Sprengja á bókamarkaði

  Í dag kom út bókin  Ekki lita út fyrir  eftir Evu Hauksdóttur og Ingólf Júlíusson.  Eva er þekkt sem Eva norn.  Sumir telja að þá nafngift megi rekja til nornabúðar sem hún rak fram í miðja búsáhaldabyltingu.  Eva var einmitt áberandi í búsáhaldabyltingunni.  Ingólfur Júlíusson er þekktastur sem gítarleikari pönksveitarinnar Q4U.  Hann er líka kunnur sem ljósmyndari hinna ýmsu dagblaða og tímarita og höfundur margra heimsfrægra músíkmyndbanda.

  Bókin  Ekki lita út fyrir  mun koma margri settlegri manneskjunni til að hrökkva við.  Jafnvel illilega.  Meira segi ég ekki.  Nema að Eva ætlar ekki að fjölmenna með mér í feministafélag Sjálfstæðisflokksins. 

Hér fyrir neðan er eitt af músíkmyndböndunum hans Ingólf Júlíussonar:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ætli vændi muni bera á góma í bókinni?!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.3.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jæja, er hún komin út, fylgist með henni á bókasafninu.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  ég hef ekki séð bókina og veit lítið um hana.  En mæti sprækur í útgáfupartýið á morgun.  Mér er sagt að bókin muni stuða marga.  Ekki vegna nektarmyndanna heldur textans.

Jens Guð, 26.3.2010 kl. 16:39

4 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  fólk bíður ekki eftir svona bók á bókasafni.  Þetta er bók sem fólk kaupir á útgáfudegi (eða daginn eftir).

Jens Guð, 26.3.2010 kl. 16:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er að sjá þegar hún kemur hingað vestur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2010 kl. 17:19

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég heyrði ekki orð af því sem hún sagði.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2010 kl. 19:25

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ormurinn langi alltaf flottur. Skelfileg hljóðgæði í þessu myndbandi.  Mér finnst þó vanta meiri trommur og gutspah í þetta hjá þeim. Væri gaman að heyra Nightwish covera þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2010 kl. 19:30

8 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Sýnist að þetta sé bók sem maður verði að lesa...:)

Lárus Gabríel Guðmundsson, 26.3.2010 kl. 21:09

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Skapaði ekki Guð bókina?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.3.2010 kl. 23:02

10 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

í sinni mynd?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.3.2010 kl. 23:03

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þakka þér fyrir að vera hættur að fjalla um tónlist :)

Einar Bragi Bragason., 27.3.2010 kl. 00:02

12 Smámynd: Ómar Ingi

Ögmundur og hans skítapakk er búið að fara fram á bann á þessu myndbandi

Ómar Ingi, 27.3.2010 kl. 00:53

13 Smámynd: Kama Sutra

Flott kona, þessi norn.  En hvar er svarti kötturinn?

Kama Sutra, 27.3.2010 kl. 06:33

14 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  hún er á leiðinni vestur.   Skrudda forlag gefur bókina út.  Þetta er svakaleg bók.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 22:35

15 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  er tölvan þín ekki bara eitthvað að slappast?  Í minni tölvu eru hljómgæði lagsins/myndbandsins í góðu lagi.  Að vísu er ég aðeins með 30% heyrn.  En það sem ég heyri af þessu lagi hljómar vel.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 22:39

16 Smámynd: Jens Guð

  Lárus,  þetta er dúndur bók.  Ég er ekki búinn að lesa nema bút og bút úr henni.   Það er einn af kostum bókarinnar:  Hún er margskipt; það er hægt að grípa niður í hana af handahófi.  Það þarf ekki að lesa hana í reglulegri röð frá blaðsíðu 1 til lokablaðsíðu. 

  Þegar ég verð búinn að lesa bókina alla ætla ég að skrifa umsögn um hana.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 22:44

17 Smámynd: Jens Guð

  Ben.Ax,  ef guð væri til í alvörunni og eitthvað væri að marka þjóðsögusafn gyðinga í Arabíu værum við að tala um að guð hefði skapað manninn (í sinni mynd),  því næst búið Evu til úr rifi mannsins.  Síðan hefði Eva skapað bókina ásamt Ingólfi Júlíussyni.  Eða einhvernveginn svona hefði þetta verið.

  Það sem gerðist í raun var að Eva skapaði bókina ásamt Ingólfi.  Þannig að það er eitthvað til í þessu.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 22:49

18 Smámynd: Jens Guð

  Saxi,  þakkirnar þigg ég.  Forsendurnar eru samt jafn fráleitar og ef einhver fattar ekki að Stjórnin var og er ómerkileg hljómsveit.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 22:51

19 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  ætli bloggfærslan mín um bókina sleppi við bannið?  Ekki láta Ömma vita að ég ætla að birta nokkrar tilvitnanir í bókina.  Það eru ansi mörg gullkorn í henni.  Kannski sleppur bókin samt inn á sólbaðsstofur eftir að sólbaðslöggan tekur til starfa.  Núna er bisness að falsa skilríki fyrir þá sem ekki hafa náð 18 ára aldri.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 22:56

20 Smámynd: Jens Guð

  Kama Sutra,  hún er eðal töffari þessi Eva.  Hún fór á kostum í útgáfuteitinu í dag.  Sem femínisti fór ég að tvístíga undir snjallri orðræðu hennar um súlustaði,  mansal,  "dræsur" og femínista.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 22:59

21 Smámynd: Jens Guð

  Ég gleymdi að koma inn á þetta með svarta köttinn.  Mér skilst að Eva sé búsett í Danmörku og reikna þá með að svarti kötturinn sé búsettur þar einnig.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 23:13

22 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

gott að þú hefur ekkert vitkast.....

Einar Bragi Bragason., 28.3.2010 kl. 00:19

23 Smámynd: Jens Guð

  Saxi,  orðið vitkast hefur margar merkingar.  Það getur þýtt að rakna úr roti;  komast til meðvitundar.  Það getur líka þýtt að verða skynsamari,  öðlast betri vitsmuni og verða hæfari til að bera skynbragð á hlutina.  Svo er til írónísk túlkun á orðinu.  Þá er um öfuga merkingu að ræða.  Unnandi píanóverka Chopins getur vankast,  til dæmis fengið vont höfuðhögg,  og haldið skyndilega að Stjórnin sé bitastæð hljómsveit.  Enn aðrir geta hlotið heilaskemmd af völdum súrefnisskorts til heila vegna saxófónblásturs og haldið að Stjórnin sé merkileg hljómsveit.  Enn ein útgáfan er sú að engin breyting eigi sér stað nema ímynduð óskhyggja manns með vondan músíksmekk og allt sitji við það sama.  Í því tilfelli getur verið um ranghugmynd að ræða.  Viðkomandi haldi að nám í tónfræði breyti vondum músíksmekk.  Þá er vandamálið þannig vaxið að viðkomandi veit ekki að kjáni með vondan músíksmekk heldur áfram að vera kjáni með vondan musíksmekk þó hann læri tónfræði.  Munurinn verður sá einn að viðkomandi verður áfram kjáni með vondan músíksmekk en verður aðeins kólagenginn kjáni með vondan músíksmekk.  Það er versta útgáfan.     

Jens Guð, 28.3.2010 kl. 03:09

24 Smámynd: Jens Guð

...skólagenginn,  átti það að vera.

Jens Guð, 28.3.2010 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.