Færsluflokkur: Ferðalög

Auðvelt að verjast bílaflakki

  Algengt er að bílar fari á flakk.  Þeir renna burt.  Þeir fjúka burt.  Þeir fljúga burt.  Þeim er stolið.  Það er til einföld aðferð sem kemur í veg fyrir öll slík óhöpp.  Aðferðin felst í því að leggja við ljósastaur eða aðra jarðfasta hluti og tjóðra bílinn rækilega við þá.  Til að mynda með því að kaupa ódýran reiðhjólalás.  Einhverjum kann að finnast það vera haldlítil vörn gegn bílaþjófum.  Auðvelt er að klippa reiðhjólalás í sundur.  Málið er að bílaþjófar eru heimskir.  Þeir fatta þetta ekki og sniðganga tjóðraða bíla.

  Það er líka hægt að bora með steinbor í malbikið og festa bílinn með böndum.

bill_festur_ni_ur.gif

bill_tjo_ra_ur.jpglitill_bill_me_storum_las.jpg


mbl.is Bíll flaug á hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anna Marta og fjölskyldugrafreiturinn á Hesteyri

AnnaMarta

  Anna Marta á Hesteyri var ekki aðeins náttúrubarn.  Mikið náttúrubarn.  Hún var einnig barn að sumu öðru leyti.  Ekki samt nævisti.  Alls ekki.  Móðir hennar var sérlunduð og eiginlega ekki alveg heil heilsu.  Hún talaði iðulega barnamál við Önnu fram eftir öllu.  Það leiddi til þess að Anna var með einkennilegan framburð.  Til að mynda sagði hún r þar sem á að vera ð í orðum.  Fyrir bragðið var hún af sumum þekkt undir nafninu Anna "góri minn". 

  Þó að Anna yrði dálítið stór og mikil um sig er hún fullorðnaðist hélt móðir hennar þeim sið að láta hana setjast á hné sér og greiddi henni eins og lítilli stelpu.  Hár Önnu var krullað og úfið og þolinmæðisverk að greiða það.

  Anna var jafnan jákvæð og ljúf.  Hún átti það samt til að snöggreiðast af litlu tilefni eins og óþekkt barn.  Þá hækkaði hún róm og varð verulega æst.  Eitt sinn er hún var í heimsókn hjá mér barst tal einhverra hluta vegna að Gvendi Jaka.  Ég lét einhver neikvæð orð um hann falla.  Það fauk svo í Önnu að hún spratt á fætur og hrópaði eða eiginlega hvæsti á mig að Guðmundur Jaki væri góður maður.  Í önnur skipti átti hún það til að æsa sig í símtölum vegna - svo dæmi sé tekið - þess að einhver hafði gagnrýnt Vigdísi fyrrverandi forseta. 

  Á Hesteyri er fjölskyldugrafreitur.  Þar hvíla meðal annars afi minn og amma.  Afi minn og faðir Önnu voru bræður.

  Eitt sinn áttu frændi minn og kona hans leið um Austfirði.  Þau ákváðu að heilsa upp á Önnu dagspart og skoða leiði afa okkar og ömmu.  Leiði þeirra reyndist vera í niðurníðslu,  eins og frændi minn reyndar vissi af áður.  Þess vegna mætti hann á Hesteyri með blóm til að gróðursetja á leiðin.  Jafnframt sló hann gras á leiðunum,  snyrti þau,  rétti af legsteina,  pússaði þá, snurfusaði og gerði leiðin afskaplega fín. 

  Þetta varð margra klukkutíma vinna.  Að henni lokinni kvöddu frændi og konan hans Önnu og hugðust halda áfram för.  En þá snöggfauk í Önnu.  Henni þótti það vera ósvífni af versta tagi að snyrta tvö leiði og skilja önnur útundan í niðurníðslu.  Anna var svo reið og sár og æst að frændi og kona hans neyddust til að breyta ferðaáætlun með tilheyrandi óþægindum og framlengja dvöl á Hesteyri um annan dag til að snyrta og snurfusa allan fjölskyldugrafreitinn þangað til Anna varð sátt.       

  Fleiri sögur af Önnu á Hesteyri:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1283923/


Óhefðbundið

  Sumir ökumenn fara í hvívetna eftir umferðarlögum.  Þeir leggja til að mynda bílnum einungis í lögleg bílastæði.  Það er hefðbundin hegðun.  Aðrir reyna þetta en tekst ekki alltaf sem best upp.  Enn aðrir fara óhefðbundnar leiðir.  Þeir búa til sínar eigin reglur eftir hentugleika.  Það eru þeir sem eiga dýrustu fjölskyldubílana.  Frumleiki þeirra vekur hvarvetna undrun og hrifningu.

bíl illa lagt Ö

  Þessi notar alltaf spil á vörubíl til að leggja fjölskyldubílnum snyrtilega í holur sem hann hefur áður grafið.

illa lagt í stæði G

  Fjölskyldumenn sem ólust upp með heimilisdýrum umgangast bíla sína eins og lifandi verur.  Eftir langa ökuferð leggja þeir bílinn á hliðina.  Það er til að leyfa honum að hvílast.  Jafnframt brynna þeir honum um leið.

illa lagt bíl - ofan á tré

  Örfáir ökumenn kunna þá list að leggja ofan á trjám.  Það er svo að bílinn renni ekki úr stæðinu.  

bíl illa lagt Æ

  Fleiri reyna að leggja á ljósastaur.  Það tekst sjaldnast vel.   Vænlegra er að leggja á vegrið.      

illa lagt bíl-mynd 1


mbl.is 30 milljarðar á ári í umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fyrir lofthrædda!

  Flestir eru lofthræddir.  Það er nauðsynlegur hluti af varnarviðbrögðum manneskjunnar.  Í genum okkar er mörg þúsund ára reynslubanki með upplýsingum um að vont sé að falla úr mikilli hæð.  Sumir nýta sér lofthræðslu til að láta líkamann framleiða adrenalín.  Það er einskonar dóp sem gefur fólki adrenalínkikk.  Þessi mynd er frá Reyðrók í Færeyjum:

ekki fyrir lofthrædda-1-Reyðarók í Færeyjum

  Þarna lætur fólk sig síga niður í rúm sem það sefur í.  Þannig upplifir það sterkt að vera úti í náttúrunni:

ekki fyrir lofthrædda129

  Hér glanna menn á snjóhengju í Frakklandi:

ekki fyrir lofthrædda - Frakkland

  Þessi vegur er í Dýrafirði.  Sumir kjósa fremur að labba þessa leið heldur en sitja í bíl:

ekki fyrir lofthrædda-í Dýrafirði

  Hér er ró og hér er friður.  Hér er gott að tjalda og hvíla sig.

ekki fyrir lofthrædda - áningastaður


Einfalt og ódýrt að laga gallað malbik

  Vegagerðin og allskonar lið er í rosalegum vandræðum með ýmsa dularfulla hluti sem hrjá stundum vegi víða um land.  Það veit enginn hvernig þetta gerist.  Ennþá síður vita menn hvað skal til ráða.  Þetta er mjög vandræðalegt ástand.  Það lýsir sér þannig að það er eins og vegunum blæði eða þeir gráti.  Eitthvað losnar af vegunum og eltir bíla langar leiðir.  Jafnvel þó aðeins sé skroppið stutta leið.  Í verstu tilfellum er eins og smáar og snyrtilegar rifur myndist í malbikinu. 

  Það er til ráð.  Þökk sé íslenska flugdólgnum að ráðið fannst.  Vegagerðir erlendis eru þegar farnar að nota grípa til þess með góðum árangri.  Það eina sem þarf að gera er að líma veginn saman með pökkunarlímbandi.

limt_malbik.jpg  


mbl.is Dularfullar blæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta tískuæðið

flugdólgurGuðmundur Karl Arnþórsson límdur við staurguðmundur karl arnþórsson límdur við fánastöng

  Gangnam Style dansinn (og lagið) var skæðasta tískubylgja síðasta árs.  Nú hefur nýtt æði gripið um sig og fer um heiminn eins og stormsveipur.  Það er kennt við íslenskan flugdólg.  Sá er orðinn þekktasti flugdólgur gervallrar veraldarinnar og þar með sérkennileg auglýsing fyrir Ísland.  Það mun væntanlega skila sér í auknum ferðamannastraumi til Íslands.

  Myndir af íslenska flugdólgnum hafa þegar reynst límbandsframleiðendum öflugur söluhvati.  Sala á pökkunarlímböndum hefur rokið upp.  Það er komið í tísku að fólk lími sjálft sig eða aðra.  Myndir af útkomunni flæða yfir Fésbókina.

límd niðurtapedduct-tapedbondageKid-Duct-tapedlímdchantelle___mummified_and_duct_tapedhandlímdurlímdur á staurönnur hendin límd fösttapedtoatreeNo-NailsDavid-Letterman-with-duct-Taped-Children-58433

  Sjónvarpsþáttastjórinn David Letterman býður áhorfendum sínum upp á daglegt límbandsgrín.  Hér hefur hann látið líma börn á hurðir að því er virðist (reyndar eru þetta aðeins ljósmyndir af börnum.  Annars fengi David kæru á sig og leiðindi).

  Fleiri gera grín.  Einn límdi nestið sitt á hausinn:

límt brauð

  Annar límdi keðjusögina sína:

keðjusög

  Enn einn límdi bjórdósina sína:

bjórdós

  Sumir líma leikfangadýr:

límdur fugl


Kynnisferðir með óvænt útspil

rúta-2 

  Fyrir nokkrum dögum kom ég í flugvél frá útlandinu.  Óvenju fáir farþegar voru í flugvélinni.  Kannski tíu eða fimmtán eða eitthvað svoleiðis.  Eftir að hafa skoðað mig um í Fríhöfninni og freistast til að kaupa þar eitt og annað skokkaði ég léttilega út í Flugrútuna.  Aðrir farþegar fóru út í sinn eigin bíl eða í aðra bíla sem biðu þeirra.  Ég var sá eini sem fór í Flugrútuna.

  Bílstjóri rútunnar spurði mig að því hvort ég væri á hraðferð.  Þetta var um miðja nótt og ég ekkert að flýta mér neitt.  Þá sagði bílstjórinn:  "Það var önnur flugvél að lenda.  Ef ég hinkra eftir farþegum úr henni þá leggjum við af stað eftir 20 - 30 mínútur.  Til að vega upp á móti þeirri bið get ég skutlað þér heim í hlað þar sem þú býrð.  Þú þarft þá ekki að eltast við leigubíla og sparar þér leigubílakostnaðinn.  Að auki sleppi ég þér við að borga 2000 króna fargjald með rútunni.  Ef þig hinsvegar langar til að við brunum strax í bæinn þá get ég lagt af stað núna.  Þá tekur rútan þarna hina farþegana.  Þú bara ræður og segir til."

  Ég valdi fyrri kostinn.  Það var notalegt að vera skutlað heim að dyrum.  Það var líka góð tilfinning að spara rútukostnað og leigubílakostnað.  Gott ef það var ekki líka góð tilfinning að spara Flugrútunni kostnað við það að keyra með aðeins einn farþega til Reykjavíkur.

  Út af fyrir sig hefði bílstjórinn ekkert þurft að semja við mig.  Hann hefði getað látið duga að tilkynna mér að rútan legði af stað eftir 20 - 30 mínútur.  Kannski hefði ég orðið smá óhress.  En ég var ekki í sterkri samningsstöðu til að mótmæla því.  Það var til fyrirmyndar að bjóða mér þennan höfðinglega kost.  Kynnisferðir eru að standa sig.  Viðskiptavild fyrirtækisins hjá mér er mun stærri í ár en áður. 

  Ljósmyndin frábæra er birt með leyfi höfundar,  Kristjáns Jóhanns Bjarnasonar.      


Færeyskur brandari

  Færeyskir brandarar eru örlítið öðru vísi en íslenskir brandarar.  Færeysku brandararnir eru stuttir og iðulega smá orðaleikur.  Oft snúa þeir að Dönum.  Hér er einn: 

  Dönsk fjölskylda fékk í heimsókn Englending.  Danska húsfrúin tilkynnti:  "We will serve fishing balls for a dinner."  Englendingurinn:  "I didn´t know the fish has balls."


Einnar konu maður - framhald

  Einnar konu maðurinn, sem bloggfærsla gærdagsins sagði frá (http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1276138/),  var skemmtilega hvumpinn.  Honum hætti til að taka hlutum illa og brást þá harkalega við.  Dæmi um það var árekstur á milli hans og eldri hjóna sem einnig dvöldu á hótelinu.  Forsagan er sú að gríski einnar konu maðurinn spjallaði reglulega við börn sín og konu í gegnum tölvu snemma morguns,  kannski klukkan hálf átta til átta eða svo.  Þetta gerði hann í opinni setustofu í útskoti á ganginum.  Sennilega var netsamband fartölvunnar best þar.  Að minnsta kosti söfnuðust gestir iðulega þangað með fartölvurnar sínar á kvöldin.  

  Þegar Grikkinn ræddi við fjölskyldu sína í gegnum tölvuna þá hækkaði hann röddina töluvert.  Herbergi eldri hjónanna var staðsett við setustofuna.  Einn morgun kom konan fram í herbergisdyrnar og sussaði á Grikkjann.  Bað hann um að taka tillit til þess að hótelgestir væru almennt ennþá sofandi á þessum tíma sólarhrings.

  Það snöggfauk í Grikkjann.  Hann öskraði á konuna að gamalt fólk hefði ekkert að gera á hótelum.  Það ætti að gista heima hjá ættingjum eða vinum í stað þess að flækjast fyrir yngri hótelgestum með stöðug leiðindi.  "Komið ykkur í burtu héðan,  skrattans gamlingjar!"

  Gamla konan hrökk aftur inn í herbergið sitt og lokaði dyrunum.  Grikkinn hrópaði á dyrnar endurteknar skammir.  Síðar um daginn sagði hann mér að "gömlu svínin" hefðu klagað sig og hótelstýran bannað sér að tala hátt á morgnana.  Hann var afar ósáttur við gömlu hjónin.

  Eftir þetta hætti Grikkinn að taka undir kveðju gömlu hjónanna þegar þau urðu á vegi hans.  Þess í stað sendi hann þeim hatursfullt augnráð.

  Nokkrum dögum síðar rak hótelstýran Grikkjann af hótelinu.  Mér tókst ekki að fá upplýsingar um ástæðuna.  Ég spurði stýruna út í það síðar en hún sagðist ekki ræða mál einstakra gesta.  Það eina sem ég veit um þetta er að ég heyrði Grikkjann hrópa æstan mjög frammi á gangi.  Hótelstýran talaði of lágt til að ég heyrði hvað hún sagði í deilu þeirra.  Hinsvegar heyrði ég Grikkjann öskra:  "Af hverju sagðir þú mér þetta ekki í gær?  Hringdu á lögguna!  Þú heldur að þú sért rosalega gáfuð!  Ég átti hund sem var tvöfalt gáfaðri en þú!  Ég slátraði honum.  Hann var svo heimskur!"  

         


Einnar konu maður

  Á sama hóteli og ég dvaldi á í Stokkhólmi í Svíþjóð yfir jól og áramót bjó grískur maður.  Hann á sænska konu.  Hún og börn þeirra búa þarna í nágrenninu í Stokkhólmi.  Maðurinn var duglegur að heimsækja fjölskyldu sína og ræddi einnig oft og tíðum við hana í gegnum tölvu.  Það fór ekki framhjá öðrum gestum á hótelinu.  Manninum lá óvenju hátt rómur þegar þau samskipti áttu sér stað.

  Ég spurði manninn að því hvers vegna hjónin væru í fjarbúð.  Hann svaraði þungbrýnn og alvarlegur:  "Konan er mjög ruddaleg.  Hún sakar mig stöðugt um óheiðarleika,  ósannindi og framhjáhald.  Það er ekki hægt að búa við svona ósvífnar ásakanir.  Ég læt ekki bjóða mér það.  En ég elska þessa konu og vil að við verðum hjón til lífstíðar.  Ég er einnar konu maður."

  Stundum rölti maðurinn með mér á barinn.  Þá reyndi hann við hverja dömuna á fætur annarri.  Eitt kvöldið með þeim árangri að hann fór heim með einni þeirra.  Daginn eftir nefndi ég við hann að það benti til þess að flugufótur væri fyrir ásökum eiginkonunnar.  Hann varð alvörugefinn og útskýrði málið:  "Ég bað ekki um símanúmer hjá þessari konu.  Ég mun aldrei hitta hana aftur.  Þegar ég sef hjá konum úti í bæ þá nota ég alltaf smokk.  Ef þær biðja mig um símanúmer þá gef ég þeim upp vitlaust númer.  Ég vil aldrei hitta þær aftur.  Ég vil bara eiginkonu mína.  Ég er einnar konu maður."   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.