3.6.2010 | 02:33
Veitingahússumsögn
- Veitingahús: Hamborgarafabrikkan, Borgartúni
- Einkunn: **** (af 5)
Simmi og Jói, aðstandendur Hamborgarafabrikkunnar, eru þekktir útvarps- og sjónvarpsmenn. Nöfn dúettsins eru þekkt. Samt þekki ég lítið til þeirra. Þeir hafa starfað á ljósvakamiðlum sem ég fylgist ekki með. Gott ef ekki FM957 og/eða Bylgjunni. Sömuleiðis sá ég eitthvað til þeirra í Idol eða X-factor. Það er önnur saga. Pabbi Simma er frændi minn og kann skrautskrift eins og fleiri í ættinni. Það er líka önnur saga. Ég þekki Simma og Jóa ekki neitt.
Hamborgarafabrikkan er innréttuð eins og milliklassastaður. Mjúk svartklædd sæti, járn og gler. Næstum of flott fyrir hamborgarstað. Mér taldist til að um 70 viðskiptavinir væru þarna inni á sama tíma og ég. Greinilega vinsæll staður.
Matseðillinn er í formi dagblaðskálfs. Það má hafa ágæta skemmtun af að lesa "fréttir" og lýsingar á réttunum. Allt er þetta í léttum dúr. Kryddað smá húmor. Sterkur bjór er kallaður Óléttöl, svo dæmi sé tekið af kímni á matseðlinum.
Ég fékk mér rétt sem kallast "Tægerinn". Þar eru 4 tígrisrækjur í bragðgóðu speltbrauði með osti, sólþurrkuðum tómötum og einhverju sem kallast papadew, wakeman og lime-hvítlaukssósu. Grænmetið er sagt vera brakandi ferskt. Orðið brakandi á ekki við í þessu tilfelli. Grænmetið er mjúkt en ekki brakandi. Rétturinn kostar 1695 kall með frönskum kartöflum. Það er eiginlega hvorki dýrt né ódýrt. Bara eins og við má búast fyrir svona máltíð. Góða máltíð.
Kunningi minn fékk sér hamborgaramáltíð sem kallast Neyðarlínan (112). Í þeim pakka var pepperoni, jalapeno, chillipipar, mesquite sósa og Tabasco sósa. Hann var alsæll. Þetta kostaði 1595 kall. Franskar kartöflur voru með í dæminu.
Afgreiðslustúlkan var einstaklega hress og gaf okkur tíma í létt spjall. Hún er með húðflúrað á framhandlegg merki andstæðinga kjarnorku, CND. En hélt eins og fleiri að það táknaði ákall um frið. Enda oft kallað "peace" merki og einnig hippamerki.
Þessi stelpa plataði okkur smá. Hún upplýsti okkur um að franskar kartöflur fylgdu réttunum og spurði: "Hvort viljið þið kokteilsósu eða bernaise sósu með frönsku kartöflunum?" Þetta hljómaði eins og sósurnar væru innifaldar í verði. Við völdum bernaise sósu. Hún kostaði aukalega 195 kall þegar á reyndi. Sem er enginn peningur og skipti ekki máli. Sósan var góð. Spurning dömunnar var hinsvegar villandi.
Glasið af Óléttum bjór kostar 595. Það er gott verð og bjórinn bragðgóður. Glasið er 400 ml (en ekki 500 ml eins og algengast er).
Einungis lög með íslenskum flytjendum eru spiluð í Hamborgarfabrikkunni. Það er jákvætt. Verra er að þau voru hvert öðru leiðinlegra.
Að máltíð lokinni gerðum við upp. Ös var við afgreiðslukassann. Allt á fullu. Blessuð kassadaman var undir miklu álagi því fjöldi manns var að borga fyrir hina flóknustu samsetningar á máltíðum. Sumir borguðu hitt og þetta saman. Aðrir borguðu hluta af máltíð saman og annað hver fyrir sig. Þegar við kunningi minn vorum komnir út í bíl og ræddum málin kom í ljós að við höfðum borgað 100 kalli of lítið eða því sem næst. Þó við værum með samviskubit yfir því treystum við okkur ekki til að fara aftur í kösina við kassann til að leiðrétta dæmið. Ákváðum frekar að borga það sem á vantaði næst er Hamborgarfabrikkan verður heimsótt. Sem verður á næstunni. "Tægerinn" og "Neyðarlínan (112)" eru þess virði.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Sigurður I B, það geta ekki allir verið Paul! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Jóhann, takk fyir þínar áhugaverðu vangaveltur um málið. jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 504
- Sl. sólarhring: 655
- Sl. viku: 1421
- Frá upphafi: 4120323
Annað
- Innlit í dag: 464
- Innlit sl. viku: 1223
- Gestir í dag: 450
- IP-tölur í dag: 449
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Stæla Tomma töffarar,
tímar eru að breytast.
Hjá þeim bjútí blöffarar,
blíðar sal um þeytast.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 14:55
Kannski að maður kíki þarna inn eftir svona tvö ár.
Emil Hannes Valgeirsson, 3.6.2010 kl. 18:49
Þó svo að ég er forvitinn með matinn þeirra þá finnst mér þeir svo leiðinlegir að ég vil ekki styrkja þá
Gsss (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 23:01
Jón bóndi, takk fyrir vísuna.
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 00:05
Emil, það er ágætt uppátæki að setja þetta inn í 3ja ára áætlunina.
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 00:09
Gsss, hverja viltu styrkja í veitingahúsabransanum?
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 00:13
Það er eitt sem mun halda mér frá þessum stað og það er tónlistin enda greinilega hundleiðinlegt Íslenskt drasl.
Hannes, 4.6.2010 kl. 00:15
Ég hlakka til að eyða peningum þarna.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 00:57
Hamb
orgara
fabrik
kan
er virkilega flottur staður og með gott verð. Og þar er gaman að hlusta á músíkina. Þetta er góð hugmynd hjá þeim fóstbræðrum. Þeir voru í töff djobbi hjá Idol. Einhverjir urðu að vera þar. Idol er frábær hugmynd, enda vinsæl. Hvað er skárra? Fjöldamorðingjamyndir eða útúrsnúningsruglseríur? Af öllu Amerísku drasli er Idol skárst. En hvað um það ég var að skrifa um búlluna. Sniðug tilvitnun í kaldastríðslokin. Númer eitt: Frábær matur. Vel fram borinn.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 04:53
Fyndið. Er maður að styrjka aðra ef maður fær sér að éta? What an egoist!
Jón bóndi (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 04:59
Jens: alla aðra en þessa leiðindarmenn og Þyrlukónginn hjá Dómínós
Gsss (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 09:26
Jón Bóndi: hvað er áttu við með að það sé egó að benda á að fólk borgar einhverjum fyrir máltíð yfirleitt
Gsss (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 09:27
Sumir vilja allt frítt og ef þeir þurfa að borga, jafnvel fyrir matinn sinn eru þeir að gera öðrum stór greiða. Þetta kalla ég egó.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 13:39
Hannes, það er til alveg hellingur af góðri íslenskri músík. Þeir virðast hinsvegar ekki vita af því þarna í Hamborgarfabrikkunni.
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 21:54
Jón bóndi, ég veit ekki með útúrsnúningsruglseríur. Þekki það ekki. Er ekki með Stöð 2. En fjöldamorðingjamyndir eru yfirleitt hressar og skemmtilegar. Ég er ekki nógu vel að mér í Idol. Það litla sem ég hef séð af Idol er að músíkin er leiðinleg. En það er gaman að sjá og heyra fyrstu þætti í þannig seríu. Einkum þegar laglausir fara á flug.
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 21:58
Gsss, þyrlu-kvótakóngurinn er búinn að setja Dóminós á hausinn. Að minnsta kosti einu sinni ef ekki oftar. Líka Toyota. Og hann er búinn að tapa þyrlunni. Það er af sem áður var þegar þetta var einn sá allra sperrtasti og hrokafyllsti tappinn í tómu flöskunni.
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 22:01
Jens. Hahahahahahahahahahaha að til sé góð Ísensk músík sem hentr annarsstaðar en til að pynta fanga í Kína og Norður Kóreu.
Hannes, 4.6.2010 kl. 22:02
Jón bóndi, ríkisrekni frjálshyggjuhugmyndarfræðingur efnahagshrunsins hefur bent á að málsverður sé aldrei ókeypis. Þess vegna eru féboð (mútur) nauðsynleg þeim sem vilja græða á daginn og grilla landslýð á kvöldin. Sá ríkisrekni hefur fært ágæt rök fyrir því að heppilegast sé að múta sjálfstæðisflokksfólki. Það skili sér betur en þegar öðrum er mútað.
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 22:05
Hannes, það er ekkert kappsmál eða rík ástæða til að pynta fólk í Kína eða Norður-Kóreu. Það er betri kostur að pynta ekki fólk. Hvorki í Kína né Norður-Kóreu. Og ekki heldur í Suður-Kóreu.
Íslenskir tónlistarmenn hafa skemmt dável heimsbyggðinni með góðri músík. Dæmi: Björk, Sigur Rós, Emilíana Torríni, Lay Low, Sólstafir, I Adapt...
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 22:11
Jens. Það eina sem þessir íslensku tönlistarmenn eru færir um er að öskra í hlóðneman. Tökum hana Björk sem dæmi hún er fræg fyrir að sýngja léleg lög sem sýna að hún er kexrugluð.
Hannes, 4.6.2010 kl. 22:17
Hannes, þetta lag er æði: http://www.youtube.com/watch?v=igOWR_-BXJU. Sérstaklega þegar komið er að annarri mínútu þess. Á hljómleikum er þetta alvöru dúndur.
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 22:45
Svo ekki sé minnst á þetta: http://www.youtube.com/watch?v=WQzRFwVFIKU&feature=related
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 22:46
Jens ég hef vit á að reyna að forðast þunglyndi og spila þennan viðbjóð þess vegna ekki.
Hannes, 4.6.2010 kl. 22:53
Hannes, þú hefðir gott af að smella á þessi myndbönd og stilla græjurnar á hæsta styrk. Þetta eru meiriháttar floltt lög. Best væri þó að þú mættir á hljómleika hjá Björk. Þeir eru æðislegir. það er engin tilviljun að hún er að selja upp undir 6 milljónir eintaka af plötu.
Jens Guð, 4.6.2010 kl. 23:24
Jens ég hef vit á að gera það ekki öfugt við þig.
Hannes, 4.6.2010 kl. 23:42
Sumir skapa listina,
seint þeir apa eftir.
Hinir hrapa í ristina,
þroska gapa heftir.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 02:12
Hannes, þessi myndbönd eru yndisleg.
Jón bóndi, takk fyrir vísuna.
Jens Guð, 6.6.2010 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.