

  Eftirtalin Bítlalög hafđi John óbeit á.  Fyrir aftan eru rökin fyrir ţví og tilvitnanir í hann. 

1   It´s Only Love (á plötunni Help) - "Einn af söngvum mínum sem ég hata.  Glatađur texti."

2   Yes it Is (smáskífa 1965) - "Ţarna reyndi ég ađ endurtaka leikinn međ lagiđ This Boy.  En mistókst.

3   Run For Your Life (á Rubber Soul).  - "Uppfyllingarlag.  Enn eitt sem mér líkađi aldrei.  George hefur hinsvegar alltaf haldiđ upp á ţetta lag."

  And Your Bird Can Sing (á Revolver).  - "Enn ein hörmung.  Enn eitt uppfyllingarlagiđ."

5   When I m Sixty-Four (á Sgt. Peppers...) - "Afalag Pauls.  Ég gćti aldrei hugsađ mér ađ semja svona lag." 

6   Glass Onion (á Hvíta albúminu) - "Ţetta er ég ađ semja uppfyllingarlag"

7   Lovely Rita (á Sgt. Peppers...) - "Ég kćri mig ekki um ađ semja lag um fólk á ţennan hátt."

8   I ll Get You (á 4ra laga smáskífu 1963) - "Viđ Paul sömdum ţetta saman en lagiđ var ekki ađ gera sig."

9   Hey Bulldog (á smáskífu 1967) - "Góđ hljómgćđi á merkingarlausu lagi."

10  Good Morning, Good Morning (á Sgt. Peppers...) - "Einskonar bull en samt falleg orđ.  Uppfyllingarlag."

11  Hello, Goodbye - John var mjög ósáttur ţegar EMI gaf ţetta lag út á smáskífu.  Honum ţótti ţađ ekki ţess virđi.

12  Lady Madonna (á smáskífu 1968) - "Gott píanóspil sem nćr ţó aldrei flugi."

13  Ob-La-Di Ob-La-Da (á Hvíta albúminu) - Paul vildi ólmur ađ ţetta lag yrđi gefiđ út á smáskífu.  John tók ţađ ekki í mál.   

14  Maxwells Silver Hammer (á Abbey Road) - John leiddist ţetta lag svo mikiđ ađ hann harđneitađi ađ taka ţátt í hljóđritn ţess.  Engu ađ síđur sagđi hann ţađ vera ágćtt fyrir hljómsveitina ađ hafa svona léttmeti međ í bland.  Ţannig nćđu plöturnar til fleiri.     

15  Martha My Dear (á Hvíta albúminu) - John leiddist ţetta lag.  Samt ekki meira en svo ađ hann spilar á bassa í ţví.

16  Rocky Racoon (á Hvíta albúminu) - "Vandrćđalegt!"

17  Birtday (á Hvíta albúminu) - "Drasl!"

18  Cry Baby Cry (á Hvíta albúminu) - "Rusl!"

19  Sun King (á Abbey Road) - "Sorp!"

20  Mean Mr. Mustard (á Abbey Road) - "Óţverri sem ég samdi í Indlandsdvölinni."

21  Dig a Pony (á Let it be) - "Enn ein vitleysan.  Ég var í orđaleik og ţetta er bókstaflega rugl."

22  Let It Be (á Let it be) - "Ţetta lag hefur ekkert međ Bítlana ađ gera.  Ég skil ekki hvađ Paul var ađ pćla međ ţessu lagi."  

  Rétt er ađ taka fram ađ John skipti oft um skođun á flestum hlutum.  Líka á Bítlalögum.  Til ađ mynda er til upptaka ţar sem hann hrósar Let It Be sem glćsilegu lagi.  Ţetta fór dálítiđ eftir dagsforminu;  hvernig lá á honum hverju sinni.   

   


Hvađ ef John og Paul hefđu aldrei kynnst?

  1956 var litla enska hafnarborgin Liverpool "slömm".  Margir Englendingar neituđu ađ viđurkenna Liverpool sem hluta af Englandi.  Ţetta ár bankađi 14 ára gutti,  Paul McCartney, hjá 16 ára bćjarvillingnum John Lennon.  Bauđ sig fram sem gítarleikara, söngvara og lagahöfund í hljómsveit Johns,  The Querrymen.  Ţarna varđ til öflugasta tvíeyki sögunnar. Frábćrt söngvapar,  hugmyndaríkir flytjendur og djarfir tilraunakenndir útsetjarar sem toguđu og teygđu tónlist lengra og víđar en áđur ţekktist.

  The Querrymen breyttust í The Beatles.  Á íslensku alltaf kallađir Bítlarnir.  Bítlarnir frá Liverpool rúlluđu heimsbyggđinni upp eins og strimlagardínu.  Allt í einu urđu Liverpool og England ráđandi forysta í dćgurlagamarkađi heimsins. 

  Pabbi Johns,  Freddie Lennon,  var söngvari,  söngvaskáld og banjoleikari.  Mamma Johns var líka banjoleikari og píanóleikari.  John ólst ekki upp hjá ţeim en erfđi frá ţeim tónlistarhćfileika.  Ţegar plötufyrirtćkiđ EMI gerđi útgáfusamnning viđ Bítlana var ţađ munnhörpuleikur Johns sem heillađi upptökustjórann,  George Martin, umfram annađ. 

  Pabbi Pauls lagđi hart ađ honum ađ fara í markvisst tónlistarnám.  Rökin voru:  "Annars endar ţú eins og ég;  ađ spila sem láglaunamađur á pöbbum."  En Paul valdi ađ lćra sjálfur ađ spila á gítar og píanó. 

  Foreldrar George Harrison eru sagđir hafa veriđ góđir söngvarar.  Mamma hans er skráđ međhöfundur "Piggies" á Hvíta albúminu.

  Ringó Starr ólst upp á tónlistarheimili.  Ţar var allt fullt af hljóđfćrum af öllu tagi.  Hann hélt sig viđ trommur en getur gutlađ á píanó og gítar.

  Synir allra Bítlanna hafa haslađ sér völl sem tónlistarmenn.  Zak Starkey,  sonur trommuleikarans Ringos,  hefur vegnađ vel sem trommuleikari The Who og Oasis.  Eldri sonur Johns,  Julian,  kom bratt inn á markađ 1984 međ laufléttu alltof ofunnu reggí-lagi um pabba sinn,  "Too Late for goodbyes".  Ţetta var á skjön viđ vinnubrögđ Johns sem gengu út á hráleika.  Síđan hefur hvorki gengiđ né rekiđ hjá Julian - fremur en hjá öđrum sonum Bítlanna ađ Zak undanskildum.  Vegna frćgđar Bítlanna hafa synir ţeirra forskot á ađra í tónlistarheimi.  Ţrátt fyrir ađ ţeir séu alveg frambćrilegir tónlistarmenn ţá vantar upp á ađ tónlist ţeirra ađ heilli nógu marga til ađ skila lögum ţeirra og plötum inn á vinsćldalista. 

  Niđurstađan er sú ađ ef John og Paul hefđu ekki kynnst ţá hefđu ţeir ekki náđ árangri út fyrir Liverpool-slömmiđ.  Lykillinn ađ yfirburđum ţeirra á tónlistarsviđinu lá í samstarfi ţeirra.  Hvernig ţeir mögnuđu upp hćfileika hvors annars.

  John var spurđur út í samanburđ á Bítlunum og The Rolling Stones.  Hann svarđi eitthvađ á ţá leiđ ađ Rollingarnir vćru betri tćknilega.  Ţeir vćru skólađir.  Bítlarnir vćru amatörar.  Sjálflćrđir leikmenn.  En spjöruđu sig.  Svo bćtti hann viđ:  Ţegar heildarútgáfa á flutningi á Bítlalögum er borin saman viđ flutning annarra ţá hallar ekki á Bítlana.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband