Bílar framtíðarinnar

smart bíll

  Þrátt fyrir tímabundna verðlækkun á olíu af og til hækkar hún og hækkar í verði til lengri tíma litið.  Bílaframleiðendur eru hver á fætur öðrum farnir að laga sig að kröfum markaðarins.  Bílarnir eru að færast hratt í það form sem kallast "smart":  Sparneytnir, litlir og liprir í stórborgarumferð þar sem stöðugt erfiðara er að finna laus bílastæði. 

  Hér eru nokkrar tegundir sem verið er að kynna á markað næstu ára.  Fyrst er það Smorvette: 

smart - smorvette

Smaudi A3 AWD:

smart - smaudi A3 AWD

Smamboghini:

smart - smamborghini

 Smerrari:

smart - smerrari

 Smorche:

smart - smorsche

 Smustang:

smart - smustang

 Þessi ferðamáti er að verða æ sjaldgæfari í Reykjavík og víðar.  Mun algengara er að einungis ein einangruð manneskja sé í hverjum bíl.

vörubíll hlaðinn fólki


mbl.is Olía lækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flottar myndir af eldgömlum bílhræjum Jens Guð. Bílar framtíðarinnar verða rafmgnsbílar. Nú keyra Asíubúar, sem eru alltaf langt á undan moldarkofa hugsanahætti Evrópubúa, á skellinöðrum í milljónatali sem eru drifin með rafmagni...allir þessir bílar hér að ofan myndu lenda á þjómynjasafni á stórum svæðum í Asíu. Svo selja þeir til evrópu gamaldags bensínbíla...ég á engan bíl. Ekki einu sinni hjól...

Óskar Arnórsson, 29.1.2010 kl. 15:43

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með þér Nafni..

Óskar Þorkelsson, 29.1.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Hannes

Skemmtilegt hvernig er búið að smækka bílana í photoshop.

Rafmagnsbílar eru enn of dýrir og rafhlöðurnar eru og þungar til að þeir séu raunverulegur valkostur í dag.

Toyota Prius er verri fyrir umhverfið en Hummer H1 þegar tekið var með í reikninginn mengunin við framleiðslu rafhlaðanna. Mengunin var reiknuð per ekinn km yfir líftíma bílsins.

Hannes, 29.1.2010 kl. 18:15

4 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Mig langar í Smustang. Hann er flottur.

Sveinn Elías Hansson, 29.1.2010 kl. 18:20

5 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég kannast við neðstu myndina. Þarna geysast um allir svertingjar sem til er á Íslandi þegar ferðamálaráð ákvað að sýna og kynna öllum svertingjum á Íslandi landið. Þá var farin hringferð um Ísland. Þessi mynd er tekin á Mýrdalssandi. Skrýtið að þetta hafi ekki komið í fréttum. En hverjum er ekki sama hvort einhverjir svertingjar séu látnir skoða landið.

Siggi Lee Lewis, 29.1.2010 kl. 18:49

6 Smámynd: Jens Guð

  Óskar Arnórsson,  þetta er eflaust að uppistöðu til rétt hjá þér.  Hinsvegar er einhver tregða í Vesturlandabúum að skipta yfir í rafmagnsbíla eða -skellinöðrur.  Í áratugi hef ég heyrt stjórnmálamenn og fleiri,  bæði á Íslandi og viðar,  tala fjálglega um kosti rafökutækja.  Þar liggi framtíðin.  En fátt gerist. 

  Einhverjir hafa haldið því fram að olíufyrirtæki og bílaframleiðendur séu ætíð komin inn á gafl þar sem þróa á ódýr rafökutæki.  Eftir það þróast þessi mál með hraða snigilsins.

Jens Guð, 29.1.2010 kl. 23:27

7 Smámynd: Jens Guð

  Óskar Þorkelsson,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 29.1.2010 kl. 23:27

8 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  takk fyrir þennan fróðleik. 

Jens Guð, 29.1.2010 kl. 23:53

9 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn Elías,  hann er óþreytandi.  Virkar alltaf.

Jens Guð, 29.1.2010 kl. 23:54

10 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  þetta kom ekki í fréttum vegna þess að það er ekki fréttnæmt að svertingjum sé sýnt landið.  Fremur en öðrum.

Jens Guð, 29.1.2010 kl. 23:56

11 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég var að panta pizzu frá Dominos. 1 pizza með nokkrum áleggstegundum og hvítlauksolíu, ekkert gos og engar brauðstangir. 3490-

Það er gott að búa í Kópavogi.

Siggi Lee Lewis, 30.1.2010 kl. 00:19

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ekki veit ég hvernig þróun rafmagnsbíla verður í framtíðinni, en væntanlega verður þetta einn af þeim kostum sem okkur mun bjóðast í framtíðinni. En mig langar út af þessu sem Hannes nefnir, að benda á grein, þar sem þessi mýta um að Hummer sé umhverfisvænni en Prius er skoðuð. Hér er greinin; Prius Versus Hummer: Exploding the Myth

Í henni segir m.a. eftirfarandi:

David Friedman, research director of the Clean Vehicles Program at the Union of Concerned Scientists, thinks that CNW’s results and apparent methodology bring red flags. “This study has been completely contradicted by studies from MIT, Argonne National Labs and Carnegie Mellon’s Lifecycle Assessment Group. The reality is hybrids can significantly cut global warming pollution, reduce energy use, and save drivers thousands at the pump,” commented Friedman.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.1.2010 kl. 00:25

13 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  ekki dreg ég í efa að gott sé að búa í Kópavogi.  En síðast þegar ég vissi bjóst þú í Hafnarfirði.

Jens Guð, 30.1.2010 kl. 00:51

14 Smámynd: Jens Guð

  Svatli,  takk fyrir þennan fróðleik.  Sjálfur veit ég ekki neitt um þetta.

Jens Guð, 30.1.2010 kl. 00:52

15 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það er sama númer fyrir Kóvaog og Hafnarfjörð. 58-12345

Siggi Lee Lewis, 30.1.2010 kl. 01:12

16 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  þú átt við Domino´s flatbökur.  Það er sama númer um allt land.  Að minnsta kosti um allt höfuðborgarsvæðið.

Jens Guð, 30.1.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.