Hanna Birna tekur "Árna Johnsen" á þetta

  hanna-birna

  Fyrir nokkrum árum spurði fréttamaður RÚV háttvirtan alþingismann,  Árna Johnsen,  um kantsteina sem Þjóðleikhúsið hafði greitt fyrir en ekki skilað sér þangað.  Árni sagði steinana vera á brettum úti í bæ.  Þegar fastar var gengið á Árna viðurkenndi hann hægt og bítandi að steinarnir væru niðurkomnir í kartöflugörðunum heima hjá honum sjálfum.  Fréttamaðurinn sakaði Árna um að hafa skrökvað að sér í upphafi viðtalsins.  Þá hrökk þetta gullkorn upp úr Árna:

  "Ég sagði ekki beinlínis ósatt heldur sagði ég ekki allan sannleikann."

  Hanna Birna,  nýjasti borgarstjóri Reykjavíkur,  viðhefur sömu vinnubrögð.  Fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur,  Ólafur F.  Magnússon,  óskaði eftir upplýsingum um utanlandsflandur Hönnu Birnu á kostnað borgarbúa.  Hanna Birna lagði fram upplýsingar um 6 ferðir upp á 800 þúsund króna heildarkostnað.

  Ólafur taldi sig þekkja vinnubrögð Hönnu Birnu og hafði grun um að hún væri ekki að segja allan sannleikann.  Hún hefði farið í fleiri utanlandsferðir.  Nú hefur Ólafi tekist að grafa upp eina af þeim ferðum.  Það var ferð sem Hanna Birna fór til Feneyja.  Sú ferð kostaði borgarbúa 340 þúsund.

  Til gamans má geta að í borgarstjóratíð sinni fór Ólafur F.  aðeins í eina utanlandsferð.  Það var ódýr boðsferð til Færeyja.

  Á borgarstjórnarfundi kl. 14 í dag flytur Ólafur F.  vantraust á Hönnu Birnu.  Fundinum verður útvarpað á fm 98,3 og á www.reykjavik.is.  Sjá ennfremur heilsíðuauglýsingu á bls. 7 í Fréttablaðinu í dag.

  Á ljósmyndinni efst er Hanna Birna þessi til hægri.  Hin manneskjan heitir Óskar Bergsson.  Sá fékk háðuglega útreið í prófkjöri framsóknarmanna á dögunum.  Var hafnað svo glæsilega að lengi verður í minnum haft.

  Næsta víst er að fundurinn verði fjörlegur og í anda myndbandsins sem þessi færsla er tengd við. 


mbl.is Slagsmálaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólafur spyr óþægilegra spurninga fyrir samtryggingarstjórnmálamennina

Sigurður Þórðarson, 19.1.2010 kl. 13:34

2 identicon

Ólafur skaðar sjálfan sig í hvert sinn sem hann opnar munninn. Þetta er mannlegur harmleikur. Því miður.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 16:23

3 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  Ólafur F.  er bráðskemmtilegur og málefnalegur á fundinum.  Ég er að hlusta á hann í útvarpinu núna.

Jens Guð, 19.1.2010 kl. 17:44

4 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  hann fer þvílíkt á kostum núna á fundinum.  Algjör stjörnuleikur.  Ef kosið yrði á morgun myndi hann ná fjölda manns með sér inn í borgarstjórn.

Jens Guð, 19.1.2010 kl. 17:46

5 identicon

Því miður varð þessi ágæti maður sér enn einu sinni til háborinnar skammar. Ég þekki Ólaf frá fyrri tíð, við erum félagar í sama félagi og leiðir okkar hafa legið saman nokkrum sinnum þar. Mér líkaði ágætlega við kallinn í eina tíð, en það var ljóst að á ákveðnum tímapungti gjör breyttist maðurinn. Ég vorkenni þessum félaga mínum í dag, og ég er ekki viss um að hvorki ég né þú gerir honum gott með skrifum um hann.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 17:53

6 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég þekki Ólaf ekki frá fyrri tíð.  Ég kynntist honum ekki fyrr en fyrir tveimur árum.  Þetta er heiðarlegur og vandaður maður.  Það hefur verið gaman að fylgjast með honum.

Jens Guð, 19.1.2010 kl. 19:09

7 identicon

Ólafi hefur tekist að selja ímynd sína sem heiðarlegs manns til sumra sem ekki hafa þekkt Ólaf. Ég hef þekkt Ólaf áratugum saman og skrifa ekki undir það að hann sé eitthvað sérstaklega heiðarlegur, frekar þvert á móti fynnst mér hann alla tíð verið freka óheiðarlegur. Ég veit ekki betur en að t.d. núna sé búið að kæra hann fyrir fjárdrátt. Misti hann ekki konuna vegna þess að hann var að fikta í annari konu?

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 01:03

8 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Vandaðir menn  eins og þú skrifar eiga ekki heima í Islenskri pólitik,því miður.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 20.1.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband