Færsluflokkur: Matur og drykkur
5.9.2014 | 22:34
Er forsprakki Sleep Shepherd geðveikur?

Færeyskir fjölmiðlar hafa verið að rifja upp gömul viðtöl við Paul Watson stofnanda og forsprakka Sea Shepherd - eða Sleep Shepherd eins og fyrirbærið er kallað eftir að liðsmenn samtakann sváfu af sér hvalveiðar í Færeyjum á dögunum. Sitthvað bendir til þess að maðurinn gangi ekki heill til skógar.
Á sínum tíma var Paul Watson rekinn úr Greenpeace. Hann fór ekki eftir reglum Greenpeace. Hann fór ekki eftir neinum reglum. Hann var skilgreindur af Greenpeace sem of geggjaður og skaðlegur málstað Grænfriðunga.
SS-liðar staddir i Færeyjum hafa verið frekar kurteisir á spjallsíðum. Þeir hafa eins og stillt sig inn á stemmninguna sem yfirvegaðir Færeyingar leiða í umræðunni. En Paul Watson er kjaftfor og ögrandi. 1986 sökkti Paul eða menn á hans vegum tveimur íslenskum hvalveiðiskipum.
Paul Watson segist hafa verið sem barn ættleiddur af amerískum indíánum. Hann náði sambandi við "Andann mikla". Hann fór að sjá sýnir, tákn, um að honum væri ætlað það hlutverk í lífinu að bjarga villtum dýrum frá því að vera veidd og drepin. Fyrsta sýnin sem honum birtist ítrekað var af sléttuúlfum. Það voru auðskilin fyrirmæli um beita sér gegn hvalveiðum.
1985 skýrði Paul Watson frá því að hann hefði náð andlegu sambandi við hval. Sá sagði honum ævisögu sína og frumsamda smásögu í leiðinni. Þetta skráði Paul Watson samviskusamlega niður og sagðist ætla að gefa út í bók. Vandamálið var að hvalur hugsar ekki né tjáir sig alveg á sama hátt og manneskja. Þess vegna hefur Paul ekki tekist að reka smiðshöggið á bókina.
Matur og drykkur | Breytt 6.9.2014 kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Á laugardaginn, um kvöldið, kom marsvínavaða (grind) upp í fjöru í Sandi á Sandey. Þá varð "grindboð", útkall. Mótorbátar umkringdu vöðuna og þjálfaðir hvalveiðimenn slátruðu 33 marsvínum (grind). Án sársauka fyrir dýrin, vel að merkja. Þau deyja á sekúndubroti við stungu í mænu.
14 SS-liðar reyndu að trufla veiðina og flæma dýrin út á haf. Þeir voru umsvifalaust handteknir af lögreglunni og færðir í járnum til Þórshafnar. Eftir það gekk allt sinn vanagang.
Í yfirheyrslum hjá lögreglunni lýsa sakborningar atburðarrás á þann hátt að ljóst er að sumir eru veruleikafirrtir. Til að mynda segist ein daman hafa verið í bráðri lífshættu. Henni hafi verið hótað undir byssukjafti lífláti. Enginn annar varð var við byssu á svæðinu. Né heldur hróp með hótunum.
Flestir af handteknu SS-liðum koma fyrir dómara 25. sept. Hald var lagt á þrjá SS-spíttbáta. Þar á meðal einn sem er gerður út af bandarískum sjónvarpsþátta- og kvikmyndaleikara, Charlie Sheen. Sá ku vera einna frægastur fyrir ofbeldi gegn konum, konulemjari. En andvígur hvalveiðum. Færeyingar hafa bent á þetta sem eitt af ótal dæmum um tvöfalt siðgæði SS-liða.
Matur og drykkur | Breytt 3.9.2014 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2014 | 23:54
Viðbjóðsleg framkoma íslenskra embættismanna gagnvart Færeyingum
Færeyskt skip, Næraberg, lenti í nauð. Vélarbilun við makrelveiðar í grænlenskri lögsögu. Það náði að skrölta til Íslands á fjögurra hnúta hraða. Móttökurnar á Íslandi voru til skammar. Þær einkenndust af embættismannahroka og rembingi. Framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, Ásgrímur Ásgrímsson, bannfærði skipið með það sama. Bannaði alla þjónustu við skipið. Skipsverjar máttu ekki einu sínni fara frá borði. Þeir máttu hvorki kaupa vistir né eldsneyti í íslenskri höfn.
Sjávarútvegsráðherra lýsti yfir ógildingu á banninu. En fylgdi því ekki eftir af neinum þunga. Hrokafull afstaða íslenskra embættismanna fékk að leika lausum hala dögum saman. Viðbrögð íslensks almennings voru þau að hátt í 14 þúsund manns studdi á Fésbók afsökunarbeiðni til Færeyinga. Sömuleiðis tóku einstaklingar upp á því að færa áhöfn Nærabergs hamborgara og gosdrykki. Það var niðurlægjandi fyrir alla aðila - þó að reisn væri yfir uppátækinu út af fyrir sig.
Allt bull um lög frá 1998 um samskipti við Færeyinga höfðu og hafa ekkert gildi eftir að fríverslunarsamningur við Færeyinga 2006 gekk í gildi.
Framkoma íslenskra embættismanna í garð Færeyinga er viðbjóður. Næsti bær við hrokafullt erindi Ölgerðarinnar, kröfu um að frábært Föroya Bjór Gull sé tekið af markaði. Styðjið Færeyinga í verki með því að kaupa Föroya Bjór Gull og sniðgangið vörur frá Ölgerðinni.
Ég fordæmi hroka og yfirgangssemi íslenskra frekjuhunda í garð Færeyinga. Ég er búinn að setja viðskiptabann á Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Óþverrafyrirtæki.

![]() |
Færeyska skipið farið frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 2.9.2014 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
31.8.2014 | 23:22
Færeyingar pökkuðu Sleep Shepherd saman

Það var rétt ákvörðun hjá bandarísku hryðjuverkasamtökunum Sleep Shepherd að framlengja dvöl sinni í Færeyjum. Og þar með framlengja átakið "Grind Stop 2014". Átakið var orðið hræðilega pínlegt. Ekkert gerðist í allt sumar. Enginn hvalur í allan júní og allan júlí. En í gær bar til tíðinda. Þá var "Grindboð". Útkall á Sandey. Marsvínavöðu smalað upp í fjöru.
14 SS-liðar brugðust við og reynda að fæla hvalina á haf út. Sumir reyndu að fæla þá með því að vaða út í fjöruna. Aðrir mættu á þremur spíttbátum í sama tilgangi.
Lögreglan tók málið snöfurlega föstum tökum. Handtók þegar í stað 14-menningana og flutti þá handjárnaða með þyrlum beinustu leið í fangelsi. Hald var lagt á bátana.
14-menningarnir verða færðir fyrir dómara 25. september. Sem þýðir að dvöl þeirra í Færeyjum verður lengri en upphaflega var áætlað. Hugsanlega verða spíttbátarnir gerðir upptækir til frambúðar.
Hvalveiðarnar gengu að öðru leyti snurðulaust fyrir sig. Staðan eftir atburði gærdagsins er Færeyingar gegn SS 1:0.
Hitt er annað mál að áróðursstaða SS á alþjóðavettvangi fékk byr í seglin eftir tíðindaleysi sumarsins. Áróðurs- og spunameistarar SS hafa nýtt sér átökin í botn. Fjöldi stuðningsmanna SS víða um heim hafa boðað komu sína til Færeyja. Að því er virðist til að fylla upp í skarð 14-menninganna.
Út af fyrir sig er það bara ágætt fyrir ferðamannaiðnað Færeyja að þangað komi sem flestir túristar. Þeir koma með gjaldeyri til eyjanna og efla verslun og viðskipti í Færeyjum. Kaupa þar mat og vistir, leigja bíla o.s.frv. Til viðbótar blogga túristarnir og skrifa statusa á Fésbók og twitter um fagurt landslag eyjanna og hrósa Færeyingum fyrir gott og hlýlegt viðmót - þrátt fyrir ágreining um marsvínaveiðar.
Gott dæmi um ávinninginn er að kanadísk-bandaríska leikkonan Pamela Anderson heimsótti Færeyjar til stuðnings átaki SS "Grind Stop 2014". Í Færeyjum heillaðist hún af neðansjávarljósmyndum Færeyings. Keypti af honum myndir og sýndi þær á Fésbók sinni og víðar. Það varð ljósmyndaranum góð auglýsing. Hann náði inn á heimsmarkað með myndir sínar.
Annar frægur leikari kom til Færeyja í sama tilgangi og Pamela. Sá er stjarna úr unglingasápuóperu sem heitir Beverly Hills (og einhver talnaröð fylgir). Ég veit ekkert meira um þann mann né sápuóperuna. Þess vegna fór framhjá mér allt sem tengdist heimsókn hans til Færeyja.
Aftur á móti er annar frægur bandarískur leikari og dópisti, Charlie Sheen, búinn að blanda sér í baráttu SS í Færeyjum. Mér skilst að hann geri þar út einn SS bátinn og blaðri sitthvað um "Grind Stop 2014" á samfélagsmiðlum, hvort sem er Fésbók eða twitter.
Þegar upp er staðið mun herferðin "Grind Stop 2014" verða Færeyjum öflug ferðamálakynning. Allt þetta fræga fólk sem skiptir sér af herferðinni vekur athygli á því að Færeyjar séu til. 99% af fylgjendum þeirra vissi ekki af tilvist Færeyja í sumarbyrjun. Sama má segja um þá SS-liða sem dvarlið hafa í Færeyjum í sumar. Þeir vissu ekkert um Færeyjar áður en þeir komu þangað. Núna hafa þeir upplýst vini sína og vandamenn um allan heim daglega um Færeyjar á Fésbók, twitter o.s.frv. Í það heila í þrjá mánuði og sér hvergi fyrir enda á. Þetta er rosalega öflug kynning á Færeyjum.

Matur og drykkur | Breytt 1.9.2014 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.8.2014 | 02:13
Falsanir Sleep Shepherd
Það eru ekki aðeins uppbelgdir og hrokafullir íslenskir embættismenn sem níðast á Færeyingum þessa dagana. Bandarísku hryðjuverkasamtökin Sleep Shepherd fara einnig mikinn. Forsprakki SS, Paul Watson, er töluvert yfirlýsingaglaðari og kjaftforari en aðrir SS-liðar. SS hafa staðið vakt í Færeyjum í allt sumar án tíðinda. Í gær klúðraðist vaktin vegna þess að SS-liðar sváfu á meðan hvalur var veiddur fyrir framan trýnið á hrjótandi hópnum. Í dag kom upp smá órói þegar hvalur var veiddur. Það gekk samt allt ljúft fyrir sig. SS-liðar voru handjárnaðir og fjarlægðir snöfurlega.
Forsprakki SS, Paul Watson, heldur því fram að fullyrðingar Færeyinga um að veiðar á marsvínum (grind) sé sjálfsbjargarviðleitni en ekki í ábataskyni standist ekki skoðun. Máli sínu til stuðnings birtir hann ljósmyndir úr kjötborði færeyskrar matvöruverslunar. Þar sést glöggt að til sölu er hvalkjöt merkt hvalbiff. Það sem Paul og félagar fatta ekki er að hvalbiff er norkst heiti á hvalkjöti. Þetta er norskt hvalkjöt. Ekki færeyskt.

Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2014 | 23:16
Sea Shepherd-liðar sváfu af sér hvalveiðar í Færeyjum


Matur og drykkur | Breytt 29.8.2014 kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.8.2014 | 20:29
Sea Shepherd-liði laminn í Færeyjum

Bandarísku hryðjuverkasamtökin Sea Shepherd hafa haldið til í Færeyjum í sumar. Þar eru þau í herferð gegn hvalveiðum. Herferðin kallast Grind Stop 2014. Hún hófst í byrjun júní og átti að standa fram í miðjan ágúst. Einhverra hluta vegna hafa 100 Sea Shepherd-liðar orðið þaulsætnari í Færeyjum en upphaflega var ætlað.
Svo óheppilega vildi til að á dögunum lamdi Færeyingur einn Sea Shepherd-liða. Sá síðarnefndi stóð vaktina, góndi út á haf í heilan dag og skimaði eftir hval. Rétt eins og aðrir SS-liðar gera alla daga í Færeyjum. En ekkert gerist. Nema það að þegar komið var undir miðnætti þá lamdi ofurölvi Færeyingur manninn tvívegis í höfuðið. Sá segir SS-liðann hafa áreitt sig og föður sinn, hvalveiðimann.
Færeyingar eru ósáttir við þessa uppákomu. Þeir eru friðsamir og leggja mikið upp úr friðsamlegum samskiptum við allt og alla. Réttilega telja þeir þetta vera fordæmanlega framkomu í garð gests í Færeyjum. Þar fyrir utan færir þetta Sea Shepherd öflugt áróðursvopn upp í hendur. Núna stillir Sea Shepherd sér upp sem hópi fólks með fallega hugsjón, hetjum sem standi vaktina í að vernda "mannréttindi" hvala þrátt fyrir gróft ofbeldi og annað mótlæti sem þær sæta.
Sea Shepherd hefur þegar nýtt sér uppákomuna í botn. Sent heimspressunni frásögn af barsmíðunum ásamt ljósmyndum af fórnarlambinu. Þær eru ljótar:


Sea Shepherd kærði líkamsárásina þegar í stað. Ofbeldismaðurinn viðurkenndi sök sína undanbragðalaust.
Við tók einkennileg atburðarrás. Ljósmyndir Sea Shepherd passa ekki við lýsingu á því sem gerðist. Einhverjir sem þekkja betur en ég til áverka eftir tvö högg í höfuðið fullyrða að litur á mari sé ekki svona strax eftir höggin.
Fórnarlambið segir að árásarmaðurinn hafi margbrotið fingur hans. Þess vegna sé hann í fatla.
Þeir sem eru mér fróðari um svona segja að fingurbrot kalli á gifsumbúðir. Umbúðirnar á myndinni eru hinsvegar losarlega vafið sárabindi.
Þar fyrir utan vekur upp spurningar hvers vegna maður sem telur sig sitja uppi með margbrotna fingur leitar ekki til slysavarðstofu heldur býr sjálfur um margrotna fingur með sárabindi. Eðlilegast væri að fá röntgenmynd af fingurbrotunum til að leggja fram fyrir dómi vegna árásarkærunnar.
Þrátt fyrir þetta hafa margir af SS-liðum í Færeyjum vitnað á Fésbók um undrun sína á því hvað Færeyingar almennt eru hlýjar og góðar manneskjur. Það þekkjum við Íslendingar sem farið hafa til Færeyja heldur betur. Meira að segja formaður SS, Paul Watson, hefur á Fésbók vitnað um elskulegheit Færeyinga.
Paul Watson hefur þó ekki komið til Færeyja í sumar. Hann hefur samt látið sem svo sé. Hann birtir með Fésbókarfærslum sínum ljósmyndir af sér í Færeyjum frá árinu 2011. Í færslunum verður ekki annað ráðið en að hann sé í Færeyjum.
Matur og drykkur | Breytt 28.8.2014 kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2014 | 20:17
Sprenging í sölu á Föroya Bjór Gulli

Íslendingar kunna vel að meta hinn bragðgóða færeyska bjór Föroya Bjór Gull. Í vörulista Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er honum lýst þannig: "Gullinn, ósætur, meðalfylling, meðalbeiskja. Korn, baunir, malt, humar." Ég lýsi bragðinu sem skörpu, ósætu og að eftirbragð sé gott. Hann kippir vel í, um 6%.
Það er stutt síðan Íslendingar almennt vissu af tilvist Föroya Bjór Gulls. Þó hefur hann verið framleiddur í hálfan fjórða áratug og verið seldur á Íslandi lengst af. Lengst af þeim tíma hefur hann verið seldur á Íslandi. Hinsvegar hefur aldrei verið gert neitt átak í kynningu á honum. Það hafa helst verið Færeyingar á Íslandi sem sótt hafa í heilsudrykkinn, svo og Íslendingar sem hafa heimsótt Færeyjar.
Í síðustu viku brá svo við að Föreyja Bjór Gull barst í tal í íslenskum fjölmiðlum. Ástæðan var afskaplega hrokafullt og ósvífið bréf sem forstjóri Ölgerðarinnar Agli Skallagrímssyni sendi forstjóra Föroya Bjór. Við þau tíðindi rann á Íslendinga Gull-æði. Sala á Föroya Bjór Gulli á Íslandi óx um 1200%. Söluaukningin hefði orðið ennþá meiri ef hann hefði ekki selst upp í sumum vínbúðum. Þar toguðustu menn á um síðustu dósirnar þannig að víða lá við stimpingum. Mörg dæmi voru um að menn keyptu Föroya Bjór Gull tvo og upp í þrjá daga í röð. Þá hafa margir lýst því yfir á Fésbók og á bloggsíðum að héðan í frá kaupi þeir engan bjór annan en Föroya Bjór Gull. Þetta sé besti bjór í heimi.
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÁTVR eru í dag til örfáar kippur í aðeins þessum þremur verslunum: Heiðrúnu (20 kippur + 1 dós), Akureyri (26 kippur) og Hafnarfirði (51 kippa + 5 dósir).
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2014 | 22:56
Kaupum ekkert frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni
Staðreynd númer 1: Til margra áratuga hafa skandínavískir bjórframleiðendur auðkennt tilteknar bjórtegundir með nöfnum eins og Pilsner, Stout, Lite, Gull og svo framvegis.
Staðreynd númer 2: Fyrir hálfum fjórða áratug hóf færeyska Föroya Bjór framleiðslu á Föroya Bjór Gull samkvæmt þessum skandinavísku stöðlum á bjór.
Staðreynd númer 3: Níu árum síðar hóf Ölgerðin Egill Skallagrímsson framleiðslu á Egils gull. Bragðdaufum pissbjór. Það er aukaatriði. Gárungar kalla hann Egils sull.
Færeyski Föroya Bjór Gull er góður. Virkilega góður.
Á útrásarárum íslensku geðveikinnar fyrir bankahrun fór Ölgerðin fram á það að kaupa Förya Bjór. Óskaði eftir nákvæmum upplýsingum um allt sem snéri að markaðsmálum Föroya Bjór. Því var hafnað en af vinsemd boðið upp á samvinnu.
Staðreynd númer 4: Ölgerðin fann sér færeyska heildsölu sem kann ekkert á færeyska bjórmarkaðinn. Kann ekkert á dreifingarkerfi bjórs í Færeyjum til vínveitingastaða, pöbba eða annarra sem selja bjór í Færeyjum. Ráðamönnum Föroya Bjór þótti það undarlegt uppátæki. Og spaugilegt. Föroya Bjór hefði af vinsemd alveg getað bætt bjór Ölgerðarinnar inn í sitt góða og öfluga dreifingarkerfi á bjór. Það var einungis jákvæðni gagnvart því. Vegna þess hvaða aulalegu leið Ölgerðin fór er hún aðhlátursefni í Færeyjum.
Staðreynd númer 4: Fyrir þremur árum fékk Ölgerðin nafnið "Egils gull" skrásett vörumerki.
Staðreynd númer 5: Fyrir þremur vikum eða svo sendi Ölgerðin bréf til Föroya Bjórs. Í því var ekki óskað eftir viðræðum eða neitt slíkt. Erindið var afskaplega hrokafull skipun um að Föroya Bjór taki Föroya Bjór Gull af markaði. Frestur var gefinn til 18. ágúst. Ef að færeysku skrælingjarnir yrðu ekki við skipun herraþjóðarinnar þá muni Föroya Bjór Gull verða sett út af markaðnum fyrir tilstilli dómsstóla.
Ósvífin skipun Ölgerðarinnar er forkastanleg. Þar ræður hrokinn ríkjum. Þrátt fyrir fráleita kröfuna hefði samt verið eðlilegri framsetning að óska eftir viðræðum. Ekki þetta: Þú skalt hlýða mér eða að öðrum kosti verður þú dreginn á rassgatinu fyrir dómsstóla.
Hroki Ölgerðarinnar er fyrirlitlegur. Ölgerðin hefur enga möguleika á að vinna málið. Löng hefð er fyrir því að tiltekin bjórtegund sé kennd við gull. Meira að segja finnski Lapin Kulta þýðir Lapin Gull. Þó að einhver fái skrásett vörumerkið Egils Pilsner þá veitir það viðkomandi ekki einkarétt á orðinu Pilsner. Né heldur Lite eða Stout eða öðrum fjölþjóðlegum og alþjóðlegum heitum sem skilgreina bjórtegundir.
Ég hef þegar sett viðskiptabann á Ölgerðina og hvet alla til að taka þátt í viðskiptabanninu. Þetta er óþverrafyrirtæki á meðan hrokafullir skrattakollar ráða þar ríkjum.
Færeyingar eru bestu og nánustu vinir Íslendinga. Þeir björguðu okkur þegar engir vildu lána okkur gjaldeyri í kjölfar bankahrunsins. Yndislegt fólk. Yndisleg þjóð. Ölgerðin er andstæðan: Hrokafullir frekjuhundar.


![]() |
Sprenging í sölu á Føroya-Gulli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 25.8.2014 kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
21.8.2014 | 11:36
Dópaðir Sea Shepherd-liðar í Færeyjum

Hundrað manna hópur frá bandarísku hryðjuverkasamtökunum Sea Shepherd hefur haldið til í Færeyjum í sumar. Frá júníbyrjun og til dagsins í dag. Að vísu ætlaði hópurinn að vera í Færeyjum fram að miðjum ágúst. En virðast hafa framlengt dvölinni vegna Sjómannadagsins. Hann stendur yfir til sunnudags.
Erindi Sea Shepherd í Færeyjum er að hindra hvalveiðar heimamanna. Svo spaugilega vill til að ekkert hefur sést til hvals í Færeyjum í sumar. Það hefur áður gerst. Síðast 2008. Sea Shepherd-liðar hafa þess vegna farið sneypuför til Færeyja í sumar. Þeir eru aðhlátursefni.
Hitt er verra að þetta lið hefur farið ránshendi um eyjarnar. Og byrjaði strax að stela úr matsalnum á Norrænu á leið til eyjanna. Í kjölfar stal það áfengi úr verslun í Nolsey og öllu steini léttara úr ferðamannaskýli í Sandey. Þar á meðal heilsársbirgðum af klósettpappír.
Í fyrrakvöld kom lögreglan á Suðurey auga á grunsamlegan bíl. Hann var stöðvaður. Í honum voru þrír Sea Shepherd-liðar. Þeir voru í annarlegu ástandi. Þeir ranghvolfdu í sér blóðhlaupnum og skilningssljóum augum. Lögreglan hóf leit í bílnum. Þar fannst dálítið magn af eiturlyfjum. Þrímenningarnir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina. Einn þeirra viðurkenndi dræmlega að eiga dópið. Hann verður væntanlega rekinn frá Færeyjum.
Í yfirlýsingu frá Sea Shepherd vegna atviksins er fullyrt að hryðjuverkasamtökin hvetji ekki sérstaklega til dópneyslu.

Nú er mig farið að gruna að eiturlyf hafi komið við sögu í þessu atviki: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1420693/
Matur og drykkur | Breytt 22.8.2014 kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)