Fćrsluflokkur: Ferđalög

Hvađ ţá međ Fćreyska fjölskyldudaga? Hápunkturinn er í kvöld!

  Gríđarlega undrun vekur hvađ gestir ţjóđhátíđar í Vestmannaeyjum eru prúđir og stilltir.  Ţađ hafa ekki komiđ til kasta lögreglu nema 32 fíkniefnamál.  Kćrđar líkamsárásir eru nokkuđ fćrri.  Fjölmiđlar standa á öndinni yfir ţessari friđsćld í Eyjum.  Hvernig er ţá hćgt ađ lýsa stemmningunni á Fćreyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri?  Ţar hafa ekki komiđ upp nein mál:  Ekkert dóp,  engin slagsmál.  Ţađ hefur ekki einu sinni komiđ upp sú stađa ađ menn séu ósammála um eitt né neitt.  Ţvert á móti.  500 gestir Fćreyskra fjölskyldudaga eru algjörlega samstíga í ađ skemmta sér saman í glađvćrđ undir hverju frábćra tónlistaratriđinu á fćtur öđru.

  Í kvöld er hápunktur Fćreyskra fjölskyldudaga.  Hann hefst á hljómleikum Högna og hljómsveitar.  Högni sló rćkilega í gegn hérlendis fyrir fjórum árum međ laginu  Morning Dew.  Ţađ var vinsćlasta lagiđ á Íslandi vikum saman.  Vinsćldunum fylgdi Högni eftir međ fleiri lögum og hljómleikum á Íslandi.  Síđar spilađi hann tvívegis á Airwaves. 

  Högni nýtur velgengni í Danmörku,  Sviss og víđar.  Í heimalandinu,  Fćreyjum,  er hann stórstjarna.  Ţar var platan  Morning Dew  valin plata ársins.  Högni hefur a.m.k. tvígeis spilađ á Hróarskeldu.  Og alltaf hlotiđ afbragđs góđa dóma fyrir frammistöđuna.  Ţrátt fyrir ađ plötur Högna séu góđar ţá er hann ennţá betri á sviđi.  Spilagleđin er svo mikil ađ međspilarar og áheyrendur fara á flug.

  Hljómleikar Högna hefjast klukkan 9.  Eftir ađ ţeim lýkur tekur viđ ţjóđlagadanshljómsveitin Kvonn.  Ţetta er mögnuđ hljómsveit undir forystu 26 ára fiđlusnillingsins Angeliku Nielsen (nafniđ Angelika ţýđir kvönn). 

  Svo er komiđ ađ hljómleikum Eivarar og hljómsveitar.  Ţau voru einnig međ hljómleika í gćr.  Meiriháttar frábćra hljómleika.  Ég hef sennilega veriđ á hátt í 30 hljómleikum međ Eivöru.  Hún hefur aldrei veriđ betri og hljómsveitin hennar er stórkostleg.  Ţau fóru á ţvílíkum kostum ađ salurinn stóđ ítrekađ á öndinni hvort sem var undir ofurfallegum köflum eđa ţrusufössuđu gítarrokki ţar sem rokkgírinn var settur í fluggír.  Er hljómleikunum lauk í gćr mátti heyra marga segjast vera strax byrjađa ađ hlakka til hljómleikanna í kvöld.

  Dagskrá Fćreyskra fjölskyldudaga lýkur međ svokölluđum "All Star" dansleik.  Ţar munu 16 fćreyskir tónlistarmenn halda uppi ţrumustuđi fram á nótt.  Ţeirra á međal verđa Eivör,  Högni,  Jens Lisberg, Hilmar Joensen,  Kristian Blak og Árni Andreasen.  Ţetta verđur einstakt tćkifćri til ađ sjá Eivöru og Högna syngja allt öđru vísi stuđmúsík en fólk á ađ venjast međ ţeim. 

        


mbl.is Óvenju ţćgir ţjóđhátíđargestir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stuđ og fjör á Fćreyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri

 stokkseyri_2.jpg

 

 

 

 

 

 

  Fćreyskir fjölskyldudagar á Stokkseyri fóru vel af stađ í gćrkvöldi.  Um 200 manns skemmtu sér heldur betur vel á dagskrá sem samanstóđ af mögnuđum hljómleikum hljómsveitarinnar Kvonn,  kennslu í fćreyskum dönsum og dansleik fram á nótt.

  Hljómsveitin Kvonn spilar dansvćna ţjóđlagamúsík án söngs (instrumental).  Fćrni hljóđfćraleikaranna og spilagleđi naut sín til hins ýtrasta.  Gestir klöppuđu vel og lengi eftir flutning hvers lags.  Einnig klöppuđu gestir óumbeđnir taktinn međ í flutningi fjörmestu laganna.  Í lokin var Kvonn klöppuđ upp.

  Kvöldiđ einkenndist af glađvćrđ og skemmtilegheitum.

  Í dag og á morgun eru ađal dagar Fćreysku fjölskyldudaganna.  Hápunkturinn eru hljómleikar Eivarar og hljómsveitar í kvöld og annađ kvöld.

  Klukkan hálf 2 eftir hádegi keppa Fćreyingar og íslenskir víkingar í fótbolta á íţróttavelli Stokkseyrar.  Klukkan 4 eru stórtónleikar međ Yggdrasil.  Ţađ er áratuga gömul hljómsveit sem spilar blöndu af djassi og ţjóđlagakenndri músík.  Eftir Yggdrasil liggja margar plötur og hljómsveitin hefur spilađ á djass- og ţjóđlagahátíđum víđa um heim.

  Eftir hljómleika Yggdrasil tekur viđ kennsla í fćreyskum dönsum.

  Kvölddagskrá hefst klukkan 9 međ hljómleikum Benjamins Petersen.  Međ honum spilar bassasnillingurinn Mikael Blak.  Ţví nćst stígur hljómsveitin Kvonn á stokk.  Svo eru ţađ Eivör og hljómsveit.  Mikill spenningur ríkir fyrir ţeim hljómleikum.

  Síđan verđur dansađ fram á rauđa nótt viđ undirleik og söng stuđboltans Jens Lisbergs og hljómsveitar.  Ţvílíkt fjör.  

  Ţađ er einmuna veđurblíđa á Stokkseyri.  Sólin skín,  blankalogn og ţurrt.  Gestum fjölgar jafnt og ţétt.  Allir eru glađir.  

  


Gestir farnir ađ streyma í sólina á Fćreyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri

  Ţó dagskrá Fćreyskra fjölskyldudaga á Stokkseyri hefjist ekki fyrr en klukkan 20.00 í kvöld er fólk fariđ ađ streyma til Stokkseyrar.  Ţegar hafa á annađ hundrađ manns komiđ sér fyrir á góđu tjaldstćđi stađarins og bćtist stöđugt viđ.  Enda veđur einstaklega gott á Stokkseyri.  Sól,  logn og ţurrt. 

  Sjálfur er ég og minn kunningjahópur svo spenntur fyrir fćreysku dagskránni ađ okkur halda engin bönd.  Ţrátt fyrir annir í bćnum verđur ţví slegiđ upp í kćruleysi og brunađ til Stokkseyrar á nćstum ţví löglegum hrađa. 

  Um dagskrána í kvöld má lesa hér:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1081185/ . 

  Dagskráin í heild er hér:  http://www.stokkseyri.is/web/news.php?nid=4934&view=one .   


Fjöriđ er ađ hefjast!

  Ţađ er dálítiđ misjafnt eftir hvernig fjöri fólk sćkist um verslunarmannahelgina.  Í Vestmannaeyjum er Ţjóđhátíđin alveg ađ detta inn.  Ţar flýtur allt í dópi og lögreglan hefur ţegar ţurft ađ taka á sex fíkniefnamálum (ađ kvöldi fimmtudags) og nóg eftir.  Slagsmálin eru einnig hafin.  Ţegar hafa fjórar líkamsárásir veriđ kćrđar.  Ofurölvun og drykkjulćti eru allsráđandi.  Ţessi stemmning á viđ marga.  Ađrir sćkja í annarskonar fjör.  Allt annarskonar fjör.

  Dagskrá fćreyskra fjölskyldudaga hefst klukkan 20.00 annađ kvöld á Stokkseyri.  Ţetta er annađ áriđ sem Fćreyskir fjölskyldudagar eru haldnir á Stokkseyri.  Ţađ er samdóma álit allra ađ afskaplega vel hafi til tekist í fyrra.  Ekki eitt einasta mál kom upp.  Engin fíkniefni.  Engin slagsmál.  Ekki einu sinni deilur.  Bara rosalegt fjör alla helgina.  Allir kátir og glađir og samstíga í ađ skemmta sér.

  Annađ kvöld hefst fjöriđ í Menningarverstöđinni á Stokkseyri međ fćreyskri tónlist.  Ţar á međal verđa hljómleikar međ hljómsveit Angeliku Nielsen,  Kvonn. 

angelika-nielsen

  Angelika er 26 ára gömul.  Hún var og er undrabarn á fiđlu.  Hún hefur spilađ međ mörgum helstu tónlistarmönnum Fćreyja.  Hún er jafnvíg á djass,  rokk,  ţjóđlagamúsík,  klassík og hvađ sem er.  Hún hefur spilađ međ hljómsveitum út um allt.  Međal annars í Asíu og Ameríku.  Hún hefur til ađ mynda veriđ í sérstakri hljómsveit afburđahljóđfćraleikara frá öllum heimshornum.  Ţar ađ auki er hún flinkur skrautskrifari.  Ţađ veit alltaf á gott.  Ţegar hún var 12 eđa 13 ára mćtti hún á skrautskriftarnámskeiđ hjá mér.  3ja daga námskeiđ.  Hún missti af fyrsta deginum.  En strax á öđrum degi var hún komin fram úr öllum samnemendum.  Ţađ ţurfti varla ađ kenna henni.  Hún greip alla leiđsögn í fyrstu atrennu og réđ fullkomlega viđ skrautskriftina.  Ţađ kom engum sem til ţekkti á óvart.  Hún var og er vön ađ dúxa í hverju sem er.  Meira ađ segja frönsku.

Kvönn A

  Kvonn spilar "instrumental" ţjóđlagakennda dansmúsík (http://www.tutl.com/webshop/index.php?productID=288).  Viđ af Kvonn tekur 6 manna hljómsveit Árna Andreasen.  Í kjölfariđ kenna Hilmar Joensen og Gunnvör fćreyska dansa.  Ţví nćst spilar 5 manna hljómsveit harmónikkusnillingsins Hilmars fyrir dansi (http://www.youtube.com/watch?v=gLEnKKtHxZc.  Afsakiđ ömurleg tóngćđi myndbandsins).  Hún flytur fjörmikla og kántrý-kennda stuđmúsík fram á rauđa nótt.  Ţađ verđur gríđarmikiđ fjör.

  Á laugardag og sunnudag bćtast viđ hljómleikar og dansleikir međ Eivöru,  Högna,  Yggdrasil,  Jens Lisberg (sjá:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1080345/)  og fjölda annarra.  Meira um ţađ síđar.

 


Íslenskt lag á fćreyskri plötu

jenslisberg 

  Fyrir nokkrum dögum kom út platan  Syng ein góđan  međ fćreyska stuđboltanum Jens Lisberg.  Ţar flytur hann lagiđ  Litli tónlistarmađurinn  eftir Freymóđ Jóhannesson.  Ţađ er ţekktast í flutningi Bjarkar Guđmundsdóttur á plötunni  Gling gló.  Í flutningi Jens Lisbergs heitir lagiđ  Mamma.   Jens Lisberg er í hópi vinsćlustu tónlistarmanna Fćreyja.  Hann hefur sent frá sér á annan tug platna.  Fjöldi laga hans hafa skorađ hátt á fćreyskum vinsćldalistum.

  Sex manna hljómsveit Jens Lisbergs leikur fyrir dansi á Fćreyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri núna um verslunarmannahelgina.  Ţađ verđur mikiđ hopp og hí.  Fjörlegir dansleikir eru sérsviđ Jens Lisbergs og félaga.  Í bland viđ frumsamin lög og önnur vinsćl fćreysk lög flytur Jens Lisberg ţekkt bandarísk kántrý-stuđlög á borđ viđ  Hello Mary Lou  og  Diggi,  Liggy,  Lo.   Ţau syngur Jens viđ fćreyska texta eftir Karl Eli.  Ţađ verđur heldur betur líf og fjör á dansgólfinu á Stokkseyri um helgina.

  Hér má heyra sýnishorn af lögunum á plötunni  Syng ein góđan.  Lagiđ  Mamma  er nr. 10: 

 http://www.tonlist.is/Music/Album/536897/jens_lisberg/syng_ein_godan/

  Hér má lesa meira um plötuna:

http://www.tutl.com/webshop/index.php?productID=477&PHPSESSID=2472besnacl4d2kc81g2n0itv3

  Hér er hćgt ađ heyra fjögur lög sem Jens Lisberg syngur á ensku fyrir alţjóđamarkađ:

http://www.myspace.com/jenslisberg

  Meira um Fćreyska fjölskyldudaga á Stokkseyri:

http://www.facebook.com/event.php?eid=140751525953424&ref=search#!/pages/Faereyskir-fjolskyldudagar/140770739276188?ref=ts

http://www.stokkseyri.is/web/news.php?nid=4934&view=one


Vandrćđi vegna veđurofsa á G!Festivali

  Hundruđ Íslendinga hafa sótt G!Festival í Götu síđustu ár.  Ţetta er stćrsta árlega tónlistarhátíđin í Fćreyjum.  Fram til ţessa hefur veđriđ alla jafna leikiđ viđ flest alla 5000 - 6000 gesti hátíđarinnar.  Myndin í "hausi" ţessa bloggs er frá G!Festivali. 

  G!Festivaliđ í ár hófst í dag (15. júlí) í ágćtu veđri.  Er líđa fór á kvöld opnuđust flóđgáttir himins.  Regniđ gusađist yfir gesti.  Kári fór ađ blása og náđi 20 metrum á sek.  Tjöld sliguđust undan rigningunni og / eđa fuku á haf út. 

  Uppistađan af dagskránni á G!Festivali fer fram á útisviđum.  Um kvöldmatarleyti var dagskrá kvöldsins aflýst.  Međal hljómsveita sem áttu ađ spila í kvöld var íslenska teknósveitin FM Belfast. 

  Ef veđur leyfir verđur haldiđ áfram međ dagskrána á morgun ţar sem frá var horfiđ.  Gestir - sem hafa aldrei kynnst öđru eins - eru ekki eins ósáttir og halda mćtti.  Ţeim ţykir ţetta hiđ mesta og óvćntasta ćvintýri.  Ţeir sem enn hafa uppistandandi tjöld hafa opnađ ţau fyrir ţeim sem eru orđnir tjaldlausir.  Fćreyingar eru svo jákvćđir og glađvćrir ađ fátt kemur ţeim úr jafnvćgi.  Ţeir gera ekki veđur út af ţessu.

F-festival

Svona leit tjaldstćđiđ út síđdegis.  Fyrir neđan eru myndir af tjaldstćđinu er líđa tók ađ kveldi.

g-festival AG-festival B 


Eivör, Högni, Kristian Blak og fleiri á fćreyskri tónlistarhátíđ um verslunarmannahelgina

  Um verslunarmannahelgina verđur haldin á Stokkseyri glćsileg fćreysk tónlistarhátíđ,  Atlantic 2010.  Margir af helstu tónlistarmönnum Fćreyja koma ţar fram.  Ţar á međal margir sem hafa notiđ og njóta vinsćlda hérlendis.  Hćst bera nöfn á borđ viđ Eivöru,  Högna Lisberg,  Kristian Blak,  Angelika Nielsen,  Ívar Bćrentsen,  Sharon Weiss,  Mikael Blak og fleiri.  Samtals hátt í tuttugu manns. 

  Um verslunarmannahelgina í fyrra var svona fćreysk tónlistarhátíđ sett upp á Stokkseyri í fyrsta skipti.  Hún tókst afskaplega vel í alla stađi.  Gestir höfđu sjaldan skemmt sér eins vel.  Dagskrá var töluvert meiri en "bara" fćreysk tónlist.  Til ađ mynda var varđeldur,  fjöldasöngur og allskonar.  Jafnframt voru Draugasetriđ og Álfasafniđ opin ásamt ýmsu öđru spennandi og áhugaverđu á Stokkseyri.

  Ég mun nánar segja frá Atlantic 2010 ţegar nćr dregur.

     


Hverjir valda umferđaróhöppum?

  Ađ undanförnu hefur veriđ - og er um ţessar mundir - í gangi herferđ gegn ölvunarakstri.  Ţađ er hiđ besta mál.  Aldeilis ágćtt ađ koma af stađ umrćđu og vangaveltum um hvađeina sem má verđa til ţess ađ draga úr umferđaróhöppum.  Ţađ er óhrekjanleg stađreynd ađ ölvađir ökumenn hafa valdiđ umferđaróhöppum.  

  Hinu má ekki gleyma:  Ađ langflestir sem valda umferđaróhöppum eru edrú.  Ţađ ţarf ađ taka á ţví vandamáli af festu.  Koma ţví liđi úr umferđinni.  


mbl.is Kona kennir vampýru um bílslys
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

...Ţá var hringt í Hólakirkju öllum jólabjöllunum

hólar

  Hólar í Hjaltadal eru (einn) fallegasti stađur landsins.  Fátt er ánćgjulegra en keyra heim til Hóla eftir löngum beinum vegi og beygja síđan upp međ skógarrjóđrinu,  kirkjunni og turninum og hringspóla á hlađinu viđ skólann.  Nei,  annars.  Ţađ á ađ aka varlega ţarna í svona fögru umhverfi.  Um Hóla í Hjaltadal hafa veriđ ort mörg góđ kvćđi.  Ţar á međal ţetta bráđskemmtilega eftir Kristján Runólfsson.

Ţegar lít ég heim til Hóla,
horfi ég á marga póla,
biskupinn og bćndaskóla,
ber viđ sjónir nútímans.
Flćđir saga um minni manns.
Garđur fylltur grćnum njóla,
Guđbrands stađinn skreytir,   (ţar sem prentsmiđjan stóđ)
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Ţarna bjuggu bćndur góđir,
betri en gerđust hér um slóđir,
margir voru menntafróđir,
mörg eru áhrif búskólans.
Flćđir saga um minni manns.
Vaxa af ţví viskuglóđir,
víđa hér um sveitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Stöndug kirkja stađinn prýđir,
stóđu ađ henni bćndalýđir.
Sóknarprestar sungu tíđir,
sinntu bođi frelsarans.
Flćđir saga um minni manns.
Mađur sá er messu hlýđir,
meira um lífiđ skeytir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Tíminn líđur, flest á Fróni,
fyrnist ţó ađ nýtt viđ prjóni,
ţađ sannađist á séra Jóni,
og seinni tíma nafna hans.   (Jóni Bjarnasyni)
Flćđir saga um minni manns.
Varla ţetta telst međ tjóni,
og tćpast nokkru breytir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Fylla loftiđ fornar sögur,
fram í dali og ystu gjögur,
löngum voru ljóđin fögur,
lofuđ á vörum almúgans.
Flćđir saga um minni manns.
Hér var Óđins hornalögur,
handa ţeim sem neytir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Sér í hylling Guđmund góđa,
ganga um međ hökulslóđa,
Galdra-Loft hinn galna og óđa,
Guđbrand prenta bókafans.
Flćđir saga um minni manns.
Yfir sumu er algjör móđa,
á ţví minniđ steytir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Taumlaus áfram tíminn rennur,
tifar hratt sem eldur brennur,
víst hann gerir mörgum glennur,
gefur aldrei nokkurn sjans.
Flćđir saga um minni manns.
Birtist hann međ beittar tennur,
brögđin mögnuđ ţreytir.
ţetta eru ţankar sundurleitir.

Heilladísir Hólastađar,
höndum tóku saman glađar,
ađ setja allt sem sálu lađar,
saman ţar sem gullinn krans.
Flćđir saga um minni manns.
Gleđisólin geislum bađar,
grćnka hugans reitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Sé ég Biskup Gottskálk grimma,
og Guđmund upp í skálar trimma,
ţeir fara á stjá er fer ađ dimma,
og förlar sjónum horfandans.
Flćđir saga um minni manns.
Löng var forđum Rauđskinns rimma,
rifust andar heitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Líkaböng er löngu brotin,
lenti í Köben sundur rotin,
öll voru kathólsk áhrif ţrotin,
endanlega um sveitir lands.
Flćđir saga um minni manns.
Herra Jón var herđalotinn,
og hálsvöđvarnir feitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Allir vita ađ Auđunn Rauđi,
einnig sat í ţessu brauđi,
reisti múr af rýrum auđi,
ríkt var eđli mannsandans.
Flćđir saga um minni manns.
Hann var ansi klár sá kauđi,
klókur sverđabeitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Lít ég yfir sögusviđiđ,
sumt er nýtt og annađ liđiđ,
hér hafa ýmsar skepnur skriđiđ,
og skrefađ tímans villta dans.
Flćđir saga um minni manns.
Hafa oft um hérađ riđiđ,
höfđingjarnir feitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Núna mun ég ljúka ljóđi,
og linna ţessu kvćđaflóđi,
klára ţađ međ köldu blóđi,
kveđ nú sagnir frónbúans.
Flćđir saga um minni manns.
Er ég talinn orđasóđi,
sem órum frá sér hreytir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir


Rokkhátíđ á Sauđárkróki

  Gćran

  Helgina 13. - 14.  ágúst verđur tónlistarhátíđin GĆRAN 2010 haldin á Sauđárkróki.  Nánari stađsetning er húsnćđi Lođskinns,  Borgarmýri 5.  Miđaverđ er aumar 4000 krónur fyrir stútfulla tónlistardagskrá báđa dagana,  frítt í sund,  frítt í kvikmyndahús,  frítt fólk...

  Hálfur ţriđji tugur hljómsveita mun halda uppi geđveiku fjöri.  Ţar á međal verđa skagfirskir stuđboltar á borđ viđ Bróđir Svartúlfs,  Gillon,  Fúsaleg Helgi,  Binna P,  Herramenn og Davíđ Jóns.  Kynnar verđa taktkjaftarnir Siggi Bahama og Beatur.

  Af fleiri skemmtikröftum má nefna hljómsveitina Múgsefjun,  Bigga Mix,  Hoffman,  Metallica... Eđa,  ja sko,  nei sko,  eđa sko ţađ er ekki búiđ ađ tilkynna öll böndin og ég fór lítillega fram úr mér.  Óvart.  Máliđ er ađ fylgjast međ og skrá sig á síđuna http://www.facebook.com/#!/pages/Saudarkrokur-Iceland/TONLISTARHATIDIN-GAERAN-2010/109182002449012?v=wall&ajaxpipe=1&__a=49


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband