Fćrsluflokkur: Kvikmyndir

Kvikmyndarumsögn

  - Titill: Can´t Walk Away

  - Tegund:  Heimildarmynd um tónlistarmanninn Herbert Guđmundsson

  - Framleiđendur/myndatökumenn:  Ómar Örn Sverrisson og Friđrik Grétarsson

  - Sýningarstađur:  Egilshöll Sambíó

  - Einkunn: ****

  Titill myndarinnar,  "Can´t Walk Away",  vísar til vinsćlasta lags Hebba (Herbert Guđmundsson).  Lags sem náđi ofurvinsćldum um miđjan níunda áratuginn.  Varđ íslenskt einkennislag "80´s".  Gekk svo í endurnýjun lífdaga um aldarmótin.  Fór á ţvílíkt flug ađ ţađ fer enn međ himinskautum.

  Lagiđ kemur eđlilega viđ sögu í myndinni.  Hinsvegar snýst myndin ekki um ţađ.  Ţess í stađ er fariđ yfir viđburđarríkt lífshlaup Herberts frá barnćsku.  Tónlistarferill hans er rakinn í bland viđ annađ sem á daga hefur drifiđ.  Í einkalífinu hafa skipst á skin og skúrir:  Brostin hjónabönd, fangelsisvist, eiturlyfjafíkn, eignamissir og gjaldţrot.  Hebbi dregur ekkert undan.  Reynir ekkert ađ fegra sinn hlut.    

  Myndin er heppilega hrá og látlaus; blanda af gömlu sjónvarpsefni, frásögnum samtíđarmanna og ţví ađ kvikmyndatökuvélar fylgdu Hebba eftir eins og skuggi hvert fótmál síđustu fimm ár.  Hún er hröđ og ţétt.  Hvergi slakađ á.  Ţađ er eitthvađ í gangi á hverri mínútu. Allt á fullu allan tímann.

  Jákvćđni Hebba er ađdáunarverđ.  Hann tekur öllu mótlćti af ćđruleysi og vill öllum vel.  Leitar alltaf ađ björtu hliđunum.  Hann er góđ og yndislega manneskja.  Myndin kemur ţví til skila.     

  Gaman var ađ fylgjast međ viđbrögđum áhorfenda.  Mikiđ hlegiđ og undir lokin braust í tvígang út ákaft lófaklapp.  Á leiđ út úr Egilshöll heyrđi ég ungan mann segja:  "Ţetta var  ţrusu skemmtileg mynd!"  Félagar hans tóku undir ţađ.  Ég geri ţađ líka.  Hvet alla sem tök hafa á ađ skottast í Egilshöll Sambíó.  Ţađ er góđ skemmtun.  

 

can't walk away               


Kvikmyndin um Hebba frumsýnd í kvöld

  Gríđarmikill spenningur er fyrir heimildarmyndinni um tónlistarmanninn sívinsćla Herbert Guđmundsson.  "Can´t Walk Away" heitir hún, eftir ţekktasta lagi hans.  Sýningar hefjast á myndinni klukkan 20.00 í kvöld,  í Egilshöll Sambíó.  Nćsta sýning er klukkan 22.00.   

  "Trailerinn" má sjá HÉR   

  Nánar um sýningartíma og lýsingu á myndinni má sjá HÉR 


Ný íslensk kvikmynd - mikil tilhlökkun

  Um nćstu helgi hefjast sýningar á splunkunýrri íslenskri kvikmynd. Hún heitir "Can´t Walk Away".  Sýningarstađurinn er Egilshöll Sambíó.  Ţetta er heimildarmynd um einn ástsćlasta tónlistarmann ţjóđarinnar í hálfa öld,  Herbert Guđmundsson.

  Hebbi, eins og hann er jafnan kallađur, á ađ baki skrautlegan tónlistarferil og ennţá skrautlegra lífshlaup ţar fyrir utan.  Fljótlega eftir fermingu var hann farinn ađ syngja međ áberandi hljómsveitum.  Raddsviđiđ er breitt.  Litbrigđi söngraddarinnar svipar til Johns Lennons en Hebbi varđ einnig ţekktur fyrir ađ afgreiđs Led Zeppelin-lög alveg eins og Robert Plant.  

  Ţekktustu hljómsveitir Hebba á áttunda áratugnum voru Tilvera, Eik og Pelican.  Á fyrri hluta níunda áratugarins söng hann vinsćlt lag, "Megi sá draumur rćtast", međ hljómsveit sinni Kan.  1985 kom út 3ja sólóplatan,  "Dawn of the Human Revolation".  Hún inniheldur lagiđ "Can´t Walk Away".  Ţađ sló ţvílíkt í gegn.  Allar götur síđan er ţađ einkennislag níunda áratugarins, ţess tímabils sem kallađ er 80´s. 

  Fram til ţessa dags hafa komiđ út vinsćlar plötur og smellir frá Hebba.  Nćgir ađ nefna "Hollywood", "Svarađu kallinu",  "Time", "Eilíf ás" og "Sumariđ er stutt". 

  Í einkalífinu hafa skipst á skin og skúrir:  Ástarsambönd og hjónabönd hafa brotlent; eiturlyfjaneysla, fangelsun, gjaldţrot, atvinnuleysi, róttćk trúskipti, ísbúđarekstur, harđvítugar nágrannaerjur og ţannig mćtti áfram telja.

can't walk away

 

 

 

 

 

 

...


Kvikmyndarumsögn

  -  Titill:  Eiđurinn

  -  Leikstjóri:  Baltasar Kormákur

  -  Handrit:  Ólafur Egill Egilsson og Baltasar Kormákur

  -  Leikarar:  Baltasar Kormákur,  Gísli Örn Garđarsson,  Hera Hilmarsdóttir og Margrét Bjarnadóttir

  -  Tegund:  Drama,  spennutryllir

  -  Einkunn: ****

  Afar fćr hjartaskurđlćknir (Baltasar) er á góđum stađ í lífinu.  Hann á glćsilega konu (Margrét Bjarnadóttir) og tvćr dćtur;  ađra 18 ára (Hera Hilmarsdóttir) og hina á barnsaldri.  Hann erfir stóran og glćsilegan sumarbústađ eftir föđur sinn.  Nokkru síđar bankar ógćfan á dyr:  Dóttirin tekur saman viđ eldri eiturlyfjasala (Gísli Örn).  Hún sogast inn í harđa eiturlyfjaneyslu og flosnar upp úr námi.  

  Fyrstu viđbrögđ lćknisins eru ađ siga lögreglunni á kćrastann.  Sá tekur ţví illa.  Reynir samt ađ ná sanngjörnu samkomulagi viđ kallinn.  Leikar ţróast út í kalt stríđ ţeirra á milli.  Ţar međ fćrist fjör í leikinn.  Töluverđ spenna hleđst upp og heldur áhorfandanum föngnum til enda - ţrátt fyrir ađ framvindan sé stundum fyrirsjáanleg.  Tempóiđ er á millihrađa en ţétt.  Óhugnađur er meira undirliggjandi en í nćrmynd.  Smekklega útfćrđur og trúverđugur sálfrćđitryllir.

  Öll myndrćn umgjörđ er vandlega valin.  Reykjavík og nágrenni eru grá, köld og ţakin snjóföli.  Stóri sumarbústađurinn er dökkur og myrkur innandyra. 

  Myndataka Óttars Guđnasonar er til fyrirmyndar;  frekar lágstemmd en skreytt nokkrum flottum skotum úr lofti (úr ţyrlu).  Fagmennska hvar sem niđur er boriđ.  

  Helstu leikendur fara á kostum.  Ţeir eru sannfćrandi í öllum ađstćđum og samtöl eru eđlileg (blessunarlega ađ öllu leyti laus viđ ritmáliđ sem lengst af hefur háđ mörgum íslenskum kvikmyndum).    

  Nú er lag ađ bregđa sér í bíó; sjá virkilega góđa og umhugsunarverđa mynd um vandamál sem margir foreldrar ţurfa ađ kljást viđ.         


Kvikmyndarumsögn

  -  Titill:  Hell or high water

  -  Helstu leikarar:  Jeff Bridges,  Chris Pine og Ben Foster

  -  Sýningarstađir:  Háskólabíó,  Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri

  -  Einkunn:  ***1/2

  -  Tegund:  Drama, spenna, kúrekamynd

  Tveir brćđur í Texas fremja bankarán í nokkrum smábćjum á svćđinu.  Lögreglan reynir ađ átta sig á hegđunarmynstri ţeirra;  hvar ţá beri niđur nćst.  

  Ađ undanskildum bankaránunum er myndin hćg og nćsta tíđindalítil lengst framan af.  Menn spjalla og sötra bjór.  Smám saman kynnumst viđ bakgrunni og sögu persónanna.  Öđlumst skilning á hegđun ţeirra.  

  Í síđasta hluta myndarinnar fćrist fjör í leikinn.  Töluverđ spenna magnast upp og margt gengur á.  Ţrátt fyrir hamaganginn ţá er framvindan trúverđug eftir ţađ sem áđur hefur komiđ fram. Munar ţar nokkru um sannfćrandi leik.  Jeff Bridges hefur aldrei áđur leikiđ jafn vel.  Hefur hann ţó átt hnökralausan feril til áratuga.

  Kvikmyndatakan er hin ágćtasta.  Fleiri og lengri senur eru teknar inni í bílum á ferđ en af bílum utanfrá.  Mikiđ er lagt upp úr ţví ađ sýna stórar auđar Texasslétturnar.  Ađ auki er áhersla á mörg önnur Texassérkenni,  allt frá orđatiltćkjum, fasi, framkomu og klćđnađar til bílakosts og byssugleđi.  Svo vel tekst til ađ ég fékk "flashback" til áttunda áratugarins er ég dvaldi um sumar í Texas.  Reyndar er myndin ađ mestu filmuđ í Nýju-Mexíkó,  sem er ofan í Texas og skartar sama landslagi.

  Áherslan á Texas undirstrikar og skerpir á trúverđugleika sögunnar.  Einnig býđur ţađ upp á nokkra brandara.  Ţeir lađa fram bros fremur hlátrasköll.

  Ég mćli međ Hell or high water sem ágćtis kvöldskemmtun í kvikmyndahúsi.  Hún ýtir smá á vangaveltur um framgöngu spilltra fégráđugra peningastofnana,  örlög frumbyggja,  fátćkragildrur og eitthvađ svoleiđis.

  Tónlistin er í höndum Ástrala,  Nicks Cave og Warrens Ellis. Ég tók ekki beinlínis eftir henni.  Hún fléttađist ţađ vel undir án söngs.  Hinsvegar tók ég eftir ţremur sungnum kántrýlögum í flutningi annarra.  

HOHW_Cover_RGB300_900px  


Áttrćđ gođsögn í Hörpu

  Bandaríska söngvaskáldiđ Kris Kristofferson er međ hljómleika í Hörpu í haust.  2004 hélt hann skemmtilega hljómleika í Laugardalshöll.  Ţar hrjáđi hann nýr og innbyrđis falskur gítar.   Ţađ kom ekki alveg nógu vel út.  Ţannig lagađ.  Hann er oft og tíđum pínulítiđ falskur söngvari.  Ţađ er bara flott.  En virkar illa međ fölskum gítar.

  Kris flýgur léttilega inn á nírćđis aldur eftir örfáa daga.  Hann á frábćra ferilsskrá.  Bćđi sem kvikmyndaleikari,  söngvaskáld og söngvari.  Hann er eitt af stćrstu nöfnum kántrý-deildarinnar.  Hans tónlistarferill nćr einnig langt inn í rokksöguna. 

  Hann er međhöfundur fyrsta Clash-lagsins,  "Rock and Roll Time".  Lags sem kom út 1976 á frábćrri plötu Rogers McGuinns,  "Cardiff Rose",  ári áđur en fyrsta plata The Clash kom út.  Frábćrt lag!

  Eitt ţekktasta lag Kris er "Me and Bobby McGee" í flutningi Janis Joplin. Ţau voru elskendur.  Janis sagđi frá ţví ađ hann hafi veriđ eina manneskjan í hennar lífi sem toppađi hana í áfengisdrykkju. Hún slátrađi daglega nokkrum flöskum af Southern Comfort.  Kris fór létt međ sama skammt og bćtti viđ nokkrum flöskum af sterkara víni.  Bara til ađ skerpa á.

  Ótal margar stórstjörnur hafa sungiđ lög Kris inn á plötur međ góđum árangri.  Allt frá Johnny Cash til Jerry Lee Lewis.  

Líka Ríó tríó.  

  Kris hefur sterkar taugar til Skandinavíu.  Afi hans og amma voru Svíar (eins og álykta má af nafni hans).  Hann kann hrafl í sćnsku og ţykir gaman ađ sćnska er auđskiljanleg í Fćreyjum.  Kris er sannur Fćreyingavinur og hefur sungiđ inn á plötu međ fćreyska kántrý-kóngnum Halli Joenson.  

 


mbl.is Kris Kristofferson í Hörpu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eins og snýtt úr nösum foreldranna

  Sjaldan fellur eggiđ langt frá hćnunni.  Afkvćmi eru samsett úr erfđaefnum foreldranna;  forrituđum genum.  Fyrir bragđiđ má oft ţekkja afkvćmin af sauđsvip foreldranna.  Ţó er allur háttur ţar á.  Stundum eru sum afkvćmi lík mömmu sinni á tilteknu aldursskeiđi en lík pabba sínum á öđru aldursskeiđi.  Eđa ömmu sinni eđa afa.  

  Hér eru nokkur skemmtileg dćmi af ţekktum bandarískum og enskum skemmtikröftum og börnum ţeirra. Ţeir eru:  Meryl Streep,  Tom Hanks,  John Lennon,  Goldie Hawn,  John Ritter,  Vanessa Paradis og Donald Sutherland.  

líkar mćđgur - meryl streeplíkir feđgar - Tom Hankslíkir feđgar - John Lennonlíkar mćđgur - Goldie Hawnlíkir feđgar - John Ritterlíkar mćđgur - Vanessa Paradislíkir feđgar - Donald Sutherland


Varasamar vídeóleigur

  Allir eru utan viđ sig af og til.  Kannski er einhver stigsmundur á milli einstaklinga á ţví sviđi.  Kannski kippir fólk sér mismikiđ upp viđ ţađ ađ vera utan viđ sig.  Sumir taka varla eftir ţví ţó ađ ţeir séu meira og minna utan viđ sig alla daga.  Ađrir taka ţađ mjög nćrri sér.  Ţeim hćttir til ađ velta sér upp úr ţví međ áhyggjusvip.

  Rannsóknir hafa leit í ljós ađ unglingar eru alveg jafn oft utan viđ sig og eldra fólk.  Ţá erum viđ ekki ađ taka međ í dćmiđ alvarleg elliglöp á borđ viđ alzćmer.

  Fyrir mörgum árum tilkynnti vinur minn - eldsnemma ađ morgni - lögreglu ađ bíl hans hafi veriđ stoliđ um nóttina.  Hann hringdi jafnframt í mig og sagđi tíđindin.  Alla nćstu hálftíma fram ađ hádegi hringdi hann í mig međ kenningar um bílstuldinn.  Hann var sannfćrđur um ađ bíllinn yrđi seldur í varahluti.  Nćst var hann sannfćrđur um ađ bíllinn hafi veriđ fluttur til Vestmannaeyja.  Og svo framvegis.  

  Síđasta símtaliđ ţennan dag kom um hádegisbil.  Lögreglan fann bílinn.  Hann stóđ fyrir utan myndbandaleigu í göngufćri frá heimili mannsins.  Gátan var ekki flóknari en ţađ ađ hann hafđi tekiđ sér ţar myndbandsspólu á leigu kvöldiđ áđur.    

 


mbl.is Gleymdi barninu á vídeóleigu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kvikmyndarumsögn

  - Titill:  Klovn Forever

  - Höfundar og leikarar:  Frank Hvam og Casper Cristensen

  - Einkunn:  **** (af 5)

  Dönsku sjónvarpsţćttirnir Klovn hafa notiđ mikilla og verđskuldađra vinsćlda hérlendis og víđar.  Enda sérlega vel heppnađir.  Gríniđ er grátt og stundum á ystu nöf.  Ţađ er einnig mannleg taug í skopinu sem lađar fram samkennd međ persónunum.

  Fyrir fimm árum var uppskriftin útfćrđ í kvikmynd,  Klovn The Movie.  Ţar var gríniđ tekiđ ennţá lengra í grófari átt.  Mörgum ađdáanda sjónvarpsţáttanna var brugđiđ.  Jafnvel í sjokki.  Ađrir ţurftu ađ horfa í tvígang á myndina til ađ kyngja gríninu og ná öllum bröndurunum.  Myndin var og er virkilega fyndin.  

  Nýja myndin,  Klovn Forever,  er einnig kölluđ Klovn 2.  Hún er allt ađ ţví framhald af fyrri myndinni.  Gerist í rauntíma fimm árum síđar.  Frank er orđinn ráđsettur fjölskyldumađur,  tveggja barna fađir.  Casper er fráskilinn fađir fullorđinnar dóttur. Hann flytur til Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Frank heimsćkir hann.  Ţađ skiptast á skin og skúrir í stormasömum samskiptum ţeirra.  Jafnframt er veriđ ađ gefa út bók um ţá vinina.  Söguţráđurinn er lítilfjörlegur.  En ţađ skiptir litlu máli. 

  Myndin sveiflast á milli ţess ađ vera gargandi fyndin,  drama og allt ađ ţví spenna í bland. Ýmislegt óvćnt ber til tíđinda.  Tempóiđ er nokkuđ jafnt út í gegn.  Fyrri myndin er ekki slegin út.  Núna er áhorfandinn á varđbergi.  Veit viđ hverju má búast.  

  Ađdáunarvert er hvađ Frank er góđur skapgerđarleikari.  Hann túlkar međ svipbrigđum frábćrlega vel áhyggjur,  sorg,  örvćntingu,  gleđi og allt ţar á milli.

  Klovn Forever er skemmtileg mynd.  Ég mćli međ henni.

klovnforeverposter            

  


mbl.is Klovn Forever forsýnd - MYNDIR
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kvikmyndarumsögn

everesteverest baltasar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 - Titill: Everest

 - Leikstjóri:  Baltasar Kormákur

 - Leikarar:  Ingvar E. Sigurđsson,  Jason Clarke

 - Einkunn: ****

 Everest er stórmynd í öllum skilningi orđsins.  Mikiđ er í hana lagt.  Nostrađ viđ öll smáatriđi.  Útkoman er sannfćrandi.  Ţrívíddin hjálpar.  Samt er ekki beinlínis gert út á hana.  Myndin skilar sér áreiđanlega einnig vel í tvívídd.

  Myndin hefur veriđ hlađin lofi í heimspressunni.  Fjöldi stćrstu fjölmiđla heims hafa "spanderađ" á hana fimm stjörnum.  

  Everest byggir á raunverulegum atburđi.  Hún segir sögu nokkurra fjallgönguröltara sem fórust á einu bretti á fjallinu Everest í Nepal 1996.  Ţađ er óheppilegt ađ vita hvernig fer í lokin ţegar um spennumynd er ađ rćđa.  Já,  Everest er ađ hluta til spennumynd.  Ţrátt fyrir vitneskju um framvinduna ţá tekst ađ lađa fram spennu.  Aftur og aftur.  

  Myndin er löng,  röskir tveir klukkutímar. En áhorfandinn tekur ekki eftir tímalengdinni.  Hann lifir sig inn í myndina.  Nćgilega margt ber til tíđinda og sjónarspiliđ er svo áhrifaríkt ađ hann er er límdur viđ bíótjaldiđ.

  Fjalliđ er hrikalegt,  stórbrotiđ og yfirţyrmandi. Ţađ er stórfengleg og áhrifarík upplifun út af fyrir sig ađ sjá ţađ.  Tökur fóru fram í Alpafjöllum.  Í vinnslu eru ţćr fćrđar yfir á Everest.  Hvergi er hnökra ađ finna á ţeim vinnubrögđum - fremur en öđru.

  Undir lokin kemur viđ sögu dálítiđ vćmiđ fjölskyldudrama.  Fyrir minn smekk er ţađ ekkert skemmtilegt.  En hvađ vćri kvikmyndin Titanic án vćmninnar á seinni stigum?

  Fjallarölt svona almennt er gott, hollt og gefandi skađlaus upplifun.  Ţeir sem rölta upp Everest eru hinsvegar fífl.  Dauđinn er viđ hvert fótspor.  Tilgangsleysiđ er algjört.  Ţetta er eins og ađ leika sér ađ rússneskri rúllettu.  Ţetta er heimska.  Viđ getum kallađ ţađ dirfsku ađ leggja líf sitt í verulega hćttu ađ ástćđulausu.  Ţađ er dirfska fífls,  fífldirfska.  Ţađ á ekki ađ hetjuvćđa ţessi fífl.  Ţvert á móti.  Myndin afhjúpar hiđ besta hve tilgangslaust og heimskulegt rölt er upp á hćttuleg fjöll.

  Tónlistin í myndinni er snyrtilega unnin.  Eins og allt annađ.  Ţegar líđur á myndina eru flestir fjallaröltarar orđnir sannfćrandi hásir.  Einn hóstar trúverđugum lungnaveikishósta frá upphafi myndar.  Öll svona smáatriđi eru fullkomlega útfćrđ. 

  Ég mćli međ ţví ađ fólk horfi á Everest í kvikmyndasal.  Ţar nýtur glćsilegt landslagiđ sín og ţrívíddin (D-3).  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband