Nauðsynlegt að vita

  Af og til hafa heyrst raddir um að ekki sé allt í lagi með vinnubrögð hjá Sorpu.  Fyrr á árinu gengu manna á milli á Fésbók fullyrðingar um að bækur sem færu þangað skiluðu sér ekki í Góða hirðinn.  Þær væru urðaðar.  Ástæðan væri sú að nóg af bókum væru í nytjamarkaðnum.  Einhverjir sögðu að þetta gerðist endrum og sinnum.  Öðrum sárnaði.  Einkum bókaunnendum.  Einnig hafa heyrst sögur af fleiri hlutum sem virðast ekki skila sér úr Sorpu til búðarinnar.

  Útvarpsmaðurinn snjalli,  Óli Palli,  lýsir nýlegum samskiptum sínum við Sorpu.  Frásögnin á erindi til flestra:

  "Ég er frekar PISSED! Ég er búinn að vera að flokka dót í marga daga - RUSL og annað nýtilegt - t.d. músík - DVD og allskonar dót sem fór saman í kassa fyrir Góða Hirðinn að skoða og gera sér mat úr. Vinur minn fór með helling af þessu "nýtilega" dóti fyrir mig í Sorpu í morgun og fékk ekki að setja það í nytjagáminn - en hann fékk að skilja þar eftir nokkra gamla og ljóta myndaramma... Bækur - CD - DVD - vinylplötur - geislaspilarar og allt mögulegt sem ég VEIT að sumir amk. kunna að meta verður pressað og urðað einhverstaðar. Er þetta öll umhverfisverndarstefnan? Flokkum og skilum my ass! Hér eftir fer ALLT í rusl. Þetta er bara tímaeyðsla og rugl - það er verið að fíflast með fólk. Sorpa fær falleinkunn. Mér er algjörlega misboðið. Ég er búinn að flokka rusl í næstum 20 ár og þetta er staðan í dag."

oli_palli.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki að fatta þetta. Trúi því bara ekki að tónlist frá smekkmanni eins og Óla Palla sé tómt drasl ?

Á meðan er Góði Hirðiirinn fullur af draslbókum, drasltónlist og tómum CD hulstrum. Greinilega meira verðmæti á haugunum.

Stefán (IP-tala skráð) 28.11.2017 kl. 20:43

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er hneyksli!

Jens Guð, 29.11.2017 kl. 09:22

3 identicon

Að gefnu tilefni hentum við í grein um þetta heita málefni: Af hverju er ekki tekið við öllum nothæfum hlutum í gám Góða hirðisins hjá SORPU?

http://www.sorpa.is/frodleikur/frettir/af-hverju-er-ekki-tekid-vid-ollum-nothaefum-hlutum-i-gam-goda-hirdisins-hja-sorpu/656 . 

Karen H. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2017 kl. 11:38

4 Smámynd: Jens Guð

Karen H.,  bestu þakkir fyrir snöfurleg viðbrögð; að henda í þessa þörfu og tímabæru grein.

Jens Guð, 29.11.2017 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband