Ragnheiður Elín Clausen ofsótt á Fésbók

  Ragnheiður Elín Clausen er þekkt sem þula í sjónvarpinu.  Hún er jafnframt virk á Fésbók.  Tekur þar þátt í fjörlegri umræðu um stjórnmál og fleiri dægurefni.  Í gær varð hún fyrir því að nýr Fésbókarvinur hennar fór að haga sér einkennilega.  Meðal annars sakaði hann Ragnheiði að vera ekki sú manneskja sem hann taldi hana vera.  Svo færði hann sig upp á skaptið og endaði með því að hóta henni morði.  Hann skráði sig inn sem Ólaf Kristján, gaf upp fæðingarárið 1970 og á ljósmynd sem fylgdi skráningu hans var hann ljóshærður.   Hann hefur núna skráð sig út af Fésbók.  

 Hér er viðtal við Ragnheiði vegna þessa: http://dagskra.ruv.is/ras2/4519053/2010/02/03/1/

ragnheidur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er ótrúleg þessi fésbók, en þar hef ég aldrei verið, nema um daginn voru einhverjir sem skráðu mig á fésbókina með mynd og alles... meira að segja bloggmyndina mína með :)

Það er ljóst að það voru ekki einstaklingar sem vildu mér vel... líklega einhverjir sem vildu koma mér í vandræði til að ég hætti að gagnrýna sveitarstjórnarmál í minni heimabyggð :)

En líflátshótanir... úff hvað er í gangi !

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 02:55

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það á ekki af henni Ragnheiði minni Clausen að ganga. Getur þú ekki gert eitthvað í þessu Jens Guð ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.2.2010 kl. 06:23

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvert var tilefnið?  Er hún eitthvað kontróversíal þarna á bókinni?  Nenni ekki að hlusta á svona jarm, en þtti gaman að vita hvað það er í hennar fari, sem kallar fram svona framkomu. Varla hefur hún verið að tala um veðrið?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.2.2010 kl. 12:24

4 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur,  ég tók eftir því í fyrra að fjöldi vina minna sem voru hér á blogginu færðu sig hver á fætur öðrum á Fésbók.  Þeir voru ánægðir með þann vettvang.  Ég skráði mig þá líka á Fésbók.  Og komst að því að þar er gaman.  Allt í einu fylgist maður daglega með ættingjum og vinum.

Jens Guð, 4.2.2010 kl. 13:19

5 Smámynd: Jens Guð

  Hildur Helga,  ég hvatti hana til að kæra manninn umsvifalaust til lögreglu.  Meira gat ég ekki gert.

Jens Guð, 4.2.2010 kl. 13:20

6 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  ég merki ekkert í fari hennar sem gefur ástæðu til svona framkomu.  Ragnheiður er ósköp ljúf og kurteis.  Mér dettur helst í hug að þetta tengist því að hún var þekkt andlit í sjónvarpinu.  Þá á ég við að veiklundaður sjónvarpsáhorfandi sem hefur sama andlit fyrir augum daglega í mörg ár upplifir kannski einhver ímynduð tengsl við viðkomandi.  Mér svona dettur það í hug.    

Jens Guð, 4.2.2010 kl. 13:25

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fésbókin sprettur upp af þörf fyrir að bæta það upp sem svokölluð þægindi tækninnar áttu að færa okkur, sem sé meiri tíma.

Þetta hefur í flestum tilfellum virkað öfugt. Nú hefur enginn tíma til að sinna því sem er þeim næst, en það eru ættingjar og nánir vinir.

Fésbókin bætir úr þessu að hluta en áfram lifir sú staðreynd að ekkert jafnast á við bein persónuleg samskipti.

Galli Fésbókarinnar felst einmitt í fyrirbrigði eins og þessari ljótu árás á Ragnheiði Elínu sem ég þekki ekki af öðru en góðum kynnum og ljúfmennsku.

Ómar Ragnarsson, 4.2.2010 kl. 14:59

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo þessi vesalings einstaklingur hefur þá bara tekið það upp hjá sjálfum sér að hóta henni limlestingum fyrir miskilin persónuleg tengsl við hana.  Ef slíkt hefur bara verið upp úr þurru og án tilefnis, þá er þessi einstaklingur bara eitthvað lasinn og á bágt og því alger óþarfi að blása upp einhverja svona meðaumkunargreinar.  Fatta raunar ekki pointið í þessu hjá þér. Raunar alveg pointless að vekja athygli á þessu, ef þú spyrð mig, ef ekkert fylgir sögunni nema að hún sé svo vammlaus og yndæl og fræg.

Þekki manneskjuna ekkert, en finnst einhver stjörnurófubragur á svona tjáningu.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.2.2010 kl. 17:46

9 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  það er rétt að tölvutæknin,  þar með talin Fésbókin,  hefur á einhvern hátt dregið úr persónulegum samskiptum.  Fólk sem áður talaðist við í síma eða kíkti í kaffi lætur sér nú nægja að fletta upp á Fésbók viðkomandi til að sjá hvað verið er að gera.

  Kunningi minn,  auglýsingahönnuður sem er einyrki,  sagði mér að hann sé nánast hættur að hitta fólk og starfið orðið einmanalegt.  Áður komu viðskiptavinir á stofuna til hans með texta,  myndir og fleiri gögn sem hann púslaði síðan saman í auglýsingu,  bækling eða annað form.  Að því loknu kom viðskiptavinurinn aftur til að sjá útkomuna.  Þessu næst var farið með verkið í prentsmiðju eða filmugerð.  

  Nú fara öll samskipti hinsvegar fram í gegnum tölvuna.  Viðskiptavinurinn sendir texta og myndir í tölvupósti,  auglýsingahönnuðurinn sendir til baka afraksturinn eftir að Þessu hefur verið púslað saman.  Svo er verkið sent í tölvupósti til prentsmiðjunnar. 

Jens Guð, 4.2.2010 kl. 19:18

10 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  ég fylgdist með atburðarásinni "í beinni".  Það var bæði skrýtið og óhugnanlegt.  Að vísu voru sum skeyti mannsins send í einkapósti til Ragnheiðar en hún leitaði ráða á "vegg" sínum um það hvernig rétt væri að bregðast við.  Náunginn gjammaði líka á "vegg" hennar.

  Það sætir tíðindum þegar einhverjum er hótað morði.  Og það af ókunnugri manneskju og án sérstaks aðdraganda.  Þetta er alvarlegt og óhugnanlegt sakamál.  Það skiptir ekki öllu máli hvort sú sem fyrir þessu varð er þekkt úr sjónvarpinu eða hvort um væri að ræða óþekkta manneskju,  til að mynda bloggara eins og þig eða mig.  Nema svo virtist sem náunginn hafi verið búinn að gera sér tiltekna hugmynd um Ragnheiði.  Áreiðanlega út frá starfi hennar sem sjónvarpsþulu.

  Þetta atvik vekur líka til umhugsunar og er áminning um að veikir einstaklingar eru á sveimi í netheimum.  Líka á Fésbókinni.  Það er full ástæða fyrir netverja að hafa vara á sér og brýna fyrir börnum og unglingum að vera sérstaklega vel á verði.

Jens Guð, 4.2.2010 kl. 19:40

11 Smámynd: Jens Guð

  Ég gleymdi að geta þess sem skiptir ekki minnstu máli:  Ef náunginn gaf upp rétt nafn,  fæðingarár og merkti sig með ljósmynd af sjálfum sér er full ástæða til að vekja athygli á hegðun hans.  Vitneskja um hann getur forðað einhverjum frá vandræðum af hans hálfu.

Jens Guð, 4.2.2010 kl. 19:46

12 Smámynd: Ómar Ingi

Jensi þú Grasar þetta bara

Ómar Ingi, 4.2.2010 kl. 21:20

13 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  hvað þýðir að "grasa"?

Jens Guð, 4.2.2010 kl. 21:48

14 Smámynd: Ómar Ingi

Þú ert læknirinn og ættir að vita hvað það er að Grasa

Ómar Ingi, 5.2.2010 kl. 22:02

15 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  þessi titill minn er aulahúmor.  Fyrst þegar ég skráði mig inn á bloggið fyrir tveimur árum og kunni ekkert á það varð mér á að skrá mig inn í fljótfærni sem gervigrasafræðing.  Af því að ég er aulahúmoristi þótti mér sá titill fyndinn.  Hann gefur upp möguleika á að vera plat-grasalæknir eða fróðan um gervigras.  Það virkaði ekki nógu vel þegar fjölmiðlar fóru að vitna í blogg mitt og kalla mig gervigrasafræðing án þess að fatta bullið.  Svo fór ég að fá upphringingar frá fólki sem var að stússa með gervigras og óskaði eftir aðstoð minni við að ganga frá gervigrasi á svalir og í görðum.  Þá breytti ég titlinum í gervigrasalækni.  Þá varð lát á upphringingum,  eins og ég vonaðist til. 

  Af því að ég er bullari þótti mér ekkert fyndið að skrá mig sem skrautskriftarkennara eða heildsala.  En nú fatta ég - þó fattlaus sé - hvað þú átt við.

Jens Guð, 5.2.2010 kl. 22:23

16 Smámynd: Ómar Ingi

hehehehehe

Ómar Ingi, 6.2.2010 kl. 13:58

17 identicon

Elsku Ragnheiður hefur orðið fyrir áreiti eftir samskipti okkar og einhver sjúkur einstaklingur hefur lagt hana í einelti frá þeim tíma.

Þetta áreiti mun ekki líðast lengur og lögum verður breytt til að láta netveitur skrá notkun viðskiptavina þannig það verður hægt að skoða hver ritar nafnlaus ummæli á vefinn.

Þorsteinn Davíðsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband