Fćrsluflokkur: Spil og leikir
25.3.2022 | 07:10
Logiđ um dýr
Mannskepnan er eina lífveran í heiminum sem lýgur. Lýgur og lýgur. Lýgur upp á ađrar manneskjur. Lýgur um ađrar manneskjur. Lýgur öllu steini léttara. Ţar á međal um dýr. Sumar lygar eru svo útbreiddar og rótgrónar ađ í huga margra eru ţćr sannleikur. Dćmi:
- Gullfiskar eru sagđir vera nánast minnislausir. Ţeir muni ađeins í 3 sek. Ţeir syndi fram og aftur um fiskabúr og telji sig alltaf sjá nýtt og framandi umhverfi. Hiđ rétta er ađ minni gullfiska spannar margar vikur.
- Hákarlar eru sagđir sökkva til botns ef ţeir eru ekki á stöđugri hreyfingu. Ţetta á viđ um fćsta hákarla. Örfáar tegundir ţurfa hreyfingu til ađ ná súrefni.
- Kvikmyndir hafa sýnt hákarla sem banvćna mönnum. Allt ađ ţví árlega berast fréttir af hákarli sem hefur bitiđ manneskju. Ţetta ratar í8 fréttir vegna ţess hvađ ţađ er fátítt. Af 350 tegundum hákarla eru 75% ófćrir um ađ drepa manneskju. Ţeir eru ţađ smáir. Ennfremur komast fćstir hákarlar í kynni viđ fólk. Hákarlar hafa ekki lyst á mannakjöti. Í ţau skipti sem ţeir bíta í manneskju er ţađ vegna ţess ađ ţeir halda ađ um sel sé ađ rćđa. Selir eru ţeirra uppáhaldsfćđa. Líkur á ađ vera lostinn af eldingu er miklu meiri en ađ verđa fyrir árás hákarls.
- Mörgum er illa viđ ađ hrísgrjónum sé hent yfir nýbökuđ brúđhjón. Ţau eru sögđ vera étin af fuglum sem drepast í kjölfariđ. Ţetta er lygi. Hrísgrjón eru fuglunum hćttulaus.
- Rakt hundstrýni á ađ votta heilbrigđi en ţurrt bođa óheilbrigđi. Rakt eđa ţurrt trýni hefur ekkert međ heilbrigđi ađ gera. Ef hinsvegar rennur úr ţví er nćsta víst ađ eitthvađ er ađ.
- Í nautaati ögrar nautabaninn dýrinu međ rauđri dulu. Nautiđ bregst viđ. En ţađ hefur ekkert međ lit ađ gera. Naut bregst á sama hátt viđ dulu í hvađa lit sem er.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
9.3.2022 | 07:47
Afi og flugur
Börnum er hollt ađ alast upp í góđum samskiptum viđ afa sinn og ömmu. Rannsóknir stađfesta ţađ. Ég og mín fimm systkini vorum svo heppin ađ alast upp viđ afa á heimilinu. Hann var skemmtilegur. Reyndar oftar án ţess ađ ćtla sér ţađ.
Afi hafđi til siđs ađ vera međ hálffullt vatnsglas á náttborđinu. Ofan á glasinu hafđi hann pappírsblađ til ađ verja ţađ ryki. Stríđin yngsta systir mín tók upp á ţví ađ lauma flugu ofan í glasiđ. Ekki daglega. Bara af og til.
Ţetta vakti undrun afa. Honum ţótti einkennilegt ađ flugan sćkti í vatniđ. Ennţá furđulegra ţótti honum ađ hún kćmist undir pappírsblađiđ. Afi sagđi hverjum sem heyra vildi frá uppátćki flugunnar. Allir undruđust ţetta jafn mikiđ og afi.
Aldrei varđ afi eins furđu lostinn og ţegar könguló var komin í glasiđ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
13.2.2022 | 06:04
Bráđskemmtileg svör barna
Eftirfarandi svör barna viđ spurningum eru sögđ vera úr raunverulegum prófum. Kannski er ţađ ekki sannleikanum samkvćmt. Og ţó. Börn koma oft á óvart međ skapandi hugsun. Ţau sjá hlutina fyrir sér frá fleiri sjónarhornum en kassalaga hugsun fullorđna fólksins.
- Hvar var sjálfstćđisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituđ?
- Neđst á blađsíđunni
- Hver er megin ástćđa fyrir hjónaskilnuđum?
- Hjónaband
- Hvađ getur ţú aldrei borđađ í morgunmat?
- Hádegismat og kvöldmat
- Hvađ hefur sömu lögun og hálft epli?
- Hinn helmingurinn
- Hvađ gerist ef ţú hendir rauđum steini í bláahaf?
- Hann blotnar
- Hvernig getur manneskja vakađ samfleytt í 8 daga?
- Međ ţví ađ sofa á nóttunni
- Hvernig er hćgt ađ lyfta fíl međ einni hendi?
- Ţú finnur ekki fíl međ eina hönd
21.1.2022 | 05:31
Oft ratast kjöftugum satt á munn. Eđa ekki.
Rokkiđ er lífstíll. Yfirlýsingagleđi, dramb og gaspur eru órjúfanlegur hluti af lífstílnum. Alveg eins og "sex and drugs and rock and roll". Ţess vegna er oft gaman ađ lesa eđa heyra viđtöl viđ rokkstjörnur ţegar ţćr reyna ađ trompa allar hinar.
- Little Richard: "Ég er frumkvöđullinn. Ég er upphafsmađurinn. Ég er frelsarinn. Ég er arkitekt rokksins!"
- Richard Ashcroft (The Verve): Frumkvöđull er ofnotađ hugtak, en í mínu tilfelli er ţađ alveg viđeigandi."
- Jim Morrison (The Doors): "Ég lít á sjálfan mig sem risastóra, eldheita halastjörnu, stjörnuhrap. Allir stoppa, benda upp og taka andköf: "Ó, sjáđu ţetta!" Síđan vá, og ég er farinn og ţeir sjá aldrei neitt ţessu líkt aftur. Ţeir munu ekki geta gleymt mér - aldrei."
- Thom Yorke (Radiohead): "Mig langar ađ bjóđa mig fram til forseta. Eđa forsćtisráđherra. Ég held ađ ég myndi standa mig betur."
- Courtney Love (Hole): "Ég vildi ađ ég stjórnađi heiminum - ég held ađ hann vćri betri."
- Brian Molko (Placebo): Ef Placebo vćri eiturlyf vćrum viđ klárlega hreint heróín hćttulegt, dularfullt og algjörlega ávanabindandi."
- Pete Townsend (The Who): Stundum trúi ég ţví virkilega ađ viđ séum eina rokkhljómsveitin á ţessari plánetu sem veit um hvađ rokk n roll snýst."
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (22)
5.1.2022 | 00:06
Spaugilegar sjálfur
Fyrir daga myndsímanna voru ljósmyndir dýrt sport. Kaupa ţurfti filmur og spandera í framköllun. Ţess vegna vönduđu menn sig viđ verkefniđ.
Í dag kostar ekkert ađ smella mynd af hverju sem er. Ungt fólk er duglegt ađ taka myndir af sjálfum sér og birta á samfélagsmiđlum. Í hamaganginum er ekki alltaf ađgćtt hvađ er í bakgrunni. Enda skjárinn lítill. Ţegar ljósmyndarinn uppgötvar slysiđ er vinahópurinn búinn ađ gera myndirnar ódauđlegar á netinu. Hér eru nokkur sýnishorn:
- Strákur kvartar undan ţví ađ kćrastan sé alltaf ađ laumast til ađ mynda hann. Í bílrúđunni fyrir aftan sést ađ stráksi tók myndina sjálfur.
- Einn montar sig af kúluvöđva. Í spegli fyrir aftan sést ađ hann er ađ "feika".
- Kauđi smellir á mynd af ömmu og og glćsilegu hátíđarveisluborđi hennar. Hann áttar sig ekki á ađ í spegli sést hvar hann stendur á brókinni einni fata.
- Stúlka heimsćkir aldrađan afa. Ţađ er fallegt af henni. Hún notar tćkifćriđ og tekur sjálfu á međan kallinn dottar.
- Önnur dama telur sig vera óhulta í mynd á bak viđ sturtuhengi. Ef vel er ađ gáđ sést efst á myndinni í gćgjudóna. Ţetta sést betur ef smellt er á myndina.
- Enn ein er upptekin af sjálfu á međan barn hennar berst fyrir lífi sínu í bađkari.
- Pabbi tekur mynd af feđgunum. Snati sleppur inn á sem stađgengill hárbrúsks.
- Myndarlegur gutti tekur sjálfu. Ekkert athugavert viđ ţađ. Nema ef vel er rýnt í bakgrunninn. Ţar speglast í rúđu ađ töffarinn er buxnalaus.
Spil og leikir | Breytt 8.1.2022 kl. 21:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
24.12.2021 | 09:07
Jólakveđja
Heims um ból höldum viđ jól;
heiđingjar, kristnir og Tjallar.
Uppi í stól stendur í kjól
stuttklipptur prestur og trallar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
17.12.2021 | 03:24
Bestu Bítlaplöturnar
Breska hljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) hćtti fyrir meira en hálfri öld. Plötuferill hennar spannađi ađeins sex ár. Samt er ekkert lát á vinsćldum hennar. Ađdáendahópurinn endurnýjar sig stöđugt. Í útvarpi má iđulega heyra spiluđ lög međ Bítlunum og umfjöllun um Bítlana. Skammt er síđan Gunnar Salvarsson rakti sögu hljómsveitarinnar í ţáttaseríu á Rúv. Gerđar hafa veriđ leiknar kvikmyndir um Bítlana, sem og heimildarmyndir og sjónvarpsţćttir. Núna síđast hefur Disney+ veriđ ađ sýna átta tíma heimildarţátt um gerđ plötunnar "Let it be".
Ţađ segir margt um stöđu Bítlanna ađ í hálfa öld hafa 3 plötur hennar veriđ ađ skiptast á ađ verma efstu sćti lista yfir bestu plötur allra tíma. Ţađ eru "Sgt Pepper´s...", "Revolver" og "Abbey Road".
Til gamans: Hér til vinstri á ţessari síđu hef ég stillt upp skođanakönnun um uppáhalds Bítlaplötuna. Vinsamlegast takiđ ţátt í leitinni ađ henni.
Breska tímaritiđ Classic Rock hefur tekiđ saman lista yfir bestu og áhrifamestu Bítlaplöturnar. Stađa ţeirra er studd sannfćrandi rökum. Ţannig er listinn:
1. Revolver (1966)
Ţarna voru Bítlarnir komnir á kaf í ofskynjunarsýruna LSD og indverska músík. Ţađ tók almenning góđan tíma ađ melta ţessa nýju hliđ á Bítlunum. Platan seldist hćgar en nćstu plötur á undan. Hún sat "ađeins" í 8 vikur í 1. sćti breska vinsćldalistans. Ţví áttu menn ekki ađ venjast. Í dag hljóma lög plötunnar ósköp "venjuleg". 1966 voru ţau eitthvađ splunkunýtt og framandi. Plötuumslagiđ vakti mikla athygli. Í stađ hefđbundinnar ljósmyndar skartađi ţađ teikningu af Bítlunum. Hönnuđurinn var Klaus Woorman, bassaleikari sem Bítlarnir kynntust í Ţýskalandi. Hann spilađi síđar á sólóplötum Lennons. Umslagiđ fékk Grammy-verđlaun.
2. Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band (1967)
Bítlarnir gengu ennţá lengra í tilraunamennsku og frumlegheitum. Gagnrýnendur voru á báđum áttum. Sumir töldu Bítlana vera búna ađ missa sig. Ţeir vćru komnir yfir strikiđ. Tíminn vann ţó heldur betur međ Bítlunum.
3. Please Please Me (1963)
Sem jómfrúarplata Bítlanna markađi hún upphaf Bítlaćđisins - sem varir enn. Hún var byltingarkenndur stormsveipur inn á markađinn. Ný og spennandi orkusprengja sem náđi hámarki í hömlulausum öskursöng Lennons í "Twist and Shout". Ţvílík bomba!
4. Abbey Road (1969)
Síđasta platan sem Bítlarnir hljóđrituđu. Ţeir sönnuđu ađ nóg var eftir á tanknum. George á bestu lög plötunnar. Hin lögin eru ţó ekkert slor.
5. Magical Mistery Tour (1967)
6. Rubber Soul (1965)
7. Hvíta albúmiđ (1968)
8. With The Beatles (1963)
9. A Hard Day´s Night (1964)
Ţrjár plötur ná ekki inn á ţennan lista: Beatles for sale (1964), Help (1965), Yellow Submarine (1969). Allt góđar plötur en skiptu ekki sköpum fyrir tónlistarţróun Bítlanna og heimsins.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
25.11.2021 | 01:19
KSÍ í vanda
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
19.11.2021 | 04:54
Ríkustu tónlistarmenn heims
Margir vinsćlir tónlistarmenn fengu ađ heyra ţađ á unglingsárum ađ ţeir ţyrftu ađ lćra eitthvađ nytsamlegt. Eitthvađ sem opnađi ţeim leiđ ađ vel launuđu starfi. Ţetta fengu ţeir ađ heyra ţegar hugur ţeirra snérist allur um hljóđfćragutl. "Tónlistin gefur ekkert í ađra hönd," fullyrtu vel meinandi foreldrar.
Samkvćmt Geoworld Magazine virđast ýmsir tónlistarmenn hafa komist í álnir. Ţar á međal ţessir (innan sviga er virđi ţeirra):
1 Paul McCartney ($ 1,28 milljarđar)
2 Andrew Lloyd Webber ($ 1,2 milljarđar)
Ţessir tveir eru Bretar. Í nćstu sex sćtum eru Bandíkjamenn.
3 Jay Z ($ 1 milljarđur)
4 Herb Albert ($ 850 milljónir)
Eitthvađ af ţessum aurum hefur Herb Albert fengiđ fyrir ađ spila og gefa út á plötu lagiđ "Garden Party" eftir Eyţór Gunnarsson (Mezzoforte).
5 Sean Combs - Diddy ($ 825 milljónir)
6 Dr.Dre ($ 800 milljónir)
7 Madonna ($ 580 milljónir)
Madonna er lang lang efnuđust tónlistarkvenna. Sú eina sem er inn á topp 20.
8 Emilio Estefan ($ 500 milljónir)
9 Elton John ($ 480 milljónir)
10 Coldplay (475 milljónir)
Elton John og Coldplay eru breskir. Jimmy Buffett er bandarískur, eins og Brúsi frćndi. Í sćtum 12, 13 og 15 eru Bretar.
11 Jimmy Buffett ($ 430 milljónir)
12 Mick Jagger ($ 360 milljónir)
13 Ringo Starr ($ 350 milljónir)
14 Bruce Springsteen ($ 345 milljónir)
15 Keith Richards (340 milljónir)
16 Neil Sedaka ($ 300 milljónir)
17 Gene Simmons ($ 300 milljónir)
18 Jon Bon Jovi ($ 300 milljónir)
19 Sting ($ 300 milljónir)
20 L.A.Reid ($ 300 milljónir)
Sting er breskur. Hinir bandarískir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 05:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
9.9.2021 | 08:37
Bestu lagahöfundarnir
Bandaríska söngvaskáldiđ Paul Simon er í hópi bestu lagahöfunda síđustu aldar. Af ţekktum lögum hans má nefna Bridge over trouble water, The sound of silence, Mrs Robinson, Mother and child reunion. Lengi mćtti áfram telja. Ţegar ţáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard M. Nixon, heimsótti Mao formann í Kína ţá fćrđi hann honum plötuna Bridge over trouble water međ Paul Simon og Garfunkel, sem hápunktinn í bandarískri tónlist.
Paul Simon hefur sterkar skođanir á lagasmíđum. Ţessa telur hann vera bestu lagahöfundar liđinnar aldar: Gershwin, Berlin og Hank Williams. Hann telur ađ Paul McCartney megi hugsanlega vera í hópnum. Richard Rodgers og Lorenz Hart geta ţá veriđ međ líka.
Í annađ sćti setur hann John Lennon, Bob Dylan, Bob Marley og Stephen Soundheim. Hann telur ekki fráleitt ađ sjálfur megi hann vera međ í öđru sćtinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)