15.2.2010 | 18:54
Rappari með hníf, byssu og dopermanhund
Rapparinn Móri virðist taka "wannbe-gangsta" hlutverk sitt full alvarlega. Sem kunnugt er þykir það röppurum í Bandaríkjunum til framdráttar frekar en hitt að brúka byssur og hnífa, dópa og rífa stólpakjaft. Þetta síðastnefnda hefur fylgt íslensku rappsenunni. Þó þannig að það er í raun meira á léttum nótum en alvöru.
Móri er hörundssárari en aðrir í senunni. Hann sker sig einnig frá sem opinskár um sakaferil sinn, dópneyslu og baráttu fyrir því að dópneysla verði lögleg. Ekki þó þannig að fólk verði skyldað til að neyta eiturlyfja heldur verði dópneysla refsilaus.
Á dögunum nefndi rapparinn Blaz Roca, Erpur Eyvindarson, í útvarpsviðtali að hljómsveit sín, Rottweilerhundarnir, hafi komið Móra á framfæri. Móri brást hinn versti við. Sagðist í blaðaviðtali hafa verið byrjaður að rappa á meðan Erpur var í bleyju. Erpur mætti aftur í útvarpsviðtal og fór yfir staðreyndir málsins. Þær voru á þá leið að Móri hafi vissulega byrjað að rappa á undan Rottweilerhundunum. Fáir urðu hinsvegar varir við það. Móri var síðan gestur á plötu Rottweilerhunda. Sú plata seldist í yfir 10 þúsund eintökum og kom Móra á kortið.
Inn í deiluna blönduðust ásakanir Erps um að Móri væri sönnun þess að kannabisreykingar séu skaðlegar.
Í dag ætluðu stjórnendur útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu, Frosti og Máni, að sætta deiluaðila. Þá var það sem Móri mætti með doperman-hund og taser-byssu og reyndi að stinga Erp í andlitið með hnífi. Erpur náði að forða sér en kona Móra réðist einnig á Erp. Erpur kærði atvikið og Móri hefur gefið sig fram við lögregluna. Lokasena atviksins náðist að hluta á öryggismyndavélar. Meira fjörið. Þetta er kolgeggjað. Erpur virðist hafa eitthvað til síns máls um að kannabisneysla sé skaðleg. Ég reyndi að hringja í hann í kvöld en hann svaraði ekki. Enda í nógu að snúast. Hann hefur kært Móra fyrir líkamsárás.
Móri réðist að Erpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Ljóð, Löggæsla | Breytt 17.2.2010 kl. 14:46 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
- Stórmerkileg námstækni
Nýjustu athugasemdir
- Erfiður starfsmaður: Stefán, það stemmir. jensgud 6.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Þegar ég las um þennan erfiða starfsmann fannst mér ég kannast ... Stefán 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Bjarni, góður! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Starfsmaður var ráðin til vinnu og stóð sig þokkalega. Það var ... Bjarni 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Jóhann, Nonni lærði sína lexíu af þessu. Nú tortryggir hann a... jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Sigurður I B, takk fyrir skemmtilega sögu! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Nonni hefði átt að athuga með manninn sem átti að vera rafvirki... johanneliasson 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Vinur minn sem var að vinna við lyftu á Kleppi var mikill grall... sigurdurig 5.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður Þ, heldur betur! jensgud 4.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Mikið djöf sem þetta er flott lag með Jerry Lee Lewis og Náru ... Sigurður Þórólfsson 3.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 26
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 1711
- Frá upphafi: 4109400
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 1461
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Frí auglýsing
Davíð (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 19:11
Rappari og ekki Rappari.
Ómar Ingi, 15.2.2010 kl. 19:28
Þetta eru kvartvitar Jens!!!!!
Sveinn Elías Hansson, 15.2.2010 kl. 20:01
Gud, thú skrifar dopermanhund...ég hélt ad thad vaeri dobermanhundur. En í thessu tilfelli er kannski rétt ad kalla hundinn dópmannahund.
Gjagg (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 20:25
Átti það ekki að vera.
Dópmannhundur.
Sveinn Elías Hansson, 15.2.2010 kl. 20:31
Davíð, eftir því sem ég best veit þarf hvorugur á auglýsingu að halda núna. Það er að segja hvorugur er að senda frá sér plötu eða setja upp hljómleika.
Jens Guð, 15.2.2010 kl. 22:19
Ómar Ingi, hver er rappari og hver er ekki rappari? Var John Lennon að rappa þegar hann söng versin í "Give Peace A Chance"? Voru íslenskar konur að rappa þegar þær fóru með þulur undir takti spinnandi rokka í baðstofum fyrr á öldum?
Jens Guð, 15.2.2010 kl. 22:21
Sveinn Elías, ég þekki ekki Móra. Aftur á móti þekki ég Erp og hann er bráðgreindur og snjall náungi.
Jens Guð, 15.2.2010 kl. 22:22
Gjagg, gaman að þú tókst eftir þessu. Ég stafsetti nafnið viljandi á þennan hátt; aðlagaði stafsetninguna tilefninu.
Jens Guð, 15.2.2010 kl. 22:23
Móri
kalli (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 23:33
Móri hefði átt að mæta með Rottweilerhund, svona til að toppa þessa vitleysu
kalli (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 23:38
Kalli, þetta var vitaskuld kolgeggjað. Ég veit ekki hvaða tilgangi dopermanhundurinn átti að gegna. Ég þekki ekki svona hunda. Í sveitinni í Skagafirði voru bara ljúfir fjárhundar. Mér skilst að Rottweilerhundar séu grimmastir allra hunda. Þess vegna var hljómsveitinni valið þetta nafn.
Jens Guð, 16.2.2010 kl. 00:05
Þetta er uppsett, leikrit. Ég held að báðir aðilar séu að gera þetta til þess að fá athygli.
Kári B (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 07:45
Ekki svo að skilja að ég sé að halda því fram að kannabisneysla sé skaðlaus, en hvernig sýnir þessi þvæla fram á það að kannabisneysla sé skaðleg? Það er til fjöldinn allur af vitleysingum sem eru vitleysingar þó að þeir hafi aldrei snert kannabis og örugglega fullt af vitleysingum sem voru vitleysingar fyrir þegar þeir byrjuðu að nota kannabis.
Theódór Gunnarsson, 16.2.2010 kl. 08:10
hehe þetta er frí auglýsing, sölutrikk, mjög þekkt rapparatrikk.
Sævar Einarsson, 16.2.2010 kl. 08:23
Taser ekki Teaser.....
Leiðréttarinn (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 09:03
http://www.youtube.com/watch?v=UCn5NSHguuo
Þegar ég heyri minst á rappara kemur þetta lag upp í hugann :)
Draumur (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 09:24
Mannfólkið er grimmast allra hunda, mér leiðist altaf þegar að það er talað um einhverja tegund sem "grimmust" það sést nú ágætlega á öryggismyndavélum hversu "grimmur" hundurinn hans móra sé. Hann virðist nú bara vilja forða sér frá þessari vitleisu. Og svo má nú líka spyrja um þessa "rafbyssu" og "hníf" því að það er aðeins einn til að seigja frá, og hann vinnur hjá fjölmiðlinum sem að seigir fréttirnar
Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 10:33
Talandi um klisju.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 11:30
Það mætti halda af fréttaflutningi af þessu bulli og vanvitahætti, að rapp og þeir sem í því hrærast séu nafli alheimsins. Ef þetta er þungamiðja atburða á Íslandi, þá er greinilega lítið að gerast á landinu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.2.2010 kl. 11:48
Nu er gott að vera ekki rappari ertu ekki sammala Jens? KV B START
Brynjar Klemensson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 14:37
Doberman hundur vs. Rottweiler hundur ... þetta gat bara endað á einn veg.
En Erpur öflugur með skúringarkústinn .. ;D bwhaha!
ThoR-E, 16.2.2010 kl. 21:39
Kári B, vissulega er til í dæminu að þarna hafi verið uppsett leikrit. Það sem mælir þó gegn því er að lögreglunni var blandað í málið. Átta lögreglumenn í fjórum lögreglubílum mættu á svæðið. Lýst var eftir Móra sem gaf sig í kjölfar fram við lögreglu.
Ef um leikrit var að ræða er næsta víst að það hefur eftirmála í formi hárrar sektargreiðslu. Móri á sakaferil að baki og Erpur hefur reyndar einnig fengið á sig dóm. Grínið gæti því orðið súrt - ef þetta var grín.
Aftur á móti ef Erpur stendur við að kæra Móra fyrir morðtilraun getur það endað með 6 ára fangelsi, samanber dóm sem var kveðinn upp yfir manni í dag. Dómsmál kosta sömuleiðis þann sem tapar máli hellings pening.
Jens Guð, 16.2.2010 kl. 23:14
Theódór, ég veit ekki að hve miklu leyti þessi deila sýnir fram á hvort kannabisneysla sé óholl, holl eða bráðholl og nauðsynleg. Kannabis blandast inn í deiluna á þann hátt að Móri hefur barist fyrir því að dópneysla verði gerð lögleg og er hrifinn af kannabis. Einhversstaðar í deilunni (að mig minnir í Fréttablaðinu) henti Erpur þetta á lofti og sagði Móra vera sönnun þess að kannabisneysla sé skaðleg.
Erpur og Móri hafa þekkst til margra ára. Hugsanlega merkir Erpur í áranna rás einhverja breytingu á Móra sem hann heimfærir upp á kannabisneyslu. Ég ætla samt að þessu hafi frekar verið slegið fram í alvöruleysi - þó Móri taki því illa.
Jens Guð, 17.2.2010 kl. 14:41
Sævarinn, ég vísa á orð mín í "kommenti" #23.
Jens Guð, 17.2.2010 kl. 14:43
Leiðréttarinn, takk fyrir þessa ábendingu. Ég laga í hvelli þetta í færslunni.
Jens Guð, 17.2.2010 kl. 14:44
Draumur, ég ætla ekki að segja neitt um þetta lag. Söngvarinn er sonur vinar míns.
Jens Guð, 17.2.2010 kl. 14:48
Ásgeir, ég tek undir að manneskjan sé grimmasta dýrið - þó hún flokkist ekki með hundum. Svona almennt séð.
5 eru til frásagnar um atburðinn sem um ræðir: Erpur, Móri, kona Móra og þáttastjórnendur "Harmageddon" á X-inu: Frosti og Máni.
CrazyGuy, já, því ekki?
Axel, rapp er ekki nafli alheims. Rapp er hinsvegar söngstíll sem hefur sett afgerandi mark sitt á vestræna poppmúsík síðustu áratugi. Svo við höldum okkur við heimaslóðir þá var sigraði rappsveit Erps, Rottweilerhundar, Músíktilraunir 2000 og átti söluhæstu plötu ársins. Erpur var kosinn vinsælasta poppstjarnan og Rottweilerhundar vinsælast hljómsveitin. Að auki var Erpur kosinn sjónvarpsmaður ársins sem rapparinn/hipp-hopparinn Johnny National.
Margar af stærstu rokkstjörnum Íslands hafa gert það gott í rapplögum. Allt frá Skapta Ólafs til Bubba og Rúna Júl. Að ógleymdum Steindóri Andersen.
Jens Guð, 17.2.2010 kl. 22:33
Billi Start, mér þykir best að vera í rokksenunni. Þar er bara ljúfmennska. Eða þannig lagað.
Jens Guð, 17.2.2010 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.