Færsluflokkur: Ferðalög

Hanna Birna tekur "Árna Johnsen" á þetta

  hanna-birna

  Fyrir nokkrum árum spurði fréttamaður RÚV háttvirtan alþingismann,  Árna Johnsen,  um kantsteina sem Þjóðleikhúsið hafði greitt fyrir en ekki skilað sér þangað.  Árni sagði steinana vera á brettum úti í bæ.  Þegar fastar var gengið á Árna viðurkenndi hann hægt og bítandi að steinarnir væru niðurkomnir í kartöflugörðunum heima hjá honum sjálfum.  Fréttamaðurinn sakaði Árna um að hafa skrökvað að sér í upphafi viðtalsins.  Þá hrökk þetta gullkorn upp úr Árna:

  "Ég sagði ekki beinlínis ósatt heldur sagði ég ekki allan sannleikann."

  Hanna Birna,  nýjasti borgarstjóri Reykjavíkur,  viðhefur sömu vinnubrögð.  Fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur,  Ólafur F.  Magnússon,  óskaði eftir upplýsingum um utanlandsflandur Hönnu Birnu á kostnað borgarbúa.  Hanna Birna lagði fram upplýsingar um 6 ferðir upp á 800 þúsund króna heildarkostnað.

  Ólafur taldi sig þekkja vinnubrögð Hönnu Birnu og hafði grun um að hún væri ekki að segja allan sannleikann.  Hún hefði farið í fleiri utanlandsferðir.  Nú hefur Ólafi tekist að grafa upp eina af þeim ferðum.  Það var ferð sem Hanna Birna fór til Feneyja.  Sú ferð kostaði borgarbúa 340 þúsund.

  Til gamans má geta að í borgarstjóratíð sinni fór Ólafur F.  aðeins í eina utanlandsferð.  Það var ódýr boðsferð til Færeyja.

  Á borgarstjórnarfundi kl. 14 í dag flytur Ólafur F.  vantraust á Hönnu Birnu.  Fundinum verður útvarpað á fm 98,3 og á www.reykjavik.is.  Sjá ennfremur heilsíðuauglýsingu á bls. 7 í Fréttablaðinu í dag.

  Á ljósmyndinni efst er Hanna Birna þessi til hægri.  Hin manneskjan heitir Óskar Bergsson.  Sá fékk háðuglega útreið í prófkjöri framsóknarmanna á dögunum.  Var hafnað svo glæsilega að lengi verður í minnum haft.

  Næsta víst er að fundurinn verði fjörlegur og í anda myndbandsins sem þessi færsla er tengd við. 


mbl.is Slagsmálaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrir laufléttir

brandari4

  Þessa brandara fékk ég senda.  Og ég skemmti mér konuglega við að skoða þá.  Mér er ljúft að leyfa þeim að létta ykkur lundina líka.  Fyrir þá sem ekki þekkja til skal upplýst að flugvélin sem er nær á ljósmyndinni fyrir ofan er í eigu Ríkharðs Branssonar og fyrirtækis hans,  Virgin.  Enska orðið  virgin  þýðir  jómfrú.  Hin flugvélin er belgísk.  Enska orðið  slut  þýðir  drusla.

brandari3

"Ekki éta harða hlutinn á bakinu á honum.  Hann veldur viðrekstri!"

brandari5

"Skolið kúlurnar hér"

brandari2

Bókin hans:  "101 stelling".  Bókin hennar:  "102 afsakanir".

brandari1

"Ég er ekki að selja kynlífsþjónustu!  Ég sel smokka með prufukeyrslu."


Af hverju leggja konur bílnum sínum svona?

kona_undir_styri_3.jpgkona_undir_styri_7.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Einhverra hluta vegna leggja sumar konur bílnum sínum allt öðru vísi en annað fólk.  Og skilja ekkert í því að fólki þyki bílnum einkennilega lagt.  Þessar konur standa í þeirri trú að þeirra bíl sé lagt alveg eins og öðrum bílum.  kona_undir_styri_1_948172.jpgkona_undir_styri_9.jpgkona_undir_styri_10.jpgkona_undir_styri_8_948175.jpgkona_undir_styri_6_948180.jpg


Bestu bílar ársins 2010

  59 blaðamenn á bílatímaritum í 23 löndum tóku þátt í vali á "Bíl ársins 2010".  Ég veit lítið um bíla og bílamarkaðinn og ég fatta ekki hvernig menn geta úrskurðað hvaða bílar verða þeir bestu á næsta ári.  Fjölmiðlar leita ætíð álits míns á bestu plötum ársins sem er að líða eða fyrri ára.  En aldrei á bestu plötum komandi árs.  En þetta urðu úrslitin í vali bíladellumanna á bestu bílum ársins 2010:  Opel Astra lenti í 3ja sæti með 221 stig.  Toyota IQ í 2. sæti með 337 stig.  Vinningshafinn reyndist vera VW Polo með 347 stig. 

.   Pólóinn er þá sennilega betri en VW Caddy-inn minn.  Annarri eins druslu hef ég ekki kynnst.  Alltaf að bila.  Og ef hann bilar ekki þá dældast hann við minnsta núning utan í aðra bíla eða ljósastaura. 

Ja,  það segir sig reyndar sjálft að VW hlýtur að vera betri en VW Caddy.  Annars hefðu báðir bílarnir hafnað í 1. sæti með jafn mörg stig.

23 danskir blaðamenn á þarlendum bílatímaritum stóðu einnig fyrir vali á "Bíl ársins 2010".  Sigurvegarinn þar var sá sami.  Opel Astra lenti í 2. sæti og Citroen Picasso nr. 3.  Ekki veit ég hvað danskir blaðamenn hafa út á Toyota IQ að setja.  Kannski hefur það eitthvað að gera með viðhorf til Þyrlu-Manga frá Vestmannaeyjum?

bíll ársins 2009

mbl.is Schumacher gerir samning við Mercedes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæðan fyrir því að bjórinn virkar betur í Þýskalandi

bjor.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

  Flestir sem hafa farið til Þýskalands og líta augum úrvalið af bjór í hillum verslana haga sér eins og krakki í dótabúð.  Það er svo mikið af framandi og spennandi bjórflöskum og -dósum sem aldrei hafa sést á Íslandi og enginn heyrt minnst á.  Menn hamstra þetta eins og enginn verði morgundagurinn.

  Svo er byrjað að þamba heilsudrykkinn.  Þá vill ósjaldan svífa á fólk mun brattar en venja er.  Ég var að uppgötva ástæðuna.  Hún er sú að margir þýskir bjórar eru miklu sterkari en þetta piss sem selt er í íslenskum vínbúðum.  Bjórinn á myndinni hér fyrir ofan er til að mynda 32%.  Einn slíkur jafngildir heilli kippu af venjulegum íslenskum jólabjór.  Og í raun meir vegna þess að lifrin á erfiðar með að brjóta niður alkahól þegar hlutfall þess í drykk er þetta hátt.  En góður er hann og hressandi.


Jón Ísleifsson - snillingur úr Árneshreppi

  Fyrir nokkrum árum fékk ég far frá Vestfjörðum með presti sem heitir Jón Ísleifsson og var með prestkall í Árneshreppi.  Til eru margar skemmtilegar sögur af Jóni.  Það var virkilega gaman að fá far með honum til Reykjavíkur.  Það var snemma morguns sem við lögðum af stað.  Á miðri leið bað ég Jón um að stoppa því ég þurfti að pissa. 

  Ég var ekki fyrr kominn út úr bílnum en Jón spíttaði með kraftmiklu spóli í burtu á bílnum en lagði honum eftir um það bil kílómeters akstur.  Ég pissaði og skokkaði síðan að bíl Jóns.  Lafmóður og óvanur skokki spurði ég ósáttur:  "Hvað er í gangi?  Þú lætur mig hlaupa heilan kílómeter."

  Jón svaraði ofurrólega:  "Ég vildi ekki að þú pissaðir utan í bílinn minn."


Dularfull bilun

  Einn kunningi minn ók á stórum og þunglamalegum sendibíl.  Bíllinn var gamall og þreytulegur.  Það ískraði í honum og marraði þegar ekið var yfir ójöfnur eða tekin mjög kröpp beygja.  Svo brá við einn daginn að lágvært en taktfast bank heyrðist þegar bíllinn var á ferð.  Kunningi minn kippti sér ekki upp við það.  Hann var vanur hinum fjölbreyttustu hljóðum frá bílnum.

  Daginn eftir ágerðist bankið.  Varð háværra og hvellara.  Kunninginn fór að hafa áhyggjur af þessu.  Um kvöldið kom í heimsókn til hans maður sem er vanur bílaviðgerðum.  Þegar honum var sagt frá vandamálinu vildi hann ólmur fá að kíkja á bílinn og finna út hvað væri að.  

  Félagarnir gengu út og að bílnum.  Gesturinn þurfti ekki að setjast inn í bílinn né setja hann í gang til að átta sig á biluninni.  Honum nægði að koma auga á sprungið afturdekk.  Eða réttara sagt það sem eftir var af dekkinu.  Það voru bara nokkrar gúmmítæjur og felgan farin að láta verulega á sjá eftir að hafa bankað malbikið í tvo daga þvers og kruss um höfuðborgarsvæðið.


Rasismi í flugstöðinni í Sandgerði

 farþegar á flugstöð

  Kunningi minn er sár og svekktur.  Hann bað mig um að vekja athygli á eftirfarandi.  Þessi maður er frá Víetnam og hefur verið búsettur hérlendis í á annan áratug ásamt bróðir sínum.  Kona hans er einnig frá Víetnam.  Í hvert einasta skipti sem eitthvert þeirra skreppur út fyrir landsteinana taka tollverðir viðkomandi til rækilegrar skoðunar við heimkomuna.  Þau hafa aldrei lent í slíku á flugvöllum erlendis. 

  Þau fullyrða að aðrir Íslendingar frá Víetnam hafi sömu sögu að segja.  Það virðist vera vinnuregla hjá tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að taka fólk frá Víetnam til sérstakrar skoðunar.

  Kunningi minn og hans fólk eru fyrirmyndar borgarar.  Hafa aldrei komist í kast við lög,  vinna mikið og hafa aðlagast íslensku samfélagi afskaplega vel.  Þetta fólk er alveg fylgjandi því að tollverðir sinni af alúð sínu eftirlitshlutverki.  En þeim þykir einkennilegt og pirrandi að vera stöðugt eina manneskjan sem er pikkuð út úr 100 - 200 manna farþegahópi og færð í skoðunarherbergi.  Þar er allt rifið upp úr ferðatöskum þeirra og pokum og grandskoðað.  Reynt er að finna eitthvað að sem flestu.  Þau krafin um greiðslukvittun fyrir gamalli ódýrri myndavél,  vöngum er velt yfir sælgæti (hvort það fáist á Íslandi),  hvort of mikið af fatnaði sé meðferðis og annað í þeim dúr.  Að auki eru þau yfirheyrð um hvar þau búi,  hvert erindið hafi verið til útlanda,  við hvað þau vinni og svo framvegis. 

  Svona nákvæm skoðun tekur langan tíma og veldur því að viðkomandi missir af flugrútunni.  Stundum næst far með annarri rútu löngu síðar.  Stundum eru ekki fleiri flugrútur það kvöldið.  Þá verður að taka leigubíl til Reykjavíkur með tilheyrandi aukakostnaði.  Eða reyna að hóa einhvern út til að sækja sig upp á flugstöð. 

  Fólkið frá Víetnam upplifir framkomu tollvarðanna sem neikvæða í sinn garð.  Það sé eins og einbeittur vilji sé til að sýna þeim leiðinlega framkomu.  Kunningi minn sem áður er nefndur skrapp til útlanda á dögunum.  Þegar skoðun á farangri hans var að ljúka sagðist hann ætla að biðja Jens Guð um að blogga um þetta.  Þá breyttist framkoman snarlega í hans garð.  Tollvörðurinn sagðist vera almennilegur og spurði hvort megi bjóða honum kaffi. 

  Sjálfur hef ég farið mörgum tugum sinnum í gegnum flugstöðina í Sandgerði.  Aðeins einu sinni hefur tollvörður skoðað dótið mitt - þrátt fyrir að ég hafi oftar óskað eindregið eftir því.  Í þetta eina skipti hafði hasshundur stokkið upp á bak á ferðafélögum mínum í pönksveitinni Gyllinæð (sjá tónspilara).  Við vorum því allir teknir til skoðunar.  Það var bara gaman og mér sýnd kurteisi í alla staði.  Tollvörðurinn bað mig meira að segja afsökunar á ónæðinu og benti á að hann yrði að framkvæma þessa skoðun vegna þess hvernig hundurinn hafi látið við ferðafélaga mína.  Ég fullvissaði hann um að mér væri ekkert á móti skapi að hann væri samviskusamur í vinnunni.

  Forvitnilegt væri að heyra hvort þið kannist við að fólk með annan litarhátt en hvítan hafi svipaða reynslu af tollvörðum í flugstöðinni og fólkið frá Víetnam.  Hér er ekki verið að tala um þessa almennu tollskoðun,  það er að segja þegar farangri er rennt í gegnum röntgentæki og kíkt ofan í poka eða töskur.  Hér er verið að tala um þegar farþegi er tekinn út úr hópnum og færður í sérstakt skoðunarherbergi og við tekur yfirheyrsla og allsherjar skoðun sem tekur 1 - 2 klukkutíma.


Ókeypis! Ókeypis! Sunnudagur til sælu

burger

  Fólk er alltaf tilbúið að fara þangað sem því býðst eitthvað ókeypis.  Þetta benti sjálfur Davíð Oddsson á þegar fréttir bárust af aukinni ásókn fátækra í matarstyrk hjá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd og súpueldhús Samhjálpar.  Sjálfur lætur Davíð sig ekki vanta þegar honum býðst eitthvað ókeypis.  Þannig lagði hann á sig ferð úr Skerjafirði austur til Suðurlandsbrautar er honum bauðst ókeypis hamborgari í McDonalds.

  Næsta víst er að á morgun verði aftur lagt upp í ferðalag úr Skerjafirði.  Fólk sem heitir Davíð og getur sannað það með skilríkjum fær ókeypis Metró-hamborgara á morgun.  Ef Davíð leggur snemma af stað getur hann náð þremur sveittum:  Einum á Suðurlandsbraut,  öðrum í Kringlunni og þeim þriðja við Smáratorg.   

borgari

  Hér fyrir ofan getur að líta smáborgara.  Fyrir neðan er kennslumyndband af því hvernig bera á sig að við að snæða hamborgara.  Þeir sem aldrei hafa reynt geta ekki gert sér í hugarlund hversu erfitt er að slafra í sig einum sveittum.  Algjörlega bannað er að nota hnífapör.  Enda var hamborgari upphaflega aðferð iðnaðarmanna í Hamborg í Þýskalandi til að nærast á kjötbollu án þess að taka sér hlé frá vinnu.

  Það er sjálfur Davíð sem fer með aðalhlutverk í kennslumyndbandinu.  Hann er þýskur og gegnir eftirnafninu Hasselhoff (með sterkri áherslu á HOFF í framburði.  Heppilegast er að tuldra Hassel svo lágt að varla heyrist og hrópa síðan HOFF!).  Þessi gutti er þekktur fyrir hlutverk í sápuóperunni Sundvörðum með Pa-mellu Andersen.


mbl.is Davíð fær ókeypis borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðnauðsynlegt að hafa í huga

paki01pak0paki02ólafur klemensson

  Nú er rétti tíminn til að undirbúa jólafríið í útlöndum og skipuleggja sumarfríið.  Flestir setja stefnuna á Pakistan.  Þar er alltaf fjör og margt skemmtilegt að sjá.  Ef heppnin er með getur maður rekist á hressa Talibana.  Það væri ekki ónýtt að hitta Osama bin Ladin á djamminu og fá eiginhandaráritun hjá honum.  Mér skilst að hann sé skemmtilegur og vinalegur gaur.

paki1

  Sólin er heit í Pakistan og fólk getur sólbrunnið ef gleymist að taka Banana Boat sólvörn með.  Þá kemur sér vel að hjólbörur eru ódýrar í Pakistan og gera sama gagn.

paki2

  Pakistan er eitt bandarísk-væddasta land í þessum heimshluta.  Hægt er að kaupa nýsteikta hamborgara hvenær sem er alla 25 klukkutíma sólarhringsins.

  paki3

  Ekkert er fínna í Pakistan en Merzedes Benz.  Þar er mikið lagt upp úr að ekki fari á milli mála að bíllinn sé Benz. 

paki4

  Mislæg gatnamót í höfuðborg Pakistan,  Islamabad,  eru í lægri kantinum.  Þegar ekið er undir brú með bíla á tveggja hæða vörubílspalli aðlagast bílarnir strax aðstæðum. 

paki5

  Pakistanar leggja mikið upp úr því að útlendum ferðamönnum sé auðveldað sem mest má að komast leiðar sinnar.  Í lyftum er tekið fram að hnappur merktur "Upp" tákni að lyftan fari upp og takki merktur "Niður" tákni að lyftan fari niður.

paki7

  Pakistanar vita að útlendir snobbaðir ferðamenn sækja í merkjavöru.  Þess vegna hafa Pakistanar á söluborðum úrval af vel þekktri alþjóðlegri merkjavöru.  Þessir vinsælu innikór eru merktir Nokia.  Ég veit ekkert um Nokia en hélt að það væri farsímavörumerki.

paki8

  Pakistanar eru vanir að lesa frá vinstri til hægri.  Þumalputtareglan er sú að röð stafanna skipti ekki máli svo framarlega sem fyrsti og síðasti stafurinn í orðinu er réttur.  Pakistanar vita að ferðamenn sæki í fatnað merktum Adidas.

  Ef ég man rétt er Adidas þýskt anti-rasisma vörumerki.  Tveir þýskir bræður framleiddu íþróttaskó.  Annar var nasisti en hinn anti-rasisti.  Sá síðarnefndi,  sem framleiddi Adidas skó,  skóaði bandaríska blökkumanninn sem sigraði í hlaupi á Ólympíu-leikum Hitlers á sínum tíma.  Ég man ekki hvaða fræga vörumerki nasistinn gerði út á.  Ég er viss um að ofbeldismaðurinn Ólafur Klemensson gengur í skóm frá honum.

paki10 

  Í Pakistan er hægt að finna skóla sem eru barnvænir.  Þeir eru merktir sérstaklega.

  Að gefnu tilefni tek ég fram að þessari færslu er ekki ætlað að vera rasísk.  Pakistanar eru fjölmenn þjóð og að uppistöðu til gott fólk.  Vona ég.  Það er í góðu lagi að draga fram broslegar hliðar á sitthverju sem virkar þannig á fordæmafulla Vesturlandabúa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband