Sviptingar á fjölmiðlamarkaði

  Það eru ekkert voðalega mörg ár síðan ekki var þverfótað fyrir íslenskum dagblöðum:  Vísir,  Mogginn,  Tíminn,  Alþýðublaðið,  Þjóðviljinn,  Dagblaðið og Dagur.  Til viðbótar þessum 7 dagblöðum voru gefin út vegleg helgarblöð.  Annað hét Helgarpósturinn (síðar Pressan) og hitt hét Eintak.  Um tíma kom Eintak einnig út á miðvikudögum.  Á mánudögum kom Mánudagsblaðið út.  Þá var gaman að vera blaðafíkill.  Dagurinn og kvöldin fóru í að lesa dagblöð og vikublöð.

  Í dag eru aðeins gefin út 3 dagblöð:  Mogginn,  Fréttablaðið og DV.  Síðastnefnda blaðið kemur út þrisvar í viku.  Nýlega hættu hin blöðin að gefa út blöð á sunnudögum.

  Þróunin virðist vera í þessa átt:  Að dagblöð séu á hallandi fæti.  Í Færeyjum hafa áratugum saman verið gefin út 2 dagblöð,  Dimmalætting (sem líkist Mogganum) og Sósíalurin (sem líkist DV og Fréttablaðinu).  Bæði blöðin komu út 5 sinnum í viku.

  Fyrir tveimur mánuðum fækkaði Sósíalurin útgáfudögum niður í 3.  Þá brá svo við að sala jókst um 12%.  Útgáfufyrirtæki Sósíalsins (í eigu starfsfólks) hefur gengið í gegnum fleiri breytingar á síðustu árum.  Það heldur úti nokkrum vefsíðum:  planet.fo,  portal.fo,  sportal.fo,  sosialurin.fo og kannski fleirum.  Einnig heldur Sósíalurin nú úti annarri af tveimur einkaútvarpsstöðvum Færeyja,  Rás 2 (hin er kristilega útvarpsstöðin Lindin).  Rás 2 er músíkstöð.

  Svona er þróunin á gervihnattaöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

...nú eru það digital miðlar og netið sem hefur tekið við fjölda manna og sem eru næstum hættir að lesa pappírsblöð. Ekkert er eins hvimleitt og bunki af dagblöðum og magasínum sem maður ætlar að "lesa seinna"...sem er líka fullt af "useless info" sem maður má ekki missa af, eins og á netinu. 

Óskar Arnórsson, 7.6.2010 kl. 23:20

2 Smámynd: Hannes

Ég er ekki hissa að dagblöðum fari fækkandi. Ég nenni aldrei að taka fréttablaðið upp enda les ég allt það helsta á netinu og get lesið það þar ef ég hef áhuga á lesa það. Dagblöð munu deyja út enda munu fleiri og fleiri lesa þau á netinu sem mun enda þannig að mörg þessara blaða munu verða netfréttaveitur og það er þegar byrjað að breyta blöðum þannig.

Hannes, 7.6.2010 kl. 23:27

3 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  ég kannast við þessa blaðabunka sem hlóðust upp.  Svo þegar loks gafst/gefst tími til að fara í gegnum þau þá eru þau fljótflett.

Jens Guð, 7.6.2010 kl. 23:35

4 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta á við um marga af þinni kynslóð.  Þetta er öðruvísi á elliheimilinum.

Jens Guð, 7.6.2010 kl. 23:36

5 identicon

Ég las bara eitt í Mándudagsblaðinu: Dagskrá AFTV. Mánudagsblaðið var eina blaðið sem birti hana og birti hana þá fyrir alla vikuna í einu. En svo dó AFTV og svo dó Mánudagsblaðið. Blessuð sé minning þess.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:51

6 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  hvað er AFTV?

Jens Guð, 7.6.2010 kl. 23:52

7 identicon

Kanasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 07:44

8 Smámynd: Hannes

Jens. Lestur þeirra mun líka minnka í elliheimilum enda mun tölvukunnáta aukast þar inni þegar fólk sem er um 50-60ára í dag fer þangað inn.

Hannes, 8.6.2010 kl. 18:45

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fer fólk á elliheimili 50 - 60 ára? Er ég ég búin að missa af elliheimilinu?

Óskar Arnórsson, 8.6.2010 kl. 18:55

10 identicon

Ég væri alveg til í að fara bara á elliheimili. Alveg búinn á því hvort sem er.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 19:09

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég hélt maður færi á elliheimili þegar maður væri orðin gamall...enn ég skil ekki allt.

Óskar Arnórsson, 8.6.2010 kl. 19:17

12 Smámynd: Hannes

Óskar. Ástæða þess að fólk notar ekki tölvur á elliheimili er að það þekki þær ekki. fólk er það inni á meðan að býður eftir að deyja. Eftir 20-30 ár verða þeir sem eru 50-60ára í dag þar inni og stór hópur fólks á þeim aldri kann á tölvur.

Hannes, 8.6.2010 kl. 20:03

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já Hannes. Ég skildi þig alveg. Málið er að elliheimili á Íslandi eru því miður martröð fyrir marga. Ég var tilbúin með mitt "elliheimili" fyrir 7 árum síðan. Ég flutti jú til Íslands í 5 ár og veit allt sem ég vil vita um nokkra málaflokka á Íslandi. Sem gerði að ég ákvað að búa mér til eitt sjálfur...mér leist ekkert á það sem ég sá í "ástkæru ilhýru" Reykjavík. Menn unnu eins og þeir væru vangefnir...

Óskar Arnórsson, 8.6.2010 kl. 20:19

14 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  takk fyrir útskýringuna.

Jens Guð, 8.6.2010 kl. 22:26

15 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er rétt hjá þér.  Það má jafnvel ætla að á elliheimilum framtíðarinnar megi heyra tölvupopp í stað harmónikkunnar.  Þó óvíst sé að það sé góð þróun.

Jens Guð, 8.6.2010 kl. 22:28

16 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  ertu ekki farinn að hlakka til að komast á íslenskt elliheimili?  Ég veit ekki með sjálfan mig.  Efast um að ná þeim aldrei þó stutt sé í hann.  En ef svo fer þá ætla ég að dópa á ellliheimilinu og leggjast í óhóflega drykkju.  Bæta mér upp það sem ég leyfði mér ekki sem fjölskyldumaður á sínum tíma.

Jens Guð, 8.6.2010 kl. 22:33

17 identicon

Eðlileg þróun kannski? Það er ekki eins og það hafi verið mikill gróði í því að standa í blaðaútgáfu í gegnum tíðina. Það er talsvert ódýrara og þægilegra að reka bara vefmiðli fyrir þá sem einhverra hagsmuna þurfa að gæta. Hitt er annað mál að þetta er ansi varhugaverð þróun, það er vitað mál að ansi mikið af drasli kemst í gegn á netmiðlana, ílla skrifuðu og óvönduðu efni. Þetta er ekki góð þróun fyrir almenning að ritstjórnir hverfi svona ein af annari og "copy-paste" fréttir taki við í stórum stíl. Ef að við höfum einhvertíman þurft öflugar ritstjórnir þá er það akkúrat núna!

Tommi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 23:29

18 Smámynd: Jens Guð

  Tommi,  dagblaðaútgáfa á Íslandi hefur alltaf verið "ströggl".  Varla er meira en 1 eða 2 ár síðan Steingrímur J.  strikaði út 4000 milljónir fyrir Morgunblaðið.  Mogginn er ennþá rekinn á undirballans í eigu kvótadrottningar frá Vestmannaeyjum.  Sveitungi minn úr Skagafirði,  Óli Björn,  keyrði DV í þrot með glæsibrag fyrir nokkrum árum (líka á reikning kvótadrottningarinnar frá Vestmannaeyjum).  Viðskiptablaðið fór líka á hausinn undir stjórn núverandi ritstjóra Moggans.  Hinn ritstjóri Moggans,  Doddsons,  stýrði AB á hausinn ásamt Birni Bjarnasyni.  Vanir menn á þessum vettvangi. 

Jens Guð, 8.6.2010 kl. 23:56

19 Smámynd: Hannes

Óskar. Maður annað hvort deyr áður en maður lendir á elliheimili eða enda á þannig stofnun. Ég persónulega vil deyja áður enda ekkert líf að vera inná elliheimili.

Jens. Það er á hreinu að það verður meira um síma og tölvur á elliheimilum í framtíðinni ásamt þeirri tónlist sem kynslóð hvers tíma er hrifin af.

Hannes, 9.6.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband