Fćrsluflokkur: Ferđalög

Furđulegur matur

  Ég hef nokkrum sinnum sótt Svíţjóđ heim.  Reyndar ađeins Stokkhólm.  Skemmtileg borg.  Góđar plötubúđir.  Góđur matur.  Víkur ţá sögu ađ sćnsku búđinni Ikea í Garđabć.  Henni er stýrt af röggsemi og útjónarsemi af Skagfirđingi.  Fyrir bragđiđ er veitingastađur Ikea í Garđabć sá vinsćlasti í heiminum.  Međal snjallra trompa er ađ bjóđa upp á fjölbreytta rétti mánađarins.  Jafnan eitthvađ gott, ódýrt og spennandi. 

  Í ţessum mánuđi er bođiđ upp á furđulegan sćnskan rétt,  kartöflubollur,  svokallađar kroppkakor.  Mér virtist sem ţćr samanstandi af hveiti og kartöflum.  Kannski smá salti. Inni í hverri bollu er smávegis af svínakjöti.  Ţćr eru löđrandi í brćddu smjöri og rjómaskvettu.  Títuberjasulta bjargar ţví sem bjarga má.  Ţetta er furđulegur matur.  Allir fyrri tilbođsréttir Ikea hafa bragđast betur.  Undarlegt ađ Svíar sćki í ţennan rétt.  Kannski er hann hollur.

  Samt.  Ţađ er alltaf gaman ađ prófa framandi mat.          

 

kroppkakor


Álit ferđamanns

  Oft er gaman ađ heyra eđa lesa hvernig útlendir ferđamenn upplifa Ísland.  Á netmiđlinum quora.com spyr ung kona frá Singapore í fyrirsögn:  "Hve dýrt er Ísland?"  Hún svarar sér:  "Stutta svariđ er mjög."

  Hún fór í 8 daga hringferđ um Ísland.  Kíkti á Vestfirđi í leiđinni.  Hún var í 5 manna hópi sem tók jeppa á leigu.  Leigan var 134.200 kall.  Hún hvetur ađra túrhesta á Íslandi til ađ ferđast saman í hópi til ađ halda kostnađi niđri.  Jafnframt hvetur hún til ţess ađ keypt sé bílatrygging.  Framrúđan í bílnum sprakk vegna steinkasts.

  Bensínkostnađur var 48.800 kr.  Á veitingastöđum kostar ađalréttur um 3660 kr. Á móti vegur ađ bensínsjoppur selja heitt ruslfćđi á borđ viđ pylsur, hamborgara og franskar.  Kostnađur er á bilinu 976 til 1220 kall.  Mín athugasemd:  Hiđ rétta er ađ pylsa kostar víđast á bilinu 400 - 450 kall. Kannski ţarf 2 pylsur til ađ teljast vera máltíđ?

  Daman bendir á ađ hćgt ađ kaupa samlokur í Bónus-verslunum.  Sumar álíka verslanir selji líka heitan mat.  Sennilega er hún ađ vísa til Krónunnar sem selur heitan kjúkling, sviđakjamma og ţurusteik.

  Gistikostnađur hverja nótt á mann var 9760 kall á mann. Notiđ greiđslukort,  segir hún.  Íslenskar krónur eru verđlausar utan Íslands.    

  Niđurstađa hennar:  Já, Ísland er dýrt.  En hverrar krónu virđi!  

kerry teo        

  

   


Fátćklegt jólaskraut

  Gistiheimili sem ég dvaldi á í Toronto yfir jólin er stađsett í 2ja kílómetra fjarlćgđ frá miđborginni.  Engu ađ síđur gat ég ekki ţverfótađ fyrir spennandi veitingastöđum og óspennandi verslunum af öllu tagi.  Ég tel mig lánsaman ađ hafa engan áhuga á verslunum - ef frá eru taldar matvöruverslanir sem selja vatn og dagblöđ,  svo og búđir sem selja bjór.  

  Í Toronto er bjór seldur í the Beer Store.  Viđskiptavinurinn fćr ekki ađ sjá neinn bjór ţegar mćtt er á svćđiđ.  Hann gengur ađ afgreiđsluborđi og tilkynnir afgreiđslumanneskju hátt og skýrt hvađa bjór hann vill kaupa.  Afgreiđslumanneskjan bregđur sér ţá bak viđ luktar dyr.  Nokkru síđar birtist hún aftur međ bjórkippur í gráum plastpoka. 

  Mér skilst ađ ađrar verslanir selji annarsvegar léttvín og hinsvegar sterkt vín.  Ég átti ekki erindi í ţćr.  Sannreyndi ekki dćmiđ.

  Í miđbć Toronto var mikill og stórfenglegur jólamarkađur.  Yfirgengilegar jólaskreytingar í ýktasta stíl.  Ţeim mun merkilegra er ađ ţar fyrir utan fór lítiđ fyrir jólaskreytingum.  Á gistiheimilinu sem ég dvaldi á var í setustofu plastjólatré.  Um 1,5 metri á hćđ.  Um 30 cm ţar sem ţađ var breiđast.  Ekkert skraut.   

  Á rölti mínu um nágrenniđ sá ég inn um glugga ađ sami stíll var í öđrum gistiheimilum og hótelum.  Óskreytt jólatré og engar ađrar jólaskreytingar.  Gengt gistiheimili mínu er vegleg verslunarmiđstöđ (mall) međ tilheyrandi matsölustöđum og verslunum.  Hvergi örlađi á jólaskreytingum.   

  Í Toronto máttu íbúar henda jólatrénu út á stétt 7. janúar.  Um leiđ máttu ţeir henda út á stétt allskonar húsgögnum og tölvum.  Sorphirđan er til fyrirmyndar.

jólatré


Gleđilegt nýtt ár!

  Ég var í útlandinu.  Eins og jafnan áđur ţá fagna ég sigri ljóssins yfir myrkrinu í útlöndum.  Ađ ţessu sinni hélt ég upp á hátíđ ljóss og friđar í Toronto í Kanada.  Toronto er alvöru stórborg,  sú fjórđa fjölmennasta í Norđur-Ameríku.  Telur 6 milljónir íbúa.  Nokkuđ vćnn hópur.  Íbúar Kanada eru 37 milljónir.

  Toronto er friđsamasta og öruggasta borg í Ameríku.  Sem er merkilegt vegna ţess ađ hún liggur upp viđ New York.  Ţar kalla menn ekki allt ömmu sína ţegar kemur ađ glćpatíđni.

  Ţetta var mín fyrsta heimsókn til Kanada.  Ég hafđi ekki gert mér grein fyrir ţví hvađ bresk áhrif eru mikil ţarna.  Munar ţar einhverju um ađ ćđsti ţjóđhöfđingi Kanada er breska drottningin.  Mynd af henni "prýđir" 20 dollara seđilinn.  Fleiri Breta má finna á öđrum dollaraseđlum.  

  26 desember er stór dagur í Bretlandi.  Hann heitir "Boxing Day".  Ţá ganga Bretar af göflunum.  Breskar verslanir losa sig viđ afgangslager;  kýla niđur verđ til ađ geta byrjađ međ hreint borđ á nýju ári.  Viđskiptavinir slást um girnilegustu kaup.  Ţađan dregur dagurinn nafn sitt.  

  Í Kanada heitir 26. desember líka "Boxing Day".  Í Toronto er hamagangurinn ekki eins svakalegur og í Bretlandi.  Í og međ vegna ţess ađ fjöldi kanadískra verslana auglýsir og eru merktar stórum stöfum "Boxing Week".  Lagerhreinsunin varir til og međ 1. janúar.

 Margir veitingastađir bjóđa upp á enskan morgunverđ.  Ţađ er svo sem ekki bundiđ viđ Kanada.  Hérlendis og víđa erlendis má finna veitingastađi sem bjóđa upp á enskan morgunverđ.  En ţađ er bresk stemmning ađ snćđa í Kanada enskan morgunverđ og fletta í leiđinni dagblađinu Toronto Sun.  Ţađ er ómerkilegt dagblađ sem tekur miđ af ennţá ómerkilegra dagblađi,  breska The Sun.  Ţetta eru óvönduđ falsfrétta slúđurblöđ.  Kanadíska Sun reynir pínulítiđ ađ fela stćlinguna á breska Sun.  Breska Sun er ţekkt fyrir "blađsíđu 3".  Ţar er ljósmynd og kynning á léttklćddum stelpum.  Oft bara á G-streng einum fata.  Í Toronto Sun er léttklćdda stelpan kynnt í öftustu opnu.     

  Meira og mjög áhugavert varđandi kanadísk dagblöđ í bloggi helgarinnar.    


Auglýst eftir konu

  Eftirfarandi frásögn svipar til brandara sem fór eins og eldur í sinu á níunda áratug síđustu aldar. 

  Fćreyskur piltur,  Klakksvíkingurinn John Petersen,  fékk sér far međ Dúgvuni,  farţegabáti sem siglir á milli Klakksvíkur og Leirvíkur.  Um borđ keypti hann lakkrís og súkkulađistykki.  Sćtaskipan er ţannig ađ allir sitja til borđs međ öllum.  Ókunnug stúlka settist viđ sama borđ og John.  Skyndilega tekur hún sig til og brýtur vćnan bita af súkkulađinu.  Honum ţótti ţetta "ódönnuđ" framkoma.  Lét samt eins og ekkert vćri og fékk sér sjálfur vćnan súkkulađibita.  Hún braut sér annan bita.  Ţá fór ađ síga í John.  Til ađ tapa ekki restinni upp í stúlkuna gerđi hann sér lítiđ fyrir og sporđrenndi henni međ látum eins og langsoltinn hundur. 

  Kominn á land í Leirvík varđ John á ađ fálma í úlpuvasa sinn.  Ţar fann hann súkkulađiđ ósnert.  Rann ţá upp fyrir honum ađ hann vćri dóninn.  Ekki stúlkan.  Hann hafđi étiđ súkkulađi hennar.  Hún var horfin úr sjónmáli.  Ţess vegna hefur hann nú tekiđ til bragđs ađ auglýsa eftir henni.  Honum er í mun ađ biđjast afsökunar og útskýra hvađ fór úrskeiđis.   

súkkulađijohn petersen   


Bruđlsinnar leiđréttir

  Guđmundur Ingi Kristinsson,  ţingmađur Flokks fólksins,  hefur varpađ ljósi á einn anga bruđls međ fé skattborgara.  Hann var sendur til Grćnlands viđ tíunda mann á fund Norđurlandaráđs.  Ţar voru samţykktar eldri ályktanir.  Snúnara hefđi veriđ ađ samţykkja ţćr rafrćnt.  Óvisst er ađ allir kunni á tölvu. 

  Guđmundi var stefnt til Nuuk tveimur dögum fyrir ráđstefnuna.  Ţar dvaldi hann í góđu yfirlćti á dýrasta hóteli sem hann hefur kynnst;  144 ţúsund kall fyrir vikudvöl.  Rösklega 20 ţúsund kall nóttin.  

  Bruđlsinnar vísa til ţess ađ einungis sé flogiđ til Nuuk frá Íslandi einu sinni í viku.  Ţess vegna hafi íslenskir ráđstefnugestir neyđst til ađ vćflast í reiđuleysi í einhverja daga umfram ráđstefnudaga.     

  Vandamáliđ međ dýra hótelgistingu sé ađ einungis eitt hótel finnist í Nuuk.

  Hiđ rétta er ađ flogiđ er til og frá Nuuk og Reykjavík ţrisvar í viku. Ađ auki er ágćtt úrval af gistingu í Nuuk.  Ekki allt 5 stjörnu glćsihótel;  en alveg flott gistiheimili á borđ viđ Greenland Escape Acommodation.  Nóttin ţar er á 11 ţúsund kall. 

  Skođa má úrvaliđ HÉR.

  Góđu fréttirnar - sem allir eru sammála um - eru ađ ráđstefnugestir fengu í hendur bćkling prentađan á glanspappír međ litmyndum.  Ţar sparađist póstburđargjald.


Afi gestrisinn

  V-íslensk frćnka mín í Kanada,  Deb Ísfeld,  hefur bođađ komu sína til Íslands.  Hún tilheyrir ekki rótgrónu íslensku Ísfeldsćttinni.  Langafi hennar,  Guđjón Ísfeld,  tók upp Ísfeldsnafniđ er hann flutti vestur um haf í byrjun síđustu aldar.  Margir gerđu ţađ.

  Guđjón var bóndi á Hrafnhóli í Hjaltadal.  Ţá bjó Stefán afi minn á Nautabúi í Hjaltadal.  Kindurnar hans fenntu í kaf og drápust.  Viđ ţađ snöggreiddist afi og hafđi vistaskipti viđ Guđjón frćnda sinn. 

  Ţegar ég var krakki á Hrafnhóli á sjöunda áratugnum kom Gísli sonur Guđjóns í heimsókn.  Afi var upprifinn af heimsókninni.  Gísli talađi íslensku međ enskuívafi.  Er Gísli sat viđ eldhúsborđiđ heima tók afi eftir ţví ađ kaffibollinn hans tćmdist.  Afi brá viđ snöggt og sótti kaffikönnuna.  Hún stóđ á eldavélarhellu hinumegin í eldhúsinu.

  Afi átti erfitt um gang vegna brjóskeyđingar í mjöđmum.  Utan húss studdist hann viđ tvo stafi.  Innan húss studdist hann viđ borđ,  bekki og stóla.  Hann fór ţví hćgt yfir međ kaffikönnuna.  Í ţann mund er hann byrjađi ađ hella í bolla Gísla spurđi pabbi ađ einhverju.  Gísli svarđi snöggt:  "No, no, no!".  Afi hélt ađ hann ćtti viđ kaffiđ og vćri ađ segja:  "Nóg, nóg, nóg!".  Afi tautađi:  "Ţú rćđur ţví."  Hann brölti međ kaffikönnuna til baka.  Gísli horfđi í forundran til skiptis á eftir afa og í rétt botnfullan kaffibollann. 

kaffi 

 


Rokkhljómsveit er eitt ćđsta form vináttu

  Flestar rokkhljómsveitir eru stofnađar af vinahópi.  Bestu vinir međ sama músíksmekk,  sömu viđhorf til flestra hluta og sama húmor taka vinskapinn á hćrra stig međ ţví ađ stofna hljómsveit. 

  Ţegar hljómsveitin nćr flugi taka hljómleikaferđir viđ.  Langar hljómleikaferđir.  Vinirnir sitja uppi međ hvern annan dag eftir dag,  mánuđ eftir mánuđ.  Jafnvel árum saman.  Iđulega undir miklu álagi.  Áreitiđ er úr öllum áttum:  Svefnröskun vegna flakks á milli tímabelta;  flugţreyta,  hossast í rútu tímum saman...

  Er gítarleikarinn Gunni Ţórđar stofnađi Hljóma - eina merkustu hljómsveit íslensku tónlistarsenunnar - ţá réđ hann besta vin sinn,  Rúna Júl,  á bassagítar.  Rúnar hafđi fram ađ ţví aldrei snert hljóđfćri.  Vinirnir leystu ţađ snöfurlega:  Gunni kenndi Rúna á bassagítar - međ glćsilegum árangri.  

  Bresku Bítlarnir eru gott dćmi um djúpa vináttu.  Forsprakkinn,  John Lennon,  og Paul McCartney urđu fóstbrćđur um leiđ og ţeir hittust 16 ára.  Ţeir vörđu öllum stundum saman alla daga til fjölda ára.  Ţeir sömdu saman lög á hverjum degi og stússuđu viđ ađ útsetja ţau og hljóđrita.  Sólógítarleikari Bítlanna,  George Harrison,  var náinn vinur Pauls og skólabróđir.  Í áranna rás varđ hann reyndar meiri vinur Johns.  

  Hvađ um ţađ.  Frá fyrstu ljósmyndum af Bítlunum á sjötta áratugnum og myndböndum fram til 1968 ţá eru ţeir alltaf brosandi,  hlćjandi og hamingjusamir.  Vinskapur ţeirra var afar sterkur.  Ţegar hljómsveitin tók frí ţá fóru ţeir saman í fríiđ.  Hvort heldur sem var til Indlands eđa Bahama.   

  Ţessi hugleiđing er sprottin af hljómleikum Guns ´n´ Roses í Laugardal í vikunni.  Liđsmenn hljómsveitarinnar eru ítrekađ sakađir um ađ stússa í hljómleikahaldi einungis vegna peninganna.  Ég hafna ţví ekki alfariđ ađ liđsmenn hljómsveitarinnar kunni vel ađ meta ađ vera nćst tekjuhćsta hljómleikahljómsveit rokksögunnar (á eftir the Rolling Stones).  Bendi ţó á ađ á rösklega ţriggja áratuga löngum ferli hefur hljómsveitin selt vel á annađ hundrađ milljón plötur.  Liđsmenn hljómsveitarinnar eru auđmenn.  Ég veit ekki til ađ neinn ţeirra hafi dýrt áhugamál.  Ja,  ef frá er taliđ ađ framan af ferli voru allir liđsmenn stórtćkir harđlínudópistar og drykkjuboltar.  

  Hljómleikaferđ Gunsara lauk hérlendis eftir ađ hafa varađ frá 2016.  Hljómleikarnir stóđu í hálfan fjórđa tíma.  Ţađ er tvöfaldur tími hefđbundinna rokkhljómleika.  Áheyrendur skynjuđu glöggt ađ hljómsveitin naut sín í botn. Liđsmenn hennar hefđu komist léttilega frá ţví ađ spila ađeins í tvo tíma. En ţeir voru í stuđi og vildu skemmta sér í góđra vina hópi.  

 

 


Verstu lönd fyrir konur

 

  548 sérfrćđingar á snćrum Thomson Reuters Foundation hafa tekiđ saman lista yfir verstu lönd heims fyrir konur ađ búa á.  Ekki kemur á óvart ađ Indland sé allra landa verst.  2016 voru 40 ţúsund nauđganir kćrđar ţar.  Ţrátt fyrir ađ lítiđ komi út úr kćrunum.  Kćrđar nauđganir eru ađeins lítiđ brot af ástandinu.  Hátt hlutfall nauđgana eru hópnauđganir.  Hátt hlutfall nauđgana er gegn barnungum stelpum.  Ennfremur er algengt ađ fórnarlömb séu myrt í kjölfar nauđgunar.  

  Verst er stađa svokallađra stéttlausra stelpna á Indlandi.  Nánast er almennt viđhorf ađ ţćr séu réttlausar međ öllu.  Ţćr eiga á hćttu ađ vera lamdar eđa nauđgađ á ný á lögreglustöđ ef ţćr kćra nauđgun.  Allra síst geta ţćr búist viđ ađ kćra leiđi til refsingar.    

  Ţetta eru 10 verstu lönd fyrir konur:

1.  Indland

2.  Afganistan

3.  Sýrland

4.  Sómalía

5.  Sádi-Arabía

6.  Pakistan

7.  Kongó - Kinsasa

8.  Jemen

9.  Nígería

10. Bandaríkin

  Eflaust er óverulegur stigsmunur á milli allra efstu löndunum.  Sláandi er ađ af 193 löndum Sameinuđu ţjóđanna sé Sádi-Arabía í flokki međ 5 verstu löndum fyrir konur.  Ţökk sé Bretum sem beittu sér af hörku fyrir ţví ađ skipa Sáda yfir mannréttindaráđ samtakanna. 

   


Dularfullt hvarf Fćreyinga

  Tveir ungir Fćreyingar hurfu á dularfullan hátt í Kaupmannahöfn á ţriđjudaginn.  Lögreglan hefur síđan leitađ ţeirra.  Án árangurs.  

  Fćreyingarnir áttu bókađ flugfar til Fćreyja.  Ţeir skiluđu sér hinsvegar ekki í innritun.  Ţađ síđasta sem vitađ er um ţá er ađ annar rćddi viđ vin sinn í síma nokkru fyrir flugtak.  Hann sagđi ţá vera á leiđ út á Kastrup flugvöll.  

  Annar drengjanna ćtlađi ađ flytja aftur til Fćreyja.  Hinn ćtlađi ađeins ađ kíkja í heimsókn.

  Frá ţví ađ hvarf ţeirra uppgötvađist hefur veriđ slökkt á símum ţeirra.  Jafnframt hafa ţeir ekki fariđ inn á netiđ.

  Uppfćrt kl. 15.50:  Mennirnir eru fundnir.  Ţeir eru í Malmö í Svíţjóđ.  Máliđ er ţó ennţá dularfullt.  Af hverju mćttu ţeir ekki í innritun á Kastrup?  Af hverju stungu ţeir af til Malmö?  Af hverju hefur veriđ slökkt á símum ţeirra?  Af hverju létu ţeir ekki áhyggjufulla ćttingja ekki vita af sér dögum saman?

Fćreyingarnir


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband