Varúð! Úlfur í sauðagæru í bloggheimi

  Undanfarna daga hefur einhver farið mikinn undir nafninu Bjartmar Guðlaugsson í athugasemdakerfi hinna ýmsu bloggvettvanga.  Viðkomandi hefur meðal annars vitnað í þekkt textabrot tónlistarmannsins Bjartmars Guðlaugssonar og segist þá vera að vitna í sína eigin texta.  Málið er að tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson hefur aldrei skrifað athugasemd við bloggfærslur. 

  Það sem verra er:  Sá sem villir þarna á sér heimildir og þykist vera tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson er að rífa kjaft í athugasemdakerfinu.  Hann fer í aulalegar ritdeilur við bloggfærsluhöfunda og dregur þannig upp vonda mynd af tónlistarmanninum.  

  Þarna er um lögbrot að ræða.  Það verður kært til lögreglu,  gerandinn leitaður upp,  dreginn fyrir dóm og hýddur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi náungi hefur komið með athugasemdir inn á bloggið mitt og var einmitt að vitna í textabrot Bjartmars, en þar sem ég dró í efa í svari að um hinn rétta Bjartmar væri að ræða, þá hefur hann ekki komið aftur.

Tek undir viðvaranir þínar gegn þessum manni, svona nafnafölsun er það lágkúrulegasta sem hægt er að hugsa sér, hér á blogginu.

Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2010 kl. 14:58

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég er sammála Axel, en hefði viljað að þú bættir við í niðurlagi greinarinnar og bætt við "með naglaspýtu" og enginn nagli minni en 3"

Sverrir Einarsson, 28.5.2010 kl. 17:37

3 identicon

Ekki man ég eftir að hafa séð "Bjartmar" hjá mér, en ég held ég hafi séð hann bæði á Eyjunni og á http://skuggaþing.is.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 17:53

4 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  Fréttablaðið mun fjalla um þetta á morgun.  Svona nokkuð verður að taka föstum tökum.

Jens Guð, 28.5.2010 kl. 19:37

5 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  það fer eftir dómurunum hvort manneskjan verður hýdd með eða án naglaspýtu - og einnig hvað naglarnir verða margir ef sú verður staðan.

Jens Guð, 28.5.2010 kl. 19:39

6 Smámynd: Jens Guð

   Grefill, takk fyrir þessar upplýsingar.

Jens Guð, 28.5.2010 kl. 19:39

7 Smámynd: Hannes

Þetta er ekki sá fyrsti sem skrifar undir röngu nafni svo mikið er víst. Það var einhver sem stofnaði síðu á nafninu hans Kristinns H alþingismanns og sagði þar ýmsa þvælu.

Það er til nóg af svona rugluðum einstaklingum.

Hannes, 28.5.2010 kl. 19:41

8 Smámynd: Ragnheiður

Já ég fékk þennan sem þóttist vera Kristinn H inn í athugasemdir hjá mér á þeim tíma. Hef ekki séð þennan sem nú er á ferð

Ragnheiður , 28.5.2010 kl. 20:05

9 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég man eftir þessum sem þóttist vera Kristinn H.  Sá notaði meira að segja ljósmynd af Kristni sem höfundarmynd.  Viðkomandi var fullskráður inn á Moggabloggið með kennitölu og allt.  Sennilega fékk hann tiltal því örfáum dögum eftir að hann birtist fyrst breytti hann um nafn.  Man ekki hvernig.  Kannski í "Ekki Kristinn H." eða eitthvað álíka. 

Jens Guð, 29.5.2010 kl. 08:11

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég man núna allt í einu.  Hann breytti nafninu í "Sleggjan".  Nokkrum dögum síðar var bloggi hans lokað.

Jens Guð, 29.5.2010 kl. 08:13

11 Smámynd: Jens Guð

  Ragnheiður,  hann stoppaði stutt við.  Hinsvegar lenti ég í því að á Fésbók var stofnuð síða undir yfirskriftinni "Nei,  nú hringi ég í Jens":  http://www.facebook.com/#!/pages/Nei-nu-hringi-eg-i-Jens/287639844796?ref=ts

  Þarna er notuð ljósmynd af mér sem höfundarmynd.  Hún birtist jafnframt þegar aðstandendur síðunnar "kommenta".  Þetta er alveg eins og þetta sé mín síða.  Ég vissi ekki af síðunni fyrr en ég fór að fá upphringingar vegna hennar.

  Í þessu tilfelli er aðeins um saklaust grín að ræða.  Mér þykir það grín í raun bara skemmtilegt.  Ég setti yfirlýsingu inn á síðuna um að hún væri sett upp án minnar vitundar.  Sú yfirlýsing fennti fljótlega í kaf því á fimmta þúsund manns eru skráðir sem aðdáendur síðunnar og "kommenta" grimmt.  En mér þykir það bara gaman því þeir/þau sem standa að síðunni eru í ljúfum gír.  Ég er ekki 100% viss um hver/jir þarna eru á ferð.  En hef sterkar grunsemdir.  

Jens Guð, 29.5.2010 kl. 08:25

12 Smámynd: Hannes

Mig minnir að það hafi verið lokað á hann daginn eftir að hann stofnaði síðuna.

Hannes, 29.5.2010 kl. 11:22

13 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég þori ekki að fullyrða neitt um hvenær síðunni var lokað.  Viðkomandi skrifaði athugasemd hjá mér.  Ég hélt að það væri Kristinn H.  sjálfur og svaraði.  Kannski var það strax daginn eftir eða 2 dögum síðar sem höfundarnafninu var breytt í Sleggjan007.  Ég man ekki hvort það var um leið eða síðar sem ljósmynd af Kristni H.  var skipt út úr haus höfundar og í stað birtist

Jens Guð, 29.5.2010 kl. 12:31

14 Smámynd: Hannes

Jens. Það eina sem skiptir máli er að það var lokað á þetta fífl og þessari þvælu hans var eytt út. Ég hélt að þetta væri Kristinn þegar ég sá kommennt eftir hann en það sem hann skrifaði þar gerði það að verkum að ég hélt að hann væri orðinn snargeðveikur.

Hannes, 29.5.2010 kl. 13:02

15 Smámynd: Jens Guð

   Hannes, það er rétt hjá þér; að mestu skiptir að það var lokað á gaurinn.  Þegar hann kom fram á sjónarsviðið var Kristinn nýbúinn að krefjast þess í miðstjórn FF að ég yrði rekinn úr flokknum.  Það hlaut ekki hljómgrunn.  Þá dúkkuðu upp hjá mér vinsamleg ummæli í nafni Kristins.  Ég var mjög hissa.  En áttaði mig fljótlega þegar ég sá "komment" frá sama aðila á bloggi annarra. 

Jens Guð, 29.5.2010 kl. 16:26

16 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Var að lesa um þetta mál í frettablaðinu,hvað er í gángi,getur einhver gaur tekið nafn og misnotað það?

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.5.2010 kl. 18:24

17 Smámynd: Hannes

Jens. Ég er mest hissa hissa á því að þetta fífl hafi náð að skrifa þessa þvælu jafn lengi og hann gat því að þetta var um allt mbl bloggið.

Sigurbjörg. Ef þú kemst yfir kennitölu á manni þá þarftu bara að búa til Email á google eða einhversstaðar til að staðfesta að þú sért að stofna blogg. Svo geturðu sett mynd af manninum eða konunni með til að allir haldi að þetta sé einhver allt annar en er að skrifa í raun og veru.

Þetta er ekki erfitt ef viljinn er fyrir hendi.

Það er hægt að rekja ip töluna sem er notuð en það er ekki mikið mál að gera þetta þannig að þetta komist ekki upp t.d að nota stolna tölvu á netkaffihúsi.

Hannes, 29.5.2010 kl. 22:17

18 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  óprúttnir gaurar geta tekið upp á ýmsu.

  Hannes, ég er ekki með góða þekkingu á tölvum og IP tölum.  Í fljótu bragði ætla ég að líkur séu á að viðkomandi hafi ekki haft rænu á að hanga með stolna tölvu á netkaffihúsi.  Mörg netkaffihús hafa að auki myndavélar sem geyma upptökur af gestum.  

Jens Guð, 30.5.2010 kl. 04:54

19 Smámynd: Hannes

Ég þekki ekki til þessara netkaffihúsa. Ég veit það eitt að ég hef ekki heyrt neitt um að sá sem stofnaði síðu undir nafninu Kristinn H Gunnarsson hafi verið handtekinn eða kærður. Miðað við það þá er þetta hægt án þes að lenda í vandmálum. Það er líka hægt að komast í opið net á ýmsum stöðum sem er ólæst.

Hannes, 30.5.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband