18.2.2010 | 22:03
Snúið að endurheimta góss úr undanskoti frá þrotabúi
Það getur verið snúið að ná aftur eignum sem skotið hefur verið undan þrotabúi. Nema viðkomandi tilheyri aðli útrásarvillinga. Fyrir aðra er eignin í raun stolið góss. Það er varlegt að treysta öðrum fyrir stolna góssinu. Það fékk fyrrverandi frambjóðandi kristilegra stjórnmálasamtaka, sem buðu fram til alþingis fyrir nokkrum árum, að reyna fyrir tveimur árum.
Náunginn rak verslun með húsgögn frá Spáni. Reksturinn gekk brösulega og endaði með gjaldþroti. Þegar að þeim tímapunkti kom hafði kauði laumað lagernum í felur hjá trúbróðir sínum, syngjandi sjónvarpstrúboða spilandi á gítar. Skiptastjóra var vísað á tómt lagerhúsnæði og fattaði ekki að húsgagnalager upp á margar milljónir króna var falinn í Hveragerði.
Að nokkrum mánuðum liðnum hugðist húsgagnasalinn ná í lagerinn. Sá syngjandi neitaði að afhenda lagerinn, var byrjaður að selja úr honum og hinn kátasti. Taldi það vera guðs vilja og blessun að lagerinn væri í sínum höndum. Sá sem upphaflega átti lagerinn gat ekkert gert - annað en slíta vinskap við trúfélaga sinn og ofbjóða óheiðarleiki hans.
Krafði dótturson sinn um 9 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Spaugilegt, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Þetta minnir mig á vin minn sem fór til Akureyrar um Verslunarm... sigurdurig 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Ómar, takk fyrir það. Skemmtileg uppátæki Önnu mega ekki gley... jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Takk fyrir að deila þessari sögu af Önnu, einum merkasta nágran... omargeirsson 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Stefán, Anna Marta var mjög góð kona. jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Jóhann, svo sannarlega! jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Fallega hugsað hjá Önnu Mörtu, en auðvitað alveg út úr kortinu ... Stefán 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Frænkan hefði nú kannski mátt lýta á þessi viðbrögð sem UMHYGGJ... johanneliasson 12.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Stefán, það stemmir. jensgud 6.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Þegar ég las um þennan erfiða starfsmann fannst mér ég kannast ... Stefán 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Bjarni, góður! jensgud 5.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 495
- Sl. sólarhring: 511
- Sl. viku: 1125
- Frá upphafi: 4110023
Annað
- Innlit í dag: 408
- Innlit sl. viku: 970
- Gestir í dag: 386
- IP-tölur í dag: 381
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
HAHAHA Þetta gæti verið hin mesta lygasaga samt er hún sönn. Ég var næstum búinn að gleyma sögunni um syngjandi trúbadorinn
En Skessan fékk þó makleg málgjöld í lokinn
og lifðu karl og kerla vel og lengi í bústaðnum til æviloka.
Elís Már Kjartansson, 18.2.2010 kl. 22:33
Skemmtileg saga, Gud!. Ef ekki vaeri fyrir skemmtilegt blogg thitt og annara hér á Mbl, sem ekki stunda rasssleikingingar med sínum pistlum, thá yrdi hrun Mbl.is algert.
Var ad skoda bloggvinsaeldarlista Mbl. Sá ad ef gódir pistlahöfundar hyrfu thá faekkadi bloggheimsóknum um cirka 85%
Einungis rasssleikingapistlahöfundar yrdu eftir og hver nennir ad lesa raenulausan áródur kvótakónga?
Gjagg (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 22:54
Elís Már, ég þekki þessa menn ekki persónulega en hringdi samt í þá þegar þeir toguðust sem ákafast um húsgögnin. Það mátti ekki á milli heyra hvor var hneykslaðri á óheiðarleika hins og ósvífni. Öðrum eins óþverra höfðu þeir aldrei kynnst. Báðum þótti átakanlegt að uppgötva eftir áralöng kynni að trúbróðirinn væri svona mikill drullusokkur þegar kæmi að fjármálum.
Jens Guð, 18.2.2010 kl. 23:00
Ef ég man rétt, þá skildi syngjandi trúboðinn við konu sína, síðan bað hann guð að gefa sér aðra og hann gerði það.
Vegir guðs eru órannsakanlegir.
Sveinn Elías Hansson, 18.2.2010 kl. 23:05
Hvað varð eiginlega af syngjandi trúboðanum, sem kunni mörgu gripin?
Sveinn Elías Hansson, 18.2.2010 kl. 23:06
Gjagg, eftir að Mogganum var breytt í grímulausan áróðurssnepil fyrir kvótakónga og öfugsnúinn hvítþvott á þætti Doddssonar í bankahruninu hafa margir hvatt mig til að færa bloggið mitt annað. Þetta er fólk sem sagði Mogganum upp í haust og segist hafa tekið pólitíska ákvörðun um að lesa ekki mbl.is.
Ég skil þetta viðhorf vel. Hinsvegar er málið það að ég kann mjög vel við hönnunina á þessu bloggkerfi hér. Ég hef prófað nokkur önnur bloggsvæði. Þetta ber af. Hér er allt svo einfalt og auðvelt fyrir mann eins og mig sem kann ekki á tölvu: Auðvelt að setja inn myndir í hvaða stærð sem maður kýs, myndbönd, margir möguleikar með leturstærðir, liti og sitthvað annað. Að ógleymdum tónspilaranum, skoðanakannanamöguleikanum, tilfinningatákn, sýnishorn á forsíðu af nýjustu 10 "kommentum" og svo framvegis og svo framvegis.
Hér hefur einnig í hátt í 3 ár safnast upp slatti af efni sem gott er að geyma hér. Til að mynda smásögurnar mínar, leikrit, vísur og frásagnir af Önnu á Hesteyri, afa mínum og ýmsu öðru. Fyrir jólin 2008 kom út bók um Önnu sem innihélt margar af sögunum mínum hér á blogginu. Fyrir síðustu jól kom út bókin Íslenskar gamansögur þar sem heill kafli var lagður undir bloggsögur mínar.
Til viðbótar hef ég átt mjög góð samskipti við stjórnendur Moggabloggsins. Ég var dálítið lengi að gíra mig inn á það að halda blogginu mínu innan þeirra skilmála sem blogginu eru sett. Mér hættir til að vera ruddalegur og ósmekklegur, sækja í hluti sem stuðar viðkvæma og annað í þá veru. Framan af jaðraði ítrekað við að bloggstjórnendur þyrftu að loka bloggi mínu. En þeir sýndu mér umburðarlyndi og langlundargeð á meðan ég var hægt og bítandi að reyna að venja mig af verstu ósiðum. Ég hef notið velvilja og skilnings. Fyrir það er ég þakklátur og vanmet það ekki.
Jens Guð, 18.2.2010 kl. 23:33
Sveinn Elías, trúboðinn syngjandi sagði frá því í útvarpsviðtali hjá Sverri Stormsker að fyrri kona hans hafi verið undir áhrifum frá þeim vonda og guð hafi þá reddað sér nýrri konu. Þessi náungi er fínn gítarleikari og ég sakna þess að sjá hann ekki lengur spinna af fingrum fram Jesú-söngva í sjónvarpinu. Ég veit ekki hvað um hann varð. Kannski hefur sala á húsgagnalagernum verið tímafrek?
Jens Guð, 18.2.2010 kl. 23:38
Hvernig var það með syngjandi trúboðan lenti hann ekki líka í einhverju fasteignastappi þarna í Hveragerði við eina af fegurðardrottningunum okkar eða er ég að fara með fleipur?
Elís Már Kjartansson, 18.2.2010 kl. 23:52
Elís Már, ég man ekki eftir því. En það er ekkert að marka þó ég muni ekki eftir því. Það kæmi ekki á óvart að þetta sé rétt munað hjá þér.
Jens Guð, 19.2.2010 kl. 00:07
Trúaði trúbadorinn var orðinn leigusali, og leigði tveimur morðingjum frá Póllandi, einnig reddaði hann útlendingum vinnu, þannig hann var á kafi í kapítalistmanum, ásamt því að guð reddaði honum konu og húsgagnalager frítt. Hefur svo grætt vel á öllu væntanlega.
Já guð sér um sína.
Sveinn Elías Hansson, 19.2.2010 kl. 00:42
Sveinn Elías, heldur betur. Nema guð sveik í leiðinni Jesú-manninn sem átti upphaflega húsgögnin. Það er ekki hægt að þjóna tveimur herrum samtímis, segir einhversstaðar.
Jens Guð, 19.2.2010 kl. 01:31
Jens: Hvað ef þrotabúið er heilt land og tilheyrir þjóð?
Hrannar Baldursson, 19.2.2010 kl. 09:58
Guð hefur semsagt þurft að taka afstöðu með öðrum hvorum í þessu húsgagnamáli.
Og auðvitað valið rétt að mati trúaða trúbadorsins!!!!
Sveinn Elías Hansson, 19.2.2010 kl. 10:04
Gjagg hefur lög að mæla með bloggið, þetta er að verða óttarlega innantómt og mæli ég það helst á því að mitt bull er ótrúlega ofarlega og á það alls ekki skilið, því hvorki er ég málefnaleg né gáfuð, óttaleg bullukolla oft á tíðum og hef gaman af, en skil bara ekki að nokkur annar lesi það. Var einmitt að hugsa til Guðsmannsins með gítarinn, hann sleit barnsskónum í sama bæ og ég og hef ég hvorki heyrt hósta né stunu frá honum árum saman. Vona að honum líði vel. Sagan er góð hjá þér og örugglega sönn.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2010 kl. 13:04
Hrannar, við höfum þetta dæmi fyrir framan okkur: Bönkum var skipt á milli gæludýra þáverandi stjórnarflokka: Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Gæludýrin rændu bankana, þurrausu þá og skildu eftir í gjaldþroti. Núna er staðan sú að sérhagsmunaklíkan sem gaf þeim bankana er á fullu í að kvitta fyrir hvernig handhafar bankanna dældu peningum í þá sem gáfu þeim bankana. Fjárfestu í Steinunni Valdísi, Gísla Marteini, Guðlaugi Þór og svo framvegis...
Jens Guð, 20.2.2010 kl. 22:23
Sveinn Elías, þessi ímyndaða geimvera, guð sem ekki er til, þarf stöðugt að gera upp á milli manna sem togast á um hann sé í þeirr liði.
Jens Guð, 20.2.2010 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.