Rokkveisla á laugardaginn

wacken2010

Hljómsveitakeppnin  Wacken Metal Battle  verður haldin á Sódóma Reykjavík
næsta laugardag (13. mars).  Sjö íslenskar hljómsveitir berjast um heiðurinn af því að
komast út til að spila á  Wacken Open Air  í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni 
Wacken Metal Battle  þar. Til mikils er að vinna, því sigurhljómsveitin
fær plötusamning, heilan haug af hljóðfærum og græjum og verður bókuð
til að koma fram ári síðar á hátíðinni sem eitt af númerum hennar.

Sigurhljómsveitin í undankeppninni er valin af dómnefnd, en hvorki meira
né minna en 6 erlendir aðilar, blaðamenn, umboðsmenn og tónleikahaldarar,
koma til landsins til að skipa 10 manna dómefnd, þar á meðal
yfirmaður keppninnar frá Þýskalandi.

Sveitirnar sem munu bítast um hnossið í ár eru svo sannarlega með því
besta sem landið hefur upp á að bjóða í þungarokkinu:

GONE POSTAL
CARPE NOCTEM
GRUESOME GLORY
WISTARIA
UNIVERSAL TRAGEDY
SEVERED CROTCH
ATRUM

Atrum byrjar og Gone Postal spila síðast.

Miðasalan er hafin á:

www.midi.is/tonleikar/1/5878/

  Einnig koma fram tvær gestasveitir, BENEATH og MOMENTUM. Beneath fór
með sigur af hólmi í íslensku keppninni í fyrra og Momentum eru að koma
fram í fyrsta sinn á þessu ári.

Húsið opnar 20:00 og fer fyrsta sveit á svið 20:45
Miðaverð er 1.300 kr.

Það er því sannkölluð þungarokksveisla hér á ferðinni og tvímælalaust
einn af stærstu viðburðunum í þessum geira í ár, enda verður Sódóma
færður í sérstakan búning, leigt inn auka lýsingarbúnaður og allt gert
til að viðburðurinn verði sem flottastur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.