Stórmerkilegar upplýsingar

  Fundi borgarstjórnar í dag var að venju útvarpað á stuttbylgju (fm) 98,3.  Hann var hinn fjörlegasti og fróðlegur um margt.  Einkum vekja athygli háar skuldir borgarinnar (deilt á hvern íbúa borgarinnar).  Hér fyrir neðan er það helsta sem bar til tíðinda á fundinum.  Þegar þið hafið lesið það er upplagt að kíkja á www.utvarpsaga.is.  Þar til hægri er skoðanakönnunum um hvort þið ætlið að kjósa H eða F eða eitthvað annað framboð til borgarstjórnar eftir tæpan mánuð.

  1.  Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Jafnframt lögð fram endurskoðunarskýrsla Pricewaterhouse Coopers hf., ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu og skýrslu mannvirkjaskrifstofu um framvindu nýframkvæmda 2009.

        Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Þær 2,5 milljónir króna sem hver einasti borgarbúi skuldar í dag eru að langmestu leyti tilkomnar vegna glórulítilla fjárfestinga og framkvæmda í orkumálum og takmarkalítillar þjónkunar við erlend málmbræðslufyrirtæki.

        Samþykkt með samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Reykjavíkurborgar ásamt endurskoðunarskýrslu til síðari umræðu.

  2.  Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar:

Borgarstjórn samþykkir að endurvekja 10 mínútna tíðni Strætó á stofnleiðum innan Reykjavíkur. Í því skyni að fjármagna þá þjónustuaukningu verði m.a. teknar upp viðræður við ríkisstjórnina um endurgreiðslu á olíugjaldi á almenningssamgöngur, sbr. nýframlagða samgönguáætlun til fjögurra ára. 

 
       Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Um leið og fagnað er tillögum um bættar almenningssamgöngur er minnt á að fulltrúar fjórflokksins hafa um langt árabil ekki stutt tillögur mína þar að lútandi. Bætt aðgengi almennings og niðurfelling gjaldtöku vegna almennings-samgangna er brýnt samgöngu og umhverfismál, sem gæti leitt til mikils sparnaðar og betra mannlífs í borginni þegar upp er staðið.

        Samþykkt er með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til umhverfis- og samgönguráðs. 


    3.  Fram fer umræða um hámarkshraða á götum í Reykjavík.

        Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Það er ófrávíkjanleg krafa mín og þess framboðs um heiðarleika og almannahagsmuni sem býður fram til borgarstjórnarkosninganna 29. maí nk. að hvergi verði gefið eftir varðandi 30 km hámarkshraða í öllum hverfum borgarinnar, sem og í miðborginni. Umferðarslysum í borginni verður að útrýma með stífum hraðahindrandi aðgerðum og mislægum tengslum gangandi og akandi umferðar.


mbl.is Sammála um að auka tíðni strætóferða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jens.

Vegna þess að þér virðist annat um Ólaf F og hans skoðanir í borgarmálum.  Þá vil ég bara segja þér að Ólafur F er eins og allir aðrir í borgarstjórn Reykjavíkur  búnir að loka augunum fyrir því að það er engin sandur til í fjöru sem tilheyrir höfuðborginni !  Ólafur F hefur tekið þátt í því að láta rysuga upp allan sand úr sjónum sem umliggur höfuðborgina !  Þar er heldur ekkert lífríki lengur !  Allt dautt !

Ólafur F vinur þinn telur sig vera svo mikin nátturuverndarsinna !

Mundu að spyrja hann um afstöðu hans til þessa máls og segðu okkur svo frá ?

JR (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Jens Guð

  JR,  ég skal spyrja Ólaf F.  út í þetta.  Er ekki einhver sandur á Ylströndinni?  Ólafur F.  er gegnheill náttúruverndarsinni.  Vakinn og sofinn yfir þeim hugsjónum sínum.  Langt umfram til að mynda mig.  Þar fyrir utan er hann samviskusamur í borgarmálum almennt og mjög áhugasamur um þau.  Borgarstjórnartíð hans einkenndist af mikilli aðhaldssemi í fjármálum.  Á 12 ára setu hans í borgarstjórn hefur hann aðeins farið í eina utanlandsferð á kostnað borgarinnar.  Hún var til Færeyja.  Til viðbótar hefur Ólafur F. aldrei þegið né borið sig eftir mútufé frá bönkum eða neinum öðrum fyrirtækjum sem keypt hafa sig til áhrifa í gegnum borgarfulltrúa.

  Ég tek fram að Helga Þórðardóttir,  sem leiðir F-lista Frjálslynda flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum,  er sömuleiði afar vönduð og heiðarleg hugsjónamanneskja.  

Jens Guð, 4.5.2010 kl. 23:11

3 identicon

Sé á Útvarp Sögu-könnuninni að H-listi Ólafs er með 14% fylgi, mun meira en t.d. Samfylkingin (10%) og Frjálslyndir (3%). Sá Besti rústar þessu með um 46% fylgi. Jón Gnarr er næsti borgarstjóri.

Fara menn annars ekki léttilega inn á 14 prósentum? Annars finnst mér Ólafur ekki með nógu gott PR í gangi ... hann virkar alltaf eitthvað svo fúll, sérstaklega út í hina flokkana. Þyrfti að fá sér Fýlueyði.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 00:53

4 Smámynd: Kama Sutra

Ég er sammála Greflinum.  Ef það er eitthvað sem Ólaf F. vantar sárlega er það Fýlueyðir.

Hann mætti einnig fá sér Skoðanaskipti í leiðinni.  Fæst hjá Grefli.

Kama Sutra, 5.5.2010 kl. 01:04

5 identicon

Lítið að marka skoðanakannanir á Sögu, 1500 til 2000 manns kjósa alltaf á sömu sek í miðjum símaþætti. Svoindl any one? Svo sem ekki við miklum siðareglum að búast á stöð þar sem ölvað fólk ærumeiðir sér betra fólk 24/7 (í endurtekningu)

Aron (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.