Kvikmyndarumsögn

 - Ttitill:  Kóngavegur

 - Höfundur og leikstjóri:  Valdís Óskarsdóttir

 - Leikarar:  Gísli Örn Garðarsson,  Daniel Brühl,  Ingvar E. Sigurðsson,  Kristbjörg Kjeld,  Nanna Kristín Magnúsdóttir,  Ólafur Darri Ólafsson,  Ólafur Egilssn...

 - Einkunn:  ** (af 5)

  Fyrst er þess að geta að ferilsskrá Valdísar Óskarsdóttur er glæsileg.  Valdís er "klippari" á heimsmælikvarða.  Kvikmynd hennar  Sveitabrúðkaup  er fín.  Þannig mætti áfram telja.  Kvikmyndin  Kóngavegur gengur hinsvegar ekki alveg upp.  Hún er ósannfærandi.  Stemmningu úr hjólahýsahverfi í suðurríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku er skellt hrárri niður í útjarðar Kópavogs.  Íbúarnir eru ýmist eða allt í senn nautheimskir,  snarklikkaðir,  tilfinningabrenglaðir,  fullir,  dópaðir og illa vankaðir.  Fjölskyldutengsl eru losaraleg í meira lagi og brengluð.

  Gallinn er sá að heilt samfélag hjólhýsapakks af því tagi sem í Bandaríkjunum kallast "white trash" er ósannfærandi í íslensku umhverfi.  Þetta gengur jafn illa upp og ef eskimóasamfélagi með snjóhúsum og sleðahundum væri plantað á sólarströndu á Spáni.  

  Það má samt alveg brosa að sumum senum.  Jafnvel skella upp úr.  Þetta er,  jú,  gamanmynd.  Og sitthvað ber til tíðinda.  Sumt óvænt.  Það er engin lognmolla.  Músíkin er líka ljómandi:  Lay Low,  Utangarðsmenn,  Ham,  Þeysarar,  Björk...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Sykurmolarnir líka :)

En annars bara nokkuð á svipuðu reiki og þú með þessa myndina.

Ómar Ingi, 27.3.2010 kl. 16:01

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  ertu að vinna í kvikmyndahúsi?  Þú ert alltaf búinn að sjá allar myndir á frumsýningardegi?

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 23:00

3 identicon

Held að það sé alveg deginum ljósara að Ómar vinni hjá kvikmyndahúsi. Og hjá því kvikmyndahúsi sem er ekki að sýna myndina.

Hinsvegar þá verð ég að vera ósammála ykkur félögunum.. þetta er hin fínasta mynd.

Unnar (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 00:12

4 Smámynd: Jens Guð

  Unnar,  það er gott að þú sért ósammála með þessa mynd.  Ég fer alltaf rosalega jákvæður á íslenskar myndir.  Það þarf mikið til að þær valdi vonbrigðum.  Ég er í svo góðum stellingum.  Mér þykir hið allra besta mál að umrædd mynd hafi virkað vel á þig.  Gaman væri að heyra frá fleirum sem eru sama sinnis. 

Jens Guð, 28.3.2010 kl. 02:50

5 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Hehehe þetta er einmitt sem ég hugsaði þegar ég sá auglúsingarnar! Það er umhferfið sem gjörsamlega skemmir allt. Takk fyrir að kvitta undir það. Ætla ekki á þessa mynd.

Siggi Lee Lewis, 28.3.2010 kl. 04:23

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Tek alveg undir með Sigga Lee Lewis  og sleppi þessari mynd í bíó. Auglýsingin of yfirgengileg. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.3.2010 kl. 12:46

7 identicon

Sæll! Þar sem þú ert sá bloggari landsins sem best hefur málfar, og þú manst auðvitað að ég er sérfræðingur, -þó í þeirri merkingu sem Njála hefur að þér er enginn fremri þótt fáeinir standi þér við hlið- finnst mér fyrir neðan þína virðingu að láta svona setningu frá þér fara: „Kóngavegur er hinsvegar ekki að virka.“ Hér grasserar andskotans eraðisminn sem mun, fari sem horfir, koma í veg fyrir að framtíðarkynslóðir skilji forfeður sína; barnabarnið þitt mun hvergi geta skilið afa sinn.  Væri það illa farið, enda var aldrei tekið svona til orða í Skagafirðinum í okkar ungdæmi.

Þetta er ekki skrifað þér til álitshnekkis heldur í þeirri von að ungir og óharðnaðir lesendur bloggsins standi ekki í þeirri meiningu að svoddan sé vandað málfar (séu ekki að standa í meiningunni).

Libbðu heill!

Tobbi (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 17:21

8 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  það er ekki ætlun mín að fæla fólk frá þessari mynd.  Hún er ekki leiðinleg.  Það er ýmislegt ágætlega fyndið í henni.  En sumt of vitlaust til að vera almennilega fyndið.

Jens Guð, 28.3.2010 kl. 21:55

9 Smámynd: Jens Guð

  Kolbrún,  það er allt í lagi að kíkja á myndina.  Bara ekki búast við merkilegri mynd.

Jens Guð, 28.3.2010 kl. 22:17

10 Smámynd: Jens Guð

   Tobbi, bestu þakkir fyrir ábendinguna.  Ég var snöggur að breyta færslunni.  Eldsnöggur.

Jens Guð, 28.3.2010 kl. 22:18

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha já auðvitað en ég er nú að meina að ég eyði ekki tíma sem er betur varið annarsstaðar í hana. Allt svo merkilegt sem gerist í mínum tíma skilurðu ;) kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.3.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband