Ósvífið svindl

málverk1

  Sjö ára breskur gutti er að mokselja málverk fyrir háar upphæðir.  Ég nam myndlist í fjögur ár við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í eitt ár við Myndlistaskóla Reykjavíkur.  Ég hef kennt sjö ára börnum og eldri myndlist.  Það stenst ekki að þessi drengur hafi svona gott vald á fjarvídd,  mynduppbyggingu,  litameðferð, sé búinn að koma sér upp þetta sterkum stíl og sé jafnvígur í að mála landslag,  skýjafar og hús.  Myndir hans eru að vísu engin meiriháttar listaverk.  En of pottþétt til að möguleiki sé á að sjö ára drengur afgreiði þessi verk einn síns liðs.  Ekki einu sinni þó hann væri sjö ára stelpa. 

  Hér er um svindl að ræða.  Foreldrar hans eru klárlega að hlaupa undir bagga.  Þetta svindl mun komast upp þó síðar verði.  Ég er ekki að mæla með að strákurinn verði hýddur.  En kannski foreldrana...

málverk2málverk3 


mbl.is Lítill listmálari vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þetta er því eiguleg færsla, Jens.

En það sem stakk mig mest er hvernig hann teiknar fólk. Mér þykir ákaflega undarlegt að drengur á hans aldri teikni fólk eins og hann er sagður gera og þar að auki, ennþá frekar, eftir viðtalið sem átt var við hann.

Þessi strákur málaði þetta varla....strax sem ég hugsaði.

Er ekki bara pabbi hans að láta gamlan draum rætast?

Halla Rut , 27.1.2010 kl. 02:33

2 identicon

Sæll Jens

 Teiknar hann fyrst mynd og málar svo inn í teikninguna? Eða ...?

Bestu kveðjur,

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnst þú kaldur að fullyrða að hér sé um svindl að ræða.  Drengurinn er væntanlega í myndlist í skólanum og hefði hann ekki þá hæfileika sem nú eru orðnir heimsfrægir, færi það ekkert á milli mála.  Þá væntanlega væri skólinn búinn að gera athugasemd.  Ég mun allavega trúa því að hann sé snillingur nema annað verði sannað.

Anna Einarsdóttir, 27.1.2010 kl. 14:08

4 Smámynd: Jens Guð

  Halla Rut,  ég hef ekki séð andlitsmyndir drengsins.  En hinar myndirnar sem ég hef séð benda eindregið til þess að pabbi hans eða mamma séu að láta gamlan draum um að verða listmálarar rætast. 

  Það er gífurlega mikið um svindl í öllum lista- og skemmtiiðnaði heimsins.  Hérlendis höfum við ótal dæmi um fölsuð málverk.  Í músíkbransanum er þetta einnig þekkt.  

Jens Guð, 27.1.2010 kl. 22:33

5 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  í húsamyndunum eru klárlega fyrst teiknaðar útlínur og síðan fyllt upp í.  Í neðstu myndinni hér fyrir ofan er sú aðferð ekki notuð.

Jens Guð, 27.1.2010 kl. 22:36

6 Smámynd: Jens Guð

  Anna,  í teiknitímum 7 ára barna í grunnskóla er kennsluefnið ekkert í ætt við það sem kemur fram á málverkum snáðans.  Ekki einu sinni í humátt að því.   Það get ég fullyrt og líka það að þetta er svindl. 

Jens Guð, 27.1.2010 kl. 22:41

7 identicon

Eg hugsadi nakvaemlega thad sama og thid morg hver herna, en svo for eg a Youtube og thar eru nogu morg video af honum ad teikna og mala, thannig ad thetta hlytur bara ad vera eitthvert malara child prodigy.

Nonni (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:19

8 identicon

ÆÆ.Æ ! Hvað mér finnst þetta dapurlegt. Fólk kemur með ásakanir á annað fólk um svindl, og færir ekki fram nein gögn til sönnunar á því að svo sé. Aðeins getgátur, (og e.t.v. öfund) Jafnvel maður með fimm ára myndlistarnám að baki. ( ekkert er sagt um hæfni hans, efalaust löngu orðinn landsfrægur fyrir list sína.), sem af lítillæti sínu fórnar sér til að kenna sjö ára börnum og eldri myndlist.

Hann virðist aldrei hafa heyrt um að fram hafi komið nein svokölluð undrabörn, á nánast öllum sviðum listar. Tónlistar, málaralistar, rithöfundalistar, svo fátt eitt sé nefnt.

Þó svo að þessum aðila sem uppkveður svo harðan dóm, hafi e.t.v. ekki verið gefnir þessir eiginleikar í vöggu gjöf, í svo ríkum mæli sem þessum dreng. Þá hefur hann engann rétt til þess hér og nú að kveða upp svo harðan og svívirðilegan dóm um drenginn og foreldra hans.

Nei við skulum bíða og sjá, áður en við dæmum. Eitt virðist þó, sem við getum verið sammála um, þetta eru stórkostleg listaverk miðað við aldur málarans.

Vonum bara að svo sé þar til annað kemur í ljós.

Jón Aðalbjörn Bjarnson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:31

9 Smámynd: Jens Guð

  Nonni,  ég fletti upp öllum myndböndum sem ég fann á youtube af dregnum.  Þau sannfæra mig enn frekar um að þarna sé um svindl að ræða.  Ekki eitt einasta myndband sýnir meinta hæfileika kauða.  Þess í stað sést drengurinn ítrekað bleyta í penslinum og dekkja áður málaða afmarkaða fleti í bland við að skerpa á áður teiknuðum útlínum.

  Myndböndin virðast flest ef ekki öll vera unnin af einum og sama aðila.  Sömu skotin flæða yfir þau.  Viðtal við foreldra og eiganda gallerísins sem selur málverkin.

  Ef þetta væri ekki svindl myndu myndböndin sýna strákinn mála verk frá grunni til enda,  teiknikennarinn hans myndi votta hæfileika hans, óháðir listfræðingar fylgjast með vinnubrögðum guttans og svo framvegis.

Jens Guð, 28.1.2010 kl. 14:16

10 Smámynd: Jens Guð

  Jón Aðalbjörn,  í hvaða undrabörn í málaralist ertu að vitna til?

  Sjá síðan "komment" #9.  

Jens Guð, 28.1.2010 kl. 14:19

11 identicon

ööömmm... eigum við kannski að nefna Picasso...  Veit ekki betur en að hann hafi málað portrettmyndir um fermingu sem fáir gætu leikið eftir.. þú vilt kannski meina að hann hafi ekki verið undrabarn... eða hvað..

Þú ert svolítið dómharður fyrirfram... eigum við ekki að sjá hverju fram vindur áður en við förum að dæma fólk sem svindlara ??

Elísabet (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 08:35

12 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þetta lyktar eithvað skondið

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.1.2010 kl. 12:35

13 Smámynd: Jens Guð

  Elísabet,  himinn og haf skilja á milli myndlistarnæmni 7 ára gutta annarsvegar og manns á þeim aldri sem á fermingardegi telst vera kominn í tölu fullorðinna.  Þetta er álíka fráleitt og leggja að jöfnu nýbura og barn sem er farið að tala og ganga.

  Þar fyrir utan:  Pabbi Picasso(s) var atvinnumálari og myndlistakennari.  Pabbi hans kunni og gat skólað fermingardrenginn.  Það var aldrei neitt leyndarmál og allt uppi á borðum.

  Sannaðu til:  7 ára guttinn verður afhjúpaður eins og drengurinn sem átti að hafa flækst með loftbelg á dögunum.  Þetta er borðliggjandi.  Og í báðum tilfellum háar fjárupphæðir í húfi.  Peningar telja.  Margur verður af aurum api... Og það allt. 

Jens Guð, 30.1.2010 kl. 00:49

14 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  þetta er skondið svindl.  En svo sem ekki verra en þegar Lára miðill fór á sínum tíma mikinn með útfrymi.

Jens Guð, 30.1.2010 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband