Fćrsluflokkur: Íţróttir

Gapandi hissa

  Ég veit ekkert um boltaleiki.  Fylgist ekki međ neinum slíkum.  Engu ađ síđur fer ekki framhjá mér hvađ boltafólk gapir mikiđ.  Ţađ er eins og stöđug undrun mćti ţví.  Ţađ gapir af undrun.  Ađ mér lćđist grunsemd um ađ einhverskonar súrefnisţörf spili inn í.  Fólkiđ berjist viđ - í örvćntingu - ađ gleypa súrefni.  Ţetta er eins og bráđasturlun.

bolti 1boltamóibolti 2bolti 3boltagaparibolti 4boltakappibolti 5boltagaurbolkti 6bolti dboltabullur 


KSÍ í vanda

Mikill vandi og óvissa steđjar nú ađ KSÍ. Einkum varđandi fyrirhugađan flutning vínbúđar úr Austurstrćti í einhvern útkjálka sem kallar á akstur vélknúins ökutćkis. Í herbúđum KSÍ er horft vonaraugum til stađsetningar í göngufćri viđ Laugardalshöllina. Kirkjusandur kemur sterklega til greina.


Eggjandi Norđmenn

  Ólympíuleikar voru ađ hefjast áđan í Seúl í Suđur-Kóreu.  Međal ţátttakenda eru Norđmenn.  Međ ţeim í fylgd eru ţrír kokkar.  Ţeir pöntuđu 1500 egg.  Íbúar Kóreu eru um 100 milljónir eđa eitthvađ álíka.  Nágrannar eru 1400 milljónir Kínverjar og skammt frá 1100 milljónir Indverjar.  Til samanburđar eru 5 milljónir Norđmanna eins og smáţorp.  Ţess vegna klúđruđu kóresku gestgjafarnir pöntun norsku kokkanna.  Í stađ 1500 eggja fengu Norsararnir 15.000 egg.  Matarćđi norskra keppenda á Ólympíuleikunum verđur gróflega eggjandi.

  Hvađ fá ţeir í morgunmat?  Vćntanlega egg og beikon.  En međ tíukaffinu?  Smurbrauđ međ eggjum og kavíar.  Í hádeginu ommelettu međ skinkubitum.  Í síđdegiskaffinu smurbrauđ međ eggjasalati.  Í kvöldmat ofnbakađa eggjaböku međ parmaskinku.  Međ kvöldkaffinu eggjamúffu međ papriku.  Millimálasnakk getur veriđ linsođin egg.     

egg_1.pngegg_2.jpgegg_3.jpgegg_4.jpgegg_5.jpgegg_6.jpgegg_7.jpgegg_8.jpgegg_9.jpgegg_10.jpgegg_11.jpgegg_13.jpgegg_14.jpgegg_16.jpgegg_17.jpg


Bretar segja fegursta áhangandann vera fćreyskan

  Bretar eru gríđarlega uppteknir af fótbolta.  Fćreyingar sömuleiđis.  Breska dagblađiđ Daily Mail hefur skođađ áhangendur bresku knattspyrnufélaganna.  Niđurstađan er sú ađ 25 ára fćreysk stúlka,  Katrína María,  beri af öđrum í fegurđ.  Hún er grjóthörđ í stuđningi viđ Manchester United.  

  Vissulega er stúlkan myndarleg.  Í Fćreyjum ţykir hún samt ósköp venjuleg.  Fćreyskar konur eru almennt gullfallegar.  Ekki síst í samanburđi viđ breskar.

Katrína María
katrína maría a  


mbl.is „United er komiđ til baka“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Göngugarpar gefa heldur betur í

  Íslendingar eru ofdekrađir og latir.  Ekki allir.  Samt flestir.  Menn rölta ekki lengur út í sjoppu heldur aka í bíl - hvort heldur sem leiđin er 50 eđa 100 metrar.  Menn leggja ólöglega viđ inngang líkamsrćktarstöđva fremur en ţurfa ađ ganga frá löglegu bílastćđi - ţó ađ munurinn sé ađeins örfáir metrar.

  Viđ Ikea í Garđabć er alltaf ţéttpakkađ í öll bílastćđi nćst versluninni.  Ekkert óeđlilegt viđ ţađ.  Nema í morgun.  Ţá var ţessu öfugt fariđ.  Bílastćđin fjćrst versluninni voru ţéttpökkuđ.  Einungis einn og einn bíll var á stangli nćst búđinni.

  Greinilega er eitthvađ gönguátak í gangi - án ţess ađ ég hafi orđiđ var viđ ţađ fyrr en nú.  Ekki nóg međ ţađ.  Ég horfđi á eftir fjöldanum - heilu fjölskyldunum - lengja göngutúrinn međ ţví ađ stökkva út úr bílnum og ganga fyrsta spölinn í áttina frá Ikea.  Allir stikuđu stórum.  Nánast hlupu viđ fót.  Ég bar kennsl á forsćtisráđherrann Bjarna Ben í hópnum.  

  Ég rölti í rólegheitum ađ Ikea.  Fram úr mér - međ stuttu millibili - skokkuđu tveir menn.  Ţeir tóku sitthvora Ikea-innkaupakerruna og brunuđu međ ţćr frá Ikea.  Mér dettur í hug ađ ţeir noti ţćr fyrir göngugrind.  Eđa hvort ađ ţeir vilji sýna ţeim verslunarlengjuna sem er gegnt Ikea.  Ţar má sjá Fiskó gćludýraverslun, Art2b gallerí, Bónus, Max raftćkjaverslun, Costco, Hyundai-umbođiđ og eitthvađ fleira.

  Ég tók ekki ţátt í gönguátakinu.  Fór ţess í stađ upp í veitingasölu Ikea og fékk mér ýsu í raspi.  Ţar var óvenju fámennt.  Nánast eins og í dauđs manns gröf.  Enda áttu göngugarparnir eftir ađ skila sér.  

ikea   

   


Breskt hreindýr heitir Gylfi Sigurđsson

  Jólin byrja snemma hjá enskum bónda.  Sá heitir Robert Morgan.  Hann er trjárćktandi.  Rćktar jólatré.  Sömuleiđis heldur hann hreindýr.  Ein kýrin bar fyrir fjórum dögum.  Robert var ekki lengi ađ kasta nafni á kálfinn;  gaf honum nafniđ Gylfi Sigurđsson.  

  Ástćđan er sú ađ kallinn er áhangandi fótboltaliđs í Swansea.  Ţar ku mađur ađ nafni Gylfi Sigurđsson spila.  Hann kemur frá hreindýralandinu Íslandi,  ađ sögn hreindýrabóndans.  

Gylfi2


mbl.is Brosti er hann var spurđur um Gylfa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af hverju eru íţróttir kynjaskiptar?

  Er kynjaskipting í íţróttum ekki tímaskekkja?  Á öldum áđur - lengst af - kepptu einungis karlmenn í íţróttum.  Svo fóru konur ađ laumast til ţátttöku.  Vildu leika sér eins og karlarnir.  Engum datt í hug ađ ţćr gćtu leikiđ sér međ körlunum.  Ţess í stađ voru stofnuđ kvennaliđ.  Ţeim fjölgađi hratt.  Núna eru ţau nćstum ţví jafn mörg og karlaliđ.  

  Konur leika sér viđ konur og menn međ mönnum.  Á mörgum öđrum sviđum hafa konur sótt inn í áđur lokuđ karlavé.  Dyr hafa veriđ opnađar og konur gengiđ inn. Meira ađ segja hjá Frímúrareglunni.  Líka á allskonar vinnustöđum.  Í dag starfa konur í lögreglunni,  keyra strćtisvagna og vörubíla,  stýra flugvélum,  borgum og eru prestar, biskupar og forsetar.  Klósettin í Verslunarskólanum eru ekki lengur kynjaskipt.  Ekki einu sinni pissuskálarnar.

  Íţróttaheimurinn situr eftir í ţessari eđlilegu ţróun.  Afleiđingarnar eru ýmis leiđindi og vandrćđamál.  Til ađ mynda mátti mesti fótboltasnillingurinn,  stelpa,  í Vestmannaeyjum ekki keppa međ strákunum ţegar á reyndi.  Í Ólympíuleikum í útlöndum eru stöđugt og vaxandi vandamál ađ fjöldi keppenda er intersex.  Ţeir einstaklingar eru á milli ţess ađ vera karlar og konur.  Ţar ađ auki fjölgar í heiminum einstaklingum sem skipta alveg um kyn međ ađgerđ.

  Burt séđ frá ţví ţá er kynjaskipting í íţróttum kjánaleg.  Jafn kjánaleg og ef keppnisliđum í íţróttum vćri skipt í örvhenta og rétthenta.  Eđa útskeifa og innskeifa.    

   

   


mbl.is Sérfrćđingarnir ađ éta sokkinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Magnađar myndir

ol-aol-b

  Íţróttafólk og íţróttaáhorfendur koma oft einkennilega fyrir á ljósmynd.  Ja,  og reyndar bara yfirleitt.  Hér eru nokkur frábćr skot frá Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu.  Sjón er sögu ríkari. Smelliđ á myndirnar til ađ stćkka ţćr.  Ţannig eru ţćr MIKLU áhrifaríkari.  Betur sjá augu en eyru. 

ol-col-dol-gol-hol-iol-j

 

 


mbl.is Ţetta er ekki toppurinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af hverju eru keppendur á Ólympíuleikunum međ rauđa bletti?

rauđblettir arauđblettir brauđblettir c

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Margir hafa tekiđ eftir ţví ađ bandarískir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru međ dökkrauđa hringlaga bletti.  Sumir á öxlunum.  Ađrir á bakinu.  Ţessu svipar til pepperóni á pizzu.  Hvađ veldur?  Er ţetta afleiđing neyslu tiltekinna örvandi efna?  Löglegra eđa ólöglegra?  Hiđ rétta er ađ ţetta er fylgifiskur kínverskrar ađferđar sem byggir á svokölluđum orkupunktum (acupuncture);  sömu punktum og kínverska nálastungan gengur út á.

  Ţetta er ţannig ađ glerkrukkum er komiđ fyrir á orkupunktunum.  Kveikt er á kerti á botni ţeirra (sem snýr upp).  Viđ ţađ myndast ţrýstingur sem býr til sogblett á húđinni.  Ţetta á ađ virkja og jafna orkuflćđi líkamans.  Ţađ er eins og viđ manninn mćlt: Mestu vesalingar verđa skyndilega ţvílíkir orkuboltar ađ ţeir vinna til verđlauna á Ólympíuleikunum. blettir      

 

 


mbl.is Allir ađ gefa henni illt auga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Missti af Herjólfi

  Ţeir kalla ekki allt og alla ömmu sína í Vestmannaeyjum.  Enda yrđi ţađ fljótlega ruglingslegt.  Vestamannaeyingar eru harđgerđir afkomendur víkinga og ţrćla.  Í gćrkvöldi bar svo viđ ađ lögreglumađur Eyjanna missti - fyrir hlálegan misskilning - af fari međ bátnum Herjólfi.  Hann gerđi sér ţá lítiđ fyrir og synti frá Eyjum til lands.  Lagđi af stađ laust fyrir miđnćtti og náđi landi viđ Landeyjahöfn um hálf sjö í morgun.   

  Ţegar ţangađ var komiđ uppgötvađist ađ hann hafđi sparađ sér 1320 króna fargjald.  

 


mbl.is Synti 11 km leiđ frá Eyjum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.