Fćrsluflokkur: Matur og drykkur
19.8.2014 | 01:39
Viđskiptabann á Ölgerđina Egil Skallagrímsson
Ég hvet til ţess ađ viđ, Íslendingar, látum af öllum viđskiptum viđ Ölgerđina Egil Skallagrímsson. Einkum og sér í lagi sniđgöngu á Egils sulli (vörumerki Egils gull). Ástćđan er ćrin og liggur í dónalegu bréfi frá Andra Ţór Guđmundssyni, forstjóra Ölgerarđinnar, til Föroya Bjór í Fćreyjum. Ţar segir međal annars:
"Ef Föroya Bjór hćttir ekki ţegar í stađ allri sölu og markađssetningu á Íslandi - og öllum innflutningi til Íslands á fćreyskum Gull-bjór, ţá hefur forstjórinn, Andri Ţór Guđmundsson, engin önnur úrrćđi en ađ leita réttar síns fyrir dómsstólum."
Ofstopinn, dónaskapurinn og frekjan í ţessum texta er til skammar. Ţar fyrir utan er krafan út í hött. Föroya Bjór Gull hefur veriđ á markađi mun lengur en Egils sulliđ. Jafnframt er Föroyja Bjór Gull úrvals góđur bjór en Egils sulliđ ómerkilegt skólp. Egils sulliđ hefur stórskađađ viđskiptavild Föroya Bjór Gull međ ţví ađ gera út á rótgróiđ nafn úrvals bjórs.
Ţetta er góđi fćreyski Gull-bjórinn:

Ekki rugla honum saman viđ Egils sull.
--------------------------------------------------------------------------------------
Matur og drykkur | Breytt 20.8.2014 kl. 00:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
16.8.2014 | 21:33
Ósvífin frekja í garđ fćreysks framleiđanda

Matur og drykkur | Breytt 17.8.2014 kl. 15:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
15.8.2014 | 21:39
Veitingaumsögn
- Réttur: Íslensk kjötsúpa
- Stađur: Warm Farmer´s Soup
Salatbarinn: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1320816/
Hótel Cabin: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1309370/
Grillmarkađurinn: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1298062
Matur og drykkur | Breytt 16.8.2014 kl. 12:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
14.8.2014 | 01:15
Bítill ţambar íslenskt
Bítlarnir og Ísland tengjast stöđugt og bratt nánari böndum. Friđarsúla Johns Lennons í Viđey leikur stórt hlutverk. Ljós er tendrađ á henni 9. október ár hvert. Ţađ vekur heimsathygli. Viđstödd eru jafnan ekkja Lennons, Yoko Ono; sonur ţeirra, Sean Lennon; trommuleikari Bítlanna, Ringo Starr og hans fólk; ekkja sólógítarleikara Bítlanna, George Harrisons. Hún og George eru tengdaforeldrar íslenskrar konu, dóttur Kára Stefánssonar í Íslenskri erfđagreiningu. Hún er gift einkasyninum, Dhani Harrison. Bassaleikari Bítlanna, Paul McCartney, hefur sótt Ísland heim og ferđast um landiđ. Í kjölfariđ breytti hann texta lagsins "Why Don´t We Do It In The Road?" í "Why Don´t We Do It In The Fjörđ?" og vísar til Ísafjarđar.
Til gamans má geta ađ mćđginin Yoko og Sean Lennon dvelja hérlendis mun oftar en ţegar kveikt er á Friđarsúlu Johns Lennons. Ţau eru međ annan fótinn á Íslandi allt áriđ.
Ég vona ađ ég sé ekki ađ rugla neinum saman ţegar mig minnir ađ Ţórunn Antonía Magnúsdóttir hafi veriđ eđa sé í hljómsveit međ Dhani Harrison.
Ringo Starr hefur tekiđ ástfóstri viđ íslenskt vatn, Icelandic Glaciar Water. Hann sést jafnan á ljósmyndum hampa ţví.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2014 | 23:28
Veitingahússumsögn

- Réttur: BBQ grísarif međ frönskum og gosi
- Stađur: Dirty Burger & Ribs
- Stađsetning: Viđ Miklabraut gengt Kringlunni
- Verđ: 1390
- Einkunn: *****
Veitingastađi međ stóra langloku matseđla ber ađ forđast. Enginn matreiđslumađur er jafnvígur á ađ töfra fram ţađ besta í 100 réttum. Allt frá sjávarréttum, pastaréttum, grćnmetisréttum og kjötréttum sem spanna fuglakjöt (önd, kjúkling, kalkúna, strút...), naut, lamb, svín, hross, hreindýr, kengúru, krókódíl...
Ţví fćrri réttir á matseđli ţeim mun betra. Ţeim mun líklegra ađ ţađ séu einmitt réttirnir sem kokkurinn hefur best tök á. Ţess vegna veit ţađ á gott ađ Dirty Burger & Ribs býđur ađeins upp á tvo rétti, grísarif og stađlađan hamborgara.
Ég er ekkert fyrir hamborgara. Ţví er öđru vísi variđ međ svínarif. Hvar sem ég um heim fer ţá leita ég ţau uppi. Hingađ til hafa Hickory rif á veitingastađ í úthverfi í Boston veriđ toppurinn í ţeirri deild. Ţangađ gerđi ég mér erindi í 10 daga samfleytt eftir ađ ég slapp í ţau í stuttri heimsókn fyrir nokkrum árum. En nú hafa grísarifin á Dirty Burger & Ribs slegiđ ţau út. Bestu grísarif sem ég hef snćtt. Ţau bráđna uppi í manni dásamlega bragđgóđ. Svooo góđ ađ ég "óttast" ađ verđa tíđur gestur á Dirty Burger & Ribs.
Ég er ekkert fyrir franskar kartöflur. Hinsvegar passa ţćr bćrilega viđ rifin. Ţetta er, jú, skyndibitastađur. Á ţeim forsendum er hćsta einkunn verđskulduđ. Verđiđ kemur vel út í samanburđi viđ ađra matsölustađi sem bjóđa upp á grísarif: 990 kall fyrir réttinn stakan; 1390 kall međ frönskum og gosi.
Innréttingar stađarins eru sérlega töff og vinalegar. Ţćr virka eins og gamlar: Hrátt timbur og gamlar svart-hvítar ljósmyndir af Gvendi dúllara og fleiri litríkum Íslendingum frá fyrri tíđ. Svo og svart-hvít ljósmynd af Frank Zappa. Hún er skorđuđ smá skökk á veggnum. Allskonar svona töff smáatriđi skapa heillandi stemmningu. Sćti eru barstólar međ setum sem virđast vera af gömlum dráttarvélum frá fyrri hluta síđustu aldar. Starfsfólkiđ er klćtt svörtum bol međ sömu ljósmyndum og skreyta veggi.
Ég keypti rif til ađ taka međ mér. Út undan mér sá ég ađ hamborgarinn hjá öđrum viđskiptavinum er vel trođinn og pattaralegur. Áreiđanlega 140 gramma og allskonar međlćti. Ţegar ég tók viđ pokanum međ máltíđinni hugđist ég sprauta tómatsósu ofan í pokann međ frönsku kartöflunum. Drengur í afgreiđslunni stoppađi ţađ af. Sagđi: "Nei, ekkert svona sull." Svo rétti hann mér lúkufylli af tómatsósu í litlum plastöskjum međ loki. Ţegar ég réđist á máltíđina uppgötvađi ég ađ ţannig öskjur međ tómatsósu höfđu ţegar veriđ settar međ í pakkann. Ásamt auka BBQ sósu í samskonar öskjum. Ţađ veit alltaf á gott ţegar mađur verđur áţreifanlega var viđ ađ ekki sé veriđ ađ skera viđ nögl heldur dekrađ viđ viđskiptavininn. Á međan ég beiđ eftir afgreiđslu hljómađi í hátölurum ágćtt létt-ţungarokk.
Eigandi stađarins, Agnar Sverrisson, er verđlaunađur Michelin-kokkur í Bretlandi. Eini Íslendingur sem hlotiđ hefur ţann gćđastimpil.
Ţađ breytir engu um frábćr grísarif en ég set spurningamerki viđ nafn stađarins. Ég á viđ ađ nafniđ er á ensku. Ef ađ rökin fyrir ţví eru ţau ađ yfir milljón útlendingar sćkja Ísland heim á ári ţá kaupi ég ţau rök. Íslendingar eru ađeins 315 ţúsund. Líklegt er ađ útlendu túristarnir, sem eru meira en ţrisvar sinnum fleiri en Íslendingar, leggi flestir leiđ sína í Kringluna og nágrenni. Ţeir ţekkja ekki íslensk orđ á borđ viđ svínarif og hamborgara. Viđ ţurfum ađ kenna útlendingunum ţessi orđ. Ţađ er ekkert erfitt. Hver Íslendingur kennir á hverju ári ţremur útlendingum ţessi orđ. Ţađ er samfélagsleg skylda.
Síđustu 10 veitingaumsagnir:
Salatbarinn: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1320816/
Hótel Cabin: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1309370/
Grillmarkađurinn: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1298062
Matur og drykkur | Breytt 14.8.2014 kl. 20:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2014 | 14:41
Til verndar hagsmunum neytenda

Eđalvörur ehf hafa tímabundiđ stöđvađ dreifingu á Rauđu Eđal Ginsengi í núverandi umbúđum ţess, sem fyrirtćkiđ hefur notađ í 25 ár, til ađ draga úr tjóni vegna ruglings viđ eftirlíkingaumbúđir Eggerts Kristjánssonar hf; sem sérframleiddar eru fyrir íslenskan markađ. Í ţessu felst ekki viđurkenning á eftirlíkingastarfsemi, ţvert á móti er veriđ ađ vinna ađ ţessum málum fyrir neytendayfirvöldum, sem tekur lengri tíma en ćtlađ var. Ekki er verjandi ađ selja jafn ólíkar vörur í jafn líkum umbúđum. Ţess vegna er ţessi tímabundna ađgerđ nauđsynleg til ađ verja hagsmuni neytenda, sem oft hafa taliđ sig í góđri trú vera ađ kaupa Rautt Eđal Ginseng frá Kóreu.
Ţćr góđu fréttir hafa nú borist frá Neytendastofu ađ hún hafi međ bréfi dagsettu 9. júlí s.l. gert Eggerti Kristjánssyni hf: ađ greina frá uppruna svokallađs Kóresk Rauđs Ginsengs , sem erlendur birgir vörunnar segir vera frá hálfri Asíu, t.a.m. Kína og Mongolíu en Eggert Kristjánsson hf. hefur engu ađ síđur auglýst ţessa vöru međ sömu eiginleikum og Rautt Eđal Ginseng frá Kóreu.
Forsvarsmenn Eggerts Kristjánssonar hf. áttu ađ skýra sitt mál innan hálfs mánađar frá dagsetningu bréfsins 9. júlí en báđu um frest.
Ég fagna ţessari rannsókn og ţađ er einlćg von mín ađ hún megi fara fram ótrufluđ og ţví fell ég frá ósk um ađ sameina hana eftirlíkingamálinu í bili.
Sigurđur Ţórđarson
Hér er mynd af eftirlíkingavörunni:

Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2014 | 01:29
Spennandi mataruppskriftir
Fátt er betra en hvalkjöt. Einkum marsvín, sem í Fćreyjum er kallađ grind. Og bandarísku hryđjuverkasamtökin Sea Shepherd kunna ekki ađ meta sem mat. Enda matvandir sérvitringar, furđufuglar, stórtćkir ţjófar og lélegir bílstjórar. Geggjađ liđ í flesta stađi og veruleikafirrt.
Marsvínakjötiđ er veislumatur snöggsteikt á pönnu. Steikt ţannig ađ ţunnar sneiđar dökkni vel ađ utan en jađri viđ ađ vera blóđugar ađ innan.
Ţađ má líka elda marsvíniđ í ofnskúffu. Besta uppskriftin er ţannig (fyrir um ţađ bil fjóra í mat):
1 kg marsvínskjöt
2 dl borđedik
1 lítri vatn
2 laukar
2 teskeiđar salt
1 teskeiđ pipar
50 grömm smjörlíki
1 lítri vatn
1 súputeningur
Smá hveitimjöl
8 flöskur af rauđvíni
Kjötiđ er skoriđ í ţunnar sneiđar og sett ásamt edikinu í vatniđ degi fyrir neyslu. Daginn eftir er ofnskúffan er smurđ međ klípu af smjörlíkinu. Kjötiđ er ţerrađ međ eldhúsbréfi og lagt snyrtilega á skúffuna. Piparnum og saltinu er stráđ yfir. Ofninn er stilltur á 180 gráđur og skúffunni skellt inn í hann. Síđan skiptir sér enginn meira af honum í nćsta hálftímann.
Ţess í stađ er laukurinn saxađur niđur. Hann er settur í lítinn pott ásamt afganginum af smjörlíkinu. Laukurinn fćr ađ malla á lágum hita ţangađ til hann brúnast.
Nú er lauknum sturtađ kćruleysislega yfir kjötiđ. Einnig vatninu sem kjötiđ lá í um nóttina. Ţetta fćr ađ malla í klukkutíma. Um biđbik tímans ţarf ađ ausa vökvanum yfir kjötiđ.
Ađ ţessu afstöđnu má búa til sósu úr vökvanum sem eftir er. Ţá er súputening blandađ saman viđ ásamt smávegis hveitimjöli. Ţađ er smekksatriđi hvađ fólk vill ţykkja sósuna mikiđ međ hveitimjölinu. Sumum ţykir sósan fallegri međ ţví ađ lita hana međ soja olíu.
Međ ţessum veislumat er gott ađ snćđa sođnar kartöflur nýuppteknar í Ţykkvabć. 2 flöskur af rauđvíni á mann eru sötrađar međ af áfergju. Ţađ fer best á ţví ađ spila fćreyska músík á međan góđgćtinu er sporđrennt.

Önnur uppskrift fyrir 4:
1 kg marsvínakjöt
3 matskeiđar salt
203 gr selspik
1 kg kartöflur
Vatn
8 flöskur af rauđvíni
Kjötiđ er sneitt í ţunnar sneiđar. Ţađ sett í pott og kaffćrt međ vatni. Látiđ sjóđa á hellu. Ţegar suđan er komin upp er vatninu hellt af og nýtt vatn látiđ fljóta yfir kjötiđ. Áfram er sođiđ. Er suđan hefst er fleytt ofan af og saltinu bćtt viđ. Ţetta sýđur í hálfan annan tíma. Selspikiđ er skoriđ í litla bita og ţví ásamt kartöflunum skellt út í. Ţannig mallar ţađ í hálftíma til viđbótar. Ţá er veislumaturinn til og honum skolađ niđur međ rauđvíninu. Oft gefst vel - upp á stemmninguna ađ gera - ađ klára fyrri rauđvínsflöskuna á međan á matseld stendur.
--------------------------------------------
![]() |
Tortillur međ parmaskinku og fetaostamulningi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2014 | 18:55
Sea Shepherd ađhlátursefni
Aulagangurinn á Sea Shepherd, ranghugmyndir ţeirra og framganga hefur skemmt Fćreyingum rćkilega og lengi. Ţađ er langt síđan Fćreyingar hafa hlegiđ jafn mikiđ og jafn lengi í einu, eđa í nćstum tvo mánuđi samfleytt. Enn bćtti í ţegar bíl Sea Shepherd var keyrt út af og ofan í skurđ. Viđ ţađ komst styggđ ađ bílstjóranum. Hann fćldist og hljóp gólandi út í móa. Ţar bađađi hann út höndum og fótum í geđshrćringu og ráđaleysi.
Fćreyingar fylgdust međ og tóku bakföll í hláturskasti. Viđ ţađ bráđi af SS-manninum. Hann fćrđi sig varfćrnislega aftur ađ bílnum og bađ um ađstođ viđ ađ ná bílnum upp úr skurđinum. Spurđi hvort hćgt vćri ađ fá kranabíl í verkiđ. Jafnframt afsakađi hann viđbrögđ sín. Sagđist hafa fengiđ ofsafengiđ hrćđslukast viđ ađ bíllinn myndi velta ofan í skurđinn og hann sjálfur stórslasast og örkumlast í kjölfariđ.
Af viđbrögđunum ćtla menn ađ ţarna hafi kauđi ţreytt frumraun sína í akstri utan malbikađra breiđstrćta New York borgar.
Honum var bent á ađ setja bílinn í bakkgír og bakka upp á veg. Skurđurinn er grunnur, grasi gróinn og hćttulaus međ öllu. Bakkgírinn virkađi á bílnum. Ţetta var ekkert mál og gaurinn ók niđurlútur á brott undir hlátursköllum Fćreyinga. Reyndar hefđi alveg eins mátt aka kraftmikla jeppanum áfram og upp á veg. Eins og sést á myndunum voru ađstćđur ekki jafn skelfilegar og vesalingurinn upplifđi. Áđur en hann staulađist taugaveiklađur upp í bílinn leitađi hann af sér allan grun međ ţví ađ skríđa undir bílinn og velta sér ţar eins og afvelta rolla.
Grunur leikur á ađ bílstjórinn hafi veriđ ađ skima eftir marsvíni ţegar honum fipađist aksturinn. Ţrátt fyrir ađ hvergi hafi sést til sjós frá ţessum sveitatrođningi.

![]() |
Pamela bjargar fćreyskum hvölum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt 4.8.2014 kl. 14:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
30.7.2014 | 23:08
Misvísandi fréttir af Pamelu Anderson í Fćreyjum
Fyrir nokkrum dögum sendi kanadísk-ćttađa bandaríska leikkonan Pamela Anderson frá sér yfirlýsingu um ađ hún vćri á leiđ til Fćreyja. Gott ef afi hennar var ekki Finni. Ţađan er allavega eftirnafn hennar, Anderson, komiđ. Einnig norrćnt útlit ţessarar heimsţekktu ljósku. Hún er ekki múlatti. Kannski er hún samt í raun međ dökkt hár sem hún litar.
Erindi kellu til Fćreyja var ađ styđja og vekja athygli heimsbyggđarinnar á sumarátaki bandarísku hryđjuverkasamtakanna Sea Shepherd, GrindStop 2014. Átakiđ snýst um ađ koma í veg fyrir veiđar Fćreyinga á marsvínum.
Átakiđ hófst međ miklum látum í júní. Bátur Sea Shepherd lagđist viđ bryggju í höfuđborg Fćreyja, Ţórshöfn. Blásiđ var til blađamannafundar á bryggjunni. Um 15 erlendir fjölmiđlamenn mćttu á fundinn. Síđan hefur ekkert gerst.
Nóg um ţađ. Um helgina sögđu fjölmiđlar frá ţví ađ Pamela Anderson vćri komin til Kaupmannahafnar í Danmörku. Síđan sögđu fćreyskir fjölmiđlar ađ hún vćri komin til Fćreyja. Núna segir mbl.is ađ hún sé veđurteppt í London.
Hvađ er í gangi?
Sjá: http://aktuelt.fo/ongin+paul+bara+pamela.html
http://www.in.fo/news-detail/news/pamela-komin-at-hjalpa-sea-shepherd/
Ég kannast vel viđ ţađ á eigin skinni ađ flugsamgöngur til Fćreyja eru stopular. Ţar er ađeins einn flugvöllur. Ţoka er landlćg í Fćreyjum. Ég hef oft tafist um nokkra daga og allt upp í heila viku ađ komast til Fćreyja.
Ef ađ fréttir um ađ Pamela vćri komin til Kaupmannahafnar voru réttar ţá átta ég mig ekki á ţví hvers vegna hún er strandaglópur í Englandi. Ţađ eru tíđar flugferđir á milli Danmerkur og Fćreyja en fátíđar á milli Fćreyja og Englands.
Hitt veit ég ađ Pamela var búin ađ bóka gistingu í lúxussvítunni á Hótel Hafnía í miđbć Ţórshafnar í Fćreyjum.
Inn í ţetta rugl má taka ađ Pamela er ekki međ alla hluti á hreinu. Á dögunum sagđi hún ađ erindi sitt til Fćreyja vćri m.a. ađ forđa forsprakka Sea Sheperd, Paul Watson, frá ţví ađ vera handtekinn í Fćreyjum og framseldur til Costa Rica. Ţar biđi hans dauđadómur. Hiđ rétta er ađ Costa Rica er friđsamt ríki í Miđ-Ameríku međ siđferđi á hćrra stigi en svo ađ ţar séu dauđarefsingar.
Pamela var um tíma í sviđsljósinu sem eiginkona trommuleikara léttpopps-glamrokksveitarinnar Mötley Crue, Tommy Lee. Hann er heimskur en nokkuđ góđur trommari. Verra er ađ hann lamdi Pamelu. Blessunarlega var honum stungiđ í steininn fyrir uppátćkiđ.
Uppfćrt 31. júlí:
Grunur leikur á ađ aldrei hafi stađiđ til ađ Pamela kćmi til Fćreyja. Ţetta hafi allt veriđ sviđsett leikrit. Svo virđist sem allar skráđar flugferđir til Fćreyja hafi gengiđ snurđulaust fyrir sig.
Ţó er aldrei ađ vita. Nú var hún ađ bođa til blađamannafundar í Fćreyjum síđdegis á morgun.
![]() |
Pamela fór ekki til Fćreyja |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt 31.7.2014 kl. 20:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
22.7.2014 | 23:09
"Stolin frétt"
Í síđasta mánuđi, júní, breytti Sláturfélag Suđurlands, SS, uppskrift á vinsćlustu pylsum á Íslandi, SS pylsunum. "Íslendingar borđa SS pylsur". Í stađ ţess ađ hafa nautakjöt sem ađal hráefni var skipt yfir í ódýrt svínakjöt. Beljukjöt var ennţá haft međ í búđingnum en í miklu minna mćli. Ţađ var skyndilega blandađ dönsku beljukjöti.
Frá ţessu skýrđi ég á ţessum vettvangi í síđustu viku. Viđskiptablađiđ tók máliđ upp ţegar í stađ. Síđan Fréttablađiđ, DV, mbl.is, visir.is og útvarpsstöđvar. Engin gat ţess hvar málinu var "skúbbađ".
Svona er ţetta iđulega međ "skúbbin" á ţessari bloggsíđu. Ţađ er svo sem bara gaman ađ fylgjast međ "skúbbunum" ná flugi í dagblöđum, útvarpi og víđar. Ég kann samt betur viđ ţađ ţegar fjölmiđlar geta ţess hver uppgötvađi máliđ og vakti fyrstur athygli á ţví. Annađ er "stolin frétt". Sumir gera ţađ. Stundum.
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1412501/
Matur og drykkur | Breytt 23.7.2014 kl. 10:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)