Gos í Færeyjum

  Mikið hefur verið rætt um gos á Íslandi í dag og undanfarna daga.  Sem kannski er skiljanlegt ef betur er að gáð.  Minna hefur farið fyrir umræðu um gosið í Færeyjum.  Það er eins og Íslendingar viti ekki neitt um gosið í Færeyjum.  Hér er ný ljósmynd af gosinu í Færeyjum.  Þetta er aðeins örlítið brot af því gosi sem er framleitt í Færeyjum.   

  Myndina tók Ingólfur Júlíusson.  Sá hinn sami og á eina flottustu gosmyndina á www.boston.com og vann bókina frábæru  Ekki lita út fyrir  með Evu "norn".  

færeyjar - gos


mbl.is Engin merki um goslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Satt segirðu Jens, er jolly ekki afleggjari af danska jollyinu. Það finnst mér miður gott. Aqua er það ekki eins allsstaðar ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.4.2010 kl. 21:40

2 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún Þóra,  Jolly drykkirnir í Færeyjum eru framleiddir af Föroya Bjór í Færeyjum.  En það er rétt að Jolly er upprunalega danskur drykkur.

  Ég veit ekki hvernig er með Aqua.  Hinsvegar veit ég að færeyska kranavatnið er betra en það íslenska.  Fyrir bragðið er til að mynda færeysku Jolly drykkirnir betri en þeir dönsku.

Jens Guð, 24.4.2010 kl. 22:00

3 identicon

Þetta eru sérlega falleg gos.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 22:08

4 Smámynd: Hannes

Þessi ískápur lítur mjög vel út. Það væri gaman að prufa Færeyskt gos við tækifæri ásamt Færeysku áfengi.

Hannes, 24.4.2010 kl. 22:25

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo má nefna Föroya bjórinn sem er viðhafnarútgáfa af gosinu. Mig minnir að stofnendurnir og núverandi eigendur séu Waag fjölskyldan en afleggjarar þaðan eru m.a. Hjálmar Árnason og Hjálmar W. Hannesson. Þessu komst ég að þegar ég skrifaði viðtalsþátt í Heima er best þar sem ég ræddi við heiðursmanninn Árna Waag kennara, leiðsögumann og óvenjulegan þekkingarbrunn um náttúrufræði en við vorum systrungar.

Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 23:15

6 identicon

Árni Waag kenndi mér náttúrufræði í Víghólaskóla. Hann var skemmtilegur kall sem safnaði fyndnum prófsvörum og hafði einstaklega gaman af því að lesa þau upp í tímum.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 00:41

7 Smámynd: Sverrir Einarsson

Stofna þrýsithóp og fá Jolly Cola aftur í búðir sem og Krem Sóda (þessi með myndunum af þremur köllum með pípuhatta).

Sverrir Einarsson, 25.4.2010 kl. 03:27

8 Smámynd: Hörður Halldórsson

Svolítið dýrt hjá þeim gosið því ég sé ekki betur tölurnar 14 kr og 17 kr sem er talsvert dyrara en hjá okkur.Krónan þeirra er 23 ,þá kostar gosið 322-390 ísl krónur.og það 1/2 lítra flöskur.Reyndar er krónan okkar fallin úr öllu viti því lengst af máttti margfalda gengismunin með ca 10 og þá fær maður svipaðri tölur og ættu að vera.

Hörður Halldórsson, 25.4.2010 kl. 08:03

9 identicon

Tharna var eg platadur thad verd eg ad vidurkenna, eg hefdi ekki opnad thetta blogg ef eg vissi ad thad vaeri um gos drykki, fyndid og frabaert

kv

Oli

Ólafur Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 12:20

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig langar frekar í svona gos, verð kannski að fara til Færeyja

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2010 kl. 12:41

11 identicon

Gaman að sjá hvað frændir vorir eru sniðugir að nota danska spenapenningin í

Trausti Trausta (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 13:31

12 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  fallegra gerist það ekki.

Jens Guð, 25.4.2010 kl. 15:07

13 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Bjórinn er ofboðslega góður að mínu mati, en þetta jolly - sull er ódrekkandi.... Misjafn er þó smekkur manna..

kv d

Halldóra Hjaltadóttir, 25.4.2010 kl. 17:55

14 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þessi ísskápur var svo lokkandi að Ingólfur Júlíusson stóðst ekki mátið að smella mynd af honum.  Reyndar var þetta í bensínsjoppu og úrvalið aðeins brot af því sem er í stórmörkuðum.  Ég er lítið fyrir gos en segi það satt og án eðlislægrar hlutdrægni gagnvart færeyskum að það er vrkilega gott.  Einkum rauði gosdrykkurinn í efri hillunni.  Það er berjabragð af honum.  Og ekki má gleyma snafsinum Lívsins vatni.  Ég þarf að redda þér flösku af því næst þegar ég skrepp til Færeyja. 

Jens Guð, 25.4.2010 kl. 21:49

15 Smámynd: Hannes

Jens. Það væri gaman að fá að prufa Lídsins vatn við gott tækifæri. Hver er munurinn á því og Eldvatni sem er til í Átvr?

Hannes, 25.4.2010 kl. 23:14

16 Smámynd: Jens Guð

  Árni,  ég man ekki betur en að núverandi forstjóri Föroya Bjór heiti Árni Waag.  Þetta stemmir allt saman.

Jens Guð, 26.4.2010 kl. 23:05

17 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  takk fyrir þennan fróðleiksmola.

Jens Guð, 26.4.2010 kl. 23:07

18 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  Jolly Cola er yfirleitt á boðstólum á dönskum dögum í Hagkaupum.  Ég kveiki ekki á perunni með þetta Krem Soda.

Jens Guð, 26.4.2010 kl. 23:09

19 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  þetta er í bensínsjóppu.  Gosið er dýrara þar en í matvörumörkuðunum.  En svona er þetta þegar íslenska krónan er í klessu.  Árum saman bætti maður bara 0 við til að fá út hvað vörur í Færeyjum kostuðu í íslenskum krónum.  Vöruverð í Færeyjum hefur ekkert breyst en vegna hruns íslensku krónunnar þarf að margfalda færeyska verðið með 23.  Svekkjandi.

Jens Guð, 26.4.2010 kl. 23:14

20 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur,  ertu með fordóma gagnvart gosdrykkjum?

Jens Guð, 26.4.2010 kl. 23:15

21 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  ég get ábyrgst að Færeyingar taka vel á móti þér.

Jens Guð, 26.4.2010 kl. 23:15

22 Smámynd: Jens Guð

  Trausti,  það renna miklu hærri fjárupphæðir frá Færeyjum til Danmerkur en frá Danmörku til Færeyja.

Jens Guð, 26.4.2010 kl. 23:17

23 Smámynd: Jens Guð

  Halldóra,  bjórinn er bestur.  En mér skilst að Jolly Cola komi vel út sem bland.

Jens Guð, 26.4.2010 kl. 23:18

24 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  Eldvatnið er framleitt á Íslandi.  Lívsins vatn er framleitt í Danmörku en úr færeysku vatni og færeyskum kryddjurtum.  Ég hef ekki smakkað Eldvatnið.  En Lívsins vatn er frábær snafs.

Jens Guð, 26.4.2010 kl. 23:20

25 Smámynd: Hannes

Jens. Maður verður þá að prufa þennan Fífleyska snafs við tækifæri enda fátt betra en góður snafs.

Hannes, 26.4.2010 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband