Ljúf rokkveisla annað kvöld

solstafir1

Lengi lifir í gömlum glæðum!

Hljómsveitirnar Sororicide og Sólstafir blása til heljarinnar þungarokksveislu á Sódómu Reykjavík föstudagskvöldið 9. apríl ásamt In Memoriam og Bastard.  Þetta eru tíðindi.  Langafar íslenzks dauðarokks eru risnir uppúr óvígðum gröfum sínum!
Sororicide og In Memoriam snéru til baka frá dauðum til dauðarokks á seinasta ári og hafa aldrei verið sterkari.
Bastard er ungt band sem hefur risið hratt í íslensku neðanjarðarsenunni og gaf út plötu seint á seinasta ári á merki Cave Music útgáfunnar.
Vor- og sumarvertíð Sólstafa byrjar með þessum hljómleikum á Sódómu.  Viku síðar spilar bandið í London á tónleikum skipulögðum af JA JA JA Music og Metal Hammer, sem er stærsta þungarokkstímarit í heimi.  Sólstafir voru sérvaldir af ritstjóra blaðsins til að koma þar fram. Í apríl og maí er förinni haldið til Þýskalands til að spila á einni tónlistarhátíð og einum sértónleikum.  Í júní, júlí og ágúst spilar bandið svo víðsvegar um Evrópu á ýmsum tónlistarhátíðum á borð við Hróarskeldu og Wacken Open Air.

  Á Sódómu fer fyrsta band á svið á slaginu 22:30.  Öll fjögur böndin frumflytja nýtt efni í bland við gamalt, sumt sem hefur ekki heyrst á sviði í meira en 15 ár.

Afsakið hvað endirinn er brattur.  Svona endir er í tísku á Þútúpunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þú hefðir án efa gaman af þessari http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1039769/

Ómar Ingi, 9.4.2010 kl. 01:37

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  ójá. 

Jens Guð, 9.4.2010 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband