Færsluflokkur: Lífstíll

Karlinn sem reddar hlutunum

  Þúsund þjala smiðurinn er ómissandi í hverju þorpi;  þessi sem reddar hlutunum snöfurlega.  Enginn hlutur er svo bilaður að reddarinn kippi honum ekki í lag á mínútunnni.  Hann þarf ekki annað en skima í kringum sig eitt augnablik til að koma auga á nothæfan varahlut.

  Heimafyrir bera flestir hlutir þess merki að reddarinn hafi farið um þá höndum.  Þegar pulla í sófasettinu ónýtist kemur eldhússtóll að góðum notum.

kallinn sem reddar sófasettinu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Veggklukkan fellur í gólfið og brotnar.  Þá er minnsta málið að teygja sig í vélritunarblað og tússpenna.  Klukkan er sem ný. 

kallinn sem reddar veggklukku

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Slökkvitækið í sameigninni tæmist.  Vatnsflaska gerir sama gagn.

kallinn sem reddar slökkvitæki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hliðarspegillinn á fína jeppanum brotnar.  Þá er gott að eiga handspegil og límband.

kallinn sem reddar hliðarspegli

 


Lífstíll skiptir öllu máli

  Svissneskir karlar lifa lengur en aðrir karlar.  Íslendingar eru í hópi langlífustu þjóða.  Mataræði skiptir máli í mögulega langri ævi.  Óhollur matur,  sykur og hvítt hveiti skerða lífsgæði og ævilengd.  Eiturlyfjaneysla og keðjureykingar líka.  Einnig lífstíll að öðru leyti,  svo sem hreyfingarleysi og flótti frá sólarljósi.  

  Þetta er mismunandi á milli þjóða.  Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er lífshættulegt að verða á vegi lögreglu.  Samskipti við hana kosta hátt á annað þúsund manns lífið á ári.  Góður fjöldi til viðbótar á um sárt að binda eftir að hafa orðið á vegi lögreglunnar.  Menn auka lífsgæði sín og lífslíkur með því að forðast lögregluna,  hermenn og þess háttar.  


mbl.is Þúsund látist af völdum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk hjarðhegðun

  Íslendingar eru hópsál.  Auðteymd í allar áttir.  Hjarðhegðun einkennir þjóðarsálina.  Þegar ný verslun er opnuð þarf ekki mikið til að smala hjörðinni í hús.  Ókeypis kleinuhringur eða 5% afsláttur á fimm stykkjum af skrúfjárni dugir.  Biðröð myndast degi fyrir opnun.  Hjörðin bíður ofan í svefnpoka eftir opnun búðarinnar.  Þeir fremstu í röðinni upplifa sig sem hetjur.  Ekki ætla ég að kalla þá eitthvað annað.  

 Þegar ekki er um opnun á nýrri verslun að ræða þá dugir til að mynda bílaumboði að auglýsa ókeypis kaffisopa.  Þá myndast örtröð.  Ef auglýstar eru ókeypis kleinur með þá bruna menn frá Keflavík,  Borgarnesi og Selfossi til Reykjavíkur.      

  Ég rakst á kunningja frá Hveragerði sem gerði sér ferð í bæinn.  Ástæðan var sú að IKEA auglýsti smakk á smákökum.  Smakkið átti að hefjast klukkan 13.00.  Vinurinn náði ekki að mæta fyrr en 13.30.  Þá var ekki byrjað að gefa smakk.  Einhver bið var í það.  Hvergerðingurinn var gráti nær yfir þessum "svikum".

  Ég benti honum á að aksturinn til og frá Hveragerði kostaði hann sennilega á annað þúsund kr.  Fyrir þann pening gæti hann keypt í næstu matvörubúð 100 eða 200 smákökur í stað þessarar einu smáköku sem hann ætlaði að smakka í IKEA.

  Hann horfði ringlaður á mig í nokkrar sek.  Svo muldraði hann um leið og hann settist upp í jeppann og ók á brott:  "Þær eru náttúrulega ekki nýbakaðar."

smákaka

   


mbl.is Fyrstu mættu í röðina í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaðar ljósmyndir

  Fátt er skemmtilegra að skoða en magnaðar ljósmyndir.  Hér eru nokkur sláandi dæmi:

magnaðar myndir - 140 ára skjaldbaka með 5 daga unga

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ef vel er að gáð má sjá 5 daga unga - eins og húfu - á höfði 140 ára skjaldböku.

magnaðar myndir - flogið yfir Íslandi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flogið yfir Ísland.

magnaðar myndir - new york

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  New York í þoku.

magnaðar myndir - endinn á Kínamúrnum

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þarna endar Kínamúrinn.

magnaðar myndir - hótelherbergi í útlöndum

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hótelherbergi í útlöndum.

magnaðar myndir - röngen af 450 kílóa konu

 

 

 

 

 

 

 

  Röntgen-mynd af 450 kílóa dömu.

magnaðar myndir - sandstormur í Phoinx

 

 

 

 

 

 

 

 

  Sandstormur augnabliki áður en hann leggur undir sig Phoenix.

 


Hvergi sér fyrir enda á flóttamannastraumnum

flóttafólk

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ört vaxandi straumur flóttafólks flæðir yfir alla Evrópu.  Jafnvel fleiri heimsálfur ef vel er að gáð.  Þessi þróun hefur þegar skapað ótal vandamál af öllu tagi.  Sífellt bætast fleiri vandamál í hópinn.  Bara á þessu ári - á fyrstu níu mánuðum þess - hafa hátt á fjórða þúsund Íslendingar flutt til útlanda.  Flúið skuldabagga,  vaxtaokur,  húsnæðisvandræði,  spillingu,  brostnar vonir og hringlandahátt.  Meðal annars með reisupassa.

  Uppistaðan af íslenska flóttamannastraumnum er ungt fólk.  Kraftmikið, atorkusamt og vel menntað.  Það er gríðarlegt tjón fyrir þjóðfélagið að missa flóttafólkið út úr íslenska atvinnumarkaðnum.  Þetta hefur þegar skapað illvígan skort á iðnaðarmönnum.  Þetta er vinnandi fólk sem á í heilbrigðu þjóðfélagsástandi að standa undir ellilífeyrisgreiðslum, rekstri hjúkrunarheimila og allskonar.

  Eina ráðið til að stoppa upp í götin er að lokka með einhverjum ráðum til Íslands fólk frá öðrum löndum.  

 


mbl.is Fjöldi Íslendinga flytur úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snöfurleg vinnubrögð lögreglu til fyrirmyndar

  Stórhættulegur útlendur glæpamaður reyndi í vetrarbyrjun að kaupa flugmiða hérlendis handa aldraðri móður sinni.  Við fyrstu atrennu reyndi hann að greiða fyrir miðann með stolnu greiðslukorti.  Það gekk ekki.  Þá var þrautalending að borga með reiðufé (Johnny Cash).  

  Lögreglan hafði snör handtök og færði glæpamanninn í járn.  Það lá ljóst fyrir að hann var allt að því raðflugmiðakaupandi með illa fengið fé í höndum.  Til að hindra frekari kaup á flugmiðum var hann umsvifalaust færður í gæsluvarðhald.  Héraðsdómur og hæstiréttur höfðu fullan skilning á alvarleika málsins.

  Við leit í hýbýlum glæpamannsins kom í ljós að hann hafði stolið skyrtubolum.  Greinilegt var að hann hafði undirbúið glæpinn. Það sást á því að hann hafði keypt herðatré.  Sömuleiðis blasti við einbeittur brotavilji því að skyrtubolum var stolið frá fleiri en einni fataverslun.  Þetta er raðskyrtubolaþjófur.

 Í gæsluvarðhaldi hefur glæpamaðurinn ekki möguleika á að brjóta á fleirum.  Öllu máli skiptir að engum stafi hætta af honum. Þegar og ef hann losnar úr gæsluvarðhaldi tekur við farbann.  Það má aldrei gerast að skyrtubolaþjófur geti montað sig af bjórsötri á leið til útlanda í flugstöð í Sandgerði - á meðan glæpaferill hans er til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum.  

----------------------------------------------------

krútt dagsins  

  


mbl.is Handtekinn er hann keypti flugmiða handa móður sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Þorleifs og arfur

  Hér fyrir neðan má finna hlekk á fyrri bloggfærslur mínar um Jón Þorleifsson,  rithöfund og verkamann.  Þar er tíundað ósætti Jóns við ættingja sína.  Það var einhliða af hálfu hans.  Á síðustu æviárum sniðgekk hann ættingja sína með öllu.

  Svo gerðist það að bróðir hans féll frá.  Jón taldi það ekki koma sér við.  Það olli vandræðum varðandi dánarbúið.  Bróðirinn var einhleypur og barnlaus.  Jón var einn af hans nánustu ættingjum og erfingjum.  Jón vildi ekkert af dánarbúinu vita.  Það var sama hvort að ættingjar eða skiptastjóri dánarbúsins hringdu í Jón.  Hann skellti tólinu á þá um leið og þeir kynntu sig.

  Þetta tafði um margar vikur að hægt væri að ganga frá dánarbúinu.  Að lokum bankaði upp hjá Jóni ungur maður giftur frænku Jóns.  Hann var með lausnir á vandamálinu sem Jón sættist á.  Tilbúna pappíra um að Jón afsalaði sér sínum hluta af arfinum.  Gott ef ekki var framsali til einhvers tiltekins góðgerðarfélags.  

  Þegar Jón sagði mér frá þessu - alvarlegur á svip - orðaði hann það þannig:  "Ég gat ekki annað en tekið vel í erindi þessa unga manns.  Hann virtist vera nokkurn veginn í lagi.  Enda er hann ekkert skyldur mér."

------------------------------------------------------------------------------

  Tekið skal fram að ég þekki til margra ættingja Jóns.  Þeir eru mikið úrvals fólk í alla staði.

  Fleiri sögur af Jóni HÉR

jón þorleifs 2  

 


Varasamar vídeóleigur

  Allir eru utan við sig af og til.  Kannski er einhver stigsmundur á milli einstaklinga á því sviði.  Kannski kippir fólk sér mismikið upp við það að vera utan við sig.  Sumir taka varla eftir því þó að þeir séu meira og minna utan við sig alla daga.  Aðrir taka það mjög nærri sér.  Þeim hættir til að velta sér upp úr því með áhyggjusvip.

  Rannsóknir hafa leit í ljós að unglingar eru alveg jafn oft utan við sig og eldra fólk.  Þá erum við ekki að taka með í dæmið alvarleg elliglöp á borð við alzæmer.

  Fyrir mörgum árum tilkynnti vinur minn - eldsnemma að morgni - lögreglu að bíl hans hafi verið stolið um nóttina.  Hann hringdi jafnframt í mig og sagði tíðindin.  Alla næstu hálftíma fram að hádegi hringdi hann í mig með kenningar um bílstuldinn.  Hann var sannfærður um að bíllinn yrði seldur í varahluti.  Næst var hann sannfærður um að bíllinn hafi verið fluttur til Vestmannaeyja.  Og svo framvegis.  

  Síðasta símtalið þennan dag kom um hádegisbil.  Lögreglan fann bílinn.  Hann stóð fyrir utan myndbandaleigu í göngufæri frá heimili mannsins.  Gátan var ekki flóknari en það að hann hafði tekið sér þar myndbandsspólu á leigu kvöldið áður.    

 


mbl.is Gleymdi barninu á vídeóleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósmyndir af börnum sem urðu síðar heimsfræg

  Sumir halda því fram að það sé hægt að sjá af ljósmyndum af börnum hver verði "stjarna" (fræg afreksmanneskja) á fullorðinsárum.  Kannski er það óskhyggja einhverra.  Kannski er það eitthvað sem miðlar draga fram og benda á í tæka tíð (fremur en löngu síðar)

  Hér eru nokkur dæmi:

Björk

Bjork1

 

 

 

 

 

 

 

 

  John Lennon 

JOhn-Lennon

  David Bowie

David-Bowie

 James Hetfield (Metalica)

James-Hetfield

 Zack De La Rocha (Rage Against the Machine)

Zach-de-la-Rocha

 Boy George

Boy-George

 

 

 

 

 

 

 

 

 Jim Morrison (Doors)

Jim-Morrison

 

Kurt Cobain (Nirvana)

Kurt-Cobain

 Nína Simone

Nina-Simone

 Marilyn Manson

Marilyn-Manson

Janis Joplin

Janis-Joplin (1)

 Patti Smith

Patti-Smith (1)


Hvaða þjóðir hafa það best?

  Hvaða þjóðir búa við besta heilsu?  Eða njóta mest fjárhagslegs öryggis?  Eða eru hamingjusamastar?  Eða þurfa síst að óttast glæpi?  Breska tímaritið Business Insider hefur svarið.  Það ber fyrir sig rannsókn og niðurstöðu The Legatum Institute.  

  Niðurstaðan kemur ekki á óvart.  Sú þjóð sem toppar listann er Norðmenn.  Ekki í fyrsta skipti.  Niðurstaðan er samhljóða hliðstæðum rannsóknum margra annarra stofnana og fjölmiðla síðustu ár. Svo eru þeir sprækir í rokkinu.  

  Toppsæti Norðmanna er svo sjálfgefið að það er ekki fréttnæmt.  Eiginlega ekki heldur annað sætið.  Það fellur í skaut Svisslendinga.  Þjóðarinnar sem beitir þjóðaratkvæðagreiðslum oftar en allir aðrir. Með þessum árangri.  Það er ekki tilviljun að svissneskir karlar lifa lengst allra í heiminum.

  Í 3ja sæti eru Danir.  Þar munar nokkru um að þeir eru almennt betur menntaðir en aðrar þjóðir.  Svo eru þeir "ligeglad" og hafa það assgoti gott.  

  Í 4ða sæti eru Nýsjálendingar.  Toppa allar þjóðir utan Evrópu.  Þar býr tónlistarkonan flotta Hera.

  Í 5. sæti eru Svíar.  Þeir gefa Norðmönnum lítið sem ekkert eftir í rokkinu. Það telur.

  Í sjötta sæti eru Kanadabúar.  "Land of the free".  

  Í sjöunda sæti eru Ástralir.  Þökk sé háu menntunarstigi.

  Í áttunda sæti eru Hollendingar.  Þeir búa við gott heilbrigðiskerfi,  persónufrelsi og góða menntun.

  Í níunda sæti eru Finnar.  Þeir hafa náð sér bærilega á strik eftir vonda kreppu fyrir nokkrum árum.

  Í 10. sæti eru Írar.  Þeir hafa þó glímt við efnahagslegar þrengingar.  En eru að standa sig.

  Það er ekki ástæða til að fara yfir öll sæti sem spanna hátt í tvöhundruð.  Látum nægja að tiltaka Íslendinga í 12. sæti.  Við búum við persónufrelsi og friðsæld.    

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband