Íslendingar skikkaðir til að skipta um fána

  Ef svo klaufalega tekst til að Ísland endi inn í miðjum kæfubelg Evrópusambandsins mun það hafa ýmsar og meiri breytingar í för með sér en ætla má í fljótu bragði.  Þetta hefur farið lágt.  Meira að segja Heimssýn hefur ekki nefnt það.  Eitt það einkennilegasta er að íslenski fáninn brýtur mannréttindalög ESB.  Mannréttindadómsstóll ESB hefur þegar fellt dóm með þeirri niðurstöðu að kross sé trúartákn.  Skiptir þar engu máli hvort krossinn sé hugsaður sem heiðið tákn eða kristinn virðingarvottur við aftökubúnað.  Trúartáknum má einfaldlega ekki hampa á opinberum stöðum,  svo sem skólum,  almenningsvögnum og svo framvegis.

  Mér er til efa að Íslendingar hugsi um íslenska fánann sem trúartákn.  En ef Ísland verður hluti af ESB þarf ekki nema eina manneskju til að kæra fánann til Mannréttindadómsstóls ESB.  Niðurstaðan liggur fyrir.  Íslendingar þyrftu að skipta honum út fyrir gamlan fána með mynd af saltfisksflaki. 

  Að auki þyrfti að breyta upphafsatriði þessa myndbands.  Og ýmsu öðru.


mbl.is Úr umsóknarferli í viðræðuferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nei,vertu ekki að gabba mig,Jens,hvað með Danmörku,ekki er þeirra fáni þversum eða hvað.

Helga Kristjánsdóttir, 17.6.2010 kl. 17:45

2 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  það hefur enginn kært danska fánann.  Enn sem komið er.

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 17:50

3 identicon

Það eru þessi ef,ef,ef.

Minnir mig á auglýsingu ungra bænda um ef herskylduna í ef hernum.

Ingi (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:15

4 identicon

Við skulum nú fara varlega í svona fullyrðingar, þessi sami dómstóll hefur margítrekað það að svo lengi sem það gangi ekki gegna almannahags séu ákveðnar hömlur á trúfrelsi (hvort sem það er rétturinn til að trúa eða trúa ekki) heimill.

Krossar í skólastofum voru þannig bannaðir á ítalíu en slæðubann í Tyrklandi var í lagi - boðun að hætti Votta var í lagi í Grikklandi o.fl.

Kross í fána þyrfti að hafa áhrif til hins verra á almenna borgara áður en þeir yrðu bannaðir

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:17

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er von að  landsölufólk vilji að allir verði nú góðir þannig að þessi gjörningur geti farið fram

þetta er svartasti 17. júní í sögu þjóðarinnar og til skammar að misnota hann með þessum hætti - hitt er svo annað að ef landsöluliðið næði sínu fram yrði  þetta bara fyrsta niðurlægingin af mörgum.

En þjóðin mun segja nei - nei nei

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.6.2010 kl. 19:25

6 Smámynd: Jens Guð

  Ingi,  það er ekkert ef í þessu.  Þetta er borðliggjandi.

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 19:35

7 identicon

Svo má nú bæta því við að það er nú þegar búið að færa mannréttindasáttmálann í lög hér á landi, svo ef ef þetta væri rétt sem þú ert að segja Jens þá væri fáninn nú þegar orðinn ólöglegur, þyrftum ekkert að ganga í ESB til þess.

Þetta er mannréttindadómstóll Evrópu, ekki ESB og aðilar að honum eru mörg lönd önnur en þau sem eru innan ESB

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:36

8 identicon

Nei Jens, þetta er ekki borðliggjandi - last þú ekki það sem ég setti hérna inn?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:37

9 Smámynd: Jens Guð

  Jón Bjarni,  munurinn er sá að Ítalía er í ESB en ekki Tyrkland.

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 19:38

10 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur Ingi,  það skiptir engu máli hvort útlendingar fjalla um Ísland 17. eða 18.  júní.  Hinsvegar skiptir máli að Íslendingar hafni inngöngu í ESB.

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 19:40

11 identicon

Jens, þú ert um margt fróður en hér ert þú að spila íshokkí á gervigrasi - þú augljóslega ert ekki vel að þér um það sem um ræðir... það hvort Ítalía var í ESB kom niðurstöðu dómsins nákvæmlega ekkert við. Sáttmálinn er sá sami gagnvart öllum þeim ríkjum sem eru aðilar að honum

http://www.althingi.is/lagas/137/1994062.html

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:40

12 Smámynd: Jens Guð

  Jón Bjarni,  íslensk stjórnvöld eru ekkert að taka hátíðlega dóma Mannréttindadómsstóls Evrópu.  Það hefur reynt á slíkt.  Öðru máli gegnir ef Ísland er komið undir hatt ESB. 

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 19:43

13 identicon

Stendur ekki til að taka upp kínverska fánann? Ég hélt það. Málið dautt.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:48

14 identicon

Nú ert þú komin út í allt aðra umræðu Jens, ég var að segja þér að þessi fullyrðing þín um meint ólögmæti íslenska fánans skv Mannréttindadómstólk Evrópu er röng, og EKKERT í þeirra dómaframkvæmd bendir til annars.

Mig grunar nú sterklega að bara annar okkar hafi lesið þessa dóma, ef þú vilt get ég sent þér linka á þessa 2 dóma, slæðudóminn og krossadóminn - sé ekki mikinn tilgang í að rökræða við þig um hluti sem þú augljóslega hefur ekki kynnt þér.

Það er kannski rétt hjá þér að úrskurðir dómstólins séu ekki binandi fyrir íslenska ríkið, en það breytir því ekki að Hæstiréttur hefur notað niðurstöður hans sem lögskýringargögn í sínum dómaniðurstöðum og það gefur honum skýrt lagagildi hér á landi

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:49

15 identicon

Og ég vil ítreka að það hvort lönd séu innan ESB eða utan hefur nákvæmlega akkúrat ENGIN áhrif á málsmeðferð frammi fyrir MDE

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:52

16 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  Kínverjar deila sínum fána ekki með öðrum.  Nema Tíbetum.

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 20:22

17 Smámynd: Jens Guð

  Jón Bjarni,  ég þigg linkana.

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 20:23

18 identicon

Forrest Gump sagði:  Lífið er eins og konfektkassi.  Þú veist ekki hvað þú færð, nema opna hann.

Það veit "enginn" hvað kemur út úr þessum samningaviðræðum, fyrr en þeim er lokið. 

"Aðildarviðræður" er EKKI það sama og innganga.  Þess vegna heita þær aðildarviðræður.

Halda ró sinni. Það eru margir mánuðir þangað til að við fáum að sjá hvað "konfektkassinn" inniheldur.

Kristinn (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 20:45

19 identicon

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 20:53

20 identicon

http://dl.dropbox.com/u/7231448/Lautsi%20gegn%20%C3%8Dtal%C3%ADu.docx Hér er stutt reifun á krossadómnum, þetta er fyrsta uppkast af þessu hjá mér, nenni ekki að fara laga málfar og stafsetningu fyrir þig :)

 http://dl.dropbox.com/u/7231448/Leyla%20%C5%9Eahin%20v.docx Slæðudómurinn

Sama og hér að ofan, þetta er fyrsta uppkast, þú verður að þola það

Þessi dómur er í raun áhugaverðari þegar kemur að þessu efni - þar talar dómurinn að sé  meðalhófs gætt sé í lagi að brjóta gegn trúfrelsi - það að skikka þjóð til að breyta þjóðfána sinum vegna þess að einhver hluti íbúa landsins þætti kross í fánanum brjóta gegn trúfrelsi kæmist aldrei í gegnum meðalhófssíuna

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 21:02

21 Smámynd: Svavar Bjarnason

Þessi bloggfærsla Jens er auðvitað alger della, en því miður dæmigerð fyrir röksemdir ESB andstæðinga.

Svavar Bjarnason, 17.6.2010 kl. 21:07

22 Smámynd: Svavar Bjarnason

Veit Jens hvað margar ESB þjóðir hafa kross í fána sínum?

Fljótt á litið man ég eftir Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Grikklandi, en ég veit ekki hvort Sviss er í sambandinu.

Svavar Bjarnason, 17.6.2010 kl. 21:34

23 Smámynd: Jens Guð

  Jón Bjarni,  bestu þakkir fyrir þetta.  Ég ætla að taka mér tíma í að lesa þetta.

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 21:55

24 Smámynd: Jens Guð

  Svavar,  Sviss er ekki ESB. 

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 21:57

25 identicon

Svo eru auðvitað krossar í hinum og þessum skjaldarmerkjum þjóða ESB.

Þetta með þjóðfánan er auðvitað svolítið bull og líklega ætlað að stuða okkur ESB sinna;))

Gleðilega hátíð.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:27

26 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  það er ekki verið að veifa skjaldarmerkjum svo áberandi.  Hvorki í skólum né almenningsvögnum.  Reyndar er næsta víst að röðin komi að þeim eftir að skipt hefur verið um fánana.  Það er stuðandi.  Líka fyrir okkur ESB-andstæðinga.  Eða.  Ég er svo sem ekkert á móti ESB.  Þannig lagað.  En vil ekki að Ísland verði hluti þess.

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 22:40

27 identicon

Jens:  Hvernig veistu hvernig önnur lönd nota sín skjaldarmerki?  Þau eru miklu meira notuð erlendis en á Íslandi. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:46

28 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég hef nokkuð oft gert mér upp erindi til nágrannalandanna.  Flækst þar um fram og til baka.  Og aftur fram.  Ég man ekki eftir að hafa rekist á skjaldarmerki á flandrinu.  En iðulega hef ég séð fánum flaggað.  Og ýmsa hluti skreytta fánalitum.  Víðast í meira mæli en á Íslandi.

Jens Guð, 17.6.2010 kl. 23:14

29 identicon

Jens, reglan um að gæta meðalhófs kæmi ALLTAF í veg fyrir að þjóðir yrðu skikkaðar til að skipta út þjóðfánum sínum..

Að baki þessum fánum liggja oft miljarða fjárfestingar í ímyndarherferðum og öðru því tengdu - það er einfaldlega ekki fræðilega mögulegt út frá lögfræðilegu sjónarmiði að einhverjum tækist að sanna að einhver óljós vísun í trúarbrögð í fána þjóðlanda ylli viðkomandi slíkum vanlíðan eða óþægindum að það þyrfti að skipta þeim út...

Þessi póstur þinn og það sem á eftir hefur komið er einfaldlega bull sem á sér ekki nokkra einustu stoð í raunveruleikanum

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:02

30 identicon

Ég er enginn sérstakur evrópusinni, en ég hef eins og þú vonandi sérð kynnt mér Evrópurétt, bæði tekið kúrsa og svo gert lokaverkefni honum tengt - lokaverkefni sem sneri meira að segja að trúfrelsi og tengingu þess við mannréttindasáttmálann..

Treystu mér því þegar ég segi þér að EKKERT í nokkru sem hægt er að kalla dómaframkvæmd þessa dómstóls gefur nokkuð einasta tilefni til þessarar fullyrðingar sem þú varpar hér fram

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:06

31 identicon

Mér leiðist samt alveg hrikalega að sjá svona pósta sem virðiast poppa upp eins og gorkúlur hérna á þessu moggabloggi - blammeringar og rangfærslur út í loftið settar fram af fulkominni vanþekkingu í þeim tilgangi að búa til einhverja grýlu úr Evrópusambandinu sem er ekki sönn..

Jújú, vissulega er ESB kannski ægisvald og ég skil fullkomlega að fólk hafi engan áhuga á að ganga þar inn, en það réttlætir ekki lygar og bull frammi fyrir allra augum - eins og þessa færslu þína hér Jens er

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:08

32 Smámynd: Jens Guð

  Jón Bjarni,  vonandi er þetta rétt hjá þér.  Ég hef að vísu ekki miklar áhyggjur af þessu.  Bara smá.  Ég er næstum viss um að Íslendingar hafni aðild að ESB.  Reynslan hefur þó kennt mér,  nálægt sextugum,  að ganga ekki út frá því sem vísu að það sem er næstum óhugsandi getur gerst.  Samanber ný lög um að fullorðnu fólki undir 19 ára aldri sé bannað að fara í sólbað.

  Við höfum ótal dæmi um skrýtin lög.  Um tíma voru í gildi lög um hvað gúrkur máttu vera bognar til að teljast löglegar skv. ESB.  Þessi lög hafa að vísu verið felld úr gildi að mér skilst.

  Hugsa sér:  Fyrir áratug greip um sig mikil og móðursýkisleg hræðsla við sólkrem.  Allt vegna misskilnings eða rangrar túlkunar á rannsókn 2ja franskra vísindamanna.  Sólkrem voru hreinsuð úr verslunum í Danmörku eftir úrskurð þarlendra heilbirgðisyfirvalda um að þau væru krabbameinsvaldandi.  Móðursýkin náði yfir til Íslands þó hér væri ekki brugðist við með jafn róttækum hætti.  Íslensku apótekin fóru samt í klessu út af þessu og gengu næstum jafn langt og þau dönsku.  Því eina munaði að íslensk heilbrigðisyfirvöld voru ekki eins ákveðin í sinni túlkun á þessu.

  Þetta bull gekk yfir á einu ári.  Þá var það leiðrétt af frönsku vísindamönnunum sem stóðu fyrir rannsókninni og fordæmdu túlkun þeirra á niðurstöðunni.   

Jens Guð, 18.6.2010 kl. 00:15

33 identicon

Já, ég vona það sjálfur að við verðum áfram utan ESB ekki misskilja mig...

En það má samt benda á að aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu sparar okkur töluverða vinnu í t.d. ýmsum reglugerðum er varðar umhverfis og matvælaeftirlit t.d., þó svo að inn slæðist ein og ein asnaleg lög :)

Það er því mín skoðun að okkar málum sé ágætlega háttað utan ESB með aðgang þangað inn með EES samningnum og val um það að ákveðnu marki hvað við tökum í lög og hvað ekki af löggjöf ESB

En rétt skal samt vera rétt :)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:56

34 Smámynd: Jens Guð

  Jón Bjarni,  ég er alveg ánægður með EES.  Ég rek litla heildsölu og inngangan í EES einfaldaði marga hluti.  Reyndar geri ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað var hvurs og hvað mikið má þakka EES þær rosalegu miklu breytingar til góðs og einföldunar hafa orðið á varðandi það sem við litlu heildsalar erum að gera.  Þegar ég byrjaði í þessum bransa um 1980 var allt mjög flókið og þunglamalegt.  Alveg rosalega.  Við inngönguna í EES var eins og tappi væri tekinn af.  Reyndar í bland við að faxtæki og síðar tölvur bættu um betur.

Jens Guð, 18.6.2010 kl. 01:05

35 identicon

Jens,

Ég hélt að þú værir á móti reglugerðarbákni ESB, en þú virðist bara hafa verið ansi ánægður með að við tókum upp um 60-70% af reglugerðum ESB við inngöngu í EES. Er vandamálið að við fáum eitthvað að segja innan ESB ef við verðum aðilar, en eins og staðan er í dag þá samþykkir þingið bara evrópskar reglugerðir, en ef við myndum neita þeim þá eigum við á hættu að verða sparkað úr EES. Til hamingju með sjálfstæðið íslendingar, hvar sem þið eruð í heiminum.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 03:33

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef mínar efasemdir um þessa kenningu Jens, en hvað sem henni líður þá mun krossfánum Evrópu verða breytt í náinni framtíð. Þegar múslímar verða orðnir nægjanlega margir í viðkomandi ríkjum munu þeir krefjast þess að fánunum verði breytt. Og það verður hlaupið eftir því um leið, sannaðu til. Ekkert má segja eða gera sem styggir þetta ágæta fólk, hver vitleysan er látin reka aðra, svínakjöt hefur t.a.m. verið tekið af matseðli skólamötuneyta af því tvö eða þrjú múslimabörn sækja skólann og annað eftir því.

Nei Jens, það verður ekki ESB sem fellir fánana heldur Íslam.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.6.2010 kl. 11:48

37 identicon

Krossar í fánum eru margir þannig að prófmál þyrfti, - allir eða enginn. Eins og áður var talið, fleiri fleiri ríki ESB eru með krossafána, þ.m.t. sá elsti (Dannebrog), og svo t.d Svíþjó, Finnar og Grikkir.

Í fána Breta er nú líka kross (st. George), og mætti þá samt hafa annan horn í horn? St. George er líka notaður sér.

En.....fyrst að hægt var að banna að hafa kross uppi á vegg í Skólastofum á Ítalíu (!!!!!), þá er þetta athyglisverður punktur.

Svo varðandi viðræðurnar, þá snúast þær aðallega um AÐLÖGUNARTÍMA að ESB systeminu, ekki um það hvað við fáum úr einhverjum konfektkassa.Við vitum nokkurn veginn að hann þýðir ákveðna innlimun í regluverkið, innlimun í hvað ESB ákveður í framtíðinni, og eini samningsflöturinn er um hversu lengi er verið að opna boxið og éta....eplið :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 13:11

38 identicon

Í sumum ríkjum bandaríkjanna, þá er trúarbragðafrelsi mun meira að mörgu leiti en það er í Evrópu. T.d. þá eru páskadagur, föstudagurinn langi, o.s.frv. ekki frídagar í mörgum ríkjum. Í staðinn fyrir páskafrí og jólafrí, er talað um 'spring break' og 'winter break', og vor-hléið er oft ekki þegar páskarnir eru. Ef maður reynir að kaupa jólakort í bandaríkjunum, þá er oft erfitt að finna kort sem eitthvað annað en 'happy holidays'.

Maður getur svo vel skilið af hverju bandaríkin eru svona, enda eru fleiri túarbrögð stunduð í bandaríkjunum en flestum öðrum ríkjum heims, fyrir utan kannksi Indland. Þess vegna er trúarbragðafrelsið tekið mjög alvarlega þar. Hér í evrópu, þá eru flestar þjóðir með sterk menningarleg tengsl við kirkjuna, jafnvel þótt fólk haldi því fram að það sé ekki neitt sérstaklega trúað.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 14:21

39 identicon

Jón Logi, þetta með krossana í skólastofum ætti ekki að hafa nein teljandi áhrif á hugsanlega þjóðfánabreytingu enda er töluvert auðveldar að koma því við að fjarlægja krossa úr skólastofum en að breyta þjóðfána ríkis...

Það er bara svo mikil aðgerð að fara út í slíkt að til þess að réttlæta það þyrftu ástæðurnar fyrir breytingunni að vera gríðarlega aðkallandi - sem þær eru ekki, þ.e. tilvist krosstáknanna í þjóðfánum getur aldrei verið það neikvæð að hún myndi réttlæta svo hrikalegar aðgerðir

Þetta er svona svipað eins og að ætla að koma í veg fyrir unglingadrykkju með því að banna alla áfengissölu og banna unglingum jafnframt að fara útúr herbergingu sínu nema rétt til að fara í og úr skóla....

Vona að þú skiljir hvað ég er að fara :)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 15:38

40 identicon

"Íslendingar skikkaðir til að skipta um fána"  ???

Hvaða bull er þetta ?  Týpískur hræðslu áróður. 

Ragnar (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 16:53

41 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni (#35),  ég er fyrst og síðast andvígur inngöngu Íslands í ESB vegna auðlinda á borð við fiskimiðin og vatnið.

Jens Guð, 18.6.2010 kl. 21:09

42 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  ef þú ert að vísa í Austurbæjarskólamálið þá reyndist fréttin af því vera gölluð.  Þar var um misskilning að ræða sem hafði ekkert með trúmál að gera.  Fréttablaðið greindi rangt frá.  Rangri fréttinni var hent á lofti og blásin upp sem sannleikur um spjallrásir á netinu.  Þrátt fyrir að ranga fréttin hafi ítrekað verið leiðrétt lifir upphaflega rangfréttin greinilega enn.

Um þetta mál sagði Björn Bjarnason,  þáverandi dómsmálaráðherra,  á bloggsíðu sinni:

"Þegar ég nefndi þetta í Hallgrímskirkju kom til mín starfsmaður í mötuneyti Austurbæjarskóla, en þessi frétt birtist um þann skóla, og sagði hana algjörlega úr lausu lofti gripna og skólafólkið væri undrandi á því, hve lífseig hún væri. Vissulega væri reynt að vera við óskum nemenda um skólamáltáðir en alls ekki rétt, að svínakjöt hefði verið tekið af matseðli skólans."

Jens Guð, 18.6.2010 kl. 21:58

43 Smámynd: Jens Guð

  Jón Logi,  það er margt til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 18.6.2010 kl. 22:00

44 identicon

Ísland á audvitad ad ganga í Evrópubandalagid.  Helsta ástaedan fyrir inngöngu er sú ad thá fáum vid endanlega ad sjá hvernig umhorfs er í midjum kaefubelgnum. (eg er ad grínast)

Annars held ég ad Gud hafi samid thennan pistil med tungu í kinn.

Fiskimidin segir thú Gud.  Maeldu rétt strákur var sagt vid einhvern plebba sem faeddist 17 júní.  Sjálfstaedisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa gert thau ord ad sínum einkennisordum:

"MAELDU RÉTT STRÁKUR"  THETTA SEGIR FRAMSÓKNARFLOKKURINN OG SJÁLFSTAEDISFLOKKURINN MED KVÓTAKERFINU

Nú eru thad ekki Danir eda svindlandi kaupmenn sem kúga íslendinga...heldur láta íslendingar útvalda íslendinga kúga sig.

Gjagg (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 22:38

45 identicon

„Maeldu rétt strákur var sagt vid einhvern plebba sem faeddist 17 júní.“

Þetta er vitaskuld eins og hvert annað kjaftæði.  þessi fleygu orð voru sögð við náunga sem fæddist 11. desember 1711.

Og svo lögð séu orð í belg með hitt málið;  það er vitaskuld augljóst að þegar krossfánarnir verða farnir kemur röðin næst að gluggapóstum sem liggja í kross.  Þar á eftir verða sverð bönnuð, enda eru þau krosslaga.  Um svipað leyti verður bannað að krosshnýta snæri utan um pakka sem fer í póstinn, bannað verður að krossa við d listann og þannig má áfram telja.  Sannarlega er framtíðin dapurleg og ekki óhugsandi að bananabátar verði það eina sem unnt verður að gleðja hjartað við, ef þeir verða pakkaðir rétt.  Þó er ljóst að umboðsmaðurinn mun aldrei fá riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu en hugsanlega riddarahálfmána.

Jamm.

Tobbi (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 23:52

46 identicon

Jón Logi,

Ef bandaríkin geta haft mismunandi lög í mismunandi ríkjum og jafnvel bæjarfélögum á flestum sviðum, þá getur ESB, sem samanstendur af sjálfstæðum löndum augljóslega einnig gert það. Þar að auki ef ESB myndi samþykkja einhver ný lög sem bönnuðu trúartákn í almennings skólum, þá yrðum við sem aðilar að EES samningum mögulega að taka upp þau lög hvort sem er. Og við gætum ekki gert neitt við því án þess að segja upp EES.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 23:53

47 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni (#38),  það er ekki ríkistrú í Bandaríkjunum.  Það munar öllu.  Engin ríkiskirkja sem hefur þegnana undir járnkrumlu sinni.

Jens Guð, 19.6.2010 kl. 01:00

48 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 19.6.2010 kl. 15:37

49 Smámynd: Jens Guð

  Jón Bjarni (#39),  nú er búið að banna íslensku fólki undir 19 ára aldri að fara í sólbað.  Það er að segja í fegrunarskini.  Svona geta lög verið skrýtin.

Jens Guð, 19.6.2010 kl. 21:45

50 Smámynd: Jens Guð

  Ragnar,  ertu dáldið hræddur?

Jens Guð, 19.6.2010 kl. 22:00

51 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég er þér ósammála með að innganga Íslands í ESB sé málið.  Hinsvegar þykir mér í góðu lagi að fá niðurstöðu í hvað kemur út úr umsókninni.  Ég ætla að niðurstaðan muni auðvelda okkur andstæðingum inngöngunnar rök gegn inngöngunni.

Jens Guð, 19.6.2010 kl. 22:05

52 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  það sér ekki fyrir enda á hvert krossferð gegn krossinum leiðir. 

Jens Guð, 19.6.2010 kl. 22:09

53 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni (#46),  í Bandaríkjunum eru annarsvegar alríkislög og hinsvegar ríkislög (state).  Ríkislögin taka til hluta eins og aldurs vegna giftinga,  áfengiskaupa,  ökuleyfis og þess háttar.  Alríkislög ná yfir fánann. 

Jens Guð, 19.6.2010 kl. 22:14

54 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg (#48),  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 19.6.2010 kl. 22:15

55 Smámynd: Dexter Morgan

Hverjum er ekki sama um þennan bölvaða fána. Útrásavíkingarnir og þeirra hyski (lesist= bankastjórnendur, ráðherrar, ríkisstjórn, forstetinn, eftirlitsstofnanir og fl., eru búnir að drulla á fánann og skeindu sig svo með honum á eftir. Þetta er löngu hætt að vera fáni þess lands sem ég lifi í núna. Og núna stefnir í að hann verði blár með gulum júðastjörnum.

Dexter Morgan, 20.6.2010 kl. 00:34

56 identicon

Jens, ég bjó í bandaríkjunum í nokkur ár, og veit því einnig að það eru líka ríkisfánar. Og þeim er oft flaggað, en það fer þó eftir bæjum og ríkjum.

Bjarni (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 01:32

57 identicon

Þó ég sé nú kannski ekki sammála því banni Jens þá liggja þó að baki því hlutlægar ástæður en ekki huglægar :)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 17:00

58 Smámynd: Jens Guð

  Dexter,  það er margt til í þessu hjá þér.  Nema ekki þetta með bláan fána með júðastjörnum.  Gyðingastjarnan er 6 arma.  ESB stjörnurnar eru 5 arma.  Íslendingar vilja ekki ganga í ESB.  Þannig að við höfum ekkert með þann fána að gera.

Jens Guð, 20.6.2010 kl. 21:18

59 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni (#56),  það sem ég átti við er að bandaríski fáninn heyrir undir alríkislög. 

Jens Guð, 20.6.2010 kl. 21:50

60 Smámynd: Jens Guð

  Jón Bjarni (#57),  það liggur fyrst og fremst bannárátta að baki því banni.

Jens Guð, 20.6.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband