9.1.2010 | 16:24
Undarleg uppákoma í matvöruverslun
Ég átti erindi í matvöruverslun. Þar er á boðstólum brauðmeti í sjálfsafgreiðslu. Kleinur, snúðar og fleira er í aðgreindum plasthólfum. Viðskiptavinurinn tekur sér töng í hönd og setur í poka brauðið sem hugurinn girnist. Er ég geng framhjá brauðrekkanum sé ég út undan mér hvar háaldraður maður fer með krumluna í eina skúffuna, brýtur þar vænan bút af kleinu og stingur upp í sig.
Þetta þótti mér furðulegt og segi hvasst við karlinn: "Hvurn djöfulinn ertu að gera, maður?"
Karlinn hrökk við og sagði afsakandi: "Ég átti að vera í kökuveislu hjá frænku minni á Selfossi núna. En komst ekki því bíllinn fór ekki í gang."
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Spaugilegt, Spil og leikir, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 7
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 1432
- Frá upphafi: 4118999
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1097
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Og þú aðstoðaðir hann við að koma bílnum hans í gang? og hann gaf þér hinn helminginn af kleinunni?
Gleðilegt át, ár...
Þórður J. (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 16:49
Af því við erum æringjar þegar svo ber undir,skal ég segja þér eina kleinu- sögu. Systir mín hafði bakað fullan stamp af kleinum, ungur sonur hennar gekk rösklega í að gæða sér á þeim enda eins og það á að vera.Hún ´átti svo leið í eldhúsið þar sem bakkelsið var,sér að strákur,er búinn að búta þær niður.Hann borðaði bara endana,skildi miðjuna eftir á öllum,það var ekkert smáhaugur. Hún býsnaðist og spurði hvað þetta ætti að þýða.Sá stutti svaraði ;Ég vil ekki klofið á kleinunum; Þurftum að hlægja í "kafi". .Börn eru alltaf að koma manni á óvart,með uppatækjum sínum.
Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2010 kl. 18:44
Kleinan á myndinni er ekki eins skemmtileg og thaer kleinur sem fólk sem ég thekki bakar. Thad er meiri snúningur á theim kleinum. Thessi kleina á myndinni minnir á lítid sodidbraud med "klofi".
Thú átt ekki ad aepa á gamalmenni, Gud. Annars hef ég tekid eftir thví ad thetta er sport hjá gamlingjum ad narta í umbúdarlausar matvörur í matvöruverslunum. Sérstaklega thegar allskonar ber eru á bodstólnum...thá eiga gamlingjarnir til ad háma í sig óspart. (óspart er ekki í ordabókinni...ekki heldur ordid jugga)
Gjagg (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 19:33
Þórður, nei, þannig varð ekki framvindan þó skemmtilegt hefði verið. Ég kann ekki að gera við bíla. Kann ekki einu sinni að skipta um dekk.
Það sem gerðist var að sá gamli forðaði sér með hraði úr minni augsýn. Hann var mjög skömmustulegur. Ég held að hann hafi jafnvel yfirgefið búðina. Að minnsta kosti varð ég ekki meira var við hann.
Ég veit ekki hvað kallinn var að pæla. Kannski hélt hann að enginn sæi að hann var að stela sér kleinubita.
Jens Guð, 9.1.2010 kl. 23:13
Helga, takk fyrir þessa skemmtilegu sögu. Um daginn las ég í Skessuhorni viðtal við konu á Akranesi. Sú sagði bróðir sinn, búsettan í næstu götu, svo þefnæman varðandi kleinur að þegar hún bakaði kleinur bregðist aldrei að bróðirinn skjóti upp kollinum. Nema í eitt skipti. Þá bólaði ekkert á honum.
Konan varð svo undrandi að hún hringdi í bróðir sinn. Þá kom í ljós að hann var staddur utan bæjar.
Jens Guð, 9.1.2010 kl. 23:18
Gjagg, þú segir mér tíðindi af kleinum. Ég þekki engan mun á kleinum Held að ég hafi ekki bragðað á kleinu í áratugi.
Það hljóp galsi í mig þegar ég sá þann gamla laumast í kleinubita. Mér þótti framferði hans ósvífið og langaði til að gera honum bylt við. Sem tókst vel.
Einn kunningi minn fer alltaf á beit í vínberjarekka matvörubúða þegar hann kaupir inn. Ég hef stundum orðið honum samferða. Það er eins og hann geri þetta hugsunarlaust. Gúffar í sig vínberjunum á meðan hann spjallar við mann. Ég hef oft séð fleira fólk sleppa sér lausu í vínberin í matvöruverslunum.
Þekking mín á vínberjum er lítil. Kannski þola þau ekki að vera í lokuðum umbúðum. Annars væru þau sennilega varin betur.
Jens Guð, 9.1.2010 kl. 23:30
Æ, hvað ég skil kallgreyið, hann hefur verið staddur í huganum í kökuveislu frænku sinnar. Ég fór einu sinni út að borða í hádeginu með vinnufélögum, maturinn var svolítið seinn á borðið, svo ég "neyddist" til að panta annan bjór svo ég hefði drykk til að skola restinni af pizzunni niður.
Um kaffileitið fór ég út í 10/11 til að kaupa mér síðdegissnarl, en þar sem ég var enn örlítið góðglöð eftir bjórana tvo, þá var ég svolítið utan við mig. Stormaði út úr búðinni með innkaupakörfuna á handleggnum. Gleymdi sum sé að borga. Rankaði við mér í miðju Austurstæði við einkennilegt augnaráð samborgaranna. Steyptist skömmustuleg aftur inn í búð og gerði upp "ránið". Hér eftir læt ég einn eða engan bjór duga ef ég fer út að borða í hádeginu. Svo ég verði mér ekki til skammar í verslunarferðum framvegis.
Hjóla-Hrönn, 10.1.2010 kl. 15:44
Hann hefur ekki vitað sitt rjúkandi ráð þegar engin var til að þjóna honum til borðs. Ég þekki nokkra svona karla.
Þar sem ég starfa eru seldar meðal annars snyrtivörur. Það líður varla sá dagur að einhver frökenin opni ekki einhverja vöruna, og taki innsiglið með því af, og reki hana uppí nefið á sér og /eða prófi á sér á einhvern hátt. Svo er vörunni bara skilað aftur og hún auðvitað óseljanleg með öllu. Þetta finnst þeim bara alveg sjálfsagt en mundu auðvitað aldrei kaupa opnaða snyrtivöru sem einhver annar er búin að prófa. Kannski getur verið að þær yngri geri sér ekki alveg grein fyrir hvað þær gjöra og ekki að undra þar sem þetta er oft framkvæmt af mæðrum sem eru í verslun minni ásamt ungum stúlkum sínum. Svo leikur unginn sem móðirin.
Halla Rut , 10.1.2010 kl. 19:06
Hjóla-Hrönn, þetta er alveg til í dæminu: Að kallinum hafi verið hugsað til kökuveislunnar er hann gekk framhjá ilmandi bakkelsinsu og komist í kökuveislustemmningu.
Ég kannast sjálfur við að hafa oftar en einu sinni gengið utan við mig út af veitingahúsi án þess að borga. Ég tek þó fram að í þeim tilfellum hef ég snúið degi síðar aftur, gert upp og beðist afsökunar ásamt því að útskýra að ekki var um viljaverk að ræða. Því hefur ætíð verið vel tekið.
Tengdamóðir mín heitin lenti hinsvegar í því að gleyma eitt sinn að borga á kaffihúsi sem hún hafði oft heimsótt. Hún varð svo miður sín eftir að hún áttaði sig á þessu heimkomin að eftir þetta fór hún aldrei á kaffihúsið. Hún skammaðist sín of mikið til að mæta þangað aftur og játa yfirsjónina.
Jens Guð, 11.1.2010 kl. 00:44
Halla Rut, þetta þykir mér alveg furðulegt. Konurnar hljóta að gera sér grein fyrir því að þær séu að eyðileggja vöruna. Þetta er bara frekja og ósvífið tillitsleysi. Nákvæmlega af sama "kalíber" og þegar gamli maðurinn braut sér bita af kleinunni.
Jens Guð, 11.1.2010 kl. 00:48
hahahahahha já var hann þar kallanginn þegar hann átti að vera hjá mér........
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2010 kl. 16:18
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 11.1.2010 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.