Bráðfyndin vöruheiti

furðuframleiðsla-pee-cola í Ghana-1

  Það er vandaverk í framleiðsluferli nýrrar vöru að finna henni gott nafn.  Nú þegar heimurinn hefur skroppið saman er ástæða til að passa upp á að nafnið hljómi vel á algengustu tungumálum heims.  Í Ghana er Coca-Cola ekki vinsælasti kóladrykkurinn heldur annar sem heitir upp á ensku Piss-Cola (Pee Cola).  Ferðamenn í Ghana fá sér þó frekar Coca-Cola eða Pepsi.  Enska er opinbera málið í Ghana en máltilfinning Ghanabúa er ekki í öllum tilfellum sú sama og í Bretlandi,  Norður-Ameríku eða Ástralíu.  Pee er nafn á verksmiðjunni sem framleiðir Pee Cola.     

furðuframleiðsla-pork faggots-2

  Umbúðir sumra vara bera þess merki að algengt slangur hefur ekki náð til afskekktra staða.  Enska orðið "faggot" var lengst af notað yfir kjötbollur en á seinni áratugum hefur það verið notað í neikvæðri merkingu yfir homma.  Pakkinn á myndinni inniheldur sennilega 4 svínakjötsbollur þó annað megi lesa út úr merkingunni.

furðuframleiðsla-homo-sausage-3

  Hér er um asískar pylsur að ræða.  Til aðgreiningar frá dýrafóðri eru þær merktar upp á ensku sem "homma-pylsur" en merkingin hefur átt að upplýsa að þær séu fyrir manneskjur = homo (sapiens).

furðuframleiðsla-golden-gaytime-14

  Þetta er ástralskur íspinni sem kallast "Gylltur gleðitími".  Í dag er orðið "gay" aðallega notað yfir samkynhneigða,  samanber "Gay Pride".

furðuframleiðsla-bimbo-samloka-3

  "Bimbó" er slangur yfir heimskar konur.  Orðið "ljóska" hefur reyndar ýtt því til hliðar.  Þarna virðist sem um sé að ræða samloku fyrir heimskar konur.

furðuframleiðsla-drullumall-5

  Það er varla hægt að þýða nafn þessa blandaða sælgætis öðruvísi en "Drullumall". 

furðuframleiðsla-miní-skaufar-6

  Dickmann er sennilega ættarnafn.  Í ensku er "dick" slangur yfir kynfæri karla.  Í íslenskri þýðingu heitir þessi vara "Smá-skaufar".

furðuframleiðsla-happy-crak-7

  Hér er vísað til þess að poppkornið sé brakandi hamingja eða braki hamingjusamlega.  Síðustu áratugi er orðið "krakk" aðallega notað yfir samnefnt eiturlyf.  "Krakk" er líka notað yfir þá sem hafa klikkast.  Þessu er slegið saman þegar talað er um fólk sem hefur steikt í sér heilann vegna dópneyslu.  Þeir eru kallaðir "Krakk-hausar".   Nafn poppkornsins má skilja sem "hamingju-dóp".

furðuframleiðsla-100%-kókaín-8

  Þetta hljómar eins og eitthvað í nefið á Björgúlfi.  "Ferskt 100% kókaín" má lesa út úr merkingunni á þessari ávaxtasafafernu.  Einnig má lesa út úr þessu orðið "cock".  Sjá hér'

furðuframleiðsla-cock-soup-mix-9

  "Cock" er algengast sem slangur yfir typpi.  En þýðir einnig hani.  Það er spurning um hvort átt er við á þessum pakka sem inniheldur súpuduft.  Þetta er jamaísk framleiðsla. 

furðuframleiðsla-stinning-uppstúfur-11

  Þetta er orkudrykkur.  Nafnið þýðir "stinning" eða "holdris" (einnig má segja "upp-stúfur").

furðuframleiðsla-fingur-maríu-12

  "Fingur Maríu"?  Hljómar ekki lystugt.

furðuframleiðsla-fart-13

  Prump á flösku.  Það fer ekki á milli mála.  Varan heitir Prump (Fart).

furðuframleiðsla-megapussi-10

  Hér eru finnskar kartöfluflögur.  Á finnsku þýðir orðið "megapussi" stór poki.  En ekki ofurpíka,  eins og enskumælandi skilja orðið.

 


mbl.is Coca Cola græðir á nýjum mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Mitsubishi Pajero heitir Montero í sumum löndum.Pajero er eittthvað vafasamt orð á spænsku .Muniði eftir VW Bora,hljómað ekkert of vel.

Hörður Halldórsson, 10.2.2010 kl. 13:39

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf gott að kíkja hér

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2010 kl. 13:55

3 identicon

Bimbo eru eins og Myllan.  Gera alls konar brauð, aðalega í Mið- og S-Ameríku.  Hef ekki séð þetta í Evrópu.

Gaupi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 14:30

4 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hee alltaf lærir maður,þetta var sko skemtilegt

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 10.2.2010 kl. 18:33

5 identicon

Finger Marie er Fingraðu Maríu

Elmar (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 20:06

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg vöruheiti sem þú fannst þarna :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2010 kl. 22:47

7 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  ég veit ekki hvort það var Pajero eða einhver annar bíll sem nafnið þýðir á spænsku "alltaf að bila".  Það fylgir sögunni að sá bíll seljist ekkert í spænskumælandi löndum.

  Það má líka brosa að netslóðinni www.suzukibilar.is.  Ég held reyndar að búið sé að taka hana úr umferð.

Jens Guð, 10.2.2010 kl. 22:58

8 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 10.2.2010 kl. 22:59

9 Smámynd: Jens Guð

  Gaupi,  takk fyrir þennan fróðleik.  Ég hef grun um að þeir sem framleiða Bimbó-samlokur hafi haft eitthvað annað í huga en kenna samlokurnar við heimskar konur.

Jens Guð, 10.2.2010 kl. 23:00

10 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  þetta er fræðandi og skemmtilegt.

Jens Guð, 10.2.2010 kl. 23:01

11 Smámynd: Jens Guð

  Elmar,  já,  það má lesa textann þannig.  Ég kunni ekki við að benda á það.  Hinsvegar fylgir sögunni að nafni kexins hafi fljótlega verið breytt í "Marie Finger Biscuits"

Jens Guð, 10.2.2010 kl. 23:06

12 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  takk fyrir það.

Jens Guð, 10.2.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband