Færsluflokkur: Ferðalög
8.7.2011 | 01:55
Hvað er hægt að gefa stefnuljós í margar áttir?
Í meðfylgjandi frétt er ökumaður sagður hafa gefið stefnuljós í allar áttir. Hvað er hægt að gefa stefnuljós í margar áttir? Á mínum bíl er aðeins hægt að gefa stefnuljós til hægri eða vinstri. En það er ekkert að marka. Ég ek á gömlum bíl. Ég þekki ekki til nýjustu bíla.
![]() |
Gaf stefnuljós í allar áttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.7.2011 | 00:34
Gríðarlegur metnaður hjá Iceland Express
Það er gott að flugfélagið Iceland Express bjóði upp á flug til útlanda. Og stundum til baka líka. Það veitir Icelandair aðhald. Heldur því flugfélagi á tánum. Vonandi með þeim árangri að verð á flugmiðum sé eins lágt og hægt er. Þess vegna er ástæða til að ferðast með Iceland Express (og einstaka sinnum með Icelandair til að það fari ekki heldur á hausinn). Ég veit ekki hverjir eiga þessi flugfélög í dag. Vonandi eru það ekki (miklir) glæpamenn.
Hitt veit ég: Það er gríðarlegur metnaður í gangi hjá Iceland Express þessa dagana. Talsmenn flugfélagsins hafa tilkynnt um nýja kappsfulla stefnu. Hún gengur út á það að í nánustu framtíð verði flugvélar fyrirtækisins á eftir áætlun í 25% tilfella.
Samskonar stefnu ætti að taka víðar upp. Til að mynda hjá strætisvögnum og öðrum áætlunarferðum. Þetta er alvöru áskorun fyrir starfsfólkið. Og fyrir viðskiptavini er þetta eins og gestaþraut. Eða kannski rússnesk rúlletta öllu heldur: Að vita aldrei hvaða ferðir verða á eftir áætlun en vita að líkurnar séu 1 á móti 4.
5.6.2011 | 21:34
Skúbb! Íslensk kryddblanda slær í gegn í útlöndum
Allir íslenskir gæðakokkar, hvort sem þeir eru ómenntaðir leikmenn eða hámenntaðir fagmenn, þekkja kryddblönduna Best á lambið og systurkryddblöndur hennar: Best á fiskinn, Best á kjúklinginn, Best á borgarann, Best á svínið, Best á kalkúninn, Best á nautið og hvað þetta heitir allt saman. Þessar kryddblöndur hafa notið gífurlegra vinsælda hérlendis undanfarin ár.
Nú hefur hróður kryddblöndunnar Best á lambið borist til Færeyja. Hún hefur slegið í gegn þar. Eða eins og Færeyingar orða það:
Íslendsk kryddblanding ger innrás í Føroyum
Seinastu tíðina hevur verið gjørligt at keypt íslendsku kryddblandingarnar Krydd á lambið í summum handlum í Føroyum, men í framtíðini skal hetta gerast enn lættari. Íslendsku framleiðararnir hava verið í Føroyum á sjarmuferð, og við sær hava tey ikki bara havt vælumtókta Lambakryddið, men heili seks ymisk sløg.
Søgan um íslendsku kryddblandingina tók dik á seg í 2001, eftir at Stefán Halldórsson undanfarnu árini hevði eksperimenterað við at blanda krydd, sum var serliga væl hóskandi til lambskjøt. Í 2001 hitta hann Hjördís Andrésdóttir, sum átti ein handil í Skerjafirði, og saman skipaðu tey framleiðsluna av kryddblandingini, soleiðis at hetta arbeiði nú hevur yvirtirkið bæði handil og alt annað arbeiðslív hjá teimum báðum.
KRADDAÐU KRYDD
So tað, sum byrjaði við, at vinfólk og familja hjá Stefáni kraddaði sær eitt sindur av kryddi, tá tey skuldu gera okkurt serligt til náttara, er í dag vaksið til eina veruliga framleiðslu-fyritøku.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2011 | 22:24
Bráðnauðsynlegt að vita um auglýsingatexta
Þessa dagana eru Íslendingar að leggja drög að því hvað skuli gera og hvert skuli fara í sumarfríinu. Samtímis eru dagblöð og tímarit full af auglýsingum um freistandi gististaði: Hótel, gistihús, tjaldstæði, húsbílaaðstöðu og þess háttar. Nánast öllum þessum stöðum er lýst sem "notalegum" í fögru umhverfi og með mörgum gönguleiðum. Þetta eru klisjur sem segja í raun ekki neitt. Engin gistiþjónusta er svo illa staðsett að ekki megi rölta hingað og þangað umhverfis hana. Hvarvetna á Íslandi má benda á eitthvað í umhverfi sem telst fagurt.
Það eru aðrar lýsingar sem taka þarf með fyrirvara. Ekki er allt sem sýnist. Hér eru nokkur dæmi:
"Kyrrð og ró." Þetta þýðir: "Hér er allt steindautt. Ekkert um að vera."
"Persónulegt viðmót." Þetta þýðir: "Við erum rosalega forvitin. Við hellum yfir gesti okkar spurningaflóði. Spyrjum hvaðan þeir komi, hverra manna þeir séu, við hvað þeir vinni. Gestirnir fá ekki stundlegan frið fyrir forvitni okkar."
"Heimabakað brauðmeti." Þetta þýðir: "Við erum svo hrikalega afskekkt að það er engin verslun og ekkert bakarí í akstursfjarlægð."
"Byggingin hefur fengið að halda uppruna sínum." Þýðir: "Ekkert aðgengi fyrir fatlaða. Engin lyfta. Það marrar í öllum gólfum og stigum. Húsakynni eru þröng og óþægileg, herbergi lítil..."
"Umhverfið geymir náttúruperlur sem bíða þess að vera uppgötvaðar." Þýðir: "Við vitum ekki um neitt merkilegt í grenndinni."
"Spennandi matseðill." Þýðir: "Við vitum aldrei hvað verður í matinn. Við notum bara það hráefni hverju sinni sem lengst er síðan fór fram yfir síðasta söludag."
"Veitingar á sanngjörnu verði." Þýðir: "Þið eigið nógan pening fyrst þið hafið efni á að ferðast um landið. Það er sanngjarnt að þið borgið rausnarlega fyrir veitingarnar."
"Fjölskyldurekið fyrirtæki." Þýðir: "Það helst aldrei neinn í vinnu hjá okkur. Við verðum að sjá um þetta sjálf."
"Gestir geta fengið sér hressingu þegar þeir vilja." Þýðir: "Það er kóksjálfsali í anddyrinu. Lítil kókdós kostar 300 kall."
"Aðgengi að hundum." Þýðir: "Það þýðir ekkert að kvarta þegar hundarnir bíta þig. Þú vissir að það væru hundar á bænum."
.
Ferðalög | Breytt 30.5.2011 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2011 | 12:16
Sækja bara fallegar konur um í löggunni?
Ég var að skoða og bera saman lögreglubúninga á milli hinna ýmsu landa og heimsálfa. Þá tók ég skyndilega eftir merkilegu atriði: Það er hvað allir kvenlögregluþjónar eru fallegir. Það skiptir engu máli hvar í heiminum borið er niður. Niðurstaðan er alls staðar sú sama. Meira að segja í Englandi. Lögreglukonur eru eina fallega fólkið þar. Þessi er ágætt dæmi:
Svo er það Singapore:
Hér eru 2 á Patreksfirði:
Og aðrar 2 á Akranesi:
Þessi er indversk:
Andfætlingar okkar í Ástralíu:
Víetnömsk:
Tékknesk:
Pakistanskar
Indónesísk:
Hollensk:
Norður-Kórea:
Suður-Kórea:
Þessar eru rússnesk (fyrri mynd) og þýsk:
Malasía:
Frönsk:
Íranskar:
Kínverskar:
Þær bandarísku taka sér stundum hlé frá kleinuhringjaátinu. Þá fá þær sér sveittan hamborgara, kjúklingafötu, nautalæri og ýmislegt annað snarl:
![]() |
Átök við lögreglu í Barselóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 30.5.2011 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
24.5.2011 | 23:09
Furðulegar ljósmyndir
Það er ekki alltaf gott að átta sig á hvað er í gangi þegar sumar myndir eru skoðaðar. Þetta eru einhverskonar furðumyndir.
Þarna hefur orðið umferðaróhapp. Svo virðist sem virðuleg miðaldra kona hafi verið að keyra í mestu makindum á - að því er virðist - rafknúnum barnabíl. Fyrir klaufaskap hefur hún keyrt niður grindverk sem umlykur skurð. Og með það sama eru bíllinn og frúin komin ofan í skurðinn.
Hér erum við stödd við kistulagningu. Nánasti aðstandandi látnu konunnar er eðlilega sorgmæddur á svip og gráti nær. En hvers vegna gefur hann sigurmerki með puttunum?
Hvað er krakkaskrattinn að gera? Er hann að lauma spegli eða myndsíma undir pilsi konunnar?
Ég átta mig á ekki hvað er í gangi. En þetta er eitthvað skrýtið.
Ennþá fleiri spurningamerki: ???
Smákrakki skoðar gínu í búðarglugga. Þeir geta verið forvitnir, þessir grislingar.
Ferðalög | Breytt 25.5.2011 kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.5.2011 | 20:45
Jóhannes í Bónus á miklu flugi í Færeyjum
Þegar skilanefnd tók yfir rekstur Bónus, 10-11, Hagkaups, Haga og þess alls gerði hún myndarlegan starfslokasamning við Jóhannes, kenndan við Bónus. Jóhannes fékk að halda eftir húseignum og verslunum SMS og Bónus í Færeyjum. Til viðbótar fékk Jóhannes í nesti fullan poka af peningum. Ég man ekki hvoru megin við 100 milljónir þeir töldu.
Rökin fyrir því að skilja Jóhannes ekki eftir slyppan, snauðan og gjaldþrota voru þau að þá væri hætta á að hann myndi stofna nýja matvöruverslanakeðju. Ef honum tækist það myndi hann fara í samkeppni við Bónus, 10-11 og Hagkaup. Þar með myndi hann veikja rekstrargrundvöll þeirra verslana, þær yrðu verðlausar og færu jafnvel á hausinn. Ef Jóhannes myndi ekki stofna nýja matvöruverslanakeðju væri ólíklegt að nokkur annar tæki upp á því.
Af sömu kænsku þótti ástæða til að gefa Jóhannesi eftir verslanirnar í Færeyjum. Á meðan hann væri að sinna þeim myndi hann ekki hafa rænu á að stofna nýja matvöruverslanakeðju á Íslandi.
Verslanir Bónus og SMS eru margar og áberandi í Færeyjum. Þar fyrir utan er SMS samnefndur verslanaklasi í höfuðborg Færeyja, Þórshöfn. Einskonar færeyska Kringlan. Nema SMS er miklu flottari.
Jóhannes heldur ekki að sér höndum í Færeyjum. Enda stórlax í færeysku viðskiptalífi. Í þessum skrifuðu orðum var hann að kaupa verslunarmiðstöðina Miðlon í Þórshöfn. Eftir því er ég kemst næst gerði hann eigendum Miðlon svo gott kauptilboð að útilokað var fyrir þá að hafna því. Færeyingar nota orðið lon yfir raðhús og aðrar húsalengjur. Nafnið Miðlon getur því útlagst Miðlengja.
Miðlon er ekki vel staðsett. Hún er ofarlega í Þórshöfn og utan göngufæris flestra höfuðborgarbúa. Hinsvegar hýsir hún ýmsar nauðsynjavöruverslanir. Þar á meðal einu vínbúðina í Þórshöfn. Einnig hýsir Miðlon banka, raftækjaverslunina Elding (einskonar færeysk Elkó), gleraugnaverslun, barnafatabúð og ýmsar aðrar verslanir. Sennilega hátt í 10 alls.
Illar tungur fullyrða í mín eyru að tilgangurinn með kaupunum á Miðlon sé sá að flytja vínbúðina úr Miðlon yfir í SMS. Ég veit ekki hvort að það sé rétt. Vissulega yrði vínbúð í SMS öflug lyftistöng fyrir þann verslanaklasa. Að sama skapi myndi brottför vínbúðarinnar úr Miðlon veikja þá verslunarmiðstöð verulega. Hvað sem verður þá er assgoti góð markaðshlutdeild í Þórshöfn að hafa undir höndum bæði SMS og Miðlon.
Miðlon keypti Jóhannes í nafni SMS ásamt 3-arin og Skousen. SMS er með 50% hlut en 3-arin og Skousen með 25% hvor. Ég veit ekki alveg hvernig fyrirtæki 3-arin er í dag. Nafnið 3-arin þýðir 3-í-einu. Nafnið var dregið af því að 3-arin var plötufyrirtæki, ljósmynda- og framköllunarfyrirtæki og og man ekki hvert 3ja fyrirtækið var. Í dag heitir plötudeildin Expert. Ég veit ekki hvað varð um hin fyrirtækin. Ég held að ljósmynda- og framköllunarfyrirtækið starfi ekki lengur. Að minnsta kosti ekki á sama stað og það var í SMS.
Skousen er - að mig minnir - heimilistækjaverslun (ísskápar, þvottavélar...).
Ferðalög | Breytt 21.5.2011 kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
14.5.2011 | 22:00
Gömul kona villtist í Hörpu
Öldruð kona gerði sér dagamun í dag. Hún fór í leigubíl ásamt vinkonu sinni í bæinn til að skoða Hörpu. Í fyrstu atrennu tókst ekki betur til en svo að þær stöllur flæktust til tónlistarskólans Hörpu í Grafarvogi. Þeim þótti það hús alveg ágætt. Eftir að hafa rætt við viðstadda þar kom misskilningurinn í ljós. Þá var hóað í annan leigubíl. Áður en langt um leið komust þær í námunda við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu niður við höfn.
. Vopnaðar sitthvorri ljósmyndavélinni byrjuðu þær á því að taka tugi ljósmynda af húsinu utan frá. Þar var þröngt á þingi. Þúsundir annarra Reykvíkinga voru einnig að ljósmynda húsið utan frá. Eitt hús hefur aldrei áður verið ljósmyndað jafn grimmt á einum degi í Reykjavík. Hvað gerir allt þetta fólk við þessar myndir? Hengir þær upp í stofunni?
![]() |
Bylting í músík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
14.5.2011 | 00:30
Ofureinföld aðferð við að "þeyta" rjóma án þeytara
Sumt fólk veit fátt betra en rjómatertur og rjómapönnukökur. Það fólk setur þeyttan rjóma út á súkkulaðidrykkinn sinn og írska kaffið (Irish Coffie = viskí, blandað með smá slurk af kaffi og kurluðu súkkulaði) og næstum hvað sem er. Vandamál rjómaunnenda er að þeir hafa vanið sig á að þeyta rjómann með rafmagnsþeytara eða setja hann í stóran klunnalegan brúsa sem þeir skrúfa kolsýruhylki við og láta kolsýruna þeyta rjómann með hvæsi og látum.
Þegar farið er í útilegu eða í fjallgöngur eða önnur ferðalög eða í sumarbústað freystast margir til að taka með sér útlendan úðabrúsa með sykursætum og ógeðslegum gervirjóma. Sá viðbjóður eyðileggur allt brauðmeti og alla drykki. En allt er hey í harðindum, eins og beljurnar segja þegar þær japla á gaddavír.
Þetta er óþarfi. Það þarf hvorki rafmagnsþeytara, kolsýrubrúsa né útlendan gervirjóma. Það eina sem þarf er 5 krónu peningur og glær plastpoki. Rjómanum er hellt í plastpokann og peningnum hent hranalega á eftir rjómanum. Síðan er hnútur bundinn fyrir op pokans. Töluvert loft þarf að vera í pokanum. Svo er pokinn hristur í smástund þangað til rjóminn er orðinn þykkur og stífur.
Þetta er svo einfalt og auðvelt að það er sprenghlægilegt. Af tillitssemi við sjálfa/n sig og aðra er snyrtilegt að þvo peninginn rækilega bæði fyrir og eftir notkun. Maður veit aldrei nema einhver hafi ælt yfir hann. Annað eins hefur nú gerst með peninga.
Ef áhugi er fyrir að skreyta með rjómanum er hægt að klippa lítið gat á plastpokann og sprauta rjómanum þar út.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.5.2011 | 23:04
Þegar ég slapp naumlega frá ísbirni á Grænlandi
Fyrir áratug eða svo átti ég einu sinni sem oftar erindi til Grænlands. Þegar ég var þar aleinn á rölti í mesta sakleysi vissi ég ekki fyrr en fyrir framan mig stóð skyndilega stærðar ísbjörn, eða hvítabjörn eins og réttara er að kalla dýrið. Hann var ekki nema um það bil 4 metra frá mér. Við horfðumst í augu og virtum hvorn annan fyrir okkur. Ég rifjaði eldsnöggt upp allt sem ég hafði heyrt um það hvernig best væri að bregðast við í svona aðstæðum. Það var ekki um annað að ræða en fylgja þeim leiðbeiningum út í hörgul. Það er vonlaust að hlaupa undan hvítabirni. Hann nær 100 metrunum á 5 sek eða eitthvað álíka. Þar fyrir utan skilgreinir hvítabjörninn hlaupandi manneskju á flótta sem bráð. Skemmtilega bráð sem gaman er að elta uppi og ná. Það er leikur í þessum kvikindum.
Ferðalög | Breytt 8.5.2012 kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)