Færsluflokkur: Umhverfismál

Raunverulegt skrímsli

  Víða um heim er að finna fræg vatnaskrímsli.  Reyndar er erfitt að finna þau.  Ennþá erfiðara er að ná af þeim trúverðugum ljósmyndum eða myndböndum.  Sama hvort um er að ræða Lagarfljótsorminn eða Loch Ness skrímslið í Skotlandi.  Svo er það Kleppsskrímslið í Rogalandi í Noregi.  Í aldir hafa sögusagnir varað fólk við því að busla í Kleppsvatninu.  Þar búi langur og þykkur ormur með hringlaga munn alsettan oddhvössum tönnum. 

  Margir afskrifa sögurnar sem óáreiðanlegar þjóðsögur.  En ekki lengur.  Á dögunum voru tvær ungar vinkonur á rölti um Boresströndina.  Þær voru að viðra hund.  Hann fann skrímslið dautt;  meterslangan hryggleysingja,  5 punda.  Samkvæmt prófessor í sjávarlíffræði er þetta sníkjudýr.  Það sýgur sig fast á önnur dýr,  sýgur úr þeim blóð og hold.  Óhugnanlegt skrímsli.  Eins gott að hundurinn var ekki að busla í vatninu.

  Ef smellt er á myndina sést kvikindið betur.  

suga  


Falskt öryggi

  Einnota hanskar eru í tísku um þessar mundir.  Hvítir þykja flottastir. Bláir og grænir njóta einnig vinsælda.  Annars fer þetta að mestu eftir litnum á fötunum sem fólk klæðist hverju sinni. 

  Einnota hanskar eru ekki aðeins skemmtilegur klæðnaður.  Þeir geta líka spornað gegn útbreiðslu kórónaveirunnar.  Eða hvað?  Jú,  ef rétt er að farið.  Verra er að þeir geta einnig gefið falskt öryggi.

  Veiran smitast ekki bara við snertingu.  Hún svífur um loftin blá;  ferðast allt í kringum smitað fólk.   Veik manneskja þarf ekki einu sinni að hósta hraustlega til að smita aðra.  Henni nægir að anda án rykgrímu.

  Einnota hanski venur fólk ekki af því að snerta andlitið á sér.  Í hanska flaðrar fólk upp hurðahúna sem löðra í veirum; stigahandrið, innkaupakerrur,  slær inn PIN-númer og svo framvegis.  Þegar hanskaklætt fólkið snertir síðan á sér andlitið þá er það engu betur sett en berhentir.

  Yfirleitt liggja hanskarnir þétt um höndina.  Við það verður húðin þvöl.  Það er kjörlendi fyrir veiruna.  Mikilvægt er að hendur séu vel þurrar þegar þeim er stungið í hanska.  

 Töluverð kúnst er að fara úr einnota hanska.  Margir fara þannig úr þeim að þeir gætu eins sleikt hurðahún. 

  Tíður handþvottur er heppilegri en hanskar.  Hann skilur heldur ekki eftir sig sama sóðaskap og hanskinn.  Víða fyrir utan matvöruverslanir má sjá einnota hanska fjúkandi út um öll bílastæði.

  Sumir klippa framan af fingrum hanskans;  breyta honum í grifflur.  Það er töff en veitir falskt öryggi gegn kórónaveirunni. 

einnota hanskarveiruvörn    


Glæsileg ljóðabók

  Fyrir helgi gaf bókaútgáfan Skrudda út ljóðabókina Ástkæra landið.  Höfundur er söngvarinn og söngvaskáldið Ólafur F. Magnússon.  Einnig þekktur sem farsæll og frábær læknir,  baráttumaður fyrir umhverfisvernd og verndun gamalla húsa,  borgarfulltrúi og besti borgarstjóri Reykjavíkur. 

  Útgáfuhófið var í Eymundsson á Skólavörðustíg.  Ég man ekki eftir jafn fjölmennu útgáfuhófi.  Það var troðið út úr dyrum.  Bókin seldist eins og heitar lummur. 

  Að því kom að Ólafur gerði hlé á áritun.  Þá fékk hann Ómar Ragnarsson og Guðna Ágústsson til að ávarpa gesti.  Allir fóru þeir á kostum.  Reittu af sér brandara á færibandi.  Gestir lágu í krampa af hlátri.  Svo sungu Ólafur og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir fallegt lag við undirleik gítarsnillingsins Vilhjálms Guðjónssonar.     

  Ólafur yrkir á kjarnyrtri íslensku í hefðbundnu formi stuðla, höfuðstafa og endaríms.  Hann tjáir ást sína á fósturjörðinni og náttúrunni.  Einnig yrkir hann um forfeðurna,  fegurð og tign kvenna, kærleikann og bjartsýni.  En líka um dimma dali sem hann hefur ratað í.  Þá deilir hann á efnishyggju og rétttrúnað.  Hér er sýnihorn:

Ástkæra landið

Ástkæra landið, elskaða þjóð,

ást mín til þín er hjartanu kær.

Ég einlægt vil fagna feðranna slóð

og færa til nútíðar söguna nær.

Áarnir traustir, sem tryggðu vorn hag,

við tignum þá, heiðrum og fullveldið dýrt.

Við mærum þá alla hvern einasta dag.

Enn ber að þakka, við kveðum það skýrt.

_____________________________________________________________

Uppfært 18.9.2019:  Áskæra landið er í 1. sæti á sölulista Eymundsson.  

ástkæra landiðútgáfuhófiðÓlafur F. í Eymundsson


Leyndarmálin afhjúpuð

  Hver hefur ekki velt því fyrir sér hvernig sólin liti út ef hún væri blá?  Eða hvernig útsýnið væri ef Júpíter væri jafn nálægt jörðinni og tunglið?  Mér er ljúft og skylt að svipta hulunni af leyndarmálunum.  Ekki aðeins með orðum heldur öllu heldur með ljósmyndum.

  Sólin er á vinstri myndinni.

blá sóljúpíter 


Nauðsynlegt að vita

  Af og til hafa heyrst raddir um að ekki sé allt í lagi með vinnubrögð hjá Sorpu.  Fyrr á árinu gengu manna á milli á Fésbók fullyrðingar um að bækur sem færu þangað skiluðu sér ekki í Góða hirðinn.  Þær væru urðaðar.  Ástæðan væri sú að nóg af bókum væru í nytjamarkaðnum.  Einhverjir sögðu að þetta gerðist endrum og sinnum.  Öðrum sárnaði.  Einkum bókaunnendum.  Einnig hafa heyrst sögur af fleiri hlutum sem virðast ekki skila sér úr Sorpu til búðarinnar.

  Útvarpsmaðurinn snjalli,  Óli Palli,  lýsir nýlegum samskiptum sínum við Sorpu.  Frásögnin á erindi til flestra:

  "Ég er frekar PISSED! Ég er búinn að vera að flokka dót í marga daga - RUSL og annað nýtilegt - t.d. músík - DVD og allskonar dót sem fór saman í kassa fyrir Góða Hirðinn að skoða og gera sér mat úr. Vinur minn fór með helling af þessu "nýtilega" dóti fyrir mig í Sorpu í morgun og fékk ekki að setja það í nytjagáminn - en hann fékk að skilja þar eftir nokkra gamla og ljóta myndaramma... Bækur - CD - DVD - vinylplötur - geislaspilarar og allt mögulegt sem ég VEIT að sumir amk. kunna að meta verður pressað og urðað einhverstaðar. Er þetta öll umhverfisverndarstefnan? Flokkum og skilum my ass! Hér eftir fer ALLT í rusl. Þetta er bara tímaeyðsla og rugl - það er verið að fíflast með fólk. Sorpa fær falleinkunn. Mér er algjörlega misboðið. Ég er búinn að flokka rusl í næstum 20 ár og þetta er staðan í dag."

oli_palli.jpg


Flugbílar að detta inn á markað

  Lengst af hafa bílar þróast hægt og breyst lítið í áranna rás.  Það er að segja grunngerðin er alltaf sú sama.  Þessa dagana er hinsvegar sitthvað að gerast.  Sjálfvirkni eykst hröðum skrefum.  Í gær var viðtal í útvarpinu við ökumann vörubíls.  Hann varð fyrir því að bíll svínaði gróflega á honum á Sæbraut.  Skynjarar vörubílsins tóku samstundis við sér: Bíllinn snarhemlaði á punktinum, flautaði og blikkaði ljósum.  Forðuðu þar með árekstri.

  Sífellt heyrast fréttir af sjálfkeyrandi bílum.  Þeir eru að hellast yfir markaðinn.  Nú hefur leigubílafyrirtækið Uber tilkynnt um komu flugbíla.  Fyrirtækið hefur þróað uppskriftina í samvinnu við geimferðastofnunina Nasa.  Það setur flugbílana í umferð 2020.  Pældu í því.  Eftir aðeins 3 ár.  Við lifum á spennandi tímum.

   


Þannig sleppur þú við sumarpláguna

frjókorn

 

 

 

 

 

 

 

 

  Eins skemmtilegt og sumarið getur verið þá fylgja því einnig ókostir.  Ekki margir.  Aðeins örfáir.  Sá versti er frjókornaofnæmi.  Verra er að þeim fjölgar stöðugt sem þjást af þessu ofnæmi - eins og flestum öðrum ofnæmum.  Margir vita ekki af þessu.  Þeir skilgreina einkennin sem flensu.  Tala um bölvaða sumarflensuna.  Sífellda nefrennslið, rauð augu,  særindi í hálsi, hnerri...

  Góðu fréttirnar eru þær að auðveldlega má verjast frjókornunum.  Meðal annars þannig:

- Forðist garðslátt og heyvinnu.

- Halda sig sem mest innandyra.

- Loka öllum gluggum rækilega.

- Ekki þerra þvott utandyra. 

- Fjarlægja öll gólfteppi úr húsinu.

- Losa sig við alla loðfeldi.

- Skúra öll gólf daglega.

- Ryksuga sófasett og önnur húsgögn sem mögulega geta hýst frjókorn.

- Vera með sólgleraugu.  Einkum þar sem hætta er á sólarljósi.

- Fara í sturtu eða bað fyrir háttinn.  Mikilvægt að þvo hár og skegg rækilega.

- Skola nasir og augu með léttsöltuðu vatni.

- Vera með súrefnisgrímu utandyra.

súrefni


Fann mannabein í fötu

  Danskri konu að nafni Dorte Maria Kræmmer Möller mætti undarleg sjón um helgina.  Eins og oft áður átti hún erindi í Assistens kirkjugarðinn í Kaupmannahöfn.  Þangað hefur hún farið reglulega til fjölda ára.  Í þetta skipti kom hún auga á stóra og ljóta málningarfötu í einu horni garðsins.  Hana hafði hún aldrei áður séð í garðinum.  Forvitni rak hana í að kanna málið betur.  Er hún leit ofan í fötuna blöstu við nýleg mannabein og mannakjöt.  Ekki fylgir sögunni hvernig hún þekkti hvað þetta var.

  Hún tók ljósmynd af fötu og innhaldi.  Fjölmiðlar höfðu samband við þann sem hefur yfirumsjón með garðinum.  Viðbrögð voru kæruleysisleg.  Skýringin væri sennilega sú að starfsmaður hafi grafið þetta upp fyrir rælni og gleymt fötunni.  Vandamálið sé ekki stærra en svo að innihaldið verði grafið á ný. Málið úr sögunni.

  Lögreglan er ekki á sama máli.  Hún hefur lagt hald á fötu og innihald.  Málið er í rannsókn.

mannabein  


Aðgát skal höfð

  Á morgun spillist færð og skyggni.  Hlýindakafla síðastliðinna daga er þar með að baki.  Við tekur fljúgandi hálka, él, hvassviðri og allskonar.  Einkum á vestari hluta landsins.  Þar með töldu höfuðborgarsvæðinu.  Þá er betra að leggja bílnum.  Eða fara afar varlega í umferðinni.  Annars endar ökuferðin svona:

klaufaakstur aklaufaakstur bklaufaakstur cklaufaakstur dklaufaakstur e   


mbl.is Snjór og hálka taka við af hlýindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baðfatatískan - áríðandi að fylgjast með

baðföt e

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Sumarið er handan horns.  Það eru hlýindi framundan á Fróni.  Sólbaðsveður um land allt.  Blessuð sólin elskar allt og allt með kossi vekur.  Nú er tímabært að huga að sólbaðsfötunum.  Enginn vill láta grípa sig í baðfötum sem eru komin út tísku og þykja hallærisleg.  Hvað segir tískan?  Kvikmyndin Borat eftir breska leikarann Sacha Baron Cohen innleiddi djarfa sundbolstísku fyrir karlmenn.  Kosturinn við hana er að hún er efnisrýr og kostar þess vegna ekki mikil fjárútlát.

baðföt Borat

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Sundbolur Borats hefur haft mótandi áhrif á baðfatatísku kvenna.  Til að hlífa geirvörtum frá því að sólbrenna og brjóstunum að sveiflast um of - þegar hlaupið er eins og fætur toga út í buskann - er konusundbolurinn efnismeiri.  Þar með líka dýrari.  Það er í stíl við að allar vörur ætlaðar konum eru miklu dýrari en karlavörur.  Karlar láta ekki okra á sér.  

baðföt a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   

 

 

 

 

 

 

 

 

  Sumum körlum finnst þeir vera of berskjaldaðir í Borat-sundbol - en vilja samt hlífa geirvörtunum við því að sólbrenna.  Þá er ráð að fá sér bikiní.  Best er að hafa það bleikt til að líkjast húðlit.  Þannig fer lítið fyrir því.

baðföt f

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Gamla góða sundskýlan er alltaf vinsæl hjá körlum.  Enda hafa sumir átt hana alveg frá því í skólasundi barna.  Ef hún er týnd má smeygja sér í stuttu nærbuxurnar.  Það sér enginn muninn.

baðföt - nærbuxur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Klassíski sundbolurinn býður upp á ýmsa möguleika.  Nú til dags er auðvelt að prenta allskonar myndir á tau.  Til að mynda teikningu af innyflum.  Hún kennir gestum og gangandi líffræði.

baðföt sundbolur m innyflum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Einliti sundbolurinn nýtur alltaf vinsælda.

baðföt sundbolur       


mbl.is Bongó í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.