Hvað á maðurinn við?

steik með frönskum 

  Einn allra skemmtilegasti þáttur í íslensku útvarpi heitir  Harmageddon.  Hann er á dagskrá X-ins (fm 97,7) klukkan 15.00 til 17.30 alla virka daga.  Í þættinum fara Frosti Logason og Máni Pétursson á kostum.  Meðal viðmælanda í þættinum í gær var talsmaður steikhúss að nafni Austur.  Það er að segja nafn veitingastaðarins er Austur.  Ég náði ekki nafni talsmannsins.  Austur ku vera nýr veitingastaður.  Nafnið vísar til þess að hann er í Austurstræti.  Það er lán.  Ef staðurinn væri á Túngötu héti hann sennilega Tún.  Það er ekki flott nafn á veitingastað.

  Sitthvað áhugavert er á matseðli Austurs.  Þar á meðal kolagrilluð kengúra,  kolklikkuð sebrahestasteik,  krókódílasteik,  hægeldaðir þorskahnakkar og margt fleira.  Talsmaðurinn hefur kynnt sér önnur íslensk steikhús og fullyrðir að Austur njóti sérstöðu.  Bæði hvað varðar verð og matreiðslu.  Hann sagðist jafnframt hafa kíkt inn á mörg steikhús erlendis og víðar.  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ætli maðurinn sé geimvera? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.4.2010 kl. 00:57

2 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  maður spyr sig.  Það eru ekki margir möguleikar.

Jens Guð, 15.4.2010 kl. 01:08

3 identicon

já gaman hefði verið að heyra hvað hann hafi ferðast víðar en hér og erlendis ég er nú ekki hugmyndarik en hallast að skýringu jónu!!

sæunn (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 01:45

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 15.4.2010 kl. 10:06

5 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  mig skortir líka hugmyndaflugið.  Ég held mig við skýringu Jónu Kolbrúnar þangað til annað er upplýst.

Jens Guð, 15.4.2010 kl. 11:27

6 Smámynd: Jens Guð

  Ómari Ingi,  takk fyrir hlekkinn.  Myndin er meiriháttar frábær!

Jens Guð, 15.4.2010 kl. 11:28

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Hann er væntanlega að tala um Hrísey, er ekki hægt að fá annálaða steinasteik þar?

Hjóla-Hrönn, 15.4.2010 kl. 11:46

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2010 kl. 12:30

9 identicon

Ég er búinn að rannsaka málið og þetta átti víst að vera ... "Hann sagðist jafnframt hafa kíkt inn á mörg steikhús erlendis, hann og Viðar."

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 18:38

10 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  ég hef aldrei til Hríseyjar komið.  En kannski er þetta skýringin.

Jens Guð, 16.4.2010 kl. 12:03

11 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 16.4.2010 kl. 12:03

12 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  þetta kemur líka til greina.  Eða kannski frekar að hann hafi kíkt á bæði steikhús erlendis og Viðar.

Jens Guð, 16.4.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.