29.4.2010 | 13:21
Áróður sem virkar ekki
Til fjölda ára hefur allskonar áróður verið prentaður á sígarettupakka. Þar er fullyrt að reykingar geti valdið hægfara og kvalafullum dauða, valdið lungnasjúkdómum, séu mjög skaðlegar fyrir þig og þá sem eru nálægt þér og svo framvegis. Þessi háttur er ekki aðeins hafður á hérlendis heldur líka í útlöndum og víðar.
Rannsóknir sýna að þessar merkingar hafa ekkert varnargildi. Þvert á móti. Þær hafa hvetjandi áhrif í þá átt að fleiri vilja reykja og þeir sem þegar reykja vilja reykja meira. Sálfræðingar kunna skil á ástæðum þess. Ég ætla ekki að fara út í það heldur undrast að þessum merkingum sé haldið áfram eftir að umrædd vitneskja liggur fyrir. Og þó. Rannsóknir hafa sömuleiðis sýnt fram á að það er enginn munur á aksturshæfni bílstjóra eftir því hvort hann heldur á farsíma eða hvort hann notar handfrjálsan búnað. Samt er stranglega bannað - að viðlögðum háum fjársektum - að ökumaður tali í farsíma án handfrjáls búnaðar.
Aftur á móti er refsilaust fyrir ökumenn að halda á og tala í talstöð. Jafnvel einhverja bölvaða vitleysu. Eðli málsins samkvæmt er enginn munur á því hvort ökumenn halda á talstöð eða farsíma. Nema: Annað er bannað. Ekki hitt.
Sumum finnst rosalega gaman að setja lög. Banna hitt og þetta. Hvort sem einhver glóra er í því eða ekki. Núna síðast var Álfheiður Ingadóttir að banna fólki undir 18 ára aldri að fara í sólbað. Lögreglan er að skipuleggja eftirlit með sólböðum í sumar. Gestir á Ylströndinni í Nauthólsvík verða að hafa meðferðis nafnskírteini á sólríkum dögum. Annars verða þeir sektaðir. Sú hugmynd hefur þó einnig komið upp að loka Ylströndinni á sólardögum vegna þessa.
Ómerktir sígarettupakkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 19:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 1029
- Frá upphafi: 4111554
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 865
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Áhugavert.
Getur þú bent á þessar rannsóknir fyrir okkur sem viljum kynna okkur þetta betur?
Karma (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 14:22
Ástæðan fyrir því að þessar viðvaranir verka ekki er að fíkniefnaneytendur* taka ekki mark á þeim fyrr en það er orðið of seint. Og þá skipta þær engu máli hvort sem er.
*Reykingafólk + víndrykkjufólk eru fíkniefnaneytendur alveg eins og hassistar + heróínneytendur + kókaínfíklar o.s.frv. Að halda öðru fram er tvískinnungur.
ps. Líst vel á þessa tillögu um að loka ylströndinni á sólardögum. Slikt bann myndi koma í veg fyrir margan harmleikinn.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 17:11
he he góður Jens, og þetta er rétt hjá þér.. það er nefnilega auðveldara að banna en nota skynsemina.. vondir og heimskir stjórnmálamenn hækka skatta og banna allt mögulegt.. góðir stjórnmálamenn finna lausnir sem eru til heilla fyrir flesta.. hversu marga góða stjórnmálamenn manstu eftir á klakanum ?
Óskar Þorkelsson, 29.4.2010 kl. 17:53
Það er eitt land búið að banna tóbak, http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/4012639.stm
Þetta er eitthvað sem við eigum að gera hér á Íslandi líka. Tóbak drepur fleiri og kostar samfélagið meira en nokkuð annað. Það er meira að segja sagt á sígarettupökkum að tóbak drepur og veldur sjúkdómum, hvernig slíkur varningur getur verið leyfður er mér algjör ráðgáta.
Jújú, auðvitað yrði alveg hellingur af reykingarfólki alveg sótvitlaust af reiði ef tóbak yrði bannað, en eftir nokkrar vikur þegar fólk er komið yfir fráhvörfin þá væri það eflaust mjög ánægt með að vera búið að sigrast á fíkninni.
En eins og með allt annað þá eru stórar upphæðir í sölu tóbaks og þar af leiðandi er erfitt fyrir þá aumingja sem eru valdhafar að taka stöðu og halda alvöru vörð um heilsu almennings í stað þess að eltast við að sleikja rassgötin á tóbaksframleiðendum og sölum.
Tómas Waagfjörð, 29.4.2010 kl. 18:25
Í tilefni af þessum vangaveltum þá bloggaði ég þriggja liða fíkniefnaspurningu til þeirra sem hafa áhuga á málefninu.
Spurningin er hér.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:05
Ég þoli ekki fólk sem vill hafa vit fyrir mér og geri allt öfugt við það sem það vill. Til að fækka slysum kom sú hugmynd upp hjá sumum sem afætum sem lifa á ríkinu að banna mótorhjól því að við erum í meiri hættu á að deyja í slysum en þeir sem eru i bílum.
Það á að leyfa fólk að gera það sem það vill þó að það skaði sjálft sig. Ef einhvejir vilja hafa vit fyrir öðrum þá væri best að þeir héldu kjafti og myndu flytja á Suðurpólinn og láta aðra í friði.
Hannes, 29.4.2010 kl. 19:11
Mér finnst að það ætti að banna mótorhjól, a.m.k. þangað til ég eignast eitt.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:22
Að reykja er bara ekki einkamál þess sem reykir Hannes minn, reykurinn er baneitraður og berst hvert sem er og skaðar aðra í kringum þig. Og tala nú ekki um sjúkdómana sem kosta samfélögin himinháar upphæðir, bara vegna þess að okkur finnst við eiga rétt á því að gera það sem við viljum.
Ég er reykingamaður sjálfur og ég tala með tóbaksbanni og að einhverjum skuli finnast það eðlilegt að vara sem drepur sé seld með leyfi ríkissins er fásinna. Ef tóbak myndi drepa okkur á einum degi í stað áratuga þá yrði allt annað viðhorf í gangi. En flest fólk er fífl og getur ekki séð lengra en nef þess nær.
Tómas Waagfjörð, 29.4.2010 kl. 19:34
Grefill Það er best að hafa sem minnsta foræðishyggju og banna sem minnst og auðvitað eiga allir að mega blogga svo lengi sem að fólk er ekki að ráðast á aðra með skítkasti eða að brjóta lög.
Hannes, 29.4.2010 kl. 19:36
Karma, ég get það áreiðanlega. Ég nenni því bara ekki. Áhugasamir geta klárlega fundið eitthvað um þetta á "gúglinu".
Jens Guð, 29.4.2010 kl. 19:54
Grefill, með því að setja á allsherjar útivistarbann 23 klukkutíma á sólarhring er hægt að koma í veg fyrir margan harmleik. Líka ef bílar og mótorhjól verða bönnuð. Og hvítt hveiti, sykur og kynlíf utan hjónabands.
Jens Guð, 29.4.2010 kl. 20:05
Jens mér líst vel á kynlífsbannið. Það er fín hugmynd en hitt ekki.
Hannes, 29.4.2010 kl. 20:09
Sæll Tómas.
Ég ráðlegg þér að finna greinar um rannsóknir um óbeinar reykingar sem hafa verið kostaðar af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Sú viðamesta og jafnframt sú fyrsta sem gerð var fyrir þeirra atbeina sýndi framá nákvæmlega enga fylgni milli sjúkdóma og óbeinna reykinga. Henni var samstundis stungið undið stól, aldrei birt obinberlega, og ný pöntuð. Af öðru rannsóknarteymi með leiðandi spurningar og fyrirfram pantaða niðurstöðu. Sú rannsókn var mun viðaminni, fyrirtækið ekki jafn virt, en miklu hlýðnara. Seinni rannsóknin var fjármögnuð að mestu af lyfjarisum sem selja nikótín vörur. Hættu að trúa öllu sem er matreitt ofan í þig. Heimurinn er ekki svona svakalega góður!
Dagga (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 20:38
Tómas. Ríkið og lífeyrissjóðir stórgræða á tóbaki því að það sparast gífurlegir peningar þegar reykingamenn deyja ungir. Ef aðili lifir hollu lífi og nær vel yfir nírætt er það þá ekki mjög slæmt því að það kostar svo mikinn pening að gefa honum lyf og setja hann svo á elliheimili síðustu æviári?
Dagga þegar það er tekið mið af sparnaði ríkisins þegar reykingamenn deyja þá borgar sig að gefa öllum reykingamönnum sígarettur því að það er ódýrara en ellilífeyririnn.
Hannes, 29.4.2010 kl. 20:48
mér finnst svo sem í góðu lagi að reyna að draga úr reykingum, því allir vita að þær eru í það minnsta ekki hollar. þó er margar fullyrðingarnar á sígarettupökkunum hæpnar, eða í það minnsta orðaðar full víðtækt.
„Reykingar drepa“
jú vissulega hafa menn séð tengsl milli reykinga og ýmissa sjúkdóma, en lífið eitt og ér drepur. alla vega veit ég um engan sem sloppið hefur lifandi frá því ;)
„Þeir sem reykja deyja fyrir aldur fram“
þessi fullyrðing er hæpin. hún felur í sér að allir sem reyki deyi fyrir aldur fram, sem er alrangt. sumir gera það, en aðrir ekki. eins er fjöldi fólks sem aldrei hefur reykt sem deyr fyrir aldur fram.
„Ráðlegðu þig við lækninn þinn eða lyfjafræðing um [hvernig þú getur hætt að reykja, eða eitthvað í þá átt]“
jú fólk hefur sinn heimilislækni, en hefur fólk sinn prívat lyfjafræðing? textann mætti skilja sem svo.
en niðurstaðan er sú að það þykir í lagi að bulla í þágu málstaðarins. í þágu pólitískrar rétthugsunar.
Brjánn Guðjónsson, 29.4.2010 kl. 22:41
Óskar, ég veit ekki um marga góða stjórnmálamenn. Það er að segja atvinnustjórnmálamenn. Enda þekki ég ekki svo marga stjórnmálamenn. En það er alveg hægt að finna einlæga hugsjónamenn í stjórnmálum. Til að mynda Sigurjón Þórðarson, formann Frjálslynda flokksins, og Ólaf F. Magnússon.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 00:23
Tómas, þú ert að endursegja einhliða áróður gegn reykingum. Yfir 90% fólks sem reykir hefur bara gott af því. Það eru einungis örfáar undantekningar sem kunna ekki með tóbak að fara. Það sama fólk kann sér heldur ekki hófs í til að mynda kaffiþambi, mjólkurþambi, sykuráti, lakkrísáti og hömlulausum glannaakstri um götur bæjarins. Þetta er hættulegt fólk.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 00:28
Grefillinn,
" a) Eru þeir sem reykja/nota tóbak og þeir sem drekka áfenga drykki ekki fíkniefnaneytendur, rétt eins og hassistar, kóakaínnotendur og heróínfíklar?
b) Hugsa ekki flestir, sem heyra eða sjá orðið "fíkniefni" notað, til dæmis í fréttum, að hér sé alltaf og eingöngu verið að tala um önnur efni en tóbak og áfengi?
c) Flestir sem nota tóbak eða áfengi gera það reglulega. Geta þeir þá nokkuð talist "minni" fíkniefnaneytendur en til dæmis þeir sem nota hass, kókaín eða heróín reglulega?
Mitt svar er: "Jú, auðvitað eru allir sem nota eitthvað af þessum fíkniefnum fíkniefnaneytendur. Að halda öðru fram er tvískinnungur."
Þarna ertu að teygja hraustlega á orðinu fíkniefnaneytendur. Með sömu rökum eru kaffifíklar fíkniefnaneytendur. Líka gosdrykkjafíklar, Og adrenalínfíklar. Til að mynda fallhlífastökkvarar, skokkarar... Að ógleymdum kynlífsfíklum.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 00:38
Hannes, ég heyrði í útvarpinu í dag einhverjar vangaveltur um að skylda eigi fólk á mótorhjólum að klæðast tilteknum klæðnaði. Mér heyrðist það vera eitthvað á borð við legghlífar, hnjáhlífar, olnbogahlífar, pungbindi og svo framvegis. Þetta þýðir að þegar lögga stoppar mótorhjólaknapa verður hún umsvifalaust að fletta niður um hann brækur og sannreyna að kauði sé klæddur samkvæmt lögum.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 00:46
Grefill (#7), ég held að það sé styttra í bannið en að þú eignist mótorhjól.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 00:47
Persónuleg ástæða mín að ég væri mjög sáttur við algjört bann reykinga er einfaldlega sú að reykurinn, hvort sem hann er skaðlegur öðrum óbeinum reykingamönnum eða ekki, er einfaldlega viðbjóðslegur. Þetta smýgur inn í allt og festist í öllum fötum og lyktina losnar maður ekki auðveldlega við. Þannig að þeir sem nota munntóbak eða taka í nefið geta fert það eins mikið og oft og þeir vilja án þess að vera trufla aðra. Ætli þetta sé ekki svipað og að "reka við" eða "bora í nefið" fyrir framan annað fólk, og reykingar myndu þá vera "prumpið" sem á það til að vekja ólukku hjá öðrum viðstöddum en "nef borið" er kannski meira bara ílla séð fremur enn hitt. En jú þetta er nú bara mín persónulega skoðun.
Pétur (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 09:34
Tómas (#8), þetta sama á við um afskaplega margt annað: Flest sem fólk gerir sér til gamans snertir aðra á einhvern hátt. Margir þola illa reykinn frá nágrönnum að grilla. Margir upplifa óþægindi vegna hávaðasamra mótorhjóla eða annarra nágranna eða heimilisfólks. Fjöldi sjúkdóma er áunninn vegna lífernis. Kostnaðurinn vegna þeirra lendir á samfélaginu. Íþróttafólk stíflar meira og minna slysavarðstofur landsins daginn út og inn. Aksturslag annarra í umferðinni veldur mörgum leiðindum, vandræðum og jafnvel slysum. Þannig mætti áfram telja.
Reykingar eru léttvægar. Þær slasa ekki nágranna. Þar fyrir utan þykir mörgum reykingalyktin góð þó þeir sjálfir reyki ekki. Einkum sækir fólk í góða vindlalykt.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 11:07
Hannes (#9), ég kvitta undir þessi orð.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 11:13
Dagga, áróður gegn reykingum er rosalegur og miklir hagsmunir í húfi. Lyfjarisarnir keppast við að selja nikótíntyggjó, nikótínplástra, gervisígarettur og sitthvað fleira. Lyfjarisarnir eru einhverjar mestu og ósvífnustu mafíur heims.
Ofan á þetta bætast nýaldarrugludallarnir í hrönnum með öll sín námskeið til að venja fólk af reykingum, armbönd til að bægja reykingalöngun frá, innrammaðar bænir til að herða mótstöðu gegn reykingum, geisladiskar með hollráðum gegn reykingum, bækur með hollráðum gegn reykingum, dáleiðslumeðferðir gegn reykingum, nudd gegn reykingalöngun, Feng Su uppröðun á húsgögnum til að verjast reykingalöngun og svo framvegis.
Til að átta sig á stöðunni má bera saman að aldrei sjást auglýst námskeið þar sem fólki er kennt að reykja. Aldrei eru seldir plástrar til að kveikja löngun í sígarettur. Áróðurinn er einhliða og ofstækisfullur.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 11:22
Hannes (#14), góður punktur.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 11:23
Brjánn, reykingar eru hollar. Ef þær eru í hófi gera þær ekki annað en herða lungun og styrkja. Það er góð leikfimi fyrir lungun að kljást við reyk af og til. Held ég. Þar fyrir utan er reykingafólk harðasta útivistarfólk sem um getur. Í norðan garra og stórhríð norpar reykingafólk undir húsveggjum og andar að sér súrefnisríku og hreinu lofti. Það er gaman að sjá þegar reykingafólkið kemur inn, geislandi af heilbrigði og hressileika. Inni húkir hinsvegar í loftleysi grámyglulegt fólk sem ekki reykir.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 11:28
Pétur, þetta sama má segja um margar aðrar munaðarvörur. Til að mynda kæsta skötu, sterkkryddaða karrýrétti...
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 11:30
Bönn eru eins og segulstál... sérstaklega fyrir unglinga...
DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 12:40
Hef heyrt að flestir deyji í rúminu. Er ekki kominn tími á að setja verulegar skorður á sölu á slíkum skaðræðisvarningi!
kjellingin (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 14:12
Það er náttúrulega bara vitleysa að halda því fram að reykingar séu hollar. Ég segi ekki að reykja 1 til 2 sígarettur á dag sé svo skaðlegt en staðreyndin er hinsvegar sú að flestir reykingamenn reykja mun meira en það. Því tóbak er gríðarlega sterk fíkniefni sem erfitt er að losna undan. Læknir sem ég þekki hefur sagt mér að hans bestu kúnnar (sjúklingar) séu reykingarmenn. Hversvegna skildi það vera?
Myndi vilja sjá heimildina um gagnleysi aðvarana á sígarettupökkum.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 14:16
@26 ég frussaði gosi yfir allt lyklaborðið sem senn er að eyðileggjastriooiopwsz.þ.,.
Óli (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 18:17
Jens þeir sem berjast gegn reykingum hafa vit á að reikna ekki út sparnaðinn.
Hannes, 30.4.2010 kl. 20:01
DoctorE, þetta er rétt hjá þér. Börn og unglingar hafa sterka þörf fyrir að þreifa á sjálfstæði sínu. Liður í því er að fikta við það sem er bannað. Rannsóknir hafa sýnt að ef foreldri umber bannaða hegðun barns eða unglings þá þarf viðkomandi að ganga ennþá lengra til að sannreyna sjálfstæði sitt.
Ef foreldri leyfir barni að reykja vindur barnið sér í áfengið. Ef barninu er leyft að drekka áfengi snýr barnið sér að dópinu. Ef barn hefur ekki þessa áráttu verður það ofur háð foreldrum sínum fram eftir öllum aldri.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 23:18
Kjellingin, það er svo ótalmargt sem þarf að banna. Ég veit varla hvar á að byrja.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 23:19
Davíð, þegar járntjaldið féll gengu vestrænir læknar út frá því sem vísu að öndunarfærasjúkdómar væru grasserandi í hinum loftmenguðu iðnaðarborgum fyrir austan. Sú var hinsvegar ekki raunin. Asmi og þess háttar er algengastur í sótthreinsaðasta umhverfinu í Svíþjóð.
Hver er skýringin? Jú, lungu sem fá að reyna á sig verða sterk og vígaleg. Hrista af sér mengað loft, reyk og þess háttar án þess að blása úr nös.
Ástæðan fyrir því að reykingamenn eru bestu/helstu sjúklingar lækna er sú að það er búið að heilaþvo sjúklingana á að reykingar séu svo erfið fíkn að það sé engin leið að hætta nema með aðstoð nikótíntyggjós, nikótínplástra, námskeiða og allskonar bull af því tagi.
Staðreyndin er sú að það er ekki meira mál að hætta að reykja en hætta að borða sykur eða hætta að drekka kaffi. Þetta er ákvörðun sem fólk getur tekið með bros á vör. Yfir 90% af sígarettufíkn reykingamanns er sálræni þátturinn. Hegðunarmynstur sem hefur verið endurtekið mörg þúsund sinnum er orðið að sterkum vana. Þetta að byrja alla morgna á að fá sér kaffi, kveikja í sígartettu, lesa Fréttablaðið og hafa útvarpið í gangi... Eða taka pásu í vinnunni með því að rölta með kaffi í reykingaherbergið og kveikja í einni sígó með vinnufélögunum.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 23:31
Óli, þú þarft að fá þér vatns- og þvottahelt lyklaborð. Það fæst í Múlalundi og kostar ekki nema 1500 kall.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 23:33
Hannes, þeir skauta framhjá svoleiðis eins og ótal mörgu öðru.
Jens Guð, 30.4.2010 kl. 23:35
Jens þegar menntalið og forsjárhyggjuliðið er annars vegar þá er bara litið á það sem henta þeim en annað ekki.
Ég mæli með að þú farir að berjast fyrir kynlífsbanni enda fyrir löngu orðið tímabært að stemma stigu við því þjóðfélagsmeini.
Hannes, 1.5.2010 kl. 01:04
Jens, sálræni vandinn við að hætta er alveg jafn marktækur eins og líkamlega fíknin sem er erfitt að losa sig við, þannig að segja að hætta að reykja sé jafn erfitt og að hætta að borða sykur er hlægilegt, skildist að það væri auðveldara að hætta að nota heróín heldur en að hætta að reykja, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
En aðeins um þennan áróður sem þú talar um, las hérna víðamikla könnun (eins og þú ætla ég ekki að vitna í neitt) sem sagði að það væri líklegra að fólk með lægri greindarvísitölu reykti, sem mér finnst jú mjög rökrétt, þarft að vera heldur heimskur til að byrja að reykja eitthvað sem gæti drepið þig á endanum, tala nú ekki um ótillitsemina við aðra að þurfa að anda þetta sull að sér. En væri þá ekki málið að smella svona stóru merki á pakkana, "Flestir sem byrja að reykja eru heimskari en meðalmaðurinn" eða bara "fólk sem reykir er heimskt"! Yrði það ekkki betri áróður fyrir ungu kynslóðina heldur en að segja að sígarettur séu hættulegar, sem margir unglingar virðast skilja sem annað orð yfir töff.
Tryggvi (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 02:14
Málið er bara að reykingar eru TÖFF! Thats all!
Björn (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 10:51
Hannes, ég berst ekki fyrir bönnum. Ég berst gegn bönnum.
Jens Guð, 1.5.2010 kl. 14:52
Tryggvi, það er rangt að auðveldara sé að hætta að nota heróín en hætta að reykja. Líkamleg fráhvarfseinkenni þess sem hættir að nota heróín eru kölluð "cold turkey". Þau einkennast af rosalegum beinverkjum, köldum svitaköstum, hausverk, uppköstum og einhverju svoleiðis. Þetta ástand stendur í nokkra daga. Fólki finnst það vera að springa af verkjum og óþægindum, upplifir sig vera að ganga í gegnum helvíti.
Sá sem hættir að reykja upplifir ekkert svona. Það eina sem "böggar" hann er smá löngun í sígarettu.
Það er rétt að hlutfallslega fleira ómenntað, fátækt, illa gefið og ljótt fólk reykir en langskólagengið, ríkt, gáfað og fallegt fólk. Munurinn er samt ekki nógu mikill til að standa undir fullyrðingu á borð við "Fólk sem reykir er heimskt".
Almennt er blæbrigðamunur á lífsstíl og hegðun heimska og ljóta fólksins annarsvegar og hinsvegar gáfaða og fallega fólksins. Fyrrnefndi hópurinn sækir meira í ruslfæði á borð við hamborgara, franskar, djúpsteikta kjúklingabita, pizzur og þambar kók með; horfir á fótbolta í sjónvarpinu í bland við sápuóperur, sötrar bjór, reykir og toppurinn í tilverunni er að fara með fjölskylduna í Húsdýragarðinn.
Síðarnefndi hópurinn borðar grænmeti, ávexti, steikur og pönnusteiktan fisk; drekkur nýpressaðan ávaxtasafa eða hvítvín með, spilar golf á góðviðrisdögum á milli þess sem skroppið er til sólarlanda, tekið á því í ræktinni, skroppið á sinfóníuhljómleika eða leikhús, sötraðir fínir kokteilar og toppurinn á tilverunni er að fara með fjölskylduna í skíðaferðalag til Sviss og safaríferð til Afríku.
Jens Guð, 1.5.2010 kl. 15:16
Björn, reykingar eru töff.
Jens Guð, 1.5.2010 kl. 15:18
Jens vertu ekki að fíflast þú gerirr undantekningu þegar kynlíf er annarsvegar eins og ég. Svo þarf líka að berjast fyrir því að konur séu eign feðra og eiginmanna sinna.
Hannes, 1.5.2010 kl. 20:06
Herra Jens (#18): Grefill, Þarna ertu að teygja hraustlega á orðinu fíkniefnaneytendur. Með sömu rökum eru kaffifíklar fíkniefnaneytendur. Líka gosdrykkjafíklar, Og adrenalínfíklar. Til að mynda fallhlífastökkvarar, skokkarar... Að ógleymdum kynlífsfíklum.
Ég, Grefill: Er tóbak og áfengi ekki hvort tveggja fíkniefni, Jens? Það er kjarninn í því sem ég var að segja í minni færslu.
Ég er að benda á tvískinnunginn sem felst í að kalla hassista, kókaínfíkla og heróínneytendur því neikvæða orði "fíkniefnaneytendur" á meðan þeir sem nota tóbak eru kallaðir "reykingafólk" og þeir sem drekka áfengi ... ja ... "gleðipinnar og pæjur"?
Í mínum huga þá er tóbak og áfengi ekkert annað en fíkniefni rétt eins og hass, kókaín, heróín ... og hvað þetta heitir allt saman.
Því ber að flokka þá sem reykja tóbak og þá sem drekka áfengi sem fíkniefnaneytendur, alveg eins og í hinum tilfellunum. Annað er hreinn og klár tvískinnungur.
Ég minntist ekkert á kaffi, gos, adrenalín, fallhlífarstökk, skokk eða kynlíf ... þannig að ég var ekkert að teygja þetta þangað. Þú gerðir það upp á eigin spýtur - án minnar aðstoðar. Annars held ég að fallhlífarstökk verði seint flokkað sem fíkniefni ... frekar en til dæmis hundahald.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 22:24
Grefill, áfengi getur fallið undir skilgreiningu á fíkniefni. Ekki tóbak. Það er í flokki með kaffi, kóladrykkjum og þess háttar fyrirbærum. Ef tóbak er fíkniefni eru kaffi og kóladrykkir það líka. Einnig adrenalín, svefntöflur, þunglyndislyf og svo framvegis.
Ef við förum að nota orðið fíkniefni yfir fleiri hluti en hingað til þá lendum við fljótt á villigötum. Hingað til hafa fíkniefni verið kölluð dóp. Línan er dregin við þau efni sem eru kölluð dóp. Tóbak, hvort sem er í formi vindla eða sígaretta eða í vörina, er ekki dóp.
Jens Guð, 2.5.2010 kl. 11:31
Heyrðu, Jens ... má ég koma með tillögu?
Skiptu út skoðanakönnuninni um bestu plötur Megasar og settu inn: "Er tóbak dóp" ... og svarmöguleikana "Já" og "Nei".
Hvernig líst þér á það?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 13:20
Grefill, þetta er góð hugmynd. Ég ætla að leyfa atkvæðunum um plötur Megasar að fara eitthvað örlítið yfir 600. Síðan skelli ég hinni spurningunni inn. Eða kannski get ég haft tvær kannanir í gangi samtímis. Ég ætla að tékka á því.
Jens Guð, 2.5.2010 kl. 18:40
Getur haft fimm í gangi samtímis. Ég er með fimm í gangi hjá mér ... kíktu og taktu þátt ... þær eru hægra megin efst.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.