Suzuki bílar - ekki fyrir Íslendinga

suzuki1 

 Að undanförnu hef ég legið í vangaveltum.  Þær hafa meðal annars snúist um hvaða bíl ég eigi að kaupa mér.  Nú er rétti tíminn til að kaupa bíl,  eins og margt annað.  Eftir töluverða rannsóknarvinnu var ég kominn langleiðina með að kaupa Suzuki.  Þegar það var svo gott sem afráðið fór ég að skoða heimasíðu Suzuki umboðsins.  Þá komst ég að því að slóðin er Suzuki bilar (www.suzukibilar.is).  Þetta hafði ég ekki áður hugleitt:  Að Suzuki sé bílinn sem bilar.  Ég brá við skjótt og ætlaði að hringja í umboðið til að spyrjast frekar um þetta vandamál með Suzuki.  Hvort bilanir í Suzuki snúi að mótornum,  ljósabúnaði eða hvort stöðug vandamál sé með dekkjabúnaðinn,  spindla eða legur. 

  Í þann mund sem ég var að slá símanúmeri umboðsins inn heyrði ég hljóma í auglýsingatíma í útvarpinu:  "Suzuki bílar - fyrir skynsamt fólk."  Þetta tók af allan vafa:  Suzuki er ekki fyrir Íslendinga.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Honda klikkar ekki hvort sem það er fólksbíll,jepplingur eða mótorhjól

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég átti þrjá Suzukibila í röð og þeir biluðu aldrei.

Emil Hannes Valgeirsson, 20.2.2010 kl. 14:44

3 Smámynd: Jens Guð

  Birna Dís,  mér lýst vel á mótorhjólið.

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 14:55

4 Smámynd: Jens Guð

  Emil Hannes,  það hefur verið áður en umboðið tók upp slóðina www.suzukibilar.is.

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 14:56

5 identicon

fékk "Jeepa-dellu" fyrir mörgum árum ! og eki svona stórrajeppa dellu heldur hossandi vaggandi Willis jeppa dellu  og keypti því Suzuki SJ (Fox) með blæju, og sannarlega mæli með honum fyrir þá sem virkilega vilja hafa fyrir því að keyra, skjálfa úr kulda á veturnar og njóta blæjuleysis einn dag á ári (bara ekki vera í aftursætinu) alveg glimrandi útgáfa af willis herjeppa wannabe, og eitt má Súkka SJ eiga að hann er svo léttur að maður keyrir ofaná snjónum en ekki í gegnum hann ! en ekki bilaði gaurinn neitt þau 2 ár sem átti, nema blæjan varð bara óþéttari og óþéttari :-) og að keyra hann með konu, barn,viðlegubúnað og tjaldvagn (sona 1989 tjaldvagn) norður á Akureyri kostaði ekki nema 80% af rútufari fyrir einn :-)

Gretar Eir (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 15:04

6 identicon

Átti svona Súkku í nærri 10 ár þar til hann var farinn að ryðga töluvert sem ég tel vera mesta og nærri eina gallann við Susuki Fox, amk þá. En hann var vélarvana svo ekki ók maður hratt, gott fyrir mann með þungan bensínfót.

Hann reyndist mér afar vel og það var virkilega skemmtilegt að ferðast í honum, maður fór allt og jeppafílingurinn var í hámarki. Get staðfest þetta með að hann fljóti oná snjó vegna þess hve léttur hann var. Aðrir jeppar sukku þar sem hann flaut yfir.

Get líka staðfest þetta með blæjuna, fékk aðra blæju á hann eftir um 6 ár, sú gamla varð svo stökk í miklu frosti að hún brotnaði. En það var aldrei mikið kalt í honum vegna þess hve miðstöðin var góð og öflug, en hann var eldsnöggur að kólna niður þegar maður drap á honum.

Átti 4 Súkkur á um 15 árum og allar reyndust mér vel, lítil bilanatíðni og ef eitthvað bilaði var það ódýrt og oft gat maður gert við þetta sjálfur, allt svo einfalt.

villi kristjans (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 16:14

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

öruggustu kaupin í dag eru Chevrolet. Talaðu við Jóhann berg í sima5902021 eða jberg@benni.is

Haraldur Haraldsson, 20.2.2010 kl. 16:36

8 Smámynd: Hannes

Ég á Suzuki Intruder 1500 mótorhjól virkar vel og fer alltar í gang og það þýtur af stað þegar maður gefur inn.

Ég er ekki hrifinn af Suzuki bílum tel þá vera og litla.

Hannes, 20.2.2010 kl. 16:36

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvor sem þeir bila eða ekki , þá var athugasemdin ágæt og á einkanleg vel við nú um mundir. 

Hrólfur Þ Hraundal, 20.2.2010 kl. 16:46

10 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Ef það er Japanskt þá er það gott, er slagorð sem ég hef oft heyrt.

Suzuki á Íslandi er nú allt á sama stað, í Skeifunni 17. Vefslóðin er suzuki.is fyrir Bíla, Mótorhjól, Fjórhjól og Utanborðsvélar.

Kolbeinn Pálsson, 20.2.2010 kl. 17:49

11 Smámynd: Hörður Halldórsson

Það var einhver sort sem var kölluð"síbilíus" var samt ekki Suzuki.

Hörður Halldórsson, 20.2.2010 kl. 19:28

12 identicon

Skoda Oktavia dísel station fjórhjóladrifinn er málið Jenni minn.  Búinn að eiga einn síðan 2004 ekinn 109.000 km. það eina sem bilað hefur er önnur peran við númeraljósið að aftan. Svo eiðir kvikindið svona ca. 6,5 - 7.0 ltr. af olíu á 100km. Svo þarf ekki að hafa neinar sérstakar áhyggjur að smurolíu dótinu á 5-7000km. heldur eru olíuskpti á 30.000km. fresti á Skodanum. Hagstæð kaup og viðhald í lágmarki.

viðar (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 19:35

13 Smámynd: Jens Guð

  Grétar Eir,  takk fyrir þennan fróðleik.

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 21:46

14 Smámynd: Jens Guð

  Villi,  ég veit að þú hefur gott vit á bílum.  Þess vegna tek ég fullt mark á þessari lýsingu þinni. 

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 21:48

15 Smámynd: Jens Guð

  Haraldur,  bestu þakkir fyrir þessar ábendingar.  Er Chevrolet ekki eyðslufrekur á bensín?

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 21:50

16 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er gott að vita af þessu með mótorhjólin.  Ég er reyndar ekki í þeirri deildinni af því að heildsalan mín kallar á farartæki með betra farangursrými.  Hinsvegar keyptu tveir vinir mínir kínversk mótorhjól á undarlegu verði;  splunkuný hjól á 200-og-eitthvað þúsund.  En þvílíkt drasl.  Þau voru að uppistöðu til úr plasti sem þoldi ekki minnsta hnjask og urðu fljótlega ansi ljót þegar plastið fékk sprungur af litlu tilefni.  Eb kunningjarnir voru kátir fyrstu vikurnar á þessum hjólum.  Síðan fjaraði sú kæti hratt út.

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 21:55

17 Smámynd: Jens Guð

  Hrólfur,  það er eitthvað í ólagi með markaðsmálin hjá Suzuki.  Ég þekki ekkert til fyrirtækisins en vefslóðin www.suzukibilar.is og slagorðið í útvarpsauglýsingum er,  ja, það er ekki öllum gefið að laða fram kosti vörunnar sem þeir selja.

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 21:58

18 Smámynd: Jens Guð

  Kolbeinn,  ég hannaði auglýsingar fyrir Mazda árum saman og átti Mazda.  Þar fyrir utan hef ég engar taugar til bíla út frá framleiðslulandi.  Ég kunni vel við minn Mazda bíl.  Hvað hefur annars orðið um Mazda?

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 22:00

19 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  hvað var það?  Hvað er "síbilus"?

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 22:01

20 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  Skodi er sem sagt eitthvað sem þú mælir með.  Er Skodi ekki það sama og Volkswagen?

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 22:02

21 identicon

Sagan segir að Skoda sé Wolksvagen árgerðar á undan, mínus gallarnir.Þannig að það hlítur að vera góð kaup í Skodanum.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 22:18

22 identicon

Mæli heilshugar með Skodanum, þetta er að mestu rétt hjá Þorsteini. Wolsvagen hefur verið hálfgert tilrauna dæmi fyrir Skodan.(þ.e. eftir að Wolksvagen eignaðist Skoda batteríið) Þannig að þegar hlutirnir fara í rugl á nýju módeli á Follanum þá er það snarlega lagað og eindurbætt áður en Skodin er settur á markað.

viðar (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 22:32

23 identicon

Af skódanum hinum nýja, heyri ég ekkert nema gott.

Af Japönskum bílum þekki ég Subaru best, og er stórhrifinn af. Þeir eru þó aðeins frekir á bensínið. 

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 22:44

24 Smámynd: Hannes

Jens það borgar sig oft ekki að spara í bíla og mótorhjólakaupum.

Ég mæli með Subaru er á einum sem er ekinn 147þús km og hann fer alltaf athugasemdalaust gegnum skoðun.

Hannes, 21.2.2010 kl. 00:45

25 identicon

Ég er með Subaru Impresa sem hefur ekki klikkað neitt hjá mér, ekinn 175000 km, eyðslan á honum er eini gallinn sem ég finn að honum, hef verið að horfa mikið á Skoda Octavía dísel, bilar sama og ekkert, eyðir litlu. Súkkan hefur samt verið að koma vel út, bilar lítið þó svo nafnið á síðunni hjá umboðinu gefi annað til kynna.

Jens Kristján (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 14:26

26 identicon

Ég hef nú átt súkkur í einhver 17 ár og það er aldrei neitt vesen. Núverandi súkkan mín er engin góðæriskerra, heldur Vitara jálkur sem er kominn til ára sinna og stendur alltaf fyrir sínu. Þá sjaldan sem eitthvað kemur uppá þá er þjónustan hjá Suzuki umboðinu með ólíkindum snögg og góð og verðlagið í lágmarki. Á meðan systir mín grenjaði yfir skítkasti frá bílaumboðinu sínu (Heklu) þá var ég að spá í að færa verkstæðisliðinu hjá mínu bílaumboði konfektkassa

Hulda (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 16:51

27 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Jens ég verð nú að segja þér það að Toyota er málið í dag hönnunin er hreint stórglæsileg á allri línunni hjá þeim. Þú getur fengið bila í öllum stærðum og gerðum bara name it. Þeir eru líka þekktir fyrir þægindi flestir eru með innbyggt cruise controll og hálkuvörn semsagt hannaður fyrir íslenskar aðstæður. Þjónustan hjá þeim er til fyrirmyndar og fólk lætur vel af þessum bílum og ekki þykir það nú verra að þeir geta líka verið hraðskreiðir með endemum þar sem bensíngjöfin gefur inn en slær ekki af!!!!!!

Elís Már Kjartansson, 22.2.2010 kl. 21:15

28 identicon

TOTALRULERJá...hvada bíl á ad kaupa.  Thú getur lesid um hvad eigendur bíla segja um thá á:  www.carsurvey.org

Gjagg (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 10:48

29 identicon

Hver er reynslan af subaru legacy á íslandi?

steini (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 22:05

30 Smámynd: Hannes

Steini hún er mjög góð sem sést best á að eigendur þeirra kaupa þá oft aftur. Þú finnur ekki betri bíl fyrir vetrarakstur.

Hannes, 27.2.2010 kl. 22:22

31 identicon

Mjög gott að vita :) , ég er búinn að eiga 92 árgerð af subaru legacy station í dálítinn tíma núna,, að vísu er hann keyrður 266 þúsund kílómetra en gengur eins og klukka ef svo að orði mætti komast.

steini (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 22:36

32 Smámynd: Hannes

Þessir bílar endast lengi og svínvirka ef vel er hugsað um að fara með þá í smurningu og öðru viðhaldi sinnt.

Hannes, 27.2.2010 kl. 22:54

33 identicon

 TOTALRULER Var ad skoda thá dóma sem Subaru Legacy faer á www.carsurvey.org   Ekki eru allir dómar jákvaedir eins og t.d. thessi ad nedan.   Ég veit thó um bifvélavirkja sem kaupir eingöngu nýja Subaru Legacy bíla.  Sennilega búinn ad kaupa 6 eda jafnvel 8 eda 10 nýja Subaru Legacy bíla eda frá thví ad thessir edal vagnar komu á markadinn.   Sennilega besti allround bíll einmitt fyrir íslenskar adstaedur. En svo veit ég ad Suzuki bílar eru top bílar med mjög gódar vélar.  Japanskir bílar eru bestir.                                                                               2007 Subaru Legacy Special Edition review from North America

"Buy something else, save your money"

What things have gone wrong with the car?

Approx. every 15,000 miles the engine

on this car would blow up. The number one rod bearing would give out. They would rebuild the engine the first time, then 15 K miles later it happened again. I kept telling them that the car was using 2 quarts of oil every 1,500 miles, but they told me I was a "idiot" and didn't know how to read the dipstick.

After the 3rd time the engine blew at 48,000 miles, I took the car back to the dealer again and it was the same problem as all the other times, #1 rod bearing again. I am not the only person who has had this happen to me, I know of 2 others within the last 6 months that this happened to. They each sold their car as soon as it happened after hearing what happened to mine as well. I wish I would have after the first time. I will never buy another Subaru again. Especially after they refused to warranty the engine again and replace it, even though I got the extended warranty with the car.

Gjagg (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 00:05

34 identicon

Chevrolet:

 Eyðir því sem á hann er sett (svona svipað hratt og aðrir Kóreskir bílar)

Toyota:

Bilar ekki.  Nema stundum.

..

Bíladella (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.