Fćrsluflokkur: Spil og leikir
21.8.2022 | 00:01
Furđufluga
Ég var ađ stússa í borđtölvunni minni. Skyndilega flaug pínulítil fluga á milli mín og skjásins. Ég hélt ađ hún fćri strax. Ţađ gerđist ekki. Hún flögrađi fyrir framan mig í augnhćđ. Ţađ var eins og hún vćri ađ kanna hvort hún hefđi séđ mig áđur. Ţetta truflađi mig. Ég sló hana utanundir. Hún hentist eitthvađ í burtu.
Nokkrum sekúndum síđar var hún aftur komin á milli mín og skjásins. Ég endurtók leikinn međ sama árangri. Hún lét sér ekki segjast. Í ţriđja skipti var hún komin fyrir framan mig. Ég gómađi hana međ ţví ađ smella saman lófum og henti henni vankađri út á stétt.
Háttalag hennar veldur mér umhugsun. Helst grunar mig ađ henni hafi ţótt ţetta skemmtilegt. Í hennar huga hafi viđ, ég og hún, veriđ ađ leika okkur.
13.8.2022 | 23:16
Magnađar myndir
Fátt er skemmtilegra ađ skođa en sláandi flottar ljósmyndir. Einkum ljósmyndir sem hafa orđiđ til ţegar óvart er smellt af á réttu augnabliki og útkoman verđur spaugileg. Tekiđ skal fram ađ ekkert hefur veriđ átt viđ međfylgjandi ljósmyndir. Ekkert "fótóshopp" eđa neitt slíkt.
Myndirnar stćkka og verđa áhrifameiri ef smellt er á ţćr.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
24.7.2022 | 00:29
Rekinn og blómstrađi sem aldrei fyrr
Rokksagan geymir mörg dćmi ţess ađ liđsmađur hljómsveitar hafi veriđ rekinn; í kjölfariđ fundiđ sína fjöl og skiniđ skćrar en hljómsveitin. Nei, ég er ekki ađ tala um trommuleikarann Pete Best sem var rekinn úr Bítlunum. Hans ferill varđ klúđur á klúđur ofan.
Eitt frćgasta dćmiđ í íslenskri rokksögu er ţegar söngvarinn Pétur Kristjánsson var rekinn úr Pelican. Ţetta var um miđjan áttunda áratuginn. Pelican var vinsćlasta hljómsveit landsins. Pétur brá viđ snöggt; hafđi samband viđ fjölmiđla sem slógu upp fyrirsögnum um brottreksturinn. Samtímis stofnađi Pétur eldsnöggur nýja og ferska rokksveit, Paradís, međ ungum hljóđfćraleikurum. Ţađ var kýlt á spilirí út og suđur og hent í plötu. Sá sem stýrđi fjölmiđlaumrćđunni var góđvinur okkar, Smári Valgeirsson. Sá hinn sami og á sínum tíma tók sögufrćgt viđtal viđ Hörđ Torfason. Smári spilađi á fjölmiđla eins og á fiđlu. Ég kom smá ponsu viđ sögu; teiknađi myndir af Pétri í auglýsingar, málađi nafn hljómsveitarinnar á bassatrommuna og eitthvađ svoleiđis.
Pétur fékk samúđarbylgju. Rosa öfluga samúđarbylgju. Pelican var allt í einu runnin út á tíma.
Af erlendum dćmum má nefna Jimi Hendrix. Hann var gítarleikari bandarískrar hljómsveitar, The Isle Brothers, undirleikara Little Richard um miđjan sjöunda áratuginn. Rikki var ofurstjarna áratug áđur en mátti á ţessum árum muna sinn fífil fegri. Hendrix rakst illa í hljómsveit. Hann var afar óstundvís og notađi vímuefni. Rikki rak hann. Ári síđar sló Hendrix í gegn međ "Hey Joe" og varđ í kjölfar stćrsta gítarhetja rokksögunnar.
Í fljótu bragđi man ég líka eftir Lemmy. Hann var söngvari og bassaleikari ensku hljómsveitarinnar Hawkwind á fyrri hluta áttunda áratugarins. Allt gekk vel. Nema dópneysla Lemmy ţótti um of. Hann var rekinn. Stofnađi ţá tríóiđ Motörhead. Spilađi ţar á gítar og hljómsveitin sló rćkilega í gegn.
Einnig má nefna enska söngvarann Ozzy Osbourne. Dópneysla hans gekk fram af félögum hans í Black Sabbath. Seint og síđar meir gáfust ţeir upp og spörkuđu honum. Međ dyggri ađstođ konu sinnar snéri hann vörn í sókn og náđi ađ trompa Black Sabbath á mörgum sviđum.
Hér fyrir neđan má heyra Hendrix og Rikka litla spila lag frćnda ţess fyrrnefnda, Woody Guthrie, "Belle Star".
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
3.7.2022 | 00:07
Litli trommuleikarinn
Fá hljóđfćri veita spilaranum jafn mikla eđa meiri útrás en hefđbundiđ trommusett. Hann hamast á settinu međ öllum útlimum. Hitaeiningabrennslan er eins og mesti hamagangur á líkamsrćktarstöđvum. Trommuleikarinn ţarf ađ vera taktfastur, nćmur á nákvćmar tímasetningar og samhćfa sig öđrum hljóđfćraleikurum. Einkum bassaleikaranum. Trommuleikur er góđur bakgrunnur fyrir annan hljóđfćraleik eđa söng. Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hófu sinn feril sem trommuleikarar. Í fljótu bragđi man ég eftir ţessum:
Ragnar Bjarnason
Skapti Ólafsson
Óđinn Valdimarsson
Gunnar Ţórđarson
Laddi (Ţórhallur Sigurđsson)
Rúnar Ţór Pétursson
Hilmar Örn Hilmarsson
Geir Ólafs
Friđrik Ómar
Ólafur Arnalds
Bjartmar Guđlaugsson
Jónas Sigurđsson
Smári Tarfur
Krummi Björgvinsson
Friđrik Dór
Spil og leikir | Breytt 1.11.2022 kl. 11:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
19.6.2022 | 02:59
Ţetta vissir ţú ekki um Paul McCartney
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 03:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
5.6.2022 | 01:40
Aldrei aftur Olís
Ég átti leiđ um Mjóddina. Í hitamollunni langađi mig skyndilega - en ekki óvćnt - í ískalt Malt og íspinna. Til ađ komast í ţćr krćsingar renndi ég ađ bensínstöđ Olís, eins og svo oft áđur í svipuđum erindagjörđum. Um leiđ og ég sté inn um dyrnar ákvađ ég ađ byrja á ţví ađ skjótast á salerni til ađ pissa - vitandi ađ Maltiđ rennur hratt í gegn. Líka afgreiddur krabbameinssjúklingur í blöđruhálskirtli. Ţađ kallar á tíđ ţvaglát.
Ég bađ afgreiđsludömuna um lykilinn ađ salerninu. Hún svarađi međ ţjósti: "Salerniđ er bara fyrir viđskiptavini. Ţú hefur ekki verslađ neitt. Ţú ert ekki viđskiptavinur!"
Hún strunsađi í burtu og fór ađ sinna einhverju verkefni; svona eins og til ađ undirstrika ađ samskiptum okkar vćri lokiđ. Sem og var raunin. Samskiptum mínum viđ Olís er lokiđ - til frambúđar.
Uppfćrt 7.6.
Fulltrúi Olís hringdi í mig áđan. Hann bađst ítrekađ afsökunar á móttökunum sem ég fékk. Hann er búinn ađ funda međ starfsfólkinu í Mjódd og útskýrđi fyrir mér hvernig á ţessum mistökum stóđ. Í stuttu máli var um einskonar misskilning ađ rćđa; eđa réttara sagt ţá oftúlkađi afgreiđsludaman fyrirmćli sem henni voru gefin skömmu áđur en mig bar ađ garđi. Ég ţáđi afsökunarbeiđnina og hef tekiđ Olís í sátt.
Spil og leikir | Breytt 7.6.2022 kl. 21:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (30)
2.5.2022 | 08:31
Hrakfarir
Sumir eru heppnir. Ţeir eru lukkunnar pamfílar. Ađrir eru óheppnir. Ţeir eru hrakfallabálkar. Flestir eru sitt lítiđ af hvoru.
Nokkra ţekki ég sem eru eins og áskrifendur ađ óhöppum. Til ađ mynda drengurinn sem brá sér á skemmtistađ. Ţar var stappađ af fólki. Allir sátu viđ borđ hjá öllum óháđ ţví hvort ţeir ţekktust áđur.
Drengurinn kom auga á gullfallega stúlku. Hún ţáđi dans. Hann var í ţykkum ódansvćnum leđurjakka, fór ţví úr honum og setti á stólbak. Hann bađ borđfélaga ađ gefa honum auga. Stúlkan setti tösku sína á jakkann.
Er skötuhjúin snéru af dansgólfinu til ađ kasta mćđunni kom babb í bátinn. Borđfélagarnir voru á bak og burt. Sömuleiđis jakkinn og veskiđ. Hvorutveggja geymdi kort, skilríki og peninga. Sem betur fer var drengurinn međ lyklakippu sína festa viđ beltiđ. Hann bauđst til ađ skutla dömunni heim.
Daginn eftir ćtlađi hann ađ kíkja á sandspyrnu. Hann bauđ dömunni međ.
Á leiđinni varđ bíllinn bensínlaus. Stúlkan settist undir stýr á međan hann ýtti bílnum. Ţađ gekk hćgt og erfiđlega. Alltof langt í nćstu bensínstöđ. Ađ lokum gafst hann upp, hringdi í föđur sinn, bađ hann um ađ kaupa dráttartaug og draga bílinn ađ bensínstöđ.
Allt tók ţetta langan tíma og stutt eftir af sandspyrnunni. Allir héldu ţví bara heim til sín. Til ađ bćta fyrir klúđriđ bauđ kauđi stelpunni út ađ borđa nćsta kvöld. Veitingastađurinn var í göngufćri frá heimili hennar. Ţau ákváđu ađ hittast klukkan sex á stađnum.
Drengurinn lagđi sig fyrir kvöldmat. Er hann vaknađi gleymdi hann matarbođinu og fór í tölvuleik. Hann lifđi sig inn í leikinn. Seint og síđar meir kíkti hann á símann sinn. Ţá sá hann sms og "missed call" frá stelpunni. Hún var pirruđ er hann hringdi í hana. Sagđist hafa setiđ eins og illa gerđur hlutur í heilan klukkutíma á veitingastađnum.
Til ađ gera gott úr ţessu bauđ hann henni í bíó. Kvöldiđ var ungt. Međ semingi féllst hún á ţetta.
Drengsi stríddi viđ bólur í andliti. Hann faldi ţćr daglega međ húđlitum farđa. Bíómyndin var hryllings-spennumynd. Í taugaveiklun fiktađi hann ósjálfrátt viđ bólurnar án ţess ađ taka eftir ţví. Hann klćjađi líka smávegis í ţćr. Ţađ var svo heitt í salnum. Hann nuddađi farđann af bólunum, reif ofan af sumum ţeirra. Blóđ sem vćtlađi úr ţeim dreifđi hann um húđina.
Er ljós kviknuđu í hléi rak stelpan upp óp. Hún horfđi međ hryllingi á blóđrisa andlitiđ. Skipađi honum reiđilega ađ ţvo ndlitiđ. Ţegar hann snéri aftur var hún farin. Síđan hafa ţau ekki veriđ í neinu samandi og hún eyddi honum af vinalista á Facebook.
Spil og leikir | Breytt 3.5.2022 kl. 18:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
1.4.2022 | 06:43
Ofsahrćđsla
Um síđustu helgi keypti erlendur ferđamađur í Fćreyjum sér nesti og nýja gönguskó. Tilefniđ var ađ hann hugđist rölta upp fjallshlíđ nyrst í Norđureyjum. Fjalliđ heitir Borgarinn og er á Kalsey. Ţađ nýtur vinsćlda međal útivistarfólks. Útsýni er stórfenglegt og hlíđin ekki brött en lögđ ţćgilegum göngustíg. Enda var leiđin greiđ upp hana.
Er karlinn hugđist hreykja sér í miđri hlíđ brá svo viđ ađ hann var gripinn ofsahrćđslu. Ţegar hann horfđi niđur hlíđina sundlađi hann af lofthrćđslu. Í taugaveiklun tók hann ađ góla tryllingslega og bađa út höndum ótt og títt. Nćrstaddir skildu ekki hvađ hann kallađi af ţví ađ hann gólađi á útlensku. Svo fór ţó ađ einn mađur áttađi sig á vandamálinu. Hann greip fjallgöngugarpinn föstum tökum og rölti međ hann niđur á jafnsléttu. Ţar jafnađi hann sig hćgt og bítandi, Náđi úr sér skjálftanum ađ mestu og fékk aftur lit í kinnar.
Til ađ hlífa samborgurum mannsins viđ háđi og spotti er ţjóđerniđ ekki gefiđ upp.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
25.3.2022 | 07:10
Logiđ um dýr
Mannskepnan er eina lífveran í heiminum sem lýgur. Lýgur og lýgur. Lýgur upp á ađrar manneskjur. Lýgur um ađrar manneskjur. Lýgur öllu steini léttara. Ţar á međal um dýr. Sumar lygar eru svo útbreiddar og rótgrónar ađ í huga margra eru ţćr sannleikur. Dćmi:
- Gullfiskar eru sagđir vera nánast minnislausir. Ţeir muni ađeins í 3 sek. Ţeir syndi fram og aftur um fiskabúr og telji sig alltaf sjá nýtt og framandi umhverfi. Hiđ rétta er ađ minni gullfiska spannar margar vikur.
- Hákarlar eru sagđir sökkva til botns ef ţeir eru ekki á stöđugri hreyfingu. Ţetta á viđ um fćsta hákarla. Örfáar tegundir ţurfa hreyfingu til ađ ná súrefni.
- Kvikmyndir hafa sýnt hákarla sem banvćna mönnum. Allt ađ ţví árlega berast fréttir af hákarli sem hefur bitiđ manneskju. Ţetta ratar í8 fréttir vegna ţess hvađ ţađ er fátítt. Af 350 tegundum hákarla eru 75% ófćrir um ađ drepa manneskju. Ţeir eru ţađ smáir. Ennfremur komast fćstir hákarlar í kynni viđ fólk. Hákarlar hafa ekki lyst á mannakjöti. Í ţau skipti sem ţeir bíta í manneskju er ţađ vegna ţess ađ ţeir halda ađ um sel sé ađ rćđa. Selir eru ţeirra uppáhaldsfćđa. Líkur á ađ vera lostinn af eldingu er miklu meiri en ađ verđa fyrir árás hákarls.
- Mörgum er illa viđ ađ hrísgrjónum sé hent yfir nýbökuđ brúđhjón. Ţau eru sögđ vera étin af fuglum sem drepast í kjölfariđ. Ţetta er lygi. Hrísgrjón eru fuglunum hćttulaus.
- Rakt hundstrýni á ađ votta heilbrigđi en ţurrt bođa óheilbrigđi. Rakt eđa ţurrt trýni hefur ekkert međ heilbrigđi ađ gera. Ef hinsvegar rennur úr ţví er nćsta víst ađ eitthvađ er ađ.
- Í nautaati ögrar nautabaninn dýrinu međ rauđri dulu. Nautiđ bregst viđ. En ţađ hefur ekkert međ lit ađ gera. Naut bregst á sama hátt viđ dulu í hvađa lit sem er.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
9.3.2022 | 07:47
Afi og flugur
Börnum er hollt ađ alast upp í góđum samskiptum viđ afa sinn og ömmu. Rannsóknir stađfesta ţađ. Ég og mín fimm systkini vorum svo heppin ađ alast upp viđ afa á heimilinu. Hann var skemmtilegur. Reyndar oftar án ţess ađ ćtla sér ţađ.
Afi hafđi til siđs ađ vera međ hálffullt vatnsglas á náttborđinu. Ofan á glasinu hafđi hann pappírsblađ til ađ verja ţađ ryki. Stríđin yngsta systir mín tók upp á ţví ađ lauma flugu ofan í glasiđ. Ekki daglega. Bara af og til.
Ţetta vakti undrun afa. Honum ţótti einkennilegt ađ flugan sćkti í vatniđ. Ennţá furđulegra ţótti honum ađ hún kćmist undir pappírsblađiđ. Afi sagđi hverjum sem heyra vildi frá uppátćki flugunnar. Allir undruđust ţetta jafn mikiđ og afi.
Aldrei varđ afi eins furđu lostinn og ţegar könguló var komin í glasiđ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)