Elton John hættur í poppinu

  Fyrir nokkrum dögum hélt breski popparinn Elton John hljómleika í Færeyjum.  Hátt í sex þúsund manns sóttu hljómleikana.  Það er gríðarlega hátt hlutfall af færeysku þjóðinni,  sem telur 49 þúsund manns.  Miðað við höfðatölu jafngildir þetta því að hátt í 40 þúsund manns myndu kaupa sig inn á eina hljómleika á Íslandi.  Slíkt hefur aldrei gerst.  Lang fjölmennustu hljómleikar sem haldnir hafa verið hérlendis voru með Metallica.  Á þá hljómleika mættu 18 þúsund hausar. 

  Elton John lét þess getið að hann sé orðinn hundleiður á poppmúsík.  Það er að segja vinsældalistapoppi.  Héðan í frá hefur hann sagt skilið við poppjukkið.  Hann verður löggilt gamalmenni eftir 2 ár og telur sig ekki hafa lengur þörf á að selja lög og plötur í stóru upplagi.  Þess í stað ætlar Elton John að snúa sér að þungarokkinu.  Næsta plata hans,  The Union,  kemur út 25.  október og inniheldur þungarokk að hætti Guns N´ Roses.   

  Þetta hljómar einkennilegt.  Enda er það einkennilegt.  Og ekki alveg nákvæmt.  Elton ætlar meira að fara út í músík eins og Bob Dylan og Neil Young hafa verið að gera.  Nema í tilfelli Eltons verður píanóið í aðalhlutverki.  Svona dálítið eins og myndbandinu hér að ofan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Hann sem sagt fer frá að vega góður í ágætur.

Hannes, 12.7.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég er ekki aðdáandi Eltons Johns.  Ég er ekkert spenntur fyrir nýja efninu frá honum.  Hinsvegar hef ég dálæti á Bob Dylan og Neil Young.  Á margar plötur með þeim.  En enga með Elton John.

Jens Guð, 12.7.2010 kl. 23:27

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Segi það sama. Elton hefur aldrei verið minn tebolli. Er ekki frá því að Geir Iceblue sé betri..tala nú ekki um í dúói með guðinum.. hehe

hilmar jónsson, 13.7.2010 kl. 00:33

4 identicon

Það jaðrar við guðlast í mínum eyrum þegar menn prumpa í áttina að Elton John.

Maðurinn er einhver mesti tónlistarsnillingur tuttugustu og tuttugustuogfyrstu aldarinnar.

Fyrirgef þeim Jens og Hilmari, Elton, því þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir gjöra.

Grefill (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 04:49

5 identicon

Loksins thegar Elton John er búinn ad fá sér thykkt rokkhár thá haettir hann.  MYND: Elton John í dag med thykkt hár og thykka vömb.  Ekki laust vid ad thad sé svolítill kerlingarstaell á honum; hring í eyra og hárkollu á höfdi.

Elton John thunnhaerdur og grannur 1971 med kerlingargleraugu.

Gjagg (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 05:50

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er nú ekki sammála þér í því að November-rain teljist undir þungt rokk. Fyrir mér er það lag ofurpródúserið popplumma. Alflestir meðlimir Guns'and roses eru sama sinnis. Slash varð t.d fuðulostin eftir að Axl Rose sagði honum að svona tónlist hafi alltaf verið hugmynd hans með þessa hljómsveit- enda var Slash í bandinu vegna hinna grípandi rokklinka sem einkenndu geisladiskinn- Appetite for destruction. Matt Sorrum- sem var fenginn í bandið í stað Steve Addler var ekki parhrifin heldur- enda hélt hann að hann væri að gerast meðlimur í "vondra stráka hljómsveit" en ekki í poppbandi.

Ég álít mestu mistök Guns- and roses voru use your illusion. Á þeim diski eru nokkur lög sem eru mjög góð rokklög eins og - Pritty tide up og Locomotive en restin af disknum er illa samið dópistakrapp. Ef þeir hefðu einbeitt sér að því að fylla diskinn af þannig tónlist- hefði hljómsveitinn orði ekki ósvipað klassík með tímanum og Rolling Stones og Ac/Dc. November rain er í sjálfu sér fallegt lag- en þeir hefðu bara átt að prúdusera það með einfaldarai hætti- Með kassagítarurum og bassa og hógværu undirspili eins og þeir gerðu í laginu Pacion.

EN Axl Rose er greinilega ekki húsum hæfur og í raun er hann haldin - ófullkomnunaráráttu- því han gerir sér ekki grein fyrir því að hráleiki gefur alltaf tónlist vissa töfra. 

Brynjar Jóhannsson, 13.7.2010 kl. 14:07

7 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  kannski skánar músíkin hjá Elton John eitthvað frá og með plötunni sem kemur út 25. okt.  Hún er unnin í samvinnu við bandaríska hljómborðsleikarann Leon Russell.

Jens Guð, 14.7.2010 kl. 18:05

8 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  nú ertu farinn að oflofa Elton John.

Jens Guð, 14.7.2010 kl. 18:10

9 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  hann hefur gaman af að vera fínn.  Já,  og er glysgjarn eins og hrafnar.

Jens Guð, 14.7.2010 kl. 18:11

10 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar,  ég tek reyndar - í niðurlagi - fram að Elton John ætli að snúa sér að músík í stíl Neil Young og Bob Dylan fremur en að þungarokki GNR.

Jens Guð, 14.7.2010 kl. 18:15

11 identicon

Elton John er einn af stóru ástunum í lífi mínu, þ.e. tónlistarlega séð. Ég get ekki lofað hann of mikið.

Grefill (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 18:17

12 identicon

Brynjar, það væri gaman ef þú gætir bent mér á hvar Axl sagði að svona tónlist, sbr. Nov rain, væri hugmynd hans með GN´R.  Líka gaman að sjá þetta frá Matt Sorum.  Vissir þú að mörg af lögunum UYI I og II eru samin fyrir og á AFD tímabilinu.  Hvaða lag er Pacion með GN´R?  Ég held satt að segja af þessum skrifum þínum að þú vitir voða lítið um bandið og hvað þá sögu þeirra.
Ath líka að það skal skrifa Guns N´Roses eða GN´R en ekki Guns ´N Roses hvað þá Guns ´and Roses. 

Arnar (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 11:52

13 identicon

En Guns und Roses? Má skrifa það?

Grefill (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 12:04

14 identicon

alveg harðbannað

Arnar (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband