Kvikmyndaumsögn

 - Titill:  Héraðið

 - Helstu leikarar:  Sigurður Sigurjónsson,  Arndís Hrönn Egilsdóttir,  Hannes Óli Ágústsson,  Edda Björg Eyjólfsdóttir...

 - Handrit og leikstjórn:  Grímur Hákonarson

 - Einkunn: **** (af 5)

  Þessi áhugaverða kvikmynd átti upphaflega að vera heimildamynd um Kaupfélag Skagfirðinga. Vegna hræðslu Skagfirðinga við að tjá sig um hið alltumlykjandi skagfirska efnahagssvæði reyndist ógjörningur að fá viðmælendur til að tjá sig fyrir framan myndavél.  Þar fyrir utan eru margir Kaupfélagssinnar af hugsjón.  Telja að ofríki Kaupfélagsins veiti mörgum vinnu og standi gegn því að peningar samfélagsins fari suður.  Kaupfélag Skagfirðinga stendur svo sterkt að lágvöruverslanir á borð við Bónus,  Krónuna og Nettó eiga ekki möguleika á að keppa við KS í Skagafirði  Skagfirðingar vilja fremur versla í dýrustu búð landsins,  Skagfirðingabúð Kaupfélagsins, en að peningur fyrir greiddar vörur fari úr héraðinu.

  Ég er fæddur og uppalinn Skagfirðingur.  Ég votta að margar senur myndarinnar eiga sér fyrirmynd í raunveruleikanum.  Jafnvel flestar.  Sumar samt í hliðstæðu.  Í myndinni er stofnað mjólkursamlag til höfuðs Kaupfélaginu.  Í raunveruleika stofnað pabbi minn og fleiri bændur sláturhús til höfuðs KS. 

  Kvikmyndin fer rólega af stað.  Eftir fæðingu kálfs og dauðsfall vörubílstjóra gerist myndin dramaatísk.  Hún er spennandi, áhrifarík og vekur til umhugsunar.  Flott í flesta staði.

  Arndís Hrönn er sannfærandi í hlutverki reiðu ekkjunnar.  Ég man ekki eftir að hafa séð þessa leikkonu áður.  Aðrir leikarar standa sig einnig með prýði.  Ekki síst Sigurður Sigurjónsson.  Hann túlkar Þórólf, nei ég meina Eyjólf kaupfélagsstjóra, af snilld.

  Gaman er að sjá hvað fjós eru orðin vélvædd og sjálfvirk.

  Ég mæli með því að fólk skreppi í bíó og kynnist skagfirska efnahagssvæðinu. 

héraðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Formaður Miðflokksins á krossinum:

"Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í kaupfélaginu á Sauðárkróki." cool

Þorsteinn Briem, 5.9.2019 kl. 06:46

2 identicon

Mér sýnist að í ofríki Kaupfélags Skagfirðinga megi finna ýmislegt sem líka má finna í Norður-Kóreu og er þá nokkuð skrítið að Skagfirðingar þori ekki með nokkru móti að tjá sig um KS opinberlega ? Gunnar Bragi uppeldissonur KS var settur í ís hjá KS rétt eins og þorskur á ísfisktogara og virðist í framhaldi af því vera ansi valltur af mörgum ástæðum. Ekkert á Guðföðurinn að treysta. Nú fer sá tími í hönd að bændur leiða sauðfé sitt til slátrunar hjá KS og þar með eru þeir bundnir til að versla af KS fyrir innleggið. Mér dettur í hug að þegar bóndinn horfir á sauði sína leidda til slátrunar í Sláturhúsi KS, að þá um leið sé bóndinn orðinn eign KS líkt og sauðirnir.

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.9.2019 kl. 13:31

3 Smámynd: Jens Guð

Steini,  góður!

Jens Guð, 6.9.2019 kl. 11:33

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er góð greining hjá þér.  Fá ef nokkur fyrirtæki töpuðu jafn miklu og KS á vopnasölubanninu sem Gunnar Bragi setti á Rússa.

Jens Guð, 6.9.2019 kl. 11:36

5 identicon

Man ég spurði unga konu á króknum  hvers vegna væri ekki Bónus búð á Sauðárkrók. Það snögg fauk í hana og hún varð hálfreið.  Skrítið.

Hörður (IP-tala skráð) 6.9.2019 kl. 11:59

6 Smámynd: Jens Guð

Hörður,  ég kannast við þetta.  Láglaunasvæðið Skagafjörður er eina svæði landsins án lágvörugjaldsverslunar.  Þær þora ekki að styggja KS.   

Jens Guð, 6.9.2019 kl. 13:17

7 identicon

Halló vinir ég heiti Þórður Sigurðsson ég er frá Hafnarfirði, ég er hér til að dreifa fagnaðarerindinu til þurfandi. Ég var þunglynd þegar konan mín fór frá mér eftir öðrum manni vegna þess að ég var beðinn um að hætta störfum vegna þess að ég var með krabbamein og ég varð brotinn. Hún tók frá mér eina dóttur mína svo að eini kosturinn minn var að deyja, ég reyndi að hringja í hana en hún hunsaði mig, ég sendi henni textaskilaboð og allt í einu svaraði hún og sagði mér að hringja ekki eða senda hana lengur svo einn daginn kem ég í samband við vinur minn á facebook og ég útskýrði allt fyrir honum og hann sagði mér líka að hann væri með sömu mál áður og hann kynnti mér fyrir stafsetjara sem heitir Drigbinovia, hann sendi mér persónulegu tölvupósttengiliðina sína [doctorigbinovia93@gmail.com] Ég hafði samband við hann og hann svaraði mér fljótt, ég útskýrði vandamál mín fyrir honum og hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur af því að hann hafi gert það fyrir svo marga að ég sé maður sem trúði aldrei á stafa en ég ákvað að láta reyna á það að hann fullvissaði mig um sólarhring álögin og lækna mig líka af krabbameini og fá mér betra starf og allt í einu sendi hann mér lyfin vegna veikinda minna ég tók það í bara 2 daga og ég var frjáls ég trúði aldrei augunum mínum daginn eftir, einhver bankaði upp á dyr hjá mér og ég bjóst ekki við neinum þann daginn allt í einu var það konan mín sem hún bu Í grát og ég gat ekki þolað það, hún bað mig og bað um fyrirgefningu mína strax. Ég fékk símtal frá fyrirtækinu mínu þar sem ég starfaði um árabil. Ég var kynntur sem framkvæmdastjóri Qiagen comapny í Hollandi, vinsamlegast hjálpaðu mér að þakka Drigbinovia fyrir endurreisn allt sem ég hef tapað áður vinsamlegast mun ég ráðleggja öllum sem þurfa hjálp til að hafa samband við Drigbinovia, þú getur líka farið með hann á persónulegu númerið hans +2348144480786 megi guð blessa þá sem taka tíma til að lesa þennan vitnisburð heppni

Þórður Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.9.2019 kl. 22:37

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jens, athugasemdin hér að ofan er greinilega frá einhverjum svindlara sem vonast til að fólk hringi í þetta númer. "Þórður Sigurðsson" er linkur á einhverja svindl síðu.

Réttast væri að tilkynna þetta til lögreglunnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2019 kl. 08:59

9 Smámynd: Jens Guð

"Þórður",  google.translate er - enn sem komið er - ekki nógu gott til að fela svona svindlpóst.   

Jens Guð, 7.9.2019 kl. 20:24

10 Smámynd: Jens Guð

Gunnar,  ég mun tilkynna þetta til lögreglunnar. 

Jens Guð, 7.9.2019 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband