Fćrsluflokkur: Spil og leikir
5.1.2022 | 00:06
Spaugilegar sjálfur
Fyrir daga myndsímanna voru ljósmyndir dýrt sport. Kaupa ţurfti filmur og spandera í framköllun. Ţess vegna vönduđu menn sig viđ verkefniđ.
Í dag kostar ekkert ađ smella mynd af hverju sem er. Ungt fólk er duglegt ađ taka myndir af sjálfum sér og birta á samfélagsmiđlum. Í hamaganginum er ekki alltaf ađgćtt hvađ er í bakgrunni. Enda skjárinn lítill. Ţegar ljósmyndarinn uppgötvar slysiđ er vinahópurinn búinn ađ gera myndirnar ódauđlegar á netinu. Hér eru nokkur sýnishorn:
- Strákur kvartar undan ţví ađ kćrastan sé alltaf ađ laumast til ađ mynda hann. Í bílrúđunni fyrir aftan sést ađ stráksi tók myndina sjálfur.
- Einn montar sig af kúluvöđva. Í spegli fyrir aftan sést ađ hann er ađ "feika".
- Kauđi smellir á mynd af ömmu og og glćsilegu hátíđarveisluborđi hennar. Hann áttar sig ekki á ađ í spegli sést hvar hann stendur á brókinni einni fata.
- Stúlka heimsćkir aldrađan afa. Ţađ er fallegt af henni. Hún notar tćkifćriđ og tekur sjálfu á međan kallinn dottar.
- Önnur dama telur sig vera óhulta í mynd á bak viđ sturtuhengi. Ef vel er ađ gáđ sést efst á myndinni í gćgjudóna. Ţetta sést betur ef smellt er á myndina.
- Enn ein er upptekin af sjálfu á međan barn hennar berst fyrir lífi sínu í bađkari.
- Pabbi tekur mynd af feđgunum. Snati sleppur inn á sem stađgengill hárbrúsks.
- Myndarlegur gutti tekur sjálfu. Ekkert athugavert viđ ţađ. Nema ef vel er rýnt í bakgrunninn. Ţar speglast í rúđu ađ töffarinn er buxnalaus.
Spil og leikir | Breytt 8.1.2022 kl. 21:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
24.12.2021 | 09:07
Jólakveđja
Heims um ból höldum viđ jól;
heiđingjar, kristnir og Tjallar.
Uppi í stól stendur í kjól
stuttklipptur prestur og trallar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
17.12.2021 | 03:24
Bestu Bítlaplöturnar
Breska hljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) hćtti fyrir meira en hálfri öld. Plötuferill hennar spannađi ađeins sex ár. Samt er ekkert lát á vinsćldum hennar. Ađdáendahópurinn endurnýjar sig stöđugt. Í útvarpi má iđulega heyra spiluđ lög međ Bítlunum og umfjöllun um Bítlana. Skammt er síđan Gunnar Salvarsson rakti sögu hljómsveitarinnar í ţáttaseríu á Rúv. Gerđar hafa veriđ leiknar kvikmyndir um Bítlana, sem og heimildarmyndir og sjónvarpsţćttir. Núna síđast hefur Disney+ veriđ ađ sýna átta tíma heimildarţátt um gerđ plötunnar "Let it be".
Ţađ segir margt um stöđu Bítlanna ađ í hálfa öld hafa 3 plötur hennar veriđ ađ skiptast á ađ verma efstu sćti lista yfir bestu plötur allra tíma. Ţađ eru "Sgt Pepper´s...", "Revolver" og "Abbey Road".
Til gamans: Hér til vinstri á ţessari síđu hef ég stillt upp skođanakönnun um uppáhalds Bítlaplötuna. Vinsamlegast takiđ ţátt í leitinni ađ henni.
Breska tímaritiđ Classic Rock hefur tekiđ saman lista yfir bestu og áhrifamestu Bítlaplöturnar. Stađa ţeirra er studd sannfćrandi rökum. Ţannig er listinn:
1. Revolver (1966)
Ţarna voru Bítlarnir komnir á kaf í ofskynjunarsýruna LSD og indverska músík. Ţađ tók almenning góđan tíma ađ melta ţessa nýju hliđ á Bítlunum. Platan seldist hćgar en nćstu plötur á undan. Hún sat "ađeins" í 8 vikur í 1. sćti breska vinsćldalistans. Ţví áttu menn ekki ađ venjast. Í dag hljóma lög plötunnar ósköp "venjuleg". 1966 voru ţau eitthvađ splunkunýtt og framandi. Plötuumslagiđ vakti mikla athygli. Í stađ hefđbundinnar ljósmyndar skartađi ţađ teikningu af Bítlunum. Hönnuđurinn var Klaus Woorman, bassaleikari sem Bítlarnir kynntust í Ţýskalandi. Hann spilađi síđar á sólóplötum Lennons. Umslagiđ fékk Grammy-verđlaun.
2. Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band (1967)
Bítlarnir gengu ennţá lengra í tilraunamennsku og frumlegheitum. Gagnrýnendur voru á báđum áttum. Sumir töldu Bítlana vera búna ađ missa sig. Ţeir vćru komnir yfir strikiđ. Tíminn vann ţó heldur betur međ Bítlunum.
3. Please Please Me (1963)
Sem jómfrúarplata Bítlanna markađi hún upphaf Bítlaćđisins - sem varir enn. Hún var byltingarkenndur stormsveipur inn á markađinn. Ný og spennandi orkusprengja sem náđi hámarki í hömlulausum öskursöng Lennons í "Twist and Shout". Ţvílík bomba!
4. Abbey Road (1969)
Síđasta platan sem Bítlarnir hljóđrituđu. Ţeir sönnuđu ađ nóg var eftir á tanknum. George á bestu lög plötunnar. Hin lögin eru ţó ekkert slor.
5. Magical Mistery Tour (1967)
6. Rubber Soul (1965)
7. Hvíta albúmiđ (1968)
8. With The Beatles (1963)
9. A Hard Day´s Night (1964)
Ţrjár plötur ná ekki inn á ţennan lista: Beatles for sale (1964), Help (1965), Yellow Submarine (1969). Allt góđar plötur en skiptu ekki sköpum fyrir tónlistarţróun Bítlanna og heimsins.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
25.11.2021 | 01:19
KSÍ í vanda
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
19.11.2021 | 04:54
Ríkustu tónlistarmenn heims
Margir vinsćlir tónlistarmenn fengu ađ heyra ţađ á unglingsárum ađ ţeir ţyrftu ađ lćra eitthvađ nytsamlegt. Eitthvađ sem opnađi ţeim leiđ ađ vel launuđu starfi. Ţetta fengu ţeir ađ heyra ţegar hugur ţeirra snérist allur um hljóđfćragutl. "Tónlistin gefur ekkert í ađra hönd," fullyrtu vel meinandi foreldrar.
Samkvćmt Geoworld Magazine virđast ýmsir tónlistarmenn hafa komist í álnir. Ţar á međal ţessir (innan sviga er virđi ţeirra):
1 Paul McCartney ($ 1,28 milljarđar)
2 Andrew Lloyd Webber ($ 1,2 milljarđar)
Ţessir tveir eru Bretar. Í nćstu sex sćtum eru Bandíkjamenn.
3 Jay Z ($ 1 milljarđur)
4 Herb Albert ($ 850 milljónir)
Eitthvađ af ţessum aurum hefur Herb Albert fengiđ fyrir ađ spila og gefa út á plötu lagiđ "Garden Party" eftir Eyţór Gunnarsson (Mezzoforte).
5 Sean Combs - Diddy ($ 825 milljónir)
6 Dr.Dre ($ 800 milljónir)
7 Madonna ($ 580 milljónir)
Madonna er lang lang efnuđust tónlistarkvenna. Sú eina sem er inn á topp 20.
8 Emilio Estefan ($ 500 milljónir)
9 Elton John ($ 480 milljónir)
10 Coldplay (475 milljónir)
Elton John og Coldplay eru breskir. Jimmy Buffett er bandarískur, eins og Brúsi frćndi. Í sćtum 12, 13 og 15 eru Bretar.
11 Jimmy Buffett ($ 430 milljónir)
12 Mick Jagger ($ 360 milljónir)
13 Ringo Starr ($ 350 milljónir)
14 Bruce Springsteen ($ 345 milljónir)
15 Keith Richards (340 milljónir)
16 Neil Sedaka ($ 300 milljónir)
17 Gene Simmons ($ 300 milljónir)
18 Jon Bon Jovi ($ 300 milljónir)
19 Sting ($ 300 milljónir)
20 L.A.Reid ($ 300 milljónir)
Sting er breskur. Hinir bandarískir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 05:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
9.9.2021 | 08:37
Bestu lagahöfundarnir
Bandaríska söngvaskáldiđ Paul Simon er í hópi bestu lagahöfunda síđustu aldar. Af ţekktum lögum hans má nefna Bridge over trouble water, The sound of silence, Mrs Robinson, Mother and child reunion. Lengi mćtti áfram telja. Ţegar ţáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard M. Nixon, heimsótti Mao formann í Kína ţá fćrđi hann honum plötuna Bridge over trouble water međ Paul Simon og Garfunkel, sem hápunktinn í bandarískri tónlist.
Paul Simon hefur sterkar skođanir á lagasmíđum. Ţessa telur hann vera bestu lagahöfundar liđinnar aldar: Gershwin, Berlin og Hank Williams. Hann telur ađ Paul McCartney megi hugsanlega vera í hópnum. Richard Rodgers og Lorenz Hart geta ţá veriđ međ líka.
Í annađ sćti setur hann John Lennon, Bob Dylan, Bob Marley og Stephen Soundheim. Hann telur ekki fráleitt ađ sjálfur megi hann vera međ í öđru sćtinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
7.8.2021 | 06:15
Dónalega fólkiđ
Örlög beggja voru ráđin ţegar prúđi unglingurinn í Liverpool á Englandi, Paul McCartney, kynnti sig fyrir bćjarvillingnum, John Lennon. Eftir ţađ heimsóttu ţeir hvorn annan á hverjum degi. Ýmist til ađ syngja og spila saman uppáhaldslög eđa semja sína eigin söngva eđa hlusta á nýjar rokkplötur.
Ţegar John gekk til og frá heimili Pauls fór hann framhjá hópi fólks sem stóđ úti í garđi. Í hvert einasta skipti í öllum veđrum. Hann kastađi ćtíđ á ţađ kveđju. Fólkiđ var svo dónalegt ađ endurgjalda hana aldrei.
John sagđi Paul frá ţessu dónalega fólki. Hann varđ forvitinn. Stormađi međ John ađ fólkinu. Kom ţá í ljós ađ ţetta var garđskreyting sem sýndi fćđingu Jesúbarnsins. Fólkiđ var Jósef smiđur, María mey og vitfirringarnir ţrír frá Austurlöndum.
Misskilningurinn lá í ţví ađ John var afar sjóndapur. Mun sjóndaprari en hann gerđi sér sjálfur grein fyrir. Hann var í afneitun. Hélt ađ allir ađrir hefđu samskonar sjón. Hann sá allt í ţoku en hafđi engan áhuga á gleraugum. Ekki fyrr en mörgum árum síđar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
29.7.2021 | 00:06
Illa fariđ međ börn
Sumt fólk kemur illa fram viđ börn. Stundum svo undrum sćtir. Ţađ fengu sjö tólf ára stelpur ađ sannreyna er ţćr brugđu sér af bć og hugđust horfa saman á kvikmynd, Hungurgeimana, í ţar til gerđum bíósal.
Stelpurnar voru ekki búnar ađ sitja lengi undir myndinni er hávćrt sírenuvćl frá nokkrum lögreglubílum truflađi skemmtunina. Ţetta var í Austur-Sussex í Englandi. Laganna verđir stormuđu inn gráir fyrir járnum. Ţeir smöluđu stelpunum út á hlađ og sökuđu ţćr um ađ brjóta höfundarrétt. Ţćr vćru ađ taka myndina upp á síma og iPoda. Skođun á tćkjum stelpnanna sannađi sakleysi ţeirra. Ţar var ekkert höfundarvariđ efni ađ finna. Ţrjár stelpnanna voru ekki einu sinni međ síma eđa ađrar grćjur til ađ taka neitt upp.
Fyrir utan hímdu stelpurnar í grenjandi rigningu og skulfu úr kulda bađađar í bláum blikkljósum. Fjórar ţeirra fengu taugaáfall hágrátandi og ţurftu ađ kalla á foreldra til ađ ferja sig heim. Lögreglan meinađi stelpunum ađ halda hópinn. Ţeim var haldiđ ađgreindum. Ein stúlkan sagđi móđur sinni síđar ađ hún hafi veriđ svo hrćdd ađ henni hafi veriđ ómögulegt ađ gráta. Hún var bara í losti. Ţćr höfđu enga reynslu af samskiptum viđ lögregluna.
Eigendur kvikmyndahússins hafna sök. Vísa alfariđ á lögregluna. Segja ađ í kjölfar símtals viđ hana hafi hún boriđ alla ábyrgđ á framvindunni. Endurgreiđslu á miđum er hafnađ. Nýjum miđum er hafnađ. Stelpurnar eyddu um 20 ţúsund kalli í kaup á miđum, poppkorni, gosdrykkjum og fleiru. En ţćr hafa ekki ennţá séđ myndina. Hvorki í kvikmyndahúsi né á netinu. Lögreglan hefur beđist afsökunar.
Góđu fréttirnar eru ađ svona gerist ekki á Íslandi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
4.7.2021 | 05:32
Hver er uppáhalds Bítlaplatan?
Hér til vinstri á bloggsíđunni hef ég stillt upp nýrri skođanakönnun. Hún mun standa ţangađ til 1000 atkvćđi hafa skilađ sér í hús. Reynslan hefur ţó kennt ađ línur skýrast strax međ fyrstu 100 - 200 atkvćđum. Samt. 1000 atkvćđi eru trúverđugri.
Varast ber ađ taka svona skođanakönnun of hátíđlega. Ţetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvćmisleikur. Úrslitin mćla ekki smekk ţverskurđar af ţjóđfélaginu. Ţau túlka einungis smekk lesenda bloggsíđunnar. Ţeir eru ađ uppistöđu til karlmenn komnir af léttasta skeiđi og nokkrar konur á sama aldri.
Takiđ endilega ţátt í könnuninni. Spurt er um uppáhalds Bítlaplötu. Ekki bestu Bítlaplötu. Á ţessu er munur. Pavarotti er betri söngvari en Megas. Megas er skemmtilegri.
16.6.2021 | 21:32
Afi hótar bónda
Afi var mikill flakkari. Alveg til dauđadags. Hann lét gönguerfiđleika ekki aftra sér. Vegna brjóskeyđingar í mjöđmum var hann skakkur og skćldur; gat ekki rétt úr sér og staulađist áfram međ tvo stafi. Hann var seigur ađ snapa far, hvort heldur sem var til og frá Sauđárkróki, Svarfađardal, Reykjavík eđa eitthvert annađ.
Ţegar ég var 7 eđa 8 ára var ég í fámennum barnaskóla í Hjaltadal. Skólastofan var rúmgóđ stofa á bóndabć. Ţađ hentađi afa. Hann fékk far međ mjólkurbílnum frá Sauđárkróki til skólans. Ţađan fékk hann far međ skólabílnum heim í Hrafnhól. Ţar bjuggum viđ.
Eitt sinn í lok skóladags stóđum viđ krakkarnir og afi úti á hlađi og biđum eftir bílnum. Skyndilega birtist bóndinn á bćnum, gekk ađ eldri bróđur mínum og sakađi hann um ađ hafa brotiđ rúđu. Strákur neitađi sök. Bóndinn greip um hálsmál hans, felldi hann á bakiđ, settist yfir honum međ hnefa á lofti. Hótađi ađ berja úr honum játningu. Afi brá viđ skjótt; hóf annan staf sinn á loft og hrópađi: "Slepptu drengnum eđa ég lćt stafinn vađa af fullu afli í hausinn á ţér!"
Bóndanum brá. Hann ţaut eins og eldibrandur inn í hús. Lengi á eftir hćldi afi sér af ţví viđ hvern sem heyra vildi hvađ bóndinn varđ hrćddur viđ hann. Bćtti svo viđ: "Verst hvađ kvikindiđ var snöggt ađ flýja. Ég hefđi vilja dúndra í hausinn á honum!"
Spil og leikir | Breytt 17.6.2021 kl. 11:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)