10.7.2010 | 22:18
Af hverju vilja Íslendingar ekki Burger King, McDonalds og Metró?
Sú var tíðin að Íslendingum þótti fátt flottara en láta sjá sig með þýska kjöthakksbollu í höndum matreidda í hnausþykku samlokubrauði að hætti bandarískra. Heilu fjölskyldurnar hrúguðust í McDonalds og Burger King vopnaðar ljósmyndavélum og myndbandsupptökutækjum. Doddsson mætti einn á McDonalds. Ekkert vantaði samt upp á að hann væri ljósmyndaður í bak og fyrir á meðan hann slafraði í sig fátækrafæði.
Nú er öldin önnur. Glansinn fór af Doddssyni og bandarísku hamborgarakeðjunum. Öllum útibúum Burger King á Íslandi hefur verið lokað. McDonalds var lokað í Austurstræti. Síðan var merki McDonalds fjarlægt af veitingastöðunum í Kringlunni og Skeifunni. Í staðinn voru staðirnir merktir nafninu Metró. Þar með urðu Íslendingar fyrstir allra þjóða heims til að henda McDonalds á haugana án þess að um pólitíska aðgerð væri að ræða.
Nú hefur rekstur Metrós verið seldur. Starfsfólk fær ekki borgað. Það er gjaldþrot í pakkanum. Ekki nóg með það. Í vikunni skokkaði ég léttfættur um ganga Kringlunnar. Þar á meðal tók ég nettan rúnt um Stjörnutorgið. Mikil varð undrun mín er við mér blasti að Metró er horfinn á braut úr Kringlunni. Ég var svo hissa að ég stökk yfir stól. Og hélt síðan skokkinu áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Þó McDonalds og Burger King fáist ekki lengur á Íslandi og Metró hafi lokað í Kringlunni er það ekki merki um að Íslendingar fúlsi við hamborgurum. Það er hinsvegar eins og Íslendingar vilji heldur "íslenskari" útfærslu á þessum samlokum. Búllan og Hamborgarafabrikkan blómstra.
Skyndibitastaðurinn Metró seldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt 11.7.2010 kl. 16:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, Steinn Steinarr klikkar ekki! jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Nýlega sköpuðust miklar umræður hér á þessu bloggi um hunda óme... Stefán 24.1.2025
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 9
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 1099
- Frá upphafi: 4122014
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 889
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hamborgarar á búllum eru oft soddan jönk matur, gott ef þeim fækkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.7.2010 kl. 22:43
Borgararnir á Vitabar eru einstæðir. Ættir að prófa þá eitthverntímann.
Borðaði þarna nánast á hverjum degi þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt, og ég er ekki frá því að barninu hafi hreinlega haft gott af.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2010 kl. 22:56
Ásdís, það er eiginlega ekkert sem er óhollt við hamborgara, pizzur eða samlokur. Bara hitaeiningar í sósunum kannski. En kjöt og grænmeti telst seint óhollt.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2010 kl. 22:58
Ég matreiði alvega svakalega góða hamborgara. Allir sem hafa smakkað hamborgarana mína segja að þeir séu bestu hamborgarar sem þeir hafi smakkað. Sjálfum finnst mér hamborgararnir mínir alveg frábærir. Ég baka líka bestu pönnukökur í heimi. Mínar eru örlítið betri en þær sem fást á Litlu kaffistofunni þar sem þær eru næstbestar. Svo er ég stórkostlegur sölumaður. Ég er til dæmis eini maðurinn á Íslandi sem hef getað selt heimagerðan kúk í Hagkaupum. Ég er ekki að grínast og ekki að ljúga. Ég seldi marga heimagerða kúka í Hagkaupum á sínum tíma. Minnir að þeir hafi kostað 290 krónur stykkið.
Grefill (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 23:04
Ásdís, ég er voðalega lítið fyrir hamborgara. Enda farinn að nálgast sextugs aldurinn og kynntist ekki hamborgurum á mínum uppvaxtarárum. Það sama á við um pizzur. Ég held að fólk þurfi að kynnast svoleiðis mat á barnsaldri til að þykja hann lystugur á fullorðinsárum.
Jens Guð, 10.7.2010 kl. 23:13
Ingibjörg, ég hef smakkað þennan sem kallast Gleym-mér-ei á Vitaborgaranum í Ármúla 7. Mér skilst að það sé sami matseðill á Vitabar og Vitaborgaranum. Í samanburði við aðra hamborgara er Gleym-mér-ei með þeim betri. Ég er samt meira fyrir soðna ýsu með kartöflum.
Jens Guð, 10.7.2010 kl. 23:17
Grefill, þér er margt til lysta (með y) lagt.
Jens Guð, 10.7.2010 kl. 23:19
Metro er Viðbjóður.
Ómar Ingi, 11.7.2010 kl. 00:01
Talandi um ýsu, þá held ég að ég hafi aldrei smakkað betri plokkfisk en þennan frá Grími kokk. Hafiði smakkað hann?
Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 00:07
Ómar Ingi, ég verð klárlega að prófa Metró-borgara áður en síðasti staðurinn lokar. Það gæti orðið stutt í endalokin.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 00:17
Gerði mistök í færslunni hér á undan (strokar þú hana ekki bara út Jens?). Rétt er hún svona:
Besti hamborgari sem ég hef fengið, fyrir utan mína eigin, var á Burger King á Gustav Adolfstorgi í Malmö. Versti er McDonalds-hamborgari sem ég keypti mér í Portúgal, Næstversti er Burger King-borgari sem ég fékk mér í New York. Burger King-hamborgari í Stokkhólmi er þriðji versti hamborgari sem ég hef fengið. Hamborgararnir á Burger King hér á Íslandi eru í fimmta sæti yfir verstu hamborgara sem ég hef smakkað. Öllum fimm verstu hamborgurunum henti ég eftir fyrsta eða annan bita nema þeim sem ég fékk í New York. Hann át ég allan að því ég var svo svangur. Leið mjög illa á eftir í marga klukkutíma. Næstbesti hamborgari sem ég hef fengið, fyrir utan mína eigin auðvitað, var í Botnskála árið 1995 eftir klifur upp á Hvalfell. Metró-hamborgararnir eru góðir, nema ég fíla ekki súru gúrkurnar. Guð blessi hamborgarann.
Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 00:19
Grefill, ég hef smakkað plokkfiskinn frá Grími kokk. Það er ljómandi góður plokkfiskur. En besta plokkfiskinn fær maður á Sjávarbarnum vestur á Granda.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 00:19
Má ég þá frekar biðja um gellur og hrossabjúgu...
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 00:42
American Style er í uppáhaldi hjá mér.
Billi bilaði, 11.7.2010 kl. 00:50
Hef aldrei fengið mér hamborgara á American Style. Pítan er ágæt, þessi með lambasteikinni er best. En ekki getur maður nú borðað svona fæði endalaust, brauð og kjöt og franskar. Ég byrja að klóra mér ef það líða t.d. meira en 5 dagar á milli þess sem ég borða fiskmeti. Besta fiskmetið tel ég gellur. Helling af hömsum með. Og humar og hörpuskel. Guði sé þökk fyrir humarinn.
Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 01:42
Fékk mér hamborgara á Ruby Tuesday. Hann var hörmulegur. Vatnskennt, illa kryddað kjöt + eldgamalt brauð. Sæmilegar franskar.
Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 01:45
Ég lifi aðalega á kjöti og vil helst ekki hafa neitt nema vel kryddaðar franskar með. Best er nautakjög vel blóðugt þannig að franskarnar séu blóði drifnar.
Ég er sjálfur hrifinn af hömborgurum en vill ekki sjá þessa mcdonalds/metro enda hálfgert drasl. Hamborgari á að vera 200gr+ ásamt osti og beikoni.
Hannes, 11.7.2010 kl. 02:17
Hannes, ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þú hættir í blóðmetinu og snýrð þér að baunaborgurum með brokkólí og belgbaunum.
Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 02:25
Grefill, ég mun aldrei hætta í því enda verð ég veikur af grænmetisdrasli. Grænmeti er í lagi sem meðlæti og kannski í 2 máltíðir í viku til að spara og þar með er það upptalið.
Hannes, 11.7.2010 kl. 02:29
Minn uppáhaldsskyndimatur til margra ára var Wishbone-samloka á Aski. Hef ekki fengið mér þannig í hátt í tvö ár. Þú ættir að smakka hana Hannes, með nýbökuðu brauði og nautakjöti á milli, steiktu eftir þinni ósk, grilluðum lauk, papriku, sveppum, ekta frönskum, fersku salati og dýrindis bernaissosu.
Verð: 1.890,- Sjá hér.
Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 03:50
Í bandaríkjunum þá er McDonalds (og margar aðrar keðjur) yfirleitt talið fátækra matur, enda eru gæði borgarans eftir því. Það að selja þetta rándýrum dómum hérlendis var fáránlegt frá upphafi. Ég skil þetta í BNA (vegna lágs verðs), en í Evrópu og á Íslandi þá eru McDonalds mun dýrari en margt annað sem er mun betra, og því engin ástæða fyrir nokkurn mann að fara þangað.
Bjarni (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 08:57
Þegar ég er erlendis kaupi ég stundum McDonalds fiskiborgara vegna þess að fiskurinn er betri en á dýrum veitingastöðum. Fljótlegt og ódýrt ef maður er svangur og vill ekki sóa tímanum í að bíða eftir matnum.
Kristján H. Kristjánsson, 11.7.2010 kl. 10:24
Ég fór á McDonalds, mest fyrir forvitni sakir, þegar staðurinn var nýopnaður. Vonbrigðin urðu slík að ég sór að ég skildi aldrei framar leggja mér Makkara til munns og hef staði við það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 14:13
Margir segja að Hamborgarar og Pulsur séu "Guðdómleg fæða", og það vegna þess að enginn veit hvað er í Hamborgaranum né Pulsunni nema Guð einn.
Kannski að þessum stöðum sé að fækka vegna "Guðleysi" þjóðarinnar?? :-)
Aðalbjörn Leifsson, 11.7.2010 kl. 14:29
Grefill (#11), vá, það er aldeilis að þú stendur vaktina við að prófa hamborgara heima og heiman. Flest þykir mér meira spennandi á ferðalögum en smakka hamborgara.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 16:11
Hilmar, gellur eru toppurinn. Hrossabjúgu er ágæt tvisvar á ári eða svo.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 16:12
Billi bilaði, ég hef aldrei smakkað hamborgara í AS. Hinsvegar fékk ég mér eitt sinn djúpsteiktan fisk þar. Ég hef ekki fundið til löngunar að kíkja aftur á staðinn.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 16:14
Já, Jens, maður verður að standa sig í umræðum um hamborgara. Eitt af mörgu sem lífið kennir manni.
Annars segi ég bara eins og börnin: Þú byrjaðir.
Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 17:17
Grefill. Það er aldrei að vita nema ég prufi að kaupa þessa samloku við tækifæri enda lýtur hún vel út. Ég væri líka til í að prufa piparsteikina eða nautalundina.
Hannes, 11.7.2010 kl. 17:47
Einu skiptin sem ég fer inn á Mc Donalds er þegar er stödd í útlöndum og langar í sjeik eða ís. Annað frá þeim fer ekki inn fyrir mínar varir
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 11.7.2010 kl. 18:16
Grefill (#15), ég er þér sammála með gellurnar. Ekki síst þetta með helling af hömsum með. Hvítlauksristaður humar er einnig lostæti. Það eru sömu aðilar sem eiga og reka Pítuna og AS. Ég sakna pönnusteikta fisksins sem fyrri eigendur Pítunnar buðu upp á. Kótelettur með bakaðri kartöflu er fín máltíð í Pítunni.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 20:24
Hamborgarar eru ekki matur heldur örvandi efni fyrir unglinga
Finnur Bárðarson, 11.7.2010 kl. 20:45
Grefill (#16), takk fyrir að vara við hamborgurunum á Ruby Tuesday.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 20:57
Hannes, þú hefðir verið góður í Sláturhúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki með mér í gamla daga. Þar þömbuðum við strákarnir ylvolgt blóðið beint úr nýslátruðum rollunum. Steinefnaríkt og hressandi.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 21:00
Grefill (#18), hvar fær maður baunaborgara? Það er eitthvað sem hljómar vel.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 22:53
Jens ég hef það sem reglu að kaupa aldrei lambakjöt og borða það aldrei nema mér sé boðið það. Ég þarf að prufa að gerast vampíra við tækifæri ef blóðið er eins gott og þú ert að lýsa.
Hannes, 11.7.2010 kl. 23:46
Jens og Hannes, þið fáið baunaborgara í Nóatúni m.a. Verulega góðir.
Svo er bara auðveldast í heimi að búa þá til með því að hnoða saman alls kyns baunum í borgara eða buff og steikja það.
ps.: Ég prófaði einu sinni að drekka kælt, ferskt hæsnablóð. Mjög hressandi. Ólýsanlegt bragð. Synd að það skuli ekki sett á flöskur og selt. Tarzan fannst fátt betra en ylvolgt blóð úr nýveiddri antilópu. Þess vegna var hann líka alltaf svona hress.
Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 23:59
Grefill ég ætla ekki að prufa grænmetisborgara enda kjötæta.
Ég þarf greinilega að reyna að verða mér úti um blóð til að prufa.
Hannes, 12.7.2010 kl. 00:05
Hefurðu ekki smakkað blóð úr sjálfum þér, Hannes? Himneskt bragð og upplifun, ekki satt? Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ferskt blóð úr öðrum smakkast. Það er dýrðlegt.
Þú sérð það líka ... Tarzan drakk blóð, Vampírur drekka blóð (verður að vera ferskt) og öll villt dýr náttúrunnar sem veiða sér til matar drekka blóðið úr bráðinni með kjötinu. Nema maðurinn. Hann hefur af tómum pempíuskap losað sig við blóðið ... að undanskildum þeim sem panta sér "rare".
En "rare" er bara brandari miðað við "The Real Thing": Að skella í sig glasi af fersku blóði ... hinum eina sanna orkudrykk!
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 00:16
ps.: Verð samt að vara þig við með disclaimer:
Öll neysla á fersku blóði felur í sér þá áhættu að neytendur smitist af hverju því sem kann að leynast í viðkomandi blóði.
Öll neysla á fersku blóði er algjörlega á ábyrgð þess sem neytir þess, þ.e. neytandans.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 00:25
Ég hef smakkað mitt eigið blóð. Ég fæ mér oft smá bita af hráu kjöti áður en ég set það á grillið.
Ég hef ekki miklar áhyggjur af því þó að ég fái einhvern sjúkdóm enda er mér sama hvort ég deyji eftir nokkra mánuði eða nokkra áratugi.
Hannes, 12.7.2010 kl. 00:35
Disclaimerinn er ekki fyrir þig. Hann er fyrir mig.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 00:49
Heldur þú að ég fari í mál við þig ef ég fæ HIV af að drekka blóðið og drepst? Það myndu nokkri fagna og nokkrir syrgja mig.
Hannes, 12.7.2010 kl. 01:02
Ja, maður getur ekki tekið ábyrgð á annarra manna sjúkdómum. Ekki ég alla vega. Annars hafði ég meiri áhyggjur af því að löggan mynd ná í mig á þeirri forsendu að ég hafi hvatt þig til þess að drekka blóð ... ef þú drykkir glas af blóði og hrykkir svo upp af.
"Allur er varinn góður" sagði nunnan áður en hún setti smokkinn á kertið.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 01:11
Hannes (#19), það er alltof ríflegt að snæða grænmetisrétti tvisvar í viku. En það er hollt að hafa smávegis af grænmeti með í hverri máltíð.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 10:23
Grefill (#20), ég fer stundum í hádegishlaðborð á Aski. Það er til fyrirmyndar. Kostar 1990 kall. Kýs það fremur en samloku og franskar.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 10:51
Bjarni, ef ég man rétt var McDonalds hamborgarinn alltaf langdýrastur á Íslandi af öllum stöðum heims. Þetta er vitaskuld pjúra fátækrafæði - og er verðlagt þannig erlendis.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 11:05
Ég er sáttur við Aktu taktu beikonborgara... fílaði aldrei McDonalds... læt mig hafa burger king
doctore (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:27
Ef þessi frétt væri nú bara 100% rétt.....
Ekki láta blekkjast.
1) McDonalds sagði upp leyfinu vegna skuldar á því (ekki öfugt eins og stendur í fréttinni).
2) Jón Garðar kaupir McDonalds á 300 millur og borgar ekkert af þeim skuldum (skuldirnar eru því mun meiri en þessar 100millur sem nefnt er þarna).
3) Þau sem eru í gömlu kennitölunni(Lyst) eiga eftir að fá laun borguð ásamt því að lífeyrissjóður og skattur hefur ávallt verið í vanskilum.
4) Sum af þeim sem ekki hafa fengið borgað voru í fæðingarorlofi
5) Ásgerður og Jón Garðar eru par svo af hverju er ekki hægt að borga þeim í gömlu kennitölunni laun líka?
Starfsmaður Metro (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 15:18
Sá sem verslar við metro... sá hinn sami er landráðamaður... þannig að ef ég sé þig versla þar, þá prumpa í í áttina að þér :)
http://www.dv.is/frettir/2010/7/12/metro-faert-kaerustu-jons/
doctore (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 15:44
Ja, hérna. Þetta er hið nýja Ísland. Þetta er það sem menn hafa lært. Hvert skildi "söluverðið" til kærustunnar fyrir rekstur og tæki hafa verið? Trúi ekki að tilvonandi skiptastjóri láti hann/þau komist upp með þetta. Allir birgjar sem eiga eitthvað inni hjá "hinu" félaginu hljóta að taka höndum saman. Það þarf að stöðva þessa ósvinnu.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 16:42
Kristján H., takk fyrir þennan fróðleiksmola. Ég vissi ekki að McDonalds bjóði upp á fisk. Þetta getur verið gott að vita. Ég er sólginn í fisk.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 20:24
Axel, ég átti ekki von á merkilegum hamborgara þegar ég smakkaði McDonalds fyrst. Þess vegna varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Ég fékk bara staðfestan grun minn um ómerkilegan mat.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 20:26
Grefill það er í fínu lagi að vera í fangelsi í dag enda færðu þar gott að borða og þitt eigið herbergi. Gætir fengið hann Jens Guð í klefann við hliðiná þínum.
Hannes, 12.7.2010 kl. 20:31
Aðalbjörn, miðað við traffíkina á Hamborgarafabrikkunni og Búllunni er ekki að sjá að löngun Íslendinga í hamborgara sé að fjara út - þó Íslendingar fúlsi við McDonalds, Burger King og Metró.
Sömuleiðis held ég að pylsurnar séu að sækja í sig veðrið ef eitthvað er. Lengst af stóð slagurinn á milli SS og Goða. Nú virðist mér sem Kjarnafæði herji einnig á pylsumarkaðinn með góðum árangri.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 20:31
Grefill (#28), ég átti ekki við umræðuna heldur hvað þú hefur smakkað hamborgara vítt og breitt um heiminn, hérlendis og erlendis.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 20:33
Hannes (#29), ég hvet þig til að prófa fyrst hádegisverðarhlaðborðið í Aski. Það kostar 100 kalli meira en samlokan en þar er hægt að smakka allskonar steikur og fínerí.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 20:36
Hannes: Nei, það er sko örugglega ekki í fínu lagi að dvelja í fangelsi. Væri samt áreiðanlega betra ef Jensinn væri þar líka.
Jens: Ég borðaði steiktar Bónuspylsur í hádeginu með kartöflustöppu og sinnepi og þær eru ekki síðri en SS, bara helmingi ódýrari. Grunar reyndar að Bónus-pylsur séu bara dulbúnar Kjarnafæðispylsur. Goða-pylsur eru heldur ekkert síðri en SS, bara dýrari en bæði Bónus- og Kjarnafæðispylsur ... samt ekki eins dýrar og SS.
Annars hef ég líka smakkað pylsur í öllum löndum sem ég hef komið til. Langbestar voru þær í París. "Frönsku" pylsurnar sem fást hér á landi eru bara blöff miðað við orginalinn.
Góðar þykja mér þær líka pylsurnar sem seldar eru í vögnunum fyrir Chelsea-leikina á brúnni. Þær eru samt bara fyrir þá sem kunna að meta mikinn lauk með.
Dönsku pylsurnar eru allt of hlédrægar að mínu mati. Hálfgerðar pempíur.
Bandarískar pylsur eru grunsamlegar en ætar.
Pylsur í Suður-Evrópu eru grunsamlegar og óætar.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 20:47
Og, já, já ... hádegishlaðborðið á Aski er oftast súperfínt, sérstaklega ef maður mætir nógu snemma. Lítið um nautakjöt samt.
Wishbone-samloka er allt annar kúltúr og annað kjöt - skyndimatur nautakjötsmanna.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 20:52
Grefill. Ég gæti alveg hugsað mér að vera í fangelsi ef þú og Jens væru í klefunum sem væru næst mínum.
Ég vill að minnsta kosti ekki fara þangað inn á næstu árum og mun ekki gera það sem sem eftir er minnar ævi miðað við samskipti mín við lögguna til þessa dags.
Jens. #45. Ég borða aldrei grænmeti með mat þegar ég elda. Læt yfirleit spagettí eða franskar duga.
#57 Það er spurnig hvort maður prufi það ekki við tækifæri sérstaklega ef ég fæ einhvern með mér.
Hannes, 12.7.2010 kl. 20:55
Sigrún, er sjeikinn og ísinn góður á McDonalds? Ég hef aldrei smakkað þá.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 23:29
Finnur, ég hef aldrei smakkað góðan hamborgara. Þegar synir mínir voru krakkar fengum við okkur stundum hamborgara - að þeirra ósk. En ég hef aldrei hrifist af þessu þýska fátækrafæði.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 23:32
Hannes (#36), lambakjöt er gott. Þú færð ekki betra kjöt á grillið en íslenskt lamb. Færeyingum þykir færeyskt lambakjöt best sem skerpukjöt en eru mér sammála með að íslenska lambakjötið er best á grillið.
Nýverið voru hér stödd kanadísk hjón. Þau áttu ekki til lýsingarorð yfir hvað íslenska lambakjötið bragðast betur á grillið en það lambakjöt sem þau þekkja frá Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi.
Jens Guð, 12.7.2010 kl. 23:38
Gud...thad er alveg rétt...íslenska lambakjötid er mjög bragdgott. Ég held uppá ofnsteikt laeri. Thakid salti og hvítum pipar og skellt í ofninn. Brúnadar kartöflur og gód sósa med.....ég er nú hraeddur um thad.
Gjagg (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 09:09
Jens það er prinsipp hjá mér að kaupa EKKI lambakjöt á meðan þessi skaðræðisdýr eru um alla þjóðvegi landsins og valda stórhættu.
Hannes, 13.7.2010 kl. 19:11
Grefill (#37), ég elda ekki. Þess vegna þigg ég engin ráð um eitthvað sem maður þarf sjálfur að elda. Hinsvegar sá ég í dag í auglýsingu frá Ikea að þar er boðið upp á einhverskonar baunabuff með gusgus og grænmeti. Það hljómar ekki spennandi.
Jens Guð, 13.7.2010 kl. 23:31
DoctorE, ég hef heyrt látið vel af hamborgurunum í Aktu taktu. Á unglingsárum sóttu synir mínir í þá. Ég veit ekki hvernig þau mál standa núna hjá þeim. Og ekki minnist ég þess að hafa prófað þá sjálfur.
Jens Guð, 13.7.2010 kl. 23:34
Starfsmaður Metró, bestu þakkir fyrir þennan fróðleik.
Jens Guð, 13.7.2010 kl. 23:35
Jens, þér er alveg óhætt að fá þér baunabuffið í IKEA. Mjög gott. Verst hvað skammturinn er lítill.
Grefill (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 01:15
DoctorE (#50), það eru engar líkur á að ég versli við þetta glæpafyrirtæki.
Jens Guð, 14.7.2010 kl. 02:17
Grefill (#51), hann mun komast upp með þetta. Það er alltaf svoleiðis. Og ríkið situr uppi með að borga launin sem eru í vanskilum.
Jens Guð, 14.7.2010 kl. 11:32
Hannes (#54), það er ekki góður matur í öllum fangelsum landsins. Að því er ég best veit er aðeins góður matur á Kvíabryggju og í Vernd.
Jens Guð, 14.7.2010 kl. 11:38
Merkilegt hvað færsla þín um skyndibitamenningu þjóðarinnar hefur snert mörg hjörtu. Hér er ein saga, sem gerðist fyrir daga íslenskra skyndibita og lét mig halda að ég væri fórnarlamb falinnar myndavélar.
Maður lendir stundum í furðulegustu uppákomum sem fólk á jafnvel bágt með að trúa að geti verið sannar. Eitt sinn lenti ég í slíkri á ferðalagi á Ítalíu, þegar ég var unglingur.
Við vorum sex saman á götukaffihúsi í Napólí. Ferðafélagar mínir voru að væta kverkarnar með kaffi eða bjór, en fátt var í boði sem freistaði mín, svo ég rölti yfir götuna til að kaupa mér hamborgara í take away búllu. Svo þegar ég kem til baka með minn girnilega hamborgara, sest ég til borðs og panta mér drykk hjá þjóninum. Sá kom að vörmu spori með kókglas og um leið og hann skilaði af sér drykknum, gerði hann sér lítið fyrir og beit risabita af hamborgaranum mínum, smjattaði rosalega og kyngdi honum með brosi á vör, jafnframt því að hann lét skína í matarleyfarnar á tönnunum.
Það þarf ekki að orðlengja það að uppi varð fótur og fit við borðið, ferðafélagar mínir og verndarar afar ósáttir við framkomuna við unglinginn, en þjónninn glotti bara. Að sjálfsögðu bauð ég svanga þjóninum að éta það sem eftir var af hamborgaranum, sem hann þáði.
Líkast til var ætlun hans að sýna með þessu að hann væri ósáttur við að ég væri að snæða eitthvað sem ekki var keypt á hans veitingastað, en furðuleg aðferð til þess að flestra mati, sérstaklega þar sem gerandinn (ég) var augsýnilega óharnaður og lítt veraldarvanur unglingur.
Sagan endaði þannig að ég var send aftur yfir götuna og nú til að kaupa hamborgara handa öllum við borðið, enda ekki hægt að standast svona gómsætan skyndibita.
Þjónninn virtist alveg sáttur þegar ég mætti með sex hamborgara, enda orðinn saddur og sæll og við gátum étið þá án hans íhlutunar í þetta skiptið.
Og veistu hvað Jens. Í minningunni er þetta minn allra besti hamborgari. Ég hef lengi reynt að finna bragðið og marga borgara keypt og kokkað í þeirri von að þeir líkist þessum eina og sanna, en allt fyrir bí.
Það er alveg sama hvað ég set á hammarana, það vantar alltaf eitthvað......
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 14.7.2010 kl. 22:58
Sigrún, bestu þakkir fyrir þessa skemmtilegu sögu. Þetta rifjar upp aðra, sem kannski er færð í stílinn eða jafnvel upplogin. En eins og mér var sögð sagan er hún svona:
Ung leikkona var að mæta í vinnu í Þjóðleikhúsið. Á leiðinni kom hún við á Mokka kaffi. Keypti sér þar súkkulaðistykki og kaffibolla. Þar var þétt setið við hvert borð og hún fékk sér sæti við borð með ókunnugum manni. Leikkonan var með handrit leikrits með sér og notaði tímann til að renna yfir það. Inn á milli braut hún sér af og til bita af súkkulaðistykkinu. Út undan sér sá hún sessunautinn brjóta sér einnig bita af og til af súkkulaðistykkinu. Henni þótti þetta vera ókurteisi og frekja. En lét á engu bera.
Þegar leikkonan var að yfirgefa svæðið náði sessunauturinn sér í brúntertusneið. Leikkonan ákvað að launa fyrir frekjuna. Um leið og hún stóð upp greip hún tertusneiðina og fékk sér vænan bita af henni áður en hún yfirgaf Mokka.
Komin niður í Þjóðleikhús og í "smink" þurfti hún að sækja eitthvað í tösku sína. Þar blasti við henni súkkulaðistykkið er hún hafði keypt á Mokka ósnert.
Rann þá upp fyrir henni að hún hafði verið að borða af súkkulaðistykki sessunautarins á Mokka.
Jens Guð, 14.7.2010 kl. 23:27
Jens (72). Maturinn er að minnsta kosti ókeypis sem er stór kostur nú til dags.
Hannes, 15.7.2010 kl. 00:03
Góður..... Æj, grey leikkonan
En mín er hvorki stolin né stílfærð. Heilagur sannleikur frá því ég fór í siglingu með pabba mínum þegar ég var 15 ára
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 15.7.2010 kl. 00:05
Hannes, það hljómar ágætlega að fá ókeypis mat úr Múlakaffi. Þar snæði ég oft og kann vel að meta það sem þar er á boðstólum. Hinsvegar er maturinn þaðan töluvert frábrugðinn þegar hann er afgreiddur í fangelsin. Matseðillinn lýtur ekki illa út: Austurlenskur réttur, ítalskur réttur og svo framvegis. Austurlenskur réttur er hrísgrjón með smá kjöti. Ítalskur réttur er spagettí með smá kjöthakki. Og svo framvegis. Þeir fangar sem hafa efni á panta sér pizzu. Sem er grísk-ítalskur fátækramatur.
Jens Guð, 15.7.2010 kl. 00:19
Sigrún, ég dreg ekki í efa sannleiksgildi þinnar skemmtilegu sögu. Til gamans bæti ég við frásögn fararstjóra á Ítalíu, Sigurdórs (man ekki hvers son. Hann söng lagið "María, María"). Ítalskir matseðlar eru - að sögn - ekki á ensku. Íslendingar panta sér því mat blindandi. Margir prufa ódýrasta réttinn. Þegar hann er á borð borinn kemur í ljós að sá réttur er bara soðið spagettí. Ekkert annað.
Jens Guð, 15.7.2010 kl. 00:24
Jens Ég þarf greinilega að fara í Múlakaffi og prufa við tækifæri. þú ættir að lesa ath númer 60 og 65.
Hannes, 15.7.2010 kl. 00:25
Hannes, ég er þaulvanur að sitja í fangelsi.
Jens Guð, 15.7.2010 kl. 00:40
Það er gott að vita það. Sem betur fer hef ég aldrei gist í fangaklefa eða lent í fangelsi,.
Hannes, 15.7.2010 kl. 00:52
Ég hef líka oft farið í Múlakaffi í hádeginu. Maður fer þangað ef maður vill fá almennilegan alvörumat, íslenskan ... ódýran og góðan. Fæ ég mér oftast fisk þar, en stundum eitthvað annað eins og kjötbollur og bjúgu. Ef ég álpast inn um helgar splæsi ég í lambalæri, kótilettur eða annað "fínna" kjöt.
Múlakaffi klikkar aldrei. Sá sem á það ætti að fá verðlaun.
Grefill (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.